Fleiri fréttir Breyttist í partístelpu eftir skilnaðinn Leikkonan Jenny McCarthy segist njóta þess að vera á lausu eftir að hún hætti með leikaranum Jim Carrey fyrr á árinu. Sagan segir að hún reyni allt hvað hún geti til að líta út fyrir að vera hamingjusöm. Jenny flutti nýverið til Las Vegas og skemmtir sér þar eins og enginn sé morgundagurinn. „Ég er byrjuð að ganga í fötum sem mig dreymdi ekki um að klæðast aftur, sagði Jenny á rauða dreglinum í einu af fjölmörgu teitum sem hún mætti í. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig Jenny hefur breytt um fatastíl síðan hún hætti með Jim. 17.8.2010 09:00 Dýrkar Star Wars-myndirnar Leikarinn Dominic Monaghan, sem lék meðal annars í Lord of The Rings og í sjónvarpsþættinum Lost, skartar nú stærðarinnar húðflúri á vinstri hendi. Húðflúrið er setning úr kvikmyndinni Star Wars og segir á ensku Luminous Beings Are We, Not This Crude Matter, setning sem hinn alvitri Yoda sagði eitt sinn. 17.8.2010 10:00 The Office fer til Kína Breski grínistinn Ricky Gervais segir að kínversk útgáfa af sjónvarpsþáttum sínum, The Office, sé í bígerð. Þættirnir slógu fyrst í gegn í Bretlandi með honum í aðalhlutverki. Síðan var gerð bandarísk útgáfa með Steve Carell í hlutverki skrifstofustjórans og núna er kínversk útgáfa í uppsiglingu. 17.8.2010 09:00 Eltingarleikurinn að nóttu til skemmtilegastur Victoria Ferell leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd. Hinn tólf ára gamli nemandi í Melaskóla segist ganga með leikkonudrauminn í maganum. „Ég bjóst alls ekki við þessu en ég var rosalega glöð yfir því að fá hlutverkið. Nú bíð ég bara spennt eftir því að sjá myndina tilbúna,“ segir Victoria Ferrell, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs. 17.8.2010 08:45 Skímó á eina sveitaballi ársins Eina sveitaball ársins í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum verður haldið á föstudagskvöld. Skítamórall, Friðrik Dór, DJ Atli og Stuðlabandið halda uppi stuðinu og feta þar í fótspor Sálarinnar sem spilaði þar á eina ballinu í fyrra 17.8.2010 08:00 Daníel bað Ká Eff Bé afsökunar Rapparinn Ká Eff Bé vill leiðrétta misskilning í tengslum við sitt nýjasta lag sem hann gerði með söngvaranum Daníel Óliver. Lagið heitir Skjóttu mig! og er að gera góða hluti á FM 957. Ká Eff Bé samdi lagið en þeir Daníel sömdu textann saman. 17.8.2010 07:45 Hasarhetjur á toppinn Harðhausamyndin The Expendables var frumsýnd vestanhafs um síðustu helgi og fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar. Myndin er stútfull af hasarmyndahetjum á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Jason Statham, Dolph Lundgren og Arnold Scwarzenegger og koma vinsældir hennar því ekki á óvart. 17.8.2010 07:30 Kelsey Grammer faðir á ný Gamanleikarinn Kelsey Grammer tilkynnti fyrir sex vikum að hann og eiginkona hans til þrettán ára ætluðu að skilja. Nú er ástæðan fyrir skilnaðinum komin fram, en svo virðist sem Grammer hafi átt í ástarsambandi við unga, breska flugfreyju að nafni Kayte Walsh. 17.8.2010 07:00 Frost leysir frá skjóðunni Breska leikkonan Sadie Frost gaf nýverið út sjálfsævisögu sína og fjallar meðal annars um hjónaband sitt og leikarans Jude Law. Frost var gift kona þegar hún kynntist Law við tökur á kvikmynd. 17.8.2010 06:30 Til New Orleans í nóvember Inhale, kvikmynd Baltasars Kormáks verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 22. október. Margir hafa beðið spenntir eftir því að sjá frumraun Baltasars utan Íslands og nú virðist sá dagur loksins vera að renna upp. Baltasar mun síðan halda til Ameríku um leið og tökum á kvikmyndinni Djúpinu lýkur en þær hafa staðið yfir í Vestmannaeyjum í sumar. 17.8.2010 06:00 Yrsa tilnefnd til verðlauna Glæpasagan Sér grefur gröf eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur er á meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til Shamus-glæpasagnaverðlaunanna í ár. Verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum ár hvert og er verk Yrsu eina þýdda glæpasagan sem tilnefnd er til verðlaunanna í ár. 17.8.2010 06:00 Leitinni að Lisbeth Salander lokið Leikkonan Rooney Mara hefur verið valin í hlutverk tölvupönkarans Salander í kvikmyndunum eftir bókum Stieg Larsson. 16.8.2010 19:00 Besta blogg Íslands Álitsgjöfum okkar, lesendur Lífsins á Vísi, gefst kostur á að kjósa til klukkan 08:00 í fyrramálið besta bloggið á Íslandi. Nú þegar hefur Þorbjörg Marínósdóttir eða Tobba sem bloggar á DV verið nefnd, Pjattrófurnar og Egill Helgason sem blogga á Eyjunni ogg Sverrir Stormsker á Blog.is. Taktu þátt og nefndu uppáhaldsbloggið þitt hér. 16.8.2010 17:30 Suri sjálfstæður krakki Leikkonan Katie Holmes segir að dóttir hennar og Tom Cruise, Suri, sem er aðeins 4 ára gömul, sér um að hanna sín eigin föt. Suri litla er oftar en ekki lofuð fyrir að klæðast fallegum fötum í heimspressunni. Myndir af stúlkunni birtast iðulega þar sem hún klæðist merkjavöru. Móðir hennar, Katie Holmes, segir að dóttir hennar hafi sterkar skoðanir á því hverju hún klæðist, líkt og hún gerði sjálf þegar hún var krakki. Á mínum uppvaxtarárum var ég yngst af fimm systkinum og var ákveðin í hverju ég vildi ganga hverju sinni," sagði Katie. Suri fær að velja hverju hún gengur í. Hún er mjög sjálfstæð. Við erum byrjaðar að hanna föt á hana saman eða öllu heldur hún hannar fötin sem hana langar að vera í í samvinnu við mig." Síðan hún var eins og hálfs árs hefur hún ákveðið í hverju hún vill vera hverju sinni." 