Fleiri fréttir

Sumir eru með útgeislun

Leikkonan Ashley Greene, 24 ára, sem skaust hratt upp á stjörnuhimininn eftir leik sinn í Twilight myndunum, stillti sér upp á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í fyrradag klædd í gullfallegan Oscar de la Renta kjól sem fór henni þetta líka svona vel. Skoða má kjólinn betur í myndasafni.

Pearl Jam í tuttugu ár

Heimildarmyndin Twenty verður frumsýnd á þriðjudaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli rokksveitarinnar Pearl Jam. Aðeins 300 miðar eru í boði hér á landi. Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Seattle-rokkaranna í Pearl Jam verður ný heimildarmynd leikstjórans Camerons Crowe um hljómsveitina frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum um allan heim þriðjudaginn 20. september. Myndin heitir Twenty og verður eingöngu sýnd þennan eina dag í Háskólabíói. Aðeins 300 miðar eru í boði.

Prins póló í pílagrímsferð

Prins Póló er á leiðinni í tónleikaferð til Póllands í næstu viku, heimalands súkkulaðikexins vinsæla sem hljómsveitin er nefnd eftir.

Ryan Gosling í hörkustuði

Hasar- og spennumyndin Drive eftir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Refn fékk gullpálmann í Cannes fyrir bestu leikstjórn en myndin hefur fengið mjög góða dóma og vilja margir meina að þetta sé hreinlega besta bíómynd ársins.

Drakk bjór og þyngdi sig

Hugh Jackman hafði ekkert á móti því að þyngja sig fyrir hlutverk sitt í myndinni Real Steel. Leikarinn fer með hlutverk fyrrverandi hnefaleikamanns í myndinni.

Lífið býður í bíó - 50 miðar í boði

Fimmtíu heppnir lesendur sem kvitta og deila á Facebooksíðu Lífsins fá miða á gamanmyndina Don´t Know How She Does It, með Söruh Jessicu Parker í aðalhlutverki...

Sykur með glænýtt lag

Elektrópoppsveitin Sykur hefur sent frá sér nýtt lag í stafrænu formi sem nefnist Shed Those Tears. Þetta er einnig fyrsta smáskífulag sveitarinnar sem kemur út í Bretlandi.

Steindi fær geðveika hugmynd

Það kemur enginn að tómum kofanum þegar Steindi Jr. er annars vegar. Þorsteinn Bachmann fær hann hér til að gera atriði fyrir Fiðrildaviku UN Women og Steindi fer strax á flug.

Hlakkar til að hitta Sly

Harðjaxlinn Jason Statham getur ekki beðið eftir því að vinna aftur með Sylvester Stallone. Þeir unnu saman við The Expendables í fyrra og núna eru tökur á framhaldsmyndinni að hefjast í Búlgaríu eftir tvær vikur.

Sveitt í gær - uppástríluð í dag

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen, 31 árs, var upptekin klædd í hvítan kjól í myndatöku í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Ég er vinnualki og hef verið það lengi, lét fyrirsætan hafa eftir sér. Þá má sjá hana skokka í líkamsræktina í myndasafni.

Myndaði fyrir Lexus-herferð

Marinó Thorlacius fékk óvænta símhringingu á dögunum sem endaði með ljósmyndatöku fyrir einn umsvifamesta bílaframleiðanda í heimi. Myndirnar verða notaðar í stóra kynningarherferð í Evrópu.

Blá og marin í andliti

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá leikkonuna Reese Witherspoon, 35 ára, með glóðurauga og skrámur í andliti ...

Sniðugar systur saman í fatabisness

Systurnar Sólveig og Edda Guðmundsdætur reka hönnunarfyrirtækið Shadow Creatures sem þær stofnuðu fyrir rúmu ári. Í fatahönnunarkeppninni Reykjavík Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu i ágúst voru þær valdar í verkefnið að hanna útliti Coca cola light flösku. Systurnar segja frá samstarfinu, Coca cola verkefninu og hvað er framundan hjá þeim í meðfylgjandi myndskeiði.

Rauður dregill í Toronto

Kvikmyndahátíðin í Toronto stendur yfir þessa dagana og þar hafa margar stjörnur gengið um rauða dregilinn í sínu fínasta pússi. Hátíðin er talin leggja línurnar fyrir komandi verðlaunahátíðir og því beinir kvikmyndaiðnaðurinn sjónum sínum þangað næstu daga.

