Fleiri fréttir

Svíturnar á Hótel Borg lagðar undir partí

Menningarheimarnir blönduðust saman í partíi á Hótel Borg á föstudaginn. Öfgarnar voru slíkar að fólk talaði um fyrsta og síðasta skiptið sem Björk Guðmundsdóttir og Ásgeir Kolbeins væru á sama stað, á sama tíma, í sama rými.

Julia Stiles segist vera saklaus

Leikkonan Julia Stiles hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún þvertekur fyrir að hafa átt í ástarsambandi við mótleikara sinn úr sjónvarpsþáttunum Dexter, Michael C. Hall.

Vill karlmenn með húmor

Söngkonan Cher heldur því fram að hún sýni karlmönnum einungis áhuga ef þeir eru fyndnir. Cher, sem er 64 ára gömul, er þekkt fyrir dálæti sitt á yngri karlmönnum en þvertekur nú fyrir að aldurinn skipti máli.

Þvílíkt fjör á X-mas tónleikunum

Þessar myndir sýna frábæra stemmningu sem myndaðist á X-mas tónleikum X-ins á Sódóma um síðustu helgi og einnig er hægt að horfa hér á myndband sem fangar stemmninguna.

Rassskellir mótleikkonu

Leikarinn Matt Damon fer með eitt aðalhlutverkið í endurgerð á klassíkinni True Grit ásamt Jeff Bridges og Josh Brolin.

Goðsögn hættir hjá Vogue

Carine Roitfeld, ritstjóri franska Vogue, mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Hún hefur gegnt starfinu frá því árið 2001.

Klovn-myndin sló öll met í Danmörku

Klovn: The Movie setti nýtt met í dönskum kvikmyndahúsum. Aldrei hafa fleiri borgað sig inn á danska bíómynd yfir frumsýningarhelgi samkvæmt Jan Lehman hjá Nordisk Films Biografdistribution.

Þolir ekki Handler

Leikkonan Courteney Cox þolir ekki nýju vinkonu Jennifer Aniston, spjallþáttastjórnandann Chelsea Handler, og hefur hvatt Aniston til að binda enda á þennan nýja vinskap.

Vill fá hrós fyrir leik sinn

Chloé Sevigny hefur lengi þótt ein best klædda kona heims og hannar einnig eigin fatalínu í samstarfi við hönnunarmerkið Opening Ceremony. Sevigny segist þó heldur vilja fá hrós fyrir góða frammistöðu á hvíta tjaldinu en fyrir fötin sem hún klæðist.

Vinsælastur á Twitter

Titillinn vinsælasta nafn Twitter árið 2010 fellur Justin Bieber í skaut. Það með er ljóst að nafn poppprinsins var langoftast nefnt á samskiptasíðunni.

Sátt við sambandsslit

Disney-stjörnurnar Zac Efron og Vanessa Hudgens slitu nýverið sambandi sínu en þau höfðu þá verið saman í fjögur ár. Sambandsslitin áttu sér stað stuttu fyrir afmælisdag Hudgens, sem virtist þó skemmta sér vel í faðmi vina og vandamanna á skemmtistað í Las Vegas.

Hjúskaparmiðlarinn Gwyneth Paltrow

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur eignað sér heiðurinn að sambandi kántrísöngkonunnar Taylor Swift og leikarans Jake Gyllenhaal. Hvorugt hefur staðfest sambandið til þessa en parið á að hafa kynnst í matarboði hjá Paltrow og manni hennar Chris Martin.

Mjúkur rokkari

Söngkonan Pink á von á sínu fyrsta barni með mótorkrosskappanum Carey Hart. Söngkonan er spennt fyrir því að verða móðir og nýverið heimsótti hún leikskóla þar sem hún horfði á börnin fara með helgileik.

Kutcher í klandri

Ashton Kutcher er ekkert í sérstaklega góðum málum þessa dagana, en meint hjákona hans hefur nú sett peysu í sölu á eBay sem hún segir að sé af leikaranum.

Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð

„Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu.

Bláhærð Lola

Lourdes Leon, fjórtán ára gömul dóttir söngkonunnar Madonnu, er þegar farin að láta taka til sín innan tískuheimsins og hannaði meðal annars heila fatalínu ásamt móður sinni.

Blur tekur upp plötu

Breska hljómsveitin Blur ætlar að taka upp nýja plötu á næsta ári. Þeir Damon Albarn, Alex James, Dave Rowntree og Graham Coxon hafa allir ákveðið að hittast í hljóðveri í janúar og hugsanlega kemur platan út í lok næsta árs.

Bjarnfreðarson orðin næsttekjuhæst

Kvikmyndin Bjarnfreðarson er næsttekjuhæsta mynd Íslandssögunnar samkvæmt tölum frá Smáís, samtökum myndrétthafa. Alls hefur myndin halað inn um 78 milljónir króna síðan hún var frumsýnd 26. desember í fyrra.