16.8.2010 17:00 Christina Aguilera stolt móðir Söngkonan Christina Aguilera, 29 ára, segir að tveggja ára sonur hennar, Max, ræði stanslaust um allt á milli himins og jarðar. Christina, sem á soninn með eiginmann sínum, Jordan Bratman elskar að vera móðir og trúir ekki hvað tíminn líður hratt. „Hann hættir ekki að tala og er alltaf að læra ný orð," sagði Christine. Söngkonan veit fátt skemmtilegra en að lesa fyrir Max sem sýgur bókstaflega allar upplýsingarnar sem móðir hans les fyrir hann úr bókunum eins og svampur. „Við hlustum líka oft á tónlist saman. Max elskar trommur. Ég held hann verði trommari þegar hann verður eldri," sagði stolt móðirin. 16.8.2010 15:00 Breyttist eftir að hún eignaðist barn Leikkonan Bridget Moynahan, 39 ára, segir að eftir að hún varð móðir hafi líf hennar breyst til hins betra. Bridget á tveggja ára son með fyrrverandi unnusta sínum, amerísku fótboltastjörnunni Tom Brady. Hún segir barnsföður sinn standa sig vel sem helgarpabba og að reynsla hennar með Tom hafi gert hana sterkari ef eitthvað er. Að vera móðir, hvort sem þú ert einstæð eða ekki, er alls ekkert auðvelt hlutverk. Ég er ekki að kvarta yfir neinu því líf mitt er frábært. Sonur minn er í góðu jafnvægi þrátt fyrir þá staðreynd að við, foreldrar hans erum ekki saman. Hans koma í heiminn hefur algjörlega breytt mér og lífi mínu til hins betra," sagði Bridget. Bridget áttaði sig á að hún var barnshafandi stuttu eftir að hún hætti með Tom en hann er í dag giftur brasilísku ofurfyrirsætunni Gisele Bundchen og á með henni 8 mánaða gamlan son, Benjamin. 16.8.2010 13:00 Scarlett næsta Salander? Leikkonan Scarlett Johansson kemur sterklega til greina í hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander fyrir bandarísku útgáfuna af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Nánast daglega berast fregnir af ungum Hollywood-stirnum sem keppast um að hreppa hnossið og nú ber nafn 25 ára leikkonunnar Scarlett á góma. Leikstjórinn þykir hrifinn af Scarlett og hennar frammistöðu í áheyrnarprófinu. Einnig fylgir sögunni að Scarlett er mjög spennt fyrir að takast á við karakterinn. 16.8.2010 11:15 480 þúsund krónur nóttin Leikkonan Hilary Duff, 22 ára, og hokkíspilarinn Mike Comrie eyddu brúðkaupsnóttinni í lúxussvítu þar sem nóttin kostar 480 þúsund íslenskar krónur. Þar eyddu þau nóttinni eftir að athöfnina sem fram fór á meðan sólin settist í Santa Barbara á laugardagskvöldið að viðstöddum 100 gestum. Eftir veisluna fóru Hilary og Mike til San Ysidro og eyddu nóttinni þar. Nákvæmlega á sama stað gisti John F Kennedy á brúðkaupsnóttina með konu sinni Jackie árið 1953. Jennifer Lopez og Marc Anthony gistu einnig í umræddu húsnæði þegar þau gengu í heilagt hjónaband árið 2004. Morguninn eftir mættu allir gestirnir, hundrað talsins, og snæddu morgunverð á hótelinu með nýgiftu hjónunum. 16.8.2010 09:00 Ilmurinn gerir menn brjálaða Söngkonan Fergie, 35 ára, segir eiginmann hennar, Josh Duhamel, brjálaðan í nýja ilmvatnið hennar. The Black Eyed Peas söngkonan setti á markað eigið ilmvatn sem ber heitið Outspoken og nú þegar er ilmurinn hennar sá mest seldi í Bandaríkjunum. Fergie er hrifin af ilmvatninu og notar það stöðugt að eigin sögn. Hún heldur því fram að lyktin geri menn bókstaflega brjálaða og að eiginmaður hennar getur ekki látið hana í friðið eftir að hún spreyjar á sig. „Hann getur ekki hægt að lykta af hálsinum á mér þegar ég er með það," sagði söngkonan. Fergie er stolt af þvi að hafa þróað ilmvatn sem lyktar ómótstæðilega eins og Outspoken. Hún lagði mikið í því að ilmurinn yrði nákvæmlega eins og hún þráði. „Ég vildi búa til ilmvatn sem væri eins og tónlistin mín. Ilm sem hefði sögu og persónuleika," sagði Fergie. 16.8.2010 07:00 Fyrsti kossinn skiptir öllu Þýska fyrirsætan Heidi Klum passar að láta ekki of mikið upp þegar kemur að fyrsta stefnumóti hennar og Seal, núverandi eiginmanns hennar. „Við fórum á kósí stað og fengum okkur kvöldmat saman. Það var mjög notalegt en ég get ekki sagt nákvæmlega hvað við gerðum yfir matnum. Það væri of dónalegt að segja frá því. En ég get sagt að þetta var fullkomið fyrsta stefnumót. Annars vil ég halda því út af fyrir mig," sagði Heidi spurð út í fyrsta stefnumót hennar og Seal. 15.8.2010 12:49 Notar sólarvörn allt árið um kring Ástralska söngkonan Kylie Minogue, 42 ára, ber sólarvörn á andlit sitt allt árið um kring og það öllum stundum. „Ég er öfgafull þegar kemur að sólarvörn. Meira að segja þegar ég er í miðju flugi þá maka ég á mig sólarvörn," sagði Kylie. Söngkonan notar brúnkukrem þegar hún vill sýnast brún í framan en það sem skiptir hana mestu máli er að vernda húðina fyrir geislum sólar og til þess notar hún krem. „Þegar ég var yngri vissi ég ekki betur. Í barnaskóla lögðum við okkur fram við að vera dökkbrún og gjörsamlega bökuðum okkur í sólinni án þess að bera á okkur sólarvörn." 15.8.2010 09:52 Loksins skilin Leikkonan Patricia Arquette, 42 ára, varð ástafangin af Thomas Jane, 41 árs, árið 2001 á Ítalíu og giftist honum fimm árum síðar. Nú hefur fjölmiðlafulltrúi hennar staðfest að þau eru lskilin. Saman eiga þau sjö ára dóttur, Harlow Olivia Calliope. Í sambandinu hefur gengið á ýmsu. Í janúar árið 2001 sótti Patricia um skilnaði vegna óásættanlegs ágreinings en síðan ákváðu þau að vinna sig út úr vandanum og hún hætti við að skilja. Patricia giftist leikaranum Nicolas Cage árið 1995 en þau skildu fimm árum síðar, árið 2000. Skilnaðarskjöl Patriciu og Nicolas sýna að þau voru aðeins gift í níu mánuði en þau hafa kosið að tjá sig ekki um það í fjölmiðlum. 