Kári vill Klambratúnið undir stórtónleika

"Ég er einfaldlega að kanna hug Reykjavíkurborgar, hvort það sé mögulegt að nota túnið undir selda viðburði," segir Kári Sturluson, umboðsmaður og tónleikahaldari.

Tárvotir áhorfendur í Torontó

"Þetta eru án nokkurs vafa bestu viðtökur sem við höfum fengið á þessum kvikmyndahátíðum,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri. Kvikmynd hans, Eldfjall, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó um helgina en myndin verður frumsýnd hér á landi á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.

Landaði auðmjúkum Schwarzenegger í mynd sína

"Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp,“ segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive.

Það púar enginn á þennan Prada kjól

Breska leikkonan Emily Blunt, 28 ára, vakti athygli á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Torontó klædd í fallegan Prada kjól með rauðri slaufu í mittið. Um var að ræða frumsýningu á myndinni Your Sister's Sister. Þá má einnig sjá skoska leikarann Ewan McGregor í myndasafni.

Mel B geislandi nýbökuð mamma

Nýbakaðir foreldrar, Mel B, 36 ára, og Stephen Belafonte, voru mynduð yfirgefa veitingahúsið Matsuhisa í Beverly Hills í gærkvöldi aðeins tíu dögum eftir að Mel fæddi, Madison Brown Belafonte. Madison er fyrsta barn hjónanna. Fyrir á Mel dæturnar Phoenix, 12 ára, og Angel, 4 ára, og Stephen eina stúlku, Giselle, 6 ára. Eins og sjá má í myndasafni geislar Mel B.

Eigum við eitthvað að ræða þessar stellingar?

Söngkonan Rihanna, 23 ára, er andlit eða öllu heldur líkami auglýsingaherferðar ítalska framleiðandans Emporio Armani í ár. Hún er stutthærð með aflitað hárið eins og sjá má í myndasafni. Þá vekur athygli að í auglýsingunum pósar Rihanna ýkt svöl á nærfötum í aftursæti bifreiðar og klædd í gallabuxur og brjóstahaldara þar sem hún teygir úr sér ofan á húddi.

Daðrandi á tískuviku

Svo virðist sem söngkonan vinsæla Jennifer Lopez skemmti sér vel á lausu en hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Tommy Hilfiger ásamt leikaranum Bradley Cooper. Vel fór á með þeim tveimur og höfðu ljósmyndarar sýningarinnar meira áhuga á parinu en fatnaðinum.

Clooney féll fyrir þessari skvísu

Bandaríska fyrirsætan og leikkonan Stacy Keibler, 31 árs, er konan sem allir eru að tala um í Hollywood því hún er sú sem George Clooney féll kylliflatur fyrir í sumar. Allt, svaraði Stacy spurð hvað það væri í fari George sem henni líkaði sérstaklega vel við. Meðfylgjandi má sjá myndir af silfurrefnum og Stacy í á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina en það er fyrst núna sem þau sjást saman.

Gaukur á Stöng opnaður á ný

„Gaukurinn var hálfgerð félagsmiðstöð tónlistarmanna. Þangað komu allir sem voru að spila, hittust og ræddu um bransann,“ segir gítarleikarinn og athafnamaðurinn Franz Gunnarsson.

Dömuleg í mokkalitaðri dragt

Breska fyrirsætan og leikkonan Rosie Huntington-Whiteley, 24 ára, sem leysti Megan Fox af í aðalhlutverki í kvikmyndinni Transformers 3, stillti sér upp í mokkalitaðri Burberry dragt sem fór henni þetta líka svona vel.

Kynóður Simon Cowell

Kærasta Simons Cowell til tuttugu ára lýsir honum sem kynóðum hundi. Hann hafi oft haldið framhjá henni en aldrei viljað viðurkenna það. Ástamál Cowells eru enn og aftur í kastljósi fjölmiðla.

Lárus Welding aðstoðar kraftakarla

„Lárus hefur verið að gefa okkur góð ráð og verið okkur innan handar við samningsgerð. Hann hefur kennt okkur hvernig við eigum að bera okkur að því svona samningsmál eru hafsjór af alls konar gildrum. En hann á hins vegar engan hlut í fyrirtækinu,“ segir útvarpsmaðurinn, athafnamaðurinn og fitness-kappinn Ívar Guðmundsson.

