Fleiri fréttir

Flottustu kjólarnir á Emmy-hátíðinni

Uppskeruhátíð sjónvarpsiðnaðarins, Emmy-verðlaunahátíðin, fór fram með pompi og pragt á sunnudag. Rauða dreglinum var rúllað út í Los Angeles og brosmildar stjörnur í fögrum klæðum stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.

Forstjóri Iceland Express í rokkhljómsveit

Rokksveitin DIMMA heldur tónleika á Gauk á Stöng á fimmtudaginn næstkomandi en til stendur að hljóðrita tónleika hljómsveitarinnar og gefa út á stuttskífu (EP) ásamt nýju efni í október næstkomandi.

Með mann til að sjá um vaxandi viðskiptaumsvif

"Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi.“ segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann.

Móðurhlutverkið fer þér afskaplega vel

Á meðfylgjandi myndum má sjá þýsku fyrirsætuna og sjónvarpsstjörnuna Heidi Klum, 38 ára, stilla sér upp á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni í Christian Siriano kjól...

Sjötíu þúsund plötur á átta árum

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur selt plötur sínar í tæpum sjötíu þúsund eintökum. Þetta er mjög góður árangur, sérstaklega í ljósi þess að einungis átta ár eru liðin síðan fyrsta plata hans, Lonely Mountain, kom út.

Lindsay á bannlista

Leikkonan Lindsay Lohan átti ekki sjö dagana sæla á tískuvikunni í New York þegar partýstand var annars vegar því henni var meinaður aðgangur inn á heitustu viðburðina..

Íslenskri tísku hampað fyrir frumleika

„Gestir hrósuðu hönnuðum í hástert og voru flestir sammála um að línur íslensku fatahönnuðanna hefðu verið frumlegar og ættu fullt erindi á alþjóðamarkað,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway. Reykjavík Runway stóð fyrir sýningarbás með íslenskum hönnuðum á tískuvikunni í New York um helgina og var aðsóknin í básinn mikil.

Hættu hjá þessum lýtalækni maður

Bandaríska raunveruleikastjarnan Heidi Montag sem komst í heimsfréttirnar þegar hún lét gera tíu fegrunaraðgerðir í einu og sá þvílíkt eftir öllu saman hélt upp á 25 ára afmælið sitt í Las Vegas um helgina...

Barnshafandi Beyonce

Barnshafandi Beyonce, 30 ára, brosti á sýningarpöllunum á tískuvikunni í London um helgina með móður sinni, Tinu. Mæðgurnar sýndu nýju fatalínuna þeirra, House of Dereon, sem þær stofnuðu árið 2004. Eins og myndirnar sýna geislar söngkonan sem er gengin fjóra mánuði. House of Dereon (heimasíða).

Kim blómstrar með körfuboltahönkinu

Kim Kardashian og eiginmaður hennar Kris Humphries nutu lífsins á eyjunni Bora Bora eins og myndirnar sýna. Þar var allt sem þau aðhöfðust tekið upp fyrir raunveruleikasjónvarpsþátt fjölskyldunnar sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni E!. Þá létu hjónin sjá sig saman í New York glöð á að líta.

Frumsýnir tveggja vikna dóttur

Mel B, 36 ára, frumsýndi Madison, tveggja vikna gamla dóttur sína, í Hello tímaritinu ásamt Stephen Belafonte eiginmanni sínum. Mel segist loksins hafa fundið hamingjuna með Stephen. Söngkonan þráir fleiri börn með eiginmanni sínum en fyrir á hún tvær dæturnar, Phoenix, 12 ára, sem hún á með dansaranum Jimmy Gulzar, og Angel, 4 ára, sem hún á með leikaranum Eddie Murphy. Madison er afskaplega þæg og aðstæðurnar fullkomnar segir Mel í fyrrnefndu tímariti.

Baggalútur gefur út bók

Grallararnir í Baggalúti ætla að gefa út samhverfubók fyrir jólin sem hefur fengið vinnuheitið 33 samhverfur.