15.8.2010 08:07 Tilbúin að vinna Leikkonan Lindsay Lohan hefur gefið út þær yfirlýsingar að hún geti ekki beðið eftir að komast aftur í vinnuna. 14.8.2010 13:00 Borðar allt sem hana langar í á sunnudögum Söngkonan Beyoncé Knowles, 28 ára, leyfir sér að borða allt sem hana langar í en aðeins á sunnudögum. Söngkonan er á ströngum matarkúr til að halda í mjúkar línurnar og formið. Hún leyfir sér þó að njóta og það gerir hún á sunnudögum. Þá borðar hún það sem henni þykir gott án þess að velta sér upp úr innihaldinu og hvort hún bæti á sig í kjölfarið. Ég þarf að passa vel hvað ég læt ofan í mig en ég er ekki að reyna að losa mig við líkamslagið mitt. Ég borða til að mynda aldrei pasta. Ég á það til að borða mikið yfir helgarnar en á sunnudögum borða ég alltaf nákvæmlega það sem mig langar í," sagði Beyoncé. Að vera á sviði er líkamsrækt út af fyrir sig og þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi þá mæti ég í líkamsræktina og geri það sem fólk gerir það. Lyfti lóðum, tek magaæfingar og þess háttar." 14.8.2010 08:50 150 milljónir fyrir þáttinn Leikararnir Charlie Sheen og Hugh Laurie og spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey eru meðal hæstlaunaða sjónvarpsfólkinu í Bandaríkjunum segir í tímaritinu TV Guide. Sheen fær rúmar 150 milljónir króna fyrir hvern þátt af Two and a Half Men en mótleikari hans, Jon Cryer, fær tæpar 70 milljó 14.8.2010 12:00 Britney reið Söngkonan Britney Spears vildi taka upp lag með fyrrum kærasta sínum, söngvaranum Justin Timberlake, og brást hin versta við þegar hann neitaði bón hennar. 14.8.2010 11:00 Twitter fyrir uppistand Breski leikarinn Stephen Fry ætlar að koma fram á uppistandssýningu í Royal Albert Hall í London 20. september. Hann ætlar að biðja fylgjendur sína á síðunni Twitter að benda sér á hentug umfjöllunarefni. Stutt er síðan Fry hélt fjórar svipaðar sýningar í Sydney og Melbourne í Ástralíu. „Ég hef verið kynnir og gestur á þessum merka stað mörgum sinnum en ég haf aldrei verið með mína eigin sýningu þar. Ég er mjög spenntur,“ sagði Fry. Hann bætti við að ef sýningin gengur vel gæti hann farið í uppistandsferðalag um Bretland í einn mánuð. 14.8.2010 11:00 Beyoncé apar eftir E-label Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. 14.8.2010 10:00 Dauðarokkarar kveðja í bili „Við erum mjög spenntir. Það verður gaman að fá að kveðja landann með dúndurtónleikum,“ segir söngvarinn Ingólfur Ólafsson. Dauðarokkssveitin Severed Crotch heldur kveðjutónleika á Sódómu á laugardagskvöld. Ástæðan er sú að trommarinn, Gunnar Þór Einarsson, er að flytja til Kanada í hljóðvinnslunám í að minnsta kosti eitt ár. Á meðan tekur sveitin sér hlé frá tónleikahaldi. 14.8.2010 10:00 Fagaðilar gagnrýna tískuviku „Það er vafasamt að hægt sé að halda viðburð með þessu nafni án samstarfs við Fatahönnunarfélag Íslands og starfandi fagfólk í greininni,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, en hún er að vísa í Iceland Fashion Week sem verður haldin í byrjun næsta mánaðar. 14.8.2010 08:00 Gera heimildamynd um heitar laugar á Íslandi Vinkonurnar Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Helga Sveinsdóttur ferðuðust um á puttanum í sumar og prófuðu heitu laugarnar sem landið hefur upp á að bjóða. 14.8.2010 07:00 Vill hlúa að einkalífinu Bandaríski leikarinn Michael Cera hefur starfað sem leikari í yfir áratug og á þeim tíma hefur einkalífið setið á hakanum. „Ég hef unnið síðan ég var 14.8.2010 06:00 Mamman daðrar við Brand Bandaríska söngkonan Katy Perry segist eiga gott samband við foreldra sína nú þegar hún er komin á fullorðinsaldur. Hún viðurkenndi í nýlegu viðtali við tímaritið Glamour UK að foreldrar hennar hafi þó ekki verið samþykkir sambandi hennar og Russells Brand í fyrstu. „Þau vissu mjög lítið um hann, en leyfðu honum þó að njóta vafans.“ 14.8.2010 06:00 Kynnir barnabókina um Rikku erlendis „Þetta var alveg svakalega gaman og börnin voru mjög forvitin um Ísland,“ segir Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur, en hún var nýlega að kynna bók sína, Rikka og töfrahringurinn, í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Ég hef verið í nánu samstarfi við 14.8.2010 06:00 Yngdi upp um 29 ár Leikarinn Kelsey Grammer hefur undanfarið sést með unga dömu upp arminn en Grammer skildi í sumar við eiginkonu sína, Camille Donatacci, eftir þrettán ára hjónaband. Nýja kærasta Grammer er 26 ára flugfreyja en 14.8.2010 06:00 Shiloh ákveðin Leikkonan Angelina Jolie hefur verið dugleg að kynna nýjustu kvikmynd sína, hasarmyndina Salt, víða um heim. Hún hefur veitt mörg viðtöl í þv 14.8.2010 05:00 Heróín og hommaklám á RIFF Um þrjátíu heimildarmyndir verða sýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að hafa gert það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim að undanförnu. Þær fjalla meðal annars um eiturlyf í Afganistan og hommaklám. 14.8.2010 05:00 Hjónabandið krefst mikillar vinnu Leikkonan Jessica Alba hefur verið gift handritshöfundinum Cash Warren frá árinu 2008 og eiga þau saman eina dóttur. Leikkonan lítur hjónabandið þó raunsæjum augum og segir mikla vinnu liggja að baki farsælu hjónabandi. 