Hættur með fyrirsætunni

Breski söngvarinn James Blunt er kominn aftur á markaðinn eftir að hafa hætt með spænsku fyrirsætunni Sabinu Vidal. Þau byrjuðu að hittast í sumar en ástarævintýrið stóð stutt yfir. Ekki er langt síðan Blunt gaf í skyn að hann vildi stofna fjölskyldu með Vidal.

Bannar mömmu að vera í mínípilsum

Fyrirsætan Georgia May Jagger á í mestu vandræðum með að hemja fataval móður sinnar, ofurfyrirsætunnar fyrrverandi Jerry Hall. Georgia May Jagger, sem er ein af eftirsóttustu fyrirsætunum í dag, er dóttir Hall og rokkgoðsins Mick Jagger en hún segir móður sína ekki kunna að klæða sig eftir aldri.

Northern Wave: Stærri og betri hátíð

Stuttmyndahátíðin Northern Wave Film Festival verður haldin á Grundarfirði í fjórða sinn dagana 4. til 6. mars. Líkt og fyrri ár verður hátíðinni skipt í tvo keppnisflokka, flokk stuttmynda og flokk tónlistarmyndbanda, en þetta er eina kvikmyndahátíðin hér á landi sem hefur hleypt tónlistarmyndböndum að. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave, segir aðsókn á hátíðina hafa aukist mikið ár frá ári og því má búast við met­aðsókn í mars.

Aðeins KÚL Íslendingar fengu VIP-boðskort í þetta partý

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hótel Borg um helgina í tilefni af glænýjum drykk sem ber heitið Glacéau VitaminWater® á Íslandi. Um var að ræða partý á Skuggabar þar sem boðsgestum gafst færi á að að kynna sér drykkinn og fagna með öðrum VIP gestum. Boðslistinn í umræddan gleðskap innihélt þekkta Íslendinga úr völdum geirum þjóðfélagsin eins og leikara, tónlistarmenn, íþróttafólk, fjölmiðlafólk og fólk þekkt úr skemmtanalífinu.

Maggi Mix og stelpur í sleik

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is um helgina. Um var að ræða svokallaða próflokahelgi og bærinn stútfullur af ungu fólki að fagna. Myndirnar voru meðal annars teknar á Bankanum, Hvítu Perlunni og Hressó. Eins og sjá má var Maggi Mix í stuði, stelpur fóru í sleik og kynfæri karlmanns var teiknað á andlit stúlku.

Sérhæfðar gjafir Beckhamhjóna

Beckhamhjónin hafa opinberað óskalista sína fyrir jólin en það eru afar sérhæfðar gjafir sem þau vilja fá frá hvort öðru. Victoria Beckham hefur beðið eiginmann sinn, David Beckham, um IPhone hlustur alsett demöntum á meðan knattpyrnustjarnan hefur beðið spússu sína um gullhúðuð heyrnatól.

Kaninn skildi ekki myndina Good Heart

Danskir blaðamenn hafa ausið lofi yfir nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart. Berlinske Tidende segir hana eina af myndum ársins. Bandarískir kollegar þeirra voru á öndverðum meiði.

Járnmaður í bobba

Jon Favreau, leikstjóri Iron Man-myndanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki leikstýra þriðju myndinni í seríunni. Þetta kemur aðdáendum í opna skjöldu enda hafa fyrri myndirnar tvær farið vel í gagnrýnendur sem áhorfendur. Los Angeles Times greinir frá þessu. Blaðið greinir frá því að Favrau hyggist leikstýra Magic Kingdom sem Disney er að fara framleiða. Í samtali við blaðið staðfesti Favreau þennan orðróm og sagðist vilja gera fjölskyldumyndir aftur, finna ljósið og láta fólk súpa hveljur í kvikmyndahúsum.

Fetar í fótspor mömmu

Júlía Tómasdóttir er aðeins þrettán ára gömul en þykir þrátt fyrir ungan aldur efnilegur stílisti. Júlía hefur ekki langt að sækja hæfileikana því móðir hennar, Alda Björg Guðjónsdóttir, er einn eftirsóttasti stílisti landsins.

Portman öfundsjúk

Kvikmyndin The Black Swan hefur vakið mikla athygli og líklegt þyki að myndin muni hreppa einhver Óskarsverðlaun. Leikkonurnar Natalie Portman og Mila Kunis sýna báðar frábæran leik.Portman ekki par ánægð með alla þá athygli sem Kunis hefur fengið.

Bæta tattústofu við Mótorsmiðjuna

„Þetta er götuhjólaheimurinn - við erum rokk og ról-meginn í hjólamennskunni,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, best þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni.

Margir dáið á Twitter

Fréttastofa CNN er brjáluð yfir fölskum fréttaflutningi á Twitter og líklegast er að þau hafi verið fórnarlamb tölvuhakkara. Fyrir nokkru sendi CNN út skilaboð á samfélagsvefnum Twitter þar sem þeir tilkynntu að leikarinn Morgan Freeman væri dáinn. Skilaboðin voru hrein lygi enda las Freeman sjálfur skilaboðin, við hestaheilsa á heimili sínu, en skilaboðin vöktu engu að síður mikla athygli og fréttin ekki lengi að berast manna á milli á vefnum. CNN þykist ekki geta sýnt fram á hver sendi út skilaboðin og segjast vera búin að setja mikla rannsókn í gang enda hefur falski fréttaflutningurinn rýrt trúverðugleika þeirra til muna.

