Lífið

Alltaf verið kölluð Barbí

Ingibjörg segir eftirminnilegt þegar ungar stúlkur reyndu að stela Barbí-númerinu af bílnum.
Ingibjörg segir eftirminnilegt þegar ungar stúlkur reyndu að stela Barbí-númerinu af bílnum. fréttablaðið/stefán
„Ég hef alltaf verið kennd við Barbí," segir hin tvítuga Ingibjörg Austmann Þorbjörnsdóttir.

Ingibjörg ekur um á eldrauðum Volkswagen Golf með einkanúmerinu Barbí. Hún fékk sér þetta eftirtektarverða bílnúmer í fyrrasumar og hefur vakið nokkra athygli í umferðinni. „Fólk starir mikið á mig þegar ég er að keyra. Það fyndnasta sem ég hef lent í er samt þegar ég kom að litlum stelpum sem voru að reyna að taka númeraplötuna af bílnum," segir hún.

Hún hefur verið kölluð Barbí allt sitt líf og vinir hennar nota nafnið í daglegu tali. „Ég hét lengi Barbí í símanum hjá kærastanum mínum," bendir hún á og bætir við að nafngiftin sé ekki skrítin þar sem hún sé ljóshærð og hafi leikið sér með Barbie-dúkkur til þrettán ára aldurs. Hún lætur bílnúmerið þó ekki nægja heldur ber húðflúr með sömu áletrun á fætinum.

Fyrir utan það að keyra Barbí-bílinn er Ingibjörg nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla auk þess sem hún æfir módelfitness af kappi. Á dögunum lenti hún í þriðja sæti í alþjóðlegu keppninni WBFF Icelandic Championship sem haldin var í Háskólabíói.

Það má með sanni segja að Ingibjörg sé Barbí frá toppi til táar.
„Ég keppi aftur í nóvember og er byrjuð að æfa mig á fullu fyrir það," segir Ingibjörg eða Barbí, eins og hún er oftast nefnd, sem stefnir á að ná betri árangri á næsta móti.

hallfridur@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.