14.8.2010 04:00 Bíósýning fyrir vöðvatröll „Allir kjötuðustu menn á Íslandi munu mæta á þessa sýningu. Það er ekki eitt vöðvafjall sem verður heima hjá sér á föstudaginn," sagði Egill „Þykki" Einarsson í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sem leið. Það voru orð að sönnu eins og meðfylgjandi myndskeið sem sýnt var í Íslandi í dag í kvöld sýnir þar sem konur og menn gerðu tilraun til að lyfta 100 kílóum fyrir það eitt að fá fría miða á hasarmyndina The Expendables, sem skartar jöxlum á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Mickey Rourke og Jason Statham. 13.8.2010 19:46 Stórtónleikar Bylgjunnar á Menningarnótt Bylgjan stendur fyrir stórtónleikum á Ingólfstorgi á Menningarnótt þar sem fram koma Prófessorinn og memfismafían, KK, Hjaltalín, Mannakorn með Ellen og Hjálmar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa til klukkan 23:00. Hitað verður upp á sviðinu frá klukkan 15 - 17. þar verða Moses Hightower og Ingó, í gervi Buddy Holly, ásamt hljómsveit, úr væntanlegum söngleik SJS Big band Þessir tónleikar voru haldnir í fyrsta sinn í fyrra og tókust gríðarlega vel. Í ár er dagskráin einnig glæsileg á enn stærra sviði. 13.8.2010 17:00 Dularfullt partí framundan Fréttablaðið greindi frá því í gær að mikill titringur er á meðal ákveðins hóps í Reykjavík þessa dagana vegna risapartís sem verður haldið í Reykjavík í lok ágúst. Við höfðum samband við Dj Margeir Ingólfsson sem staðfesti að Saltfélaginu verður breytt í klúbb 27. ágúst næstkomandi og munu veigarnar fljóta eins og þær gerðu í frægum partíum fyrir tveimur til þremur árum. Þegar við spurðum hann nánar út í dularfullan viðburðinn var fátt um svör. Ég vil ekki gefa of mikið upp en ég get staðfest það að ég hef verið fenginn til að stýra tónlistinni sem fer fram þetta kvöld með því að velja þá listamenn sem koma fram ásamt því að koma fram sjáflur og ég get sagt þér að ég er búinn að bóka nýju uppáhalds hljómsveitina mína án þess að ljóstra upp hver hún er," svarar Margeir. Þetta er partí sem er kostað af Smirnoff. Þeir eru að leggja til fjármuni í það að skemmta fólki og ég setti fram ákveðnar kröfur um að umgjörðin yrði mjög flott eins og ljósabúnaður og hljóðkerfi svo sómi sé af og það sé þess virði að tengjast þessum stóra viðburði. Hverjum er boðið í þetta dularfulla partí? Það er sá hluti af þessu dæmi sem ég tengist hvað minnst eða ákveð ekki en þetta er partí eingöngu fyrir boðsgesti. Saltfélagið tekur hundruði manna þannig að þetta verður ágætlega stórt. Það verður settur upp svokallaður Smirnoff klúbbur og ég get staðfest það. Síðan þessi moli í Fréttablaðinu birtist hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki búinn að bjóða þeim í þetta partí og ég veit að það eru einhverjar tilraunir farnar af stað hjá fólki að verða sér úti um miða." 13.8.2010 15:14 Engin breyting eftir giftingu Leikkonan Salma Hayek, 43 ára, segir að samband hennar og François-Henri Pinault, sem hún giftist árið 2009, hafi alls ekkert breyst síðan þau giftu sig. Hjónin, sem eiga saman dóttur, Valentina, 2 ára, hættu saman þegar Valentina var aðeins níu mánaða gömul en í dag eru þau hamingjusöm með fyrirkomulagið. „Ég vissi alltaf að samband okkar var og yrði mjög gott og það hefur ekkert breyst síðan við giftumst," sagði Salma spurð út í hjónabandið. „Ég hafði alltaf þráð að eignast félaga sem ég væri fær um að eldast með og þess vegna vildi ég gifta mig. En samband okkar er alveg eins og það var fyrir brúðkaupið okkar," sagði hún. „Francois er mikið fjarverandi en hann er samt alltaf til staðar ef og þegar ég þarf á honum að halda. Þannig er okkar sambandi háttað." 13.8.2010 14:15 Verðandi brúður á barmi taugaáfalls Söngkonan Katy Perry, 25 ára, sem er í stífri megrun, er mjög nálægt því að fá taugaáfall fyrir brúðkaupið sitt að eigin sögn. Seinna á þessu ári ætlar Katy að ganga að eiga grínistann Russell Brand, 35 ára. Þau reyna allt hvað þau geta til að halda því sem koma skal á brúðkaupsdaginn leyndu. Söngkonan segist hinsvegar vera tilbúin til að opna sig varðandi það hvað hún er stressuð fyrir stóra daginn. „Ég er komin með nóg af því að planleggja allt fyrir brúðkaupið akkúrat núna. Mér skilst að margar konur fái taugaáfall á meðan á undirbúningnum stendur og ég er við það að fá fá áfall ." Katy viðurkennir að söngkonan Rihanna og fleiri vinkonur hennar ætla að gæsa hana fyrir stóra daginn og að hún viti alls ekkert um hvað partíið á að snúast. „Ég ætla ekki einu sinni að hugsa um gæsapartíið. Ég hef um svo margt að hugsa núna og er fegin að þurfa ekki líka að plana það." 13.8.2010 11:15 Langar að vera Idoldómari Nick Cannon, 29 ára, lét hafa eftir sér að eiginkona hans, söngdívan Mariah Carey, segði ekki nei ef henni yrði boðið að dæma í America Idol keppninni en bætti við að hún hefði eflaust ekki tíma til að setjast í dómarasætið. Veistu hvað! Mariah talar um þetta við mig. Hún sagði við mig síðast í gær að hún væri alveg til í að dæma í American Idol," sagði Nick. Hún er besta söngkona okkar tíma og yrði klárlega frábær dómari. Ég veit hinsvegar að hún hefur lítinn tíma aflögu en ég veit að hún elskar Idolið. Nick segir þættina ekki verða eins skemmitlega þegar Simon Cowell hverfur líkt og Ellen DeGeneres. Simon Cowell var og er akkeri þáttanna. Það verður erfitt að setjast í sætið hans en ef Ryan Seacrest og Andy Jackson halda áfram þá nennir fólk að horfa. Jennifer Lopez kom til greina sem næsti dómari en kröfur hennar voru það miklar að Fox fékk nóg af primadonnustælunum og hætti við að ráða hana í starfið. 