Gyðja Collection fagnar

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gyðja Collection frumsýndi formlega nýju skó- og fylgihlutalínuna sem unnin er úr hágæða leðri, íslensku laxaroði, íslenskum hlýra og Swarovski kristöllum...

Heimsfrægar mömmur á hlaupum

Leikkonurnar Sandra Bullock, 47 ára, og Sarah Jessica Parker, 46, ára, hafa nóg að gera þegar kemur að foreldrahlutverkinu...

Engin smá breyting á minni

Kelly Osbourne, 26 ára, fangaði athygli ljósmyndara á Emmy verðlaunaafhendingunni í Los Angeles í dag...

Kalli Berndsen leitar að konum

„Ég er að leita að öllum konum sem eru til í að sjá sjálfar sig í nýju ljósi,“ segir Karl Berndsen, en hann er þessa daga að undirbúa tökur á nýjum þætti. Þátturinn, sem fer í loftið á Stöð 2 í byrjun árs og hefur ekki enn fengið nafn, verður lífsstílsþáttur þar sem Karl gefur konum ráðleggingar varðandi útlitið.

Sigur Rós á fundi með Ben Stiller á Kexi

„Þetta var mjög óformlegt," segir Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar. Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar áttu fund með Hollywood-leikaranum Ben Stiller á föstudagskvöld. Fundurinn fór fram á Kexi við Skúlagötu og vakti mikla athygli viðstaddra.

Ásakar Blake ekki

Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar sálugu Amy, kennir Blake Fielder-Civil, fyrrverandi eiginmanni hennar, ekki um dauða hennar.

Dregur sig út úr Django

Kevin Costner hefur hætt við að leika í vestra Quentins Tarantino, Django Unchained. Talið var að leikarinn hefði samþykkt að vera í aukahlutverki sem illlmennið Ace Woody en ekkert verður af því.

Fann grínið í gegnum Jón Gnarr

„Ég er mjög mikill aðdáandi. Hann er einn af mestu áhrifavöldunum mínum,“ segir listamaðurinn Anton Lyngdal Sigurðsson.

Gyðjur fagna með Gyðju

Gyðja Collection frumsýndi nýja fylgihlutalínu á Nauthóli í Nauthólsvík á fimmtudagskvöld. Fjöldi fólks kom saman af því tilefni og virtist skemmta sér vel.

Hollywood-stjarna heillaði Hólmara upp úr skónum

„Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær.

Houston á hvíta tjaldið

Söngkonan Whitney Houston snýr aftur á hvíta tjaldið á næstunni í endurgerð kvikmyndarinnar Sparkle frá árinu 1976.

Ímyndarherferð Charlie Sheen

„Ég hefði líka rekið mig,“ sagði ólátabelgurinn Charlie Sheen í viðtali í spjallþætti Jay Leno í vikunni.

Íslenski hesturinn í Game of Thrones

Íslenski hesturinn verður töluvert notaður í upptökum á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er tökulið þáttanna væntanlegt hingað til lands í nóvember. Ekki er leyfilegt að flytja hesta til Íslands þar sem íslenski hesturinn er mjög einangruð tegund og því viðkvæmur fyrir alls kyns hestapestum.

Með ástríðu fyrir leikstjórn

George Clooney segir að þrátt fyrir að hann hafi mikla ástríðu fyrir því að leikstýra ætli hann að halda áfram að leika.

Myndaði sig nakta heima

Scarlett Johansson hefur viðurkennt að ljósmyndirnar af henni sem láku á netið á dögunum hafi verið teknar af henni sjálfri.

Rossellini rænd í Reykjavík

Elettra Rossellini Wiedemann, dóttir leikkonunnar Isabellu Rossellini, lenti í óskemmtilegri reynslu þegar hún var stödd í tveggja vikna fríi á Íslandi í sumar. Undir lok ferðalagsins var öllum farangri hennar stolið, en frá þessu greinir Rossellini í viðtali við blaðið New York Magazine. Í farangrinum var meðal annars myndavél og fatnaður Rossellini, þar á meðal skærgulur kjóll sem hún keypti í búð í Reykjavík.

