Lífið

Áfengi minnkar líkur á heilablóðfalli

Allt er gott í hófi.
Allt er gott í hófi.
Rannsóknir hafa sýnt að konur sem drekka sjö vínglös eða bjóra á viku eru ólíklegri til þess að fá heilablóðfall en konur sem drekka ekkert áfengi. Rannsókn þessi var gerð á 83 þúsund konum sem fylgt var eftir í 26 ár.

Áfengi er þó tvíeggjað sverð. Varast verður að drekka það í óhóflegu magni vegna þess að þá getur blóðþrýstingurinn hækkað og hætta á gáttatifi eykst sem síðan eykur líkurnar á heilablóðfalli.

Hugsanlegt er að áfengið sjálft hafi verndandi áhrif og dragi úr hættu á heilablóðfalli. Hófleg áfengisneysla getur haft jákvæð áhrif á blóðfitur og dregið úr blóðsegamyndun. Því þurfa konur ekki að fá samviskubit yfir að fá sér vínglas með kvöldmatnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.