13.8.2010 08:15 Átakið Á allra vörum hefst í dag Átakinu Á allra vörum verður hleypt af stokkunum í dag, þriðja árið í röð. Í ár á að safna fé fyrir Ljósið, endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. „Það er ótrúlegt starf sem þarna er innt af hendi og mikið í sjálfboðavinnu. Ljósið á ekki eigið húsnæði og mikið af fjármunum þess fer í leigu. Markmið söfnunarinnar er að tryggja samtökunum eigið húsnæði,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einn þriggja aðstandenda átaksins. 13.8.2010 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Breyttist í partístelpu eftir skilnaðinn Leikkonan Jenny McCarthy segist njóta þess að vera á lausu eftir að hún hætti með leikaranum Jim Carrey fyrr á árinu. Sagan segir að hún reyni allt hvað hún geti til að líta út fyrir að vera hamingjusöm. Jenny flutti nýverið til Las Vegas og skemmtir sér þar eins og enginn sé morgundagurinn. „Ég er byrjuð að ganga í fötum sem mig dreymdi ekki um að klæðast aftur, sagði Jenny á rauða dreglinum í einu af fjölmörgu teitum sem hún mætti í. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig Jenny hefur breytt um fatastíl síðan hún hætti með Jim. 17.8.2010 09:00
Dýrkar Star Wars-myndirnar Leikarinn Dominic Monaghan, sem lék meðal annars í Lord of The Rings og í sjónvarpsþættinum Lost, skartar nú stærðarinnar húðflúri á vinstri hendi. Húðflúrið er setning úr kvikmyndinni Star Wars og segir á ensku Luminous Beings Are We, Not This Crude Matter, setning sem hinn alvitri Yoda sagði eitt sinn. 17.8.2010 10:00
The Office fer til Kína Breski grínistinn Ricky Gervais segir að kínversk útgáfa af sjónvarpsþáttum sínum, The Office, sé í bígerð. Þættirnir slógu fyrst í gegn í Bretlandi með honum í aðalhlutverki. Síðan var gerð bandarísk útgáfa með Steve Carell í hlutverki skrifstofustjórans og núna er kínversk útgáfa í uppsiglingu. 17.8.2010 09:00
Eltingarleikurinn að nóttu til skemmtilegastur Victoria Ferell leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd. Hinn tólf ára gamli nemandi í Melaskóla segist ganga með leikkonudrauminn í maganum. „Ég bjóst alls ekki við þessu en ég var rosalega glöð yfir því að fá hlutverkið. Nú bíð ég bara spennt eftir því að sjá myndina tilbúna,“ segir Victoria Ferrell, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs. 17.8.2010 08:45
Skímó á eina sveitaballi ársins Eina sveitaball ársins í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum verður haldið á föstudagskvöld. Skítamórall, Friðrik Dór, DJ Atli og Stuðlabandið halda uppi stuðinu og feta þar í fótspor Sálarinnar sem spilaði þar á eina ballinu í fyrra 17.8.2010 08:00
Daníel bað Ká Eff Bé afsökunar Rapparinn Ká Eff Bé vill leiðrétta misskilning í tengslum við sitt nýjasta lag sem hann gerði með söngvaranum Daníel Óliver. Lagið heitir Skjóttu mig! og er að gera góða hluti á FM 957. Ká Eff Bé samdi lagið en þeir Daníel sömdu textann saman. 17.8.2010 07:45
Hasarhetjur á toppinn Harðhausamyndin The Expendables var frumsýnd vestanhafs um síðustu helgi og fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar. Myndin er stútfull af hasarmyndahetjum á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Jason Statham, Dolph Lundgren og Arnold Scwarzenegger og koma vinsældir hennar því ekki á óvart. 17.8.2010 07:30
Kelsey Grammer faðir á ný Gamanleikarinn Kelsey Grammer tilkynnti fyrir sex vikum að hann og eiginkona hans til þrettán ára ætluðu að skilja. Nú er ástæðan fyrir skilnaðinum komin fram, en svo virðist sem Grammer hafi átt í ástarsambandi við unga, breska flugfreyju að nafni Kayte Walsh. 17.8.2010 07:00
Frost leysir frá skjóðunni Breska leikkonan Sadie Frost gaf nýverið út sjálfsævisögu sína og fjallar meðal annars um hjónaband sitt og leikarans Jude Law. Frost var gift kona þegar hún kynntist Law við tökur á kvikmynd. 17.8.2010 06:30
Til New Orleans í nóvember Inhale, kvikmynd Baltasars Kormáks verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 22. október. Margir hafa beðið spenntir eftir því að sjá frumraun Baltasars utan Íslands og nú virðist sá dagur loksins vera að renna upp. Baltasar mun síðan halda til Ameríku um leið og tökum á kvikmyndinni Djúpinu lýkur en þær hafa staðið yfir í Vestmannaeyjum í sumar. 17.8.2010 06:00
Yrsa tilnefnd til verðlauna Glæpasagan Sér grefur gröf eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur er á meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til Shamus-glæpasagnaverðlaunanna í ár. Verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum ár hvert og er verk Yrsu eina þýdda glæpasagan sem tilnefnd er til verðlaunanna í ár. 17.8.2010 06:00
Leitinni að Lisbeth Salander lokið Leikkonan Rooney Mara hefur verið valin í hlutverk tölvupönkarans Salander í kvikmyndunum eftir bókum Stieg Larsson. 16.8.2010 19:00
Besta blogg Íslands Álitsgjöfum okkar, lesendur Lífsins á Vísi, gefst kostur á að kjósa til klukkan 08:00 í fyrramálið besta bloggið á Íslandi. Nú þegar hefur Þorbjörg Marínósdóttir eða Tobba sem bloggar á DV verið nefnd, Pjattrófurnar og Egill Helgason sem blogga á Eyjunni ogg Sverrir Stormsker á Blog.is. Taktu þátt og nefndu uppáhaldsbloggið þitt hér. 16.8.2010 17:30