Eltihrellir gerir Lohan lífið leitt

Lindsay Lohan hefur glímt við ýmis konar vandamál á árinu, flest tengd ofneyslu á eiturlyfjum og afleiðingum sem henni tengjast. Hún glímir nú við nýtt vandamál, sem hún getur ekki leyst með breyttu hugarfari og 90 daga meðferð; það er nefnilega eltihrellir sem gerir henni lífið leitt.

Vélmenni Bjarkar innblástur stóls

„Ég vildi að stóllinn hefði sterkan karakter, en ekki of sterkan þar sem ég vil að hann virki í fjölbreyttum rými," segir ítalski hönnuðurinn Luca Nichetto.

Elizabeth Hurley fær að kenna á eigin bragði

Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einkalíf Liz er aftur komið á forsíður bresku blaðanna.

Ráðagóður Colin

Leikarinn Colin Farrell var gestur í breska spjallþættinum Chatty Man þar sem hann kynnti nýja kvikmynd sína, The Way Back.

Vinna saman

Stjörnuparið Scarlett Johanson og Ryan Reynolds ætla ekki að hætta við gerð heimildarmyndar um hvali þrátt fyrir að hjónabandi þeirra sé lokið. Þau byrjuðu að framleiða heimildarmynd um hvali á þessu ári og er leikstjóri myndarinnar ánægður yfir því að þau ætli ekki að láta skilnaðinn setja strik í reikninginn. Mikil vinna hefur verið lögð í heimildarmyndina hingað til en í henni fá áhorfendur að fylgjast með litlum hvalkálfi sem verður viðskila við móður sína. Reynolds er sögumaður í myndinnu sem er frumsýnd á næsta ári.

Bridges var undrandi á gerð True Grit

Leikarinn Jeff Bridges, sem leikur í nýjustu mynd Coen-bræðra, vestranum True Grit, var fyrst um sinn ekki viss hvort gerð hennar væri nauðsynleg. Um er að ræða nýja útgáfu af samnefndri mynd frá árinu 1969 með John Wayne í aðalhlutverki.

Talar enn við Jolie

Leikarinn Billy Bob Thornton var giftur leikkonunni Angelinu Jolie frá 1999 til 2003 og vakti hjónaband þeirra mikla athygli, þá sérstaklega vegna þess að hjónin gengu með blóð úr hvort öðru í nysti um hálsinn. Að sögn Thorntons talast hann og Jolie enn við og eru góðir vinir.

Sætustu stelpurnar í bankanum

Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýjum skemmtistað, sem ber heitið Bankinn, en hann var opnaður með stæl á fimmtudaginn var. Að sögn rekstraraðila býður Bankinn uppá flottustu plötusnúðana, þægilegustu stemninguna og fallegustu barþjónana. Bankinn er staðsettur þar sem Hverfisbarinn var áður en búið er að taka allan staðinn í gegn. Bankinn á Facebook.

Tveir góðir saman

Tónlistarmaðurinn Beck stjórnaði upptökum á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore, forsprakka rokksveitarinnar Sonic Youth. Platan nefnist Benediction og kemur út á vegum Matador á næsta ári. Beck syngur einnig og spilar á plötunni auk þess sem fiðlu- og hörpuleikarar koma við sögu.

Trommar í stað Dýra

Dave Grohl úr hljómsveitinni Foo Fighters verður í með í nýrri kvikmynd um Prúðuleikarana. Þar bætist hann í hóp með Jack Black, Ricky Gervais og Lady Gaga. Grohl hleypur í skarðið fyrir trommarann Dýra þegar hann þarf að fara á reiðistjórnunarnámskeið.

Tengdasonurinn fullnægjandi

Joe Simpson, hinn óstýrláti faðir Jessicu Simpson, er himinlifandi með nýja tengdasoninn, Eric Johnson. Johnson, sem lék ruðning með San Fransisco 49ers og New Orleans Saints en hefur lagt skóna á hilluna, hefur að sögn Joe gert Jessicu einstaklega hamingjusama.

Snjóblinda verður Snjóbrúður

„Schneebraut" er fyrirhugaður titill á nýrri bók Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, sem gert er ráð fyrir að muni koma út í Þýskalandi á næsta ári. Bók Ragnars, sem er önnur skáldsagan sem hann gefur út, kom út í október og skömmu á eftir greindi Fréttablaðið frá því að til stæði að gefa hana út í Þýskalandi. Þýski titillinn myndi útleggjast Snjóbrúður á Íslandi. „Það þætti mér góður titill, enda hefst sagan á því að ung kona liggur blóðug í snjónum á Siglufirði, nær dauða en lífi," segir Ragnar.

Sjá næstu 50 fréttir