Sígild bók Ingólfs endurútgefin

„Ég var búinn að vera í Skruddu í fimmtán ár og mig langaði til að gera eitthvað annað,“ segir Ívar Gissurarson, nú fyrrverandi forleggjari hjá Skruddu.

Paris hvað er í gangi hérna?

Paris Hilton mætti öllum að óvörum á sviðið í miðjum tónleikum í Las Vegas hjá tónlistarmanninum Joel Zimmerman, sem kemur fram undir nafninu deadmau5. Eins og myndirnar sýna mætti Paris á sviðið klædd eins og draugur, síðan dansaði hún í kjölfarið við taktfasta tónlistina. Sagan segir að Paris ætli að einbeita sér að því að þeyta skífum í framtíðinni. Þá má einnig sjá Paris á LAX flugvellinum í Los Angeles í myndasafni.

Kjóllinn er gegnsær Gaga

Söngkonan Lady Gaga, 25 ára, var mynduð í New York á laugardaginn var í svörtum gegnsæjum blúndukjól með Coco Chanel leðurbox og sólgleraugu á nefinu...

Victoria og Harper litla versla saman

Victoria Beckham, 37 ára, kom við í Prada verslun í New York í gær, sunnudag, með tveggja mánaða dóttur sína, Harper, í fanginu...

Er lýtalæknirinn fluttur inn Madonna?

Madonna, 53 ára, var stórglæsileg á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðustu viku en það var hinsvegar þrútið andlit söngkonunnar sem vakti athygli...

Greinilega gaman hjá þessum

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru við opnun sýningarinnar Ný list verður til og smiðjunni Sérvizka Kjarvals á Kjarvalsstöðum í gær, laugardag...

Kremaður kjóll Keiru stelur senunni

Breska leikkonan Keira Knightley, 26 ára og danski-ameríski leikarinn Viggo Mortensen, 52 ára, stilltu sér upp á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gær. Þau leika saman í kvikmyndinni A Dangerous Method - sjá nánar hér. Eins og meðfylgjandi myndir sýna fer kremaði kjóllinn Keiru afskaplega vel.

Þessir eru stórhættulegir Victoria

Meðfylgjandi myndir voru teknar í New York af Victoriu Beckham, 37 ára, og dóttur hennar, Harper, sem kom í heiminn fyrir aðeins tveimur mánuðum. Eins og sjá má á myndunum vafði Victoria barnið í ljósgrátt teppi en hún sjálf var klædd í áberandi háa hælaskó sem þarfnast eflaust stöðugleika af hennar hálfu upp á jafnvægið að gera. Þá má sjá mæðgurnar yfirgefa Plaza hótel fyrr í vikunni.

Mikið rétt sætu stelpurnar voru þarna

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu leikverksins Uppnám í Þjóðleikhúskjallaranum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mættu sætu stelpurnar og skemmtu sér þetta líka stórvel. Um er að ræða tvöfalda síðkvölds-skemmtun með Pörupiltum og Viggó og Víólettu. - Sjá viðtal við Viggó og Víólettu hér. Uppnám á Facebook.

Metropolitan-safnið keypti listaverk Katrínar Sigurðar

"Þetta er mikill heiður,“ segir myndlistarmaðurinn Katrín Sigurðardóttir. Metropolitan-safnið í New York hefur keypt listaverk hennar Boiserie sem var sett þar upp á síðasta ári. Metropolitan er eitt stærsta listasafn heims og því um mikla upphefð fyrir Katrínu að ræða. Ekki er vitað til þess að safnið hafi áður keypt verk eftir Íslending.

Baktal, rifrildi... nefndu það bara!

Við erum að baktala hvorn annan svolítið, segja mennirnir á bak við Spaugstofuna, ástsælasta sjónvarpsþátt þjóðarinnar síðustu 20 árin...

Gagnrýnir hefðarfólk

Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er lítið hrifinn af tískustraumum þeim sem viðgangast meðal bresks hefðarfólks. Hann segir fötin óklæðileg og ósmekkleg.

Týnda kynslóðin fundin

„Þetta er þá bara þáttur sem stendur undir nafni, týnda kynslóðin er þá bara fundin,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla.

Sjá næstu 50 fréttir