Suri sjálfstæður krakki Leikkonan Katie Holmes segir að dóttir hennar og Tom Cruise, Suri, sem er aðeins 4 ára gömul, sér um að hanna sín eigin föt. Suri litla er oftar en ekki lofuð fyrir að klæðast fallegum fötum í heimspressunni. Myndir af stúlkunni birtast iðulega þar sem hún klæðist merkjavöru. Móðir hennar, Katie Holmes, segir að dóttir hennar hafi sterkar skoðanir á því hverju hún klæðist, líkt og hún gerði sjálf þegar hún var krakki. Á mínum uppvaxtarárum var ég yngst af fimm systkinum og var ákveðin í hverju ég vildi ganga hverju sinni," sagði Katie. Suri fær að velja hverju hún gengur í. Hún er mjög sjálfstæð. Við erum byrjaðar að hanna föt á hana saman eða öllu heldur hún hannar fötin sem hana langar að vera í í samvinnu við mig." Síðan hún var eins og hálfs árs hefur hún ákveðið í hverju hún vill vera hverju sinni." 16.8.2010 17:00
Christina Aguilera stolt móðir Söngkonan Christina Aguilera, 29 ára, segir að tveggja ára sonur hennar, Max, ræði stanslaust um allt á milli himins og jarðar. Christina, sem á soninn með eiginmann sínum, Jordan Bratman elskar að vera móðir og trúir ekki hvað tíminn líður hratt. „Hann hættir ekki að tala og er alltaf að læra ný orð," sagði Christine. Söngkonan veit fátt skemmtilegra en að lesa fyrir Max sem sýgur bókstaflega allar upplýsingarnar sem móðir hans les fyrir hann úr bókunum eins og svampur. „Við hlustum líka oft á tónlist saman. Max elskar trommur. Ég held hann verði trommari þegar hann verður eldri," sagði stolt móðirin. 16.8.2010 15:00
Breyttist eftir að hún eignaðist barn Leikkonan Bridget Moynahan, 39 ára, segir að eftir að hún varð móðir hafi líf hennar breyst til hins betra. Bridget á tveggja ára son með fyrrverandi unnusta sínum, amerísku fótboltastjörnunni Tom Brady. Hún segir barnsföður sinn standa sig vel sem helgarpabba og að reynsla hennar með Tom hafi gert hana sterkari ef eitthvað er. Að vera móðir, hvort sem þú ert einstæð eða ekki, er alls ekkert auðvelt hlutverk. Ég er ekki að kvarta yfir neinu því líf mitt er frábært. Sonur minn er í góðu jafnvægi þrátt fyrir þá staðreynd að við, foreldrar hans erum ekki saman. Hans koma í heiminn hefur algjörlega breytt mér og lífi mínu til hins betra," sagði Bridget. Bridget áttaði sig á að hún var barnshafandi stuttu eftir að hún hætti með Tom en hann er í dag giftur brasilísku ofurfyrirsætunni Gisele Bundchen og á með henni 8 mánaða gamlan son, Benjamin. 16.8.2010 13:00
Scarlett næsta Salander? Leikkonan Scarlett Johansson kemur sterklega til greina í hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander fyrir bandarísku útgáfuna af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Nánast daglega berast fregnir af ungum Hollywood-stirnum sem keppast um að hreppa hnossið og nú ber nafn 25 ára leikkonunnar Scarlett á góma. Leikstjórinn þykir hrifinn af Scarlett og hennar frammistöðu í áheyrnarprófinu. Einnig fylgir sögunni að Scarlett er mjög spennt fyrir að takast á við karakterinn. 16.8.2010 11:15
480 þúsund krónur nóttin Leikkonan Hilary Duff, 22 ára, og hokkíspilarinn Mike Comrie eyddu brúðkaupsnóttinni í lúxussvítu þar sem nóttin kostar 480 þúsund íslenskar krónur. Þar eyddu þau nóttinni eftir að athöfnina sem fram fór á meðan sólin settist í Santa Barbara á laugardagskvöldið að viðstöddum 100 gestum. Eftir veisluna fóru Hilary og Mike til San Ysidro og eyddu nóttinni þar. Nákvæmlega á sama stað gisti John F Kennedy á brúðkaupsnóttina með konu sinni Jackie árið 1953. Jennifer Lopez og Marc Anthony gistu einnig í umræddu húsnæði þegar þau gengu í heilagt hjónaband árið 2004. Morguninn eftir mættu allir gestirnir, hundrað talsins, og snæddu morgunverð á hótelinu með nýgiftu hjónunum. 16.8.2010 09:00
Ilmurinn gerir menn brjálaða Söngkonan Fergie, 35 ára, segir eiginmann hennar, Josh Duhamel, brjálaðan í nýja ilmvatnið hennar. The Black Eyed Peas söngkonan setti á markað eigið ilmvatn sem ber heitið Outspoken og nú þegar er ilmurinn hennar sá mest seldi í Bandaríkjunum. Fergie er hrifin af ilmvatninu og notar það stöðugt að eigin sögn. Hún heldur því fram að lyktin geri menn bókstaflega brjálaða og að eiginmaður hennar getur ekki látið hana í friðið eftir að hún spreyjar á sig. „Hann getur ekki hægt að lykta af hálsinum á mér þegar ég er með það," sagði söngkonan. Fergie er stolt af þvi að hafa þróað ilmvatn sem lyktar ómótstæðilega eins og Outspoken. Hún lagði mikið í því að ilmurinn yrði nákvæmlega eins og hún þráði. „Ég vildi búa til ilmvatn sem væri eins og tónlistin mín. Ilm sem hefði sögu og persónuleika," sagði Fergie. 16.8.2010 07:00
Fyrsti kossinn skiptir öllu Þýska fyrirsætan Heidi Klum passar að láta ekki of mikið upp þegar kemur að fyrsta stefnumóti hennar og Seal, núverandi eiginmanns hennar. „Við fórum á kósí stað og fengum okkur kvöldmat saman. Það var mjög notalegt en ég get ekki sagt nákvæmlega hvað við gerðum yfir matnum. Það væri of dónalegt að segja frá því. En ég get sagt að þetta var fullkomið fyrsta stefnumót. Annars vil ég halda því út af fyrir mig," sagði Heidi spurð út í fyrsta stefnumót hennar og Seal. 15.8.2010 12:49