Varnartröll úr FH í lampagerð

Sverrir Garðarsson sleit liðþófa og hefur verið frá keppni í fótbolta í sumar. Meðan hann jafnar sig á meiðslunum framleiðir hann lampa með félaga sínum.

Þarf að kaupa sér sjónvarp

Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er einn stjórnenda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar sem hefur göngu sína á RÚV á þriðjudag. Þetta er frumraun Veru á sjónvarpsskjánum og er hún mjög spennt fyrir fyrsta þættinum.

Erfingi kominn í heiminn

Kokkurinn og veitingahúsaeigandinn Hrefna Rósa Sætran eignaðist sitt fyrsta barn um síðustu helgi. Hrefna og maður hennar, Björn Árnason ljósmyndari, eignuðust heilbrigðan dreng sem skilaði sér í heiminn 11. september eftir nokkurn barning.

Biggi í Maus skrifar kvikmyndahandrit

„Það er virkilega gaman að hafa hans sýn enda kemur hann ekki úr kvikmyndagerðarstéttinni,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z. Seint á næsta ári hefjast tökur á nýrri íslenskri kvikmynd eftir handriti Baldvins og Birgis Arnar Steinarssonar, betur þekkts sem Bigga í Maus.

Blóðmjólkaður í Listaverkinu

„Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef ekki leikið á sviði í átta ár, ég hef aldrei getað bundið mig á sama stað lengi,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Baltasar tilkynnti stjórnendum Þjóðleikhússins að hann gæti eingöngu leikið í leiksýningunni Listaverkinu út október vegna anna á öðrum vígstöðum. Leikstjórinn vildi ekki segja neitt frekar um þau mál að öðru leyti en að mörg spennandi verkefni væru í farvatninu og hann væri að skoða nokkur tilboð.

Borgríki þegar í endurgerðarferli í Hollywood

Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum.

Opnunarhátíð Full borg matar

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Norræna húsinu á opnun hátíðar sem ber yfirskriftina Full borg matar. Sjónvarpskonan Rikka, sem er formaður dómnefndar bollakökukeppni sem ber heitið Fröken Reykjavík, þar sem keppt verður um bestu og fallegustu bollakökuna, var gestgjafi á opnuninni. Bjarni Freyr framkvæmdastjóri Full borg matar setti hátíðina og íslenskir grænmetisbændur buðu upp í gómsætar veitingar. Sjá nánar Fullborgmatar.is.

Ekið í skólarútu á tónlistarhátíð

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada í dag. „Þetta verður rosalega spennandi,“ segir Pan.

Mjólkar kýr í Katalóníu

Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð.

Ný fylgihlutalína Gyðju Collection

Meðfylgjandi má sjá allra fyrstu frumsýningu af auglýsingamyndum sem er hluti af herferð fyrir nýja fylgihlutalínu frá Gyðju Collection sem er hönnuð af Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur. Sigrún Lilja sem er framkvæmdastjóri Gyðju er einnig andlit nýju línunnar. Myndirnar verða notaðar í markaðssetningu á fylgihlutunum bæði hérlendis og erlendis en salan á vörunum hefst núna um helgina í Debenhams í Smáralind og í Duty Free Fashion í Fríhöfninni. "Við ákváðum að fara aðeins aftur í tímann og vildum fanga sjarmann sem Hótel Holt hefur geyma. Ég fékk til liðs við mig ljósmyndarann Kára Sverrisson en ég hef fylgst með myndum hans og þótt mikið til þeirra koma. Hann er fagmaður fram í fingurgóma. Stílisti myndatökunnar var Sigrún Rut Hjálmarsdóttir og fötin sem ég klæðist á myndunum eru frá Karen Millen og Zöru" segir Sigrún Lilja ánægð með útkomuna.

Lærir tískuljósmyndun í London

Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion.

Sjá næstu 50 fréttir