Notar sólarvörn allt árið um kring Ástralska söngkonan Kylie Minogue, 42 ára, ber sólarvörn á andlit sitt allt árið um kring og það öllum stundum. „Ég er öfgafull þegar kemur að sólarvörn. Meira að segja þegar ég er í miðju flugi þá maka ég á mig sólarvörn," sagði Kylie. Söngkonan notar brúnkukrem þegar hún vill sýnast brún í framan en það sem skiptir hana mestu máli er að vernda húðina fyrir geislum sólar og til þess notar hún krem. „Þegar ég var yngri vissi ég ekki betur. Í barnaskóla lögðum við okkur fram við að vera dökkbrún og gjörsamlega bökuðum okkur í sólinni án þess að bera á okkur sólarvörn." 15.8.2010 09:52
Loksins skilin Leikkonan Patricia Arquette, 42 ára, varð ástafangin af Thomas Jane, 41 árs, árið 2001 á Ítalíu og giftist honum fimm árum síðar. Nú hefur fjölmiðlafulltrúi hennar staðfest að þau eru lskilin. Saman eiga þau sjö ára dóttur, Harlow Olivia Calliope. Í sambandinu hefur gengið á ýmsu. Í janúar árið 2001 sótti Patricia um skilnaði vegna óásættanlegs ágreinings en síðan ákváðu þau að vinna sig út úr vandanum og hún hætti við að skilja. Patricia giftist leikaranum Nicolas Cage árið 1995 en þau skildu fimm árum síðar, árið 2000. Skilnaðarskjöl Patriciu og Nicolas sýna að þau voru aðeins gift í níu mánuði en þau hafa kosið að tjá sig ekki um það í fjölmiðlum. 15.8.2010 08:07
Tilbúin að vinna Leikkonan Lindsay Lohan hefur gefið út þær yfirlýsingar að hún geti ekki beðið eftir að komast aftur í vinnuna. 14.8.2010 13:00
Borðar allt sem hana langar í á sunnudögum Söngkonan Beyoncé Knowles, 28 ára, leyfir sér að borða allt sem hana langar í en aðeins á sunnudögum. Söngkonan er á ströngum matarkúr til að halda í mjúkar línurnar og formið. Hún leyfir sér þó að njóta og það gerir hún á sunnudögum. Þá borðar hún það sem henni þykir gott án þess að velta sér upp úr innihaldinu og hvort hún bæti á sig í kjölfarið. Ég þarf að passa vel hvað ég læt ofan í mig en ég er ekki að reyna að losa mig við líkamslagið mitt. Ég borða til að mynda aldrei pasta. Ég á það til að borða mikið yfir helgarnar en á sunnudögum borða ég alltaf nákvæmlega það sem mig langar í," sagði Beyoncé. Að vera á sviði er líkamsrækt út af fyrir sig og þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi þá mæti ég í líkamsræktina og geri það sem fólk gerir það. Lyfti lóðum, tek magaæfingar og þess háttar." 14.8.2010 08:50
150 milljónir fyrir þáttinn Leikararnir Charlie Sheen og Hugh Laurie og spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey eru meðal hæstlaunaða sjónvarpsfólkinu í Bandaríkjunum segir í tímaritinu TV Guide. Sheen fær rúmar 150 milljónir króna fyrir hvern þátt af Two and a Half Men en mótleikari hans, Jon Cryer, fær tæpar 70 milljó 14.8.2010 12:00
Britney reið Söngkonan Britney Spears vildi taka upp lag með fyrrum kærasta sínum, söngvaranum Justin Timberlake, og brást hin versta við þegar hann neitaði bón hennar. 14.8.2010 11:00
Twitter fyrir uppistand Breski leikarinn Stephen Fry ætlar að koma fram á uppistandssýningu í Royal Albert Hall í London 20. september. Hann ætlar að biðja fylgjendur sína á síðunni Twitter að benda sér á hentug umfjöllunarefni. Stutt er síðan Fry hélt fjórar svipaðar sýningar í Sydney og Melbourne í Ástralíu. „Ég hef verið kynnir og gestur á þessum merka stað mörgum sinnum en ég haf aldrei verið með mína eigin sýningu þar. Ég er mjög spenntur,“ sagði Fry. Hann bætti við að ef sýningin gengur vel gæti hann farið í uppistandsferðalag um Bretland í einn mánuð. 14.8.2010 11:00
Beyoncé apar eftir E-label Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. 14.8.2010 10:00
Dauðarokkarar kveðja í bili „Við erum mjög spenntir. Það verður gaman að fá að kveðja landann með dúndurtónleikum,“ segir söngvarinn Ingólfur Ólafsson. Dauðarokkssveitin Severed Crotch heldur kveðjutónleika á Sódómu á laugardagskvöld. Ástæðan er sú að trommarinn, Gunnar Þór Einarsson, er að flytja til Kanada í hljóðvinnslunám í að minnsta kosti eitt ár. Á meðan tekur sveitin sér hlé frá tónleikahaldi. 14.8.2010 10:00
Fagaðilar gagnrýna tískuviku „Það er vafasamt að hægt sé að halda viðburð með þessu nafni án samstarfs við Fatahönnunarfélag Íslands og starfandi fagfólk í greininni,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, en hún er að vísa í Iceland Fashion Week sem verður haldin í byrjun næsta mánaðar. 14.8.2010 08:00
Gera heimildamynd um heitar laugar á Íslandi Vinkonurnar Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Helga Sveinsdóttur ferðuðust um á puttanum í sumar og prófuðu heitu laugarnar sem landið hefur upp á að bjóða. 14.8.2010 07:00
Vill hlúa að einkalífinu Bandaríski leikarinn Michael Cera hefur starfað sem leikari í yfir áratug og á þeim tíma hefur einkalífið setið á hakanum. „Ég hef unnið síðan ég var 14.8.2010 06:00
Mamman daðrar við Brand Bandaríska söngkonan Katy Perry segist eiga gott samband við foreldra sína nú þegar hún er komin á fullorðinsaldur. Hún viðurkenndi í nýlegu viðtali við tímaritið Glamour UK að foreldrar hennar hafi þó ekki verið samþykkir sambandi hennar og Russells Brand í fyrstu. „Þau vissu mjög lítið um hann, en leyfðu honum þó að njóta vafans.“ 14.8.2010 06:00
Kynnir barnabókina um Rikku erlendis „Þetta var alveg svakalega gaman og börnin voru mjög forvitin um Ísland,“ segir Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur, en hún var nýlega að kynna bók sína, Rikka og töfrahringurinn, í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Ég hef verið í nánu samstarfi við 14.8.2010 06:00
Yngdi upp um 29 ár Leikarinn Kelsey Grammer hefur undanfarið sést með unga dömu upp arminn en Grammer skildi í sumar við eiginkonu sína, Camille Donatacci, eftir þrettán ára hjónaband. Nýja kærasta Grammer er 26 ára flugfreyja en 14.8.2010 06:00
Shiloh ákveðin Leikkonan Angelina Jolie hefur verið dugleg að kynna nýjustu kvikmynd sína, hasarmyndina Salt, víða um heim. Hún hefur veitt mörg viðtöl í þv 14.8.2010 05:00
Heróín og hommaklám á RIFF Um þrjátíu heimildarmyndir verða sýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að hafa gert það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim að undanförnu. Þær fjalla meðal annars um eiturlyf í Afganistan og hommaklám. 14.8.2010 05:00
Hjónabandið krefst mikillar vinnu Leikkonan Jessica Alba hefur verið gift handritshöfundinum Cash Warren frá árinu 2008 og eiga þau saman eina dóttur. Leikkonan lítur hjónabandið þó raunsæjum augum og segir mikla vinnu liggja að baki farsælu hjónabandi. 14.8.2010 04:00
Bíósýning fyrir vöðvatröll „Allir kjötuðustu menn á Íslandi munu mæta á þessa sýningu. Það er ekki eitt vöðvafjall sem verður heima hjá sér á föstudaginn," sagði Egill „Þykki" Einarsson í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sem leið. Það voru orð að sönnu eins og meðfylgjandi myndskeið sem sýnt var í Íslandi í dag í kvöld sýnir þar sem konur og menn gerðu tilraun til að lyfta 100 kílóum fyrir það eitt að fá fría miða á hasarmyndina The Expendables, sem skartar jöxlum á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Mickey Rourke og Jason Statham. 13.8.2010 19:46
Stórtónleikar Bylgjunnar á Menningarnótt Bylgjan stendur fyrir stórtónleikum á Ingólfstorgi á Menningarnótt þar sem fram koma Prófessorinn og memfismafían, KK, Hjaltalín, Mannakorn með Ellen og Hjálmar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa til klukkan 23:00. Hitað verður upp á sviðinu frá klukkan 15 - 17. þar verða Moses Hightower og Ingó, í gervi Buddy Holly, ásamt hljómsveit, úr væntanlegum söngleik SJS Big band Þessir tónleikar voru haldnir í fyrsta sinn í fyrra og tókust gríðarlega vel. Í ár er dagskráin einnig glæsileg á enn stærra sviði. 13.8.2010 17:00
Dularfullt partí framundan Fréttablaðið greindi frá því í gær að mikill titringur er á meðal ákveðins hóps í Reykjavík þessa dagana vegna risapartís sem verður haldið í Reykjavík í lok ágúst. Við höfðum samband við Dj Margeir Ingólfsson sem staðfesti að Saltfélaginu verður breytt í klúbb 27. ágúst næstkomandi og munu veigarnar fljóta eins og þær gerðu í frægum partíum fyrir tveimur til þremur árum. Þegar við spurðum hann nánar út í dularfullan viðburðinn var fátt um svör. Ég vil ekki gefa of mikið upp en ég get staðfest það að ég hef verið fenginn til að stýra tónlistinni sem fer fram þetta kvöld með því að velja þá listamenn sem koma fram ásamt því að koma fram sjáflur og ég get sagt þér að ég er búinn að bóka nýju uppáhalds hljómsveitina mína án þess að ljóstra upp hver hún er," svarar Margeir. Þetta er partí sem er kostað af Smirnoff. Þeir eru að leggja til fjármuni í það að skemmta fólki og ég setti fram ákveðnar kröfur um að umgjörðin yrði mjög flott eins og ljósabúnaður og hljóðkerfi svo sómi sé af og það sé þess virði að tengjast þessum stóra viðburði. Hverjum er boðið í þetta dularfulla partí? Það er sá hluti af þessu dæmi sem ég tengist hvað minnst eða ákveð ekki en þetta er partí eingöngu fyrir boðsgesti. Saltfélagið tekur hundruði manna þannig að þetta verður ágætlega stórt. Það verður settur upp svokallaður Smirnoff klúbbur og ég get staðfest það. Síðan þessi moli í Fréttablaðinu birtist hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki búinn að bjóða þeim í þetta partí og ég veit að það eru einhverjar tilraunir farnar af stað hjá fólki að verða sér úti um miða." 13.8.2010 15:14
Engin breyting eftir giftingu Leikkonan Salma Hayek, 43 ára, segir að samband hennar og François-Henri Pinault, sem hún giftist árið 2009, hafi alls ekkert breyst síðan þau giftu sig. Hjónin, sem eiga saman dóttur, Valentina, 2 ára, hættu saman þegar Valentina var aðeins níu mánaða gömul en í dag eru þau hamingjusöm með fyrirkomulagið. „Ég vissi alltaf að samband okkar var og yrði mjög gott og það hefur ekkert breyst síðan við giftumst," sagði Salma spurð út í hjónabandið. „Ég hafði alltaf þráð að eignast félaga sem ég væri fær um að eldast með og þess vegna vildi ég gifta mig. En samband okkar er alveg eins og það var fyrir brúðkaupið okkar," sagði hún. „Francois er mikið fjarverandi en hann er samt alltaf til staðar ef og þegar ég þarf á honum að halda. Þannig er okkar sambandi háttað." 13.8.2010 14:15
Verðandi brúður á barmi taugaáfalls Söngkonan Katy Perry, 25 ára, sem er í stífri megrun, er mjög nálægt því að fá taugaáfall fyrir brúðkaupið sitt að eigin sögn. Seinna á þessu ári ætlar Katy að ganga að eiga grínistann Russell Brand, 35 ára. Þau reyna allt hvað þau geta til að halda því sem koma skal á brúðkaupsdaginn leyndu. Söngkonan segist hinsvegar vera tilbúin til að opna sig varðandi það hvað hún er stressuð fyrir stóra daginn. „Ég er komin með nóg af því að planleggja allt fyrir brúðkaupið akkúrat núna. Mér skilst að margar konur fái taugaáfall á meðan á undirbúningnum stendur og ég er við það að fá fá áfall ." Katy viðurkennir að söngkonan Rihanna og fleiri vinkonur hennar ætla að gæsa hana fyrir stóra daginn og að hún viti alls ekkert um hvað partíið á að snúast. „Ég ætla ekki einu sinni að hugsa um gæsapartíið. Ég hef um svo margt að hugsa núna og er fegin að þurfa ekki líka að plana það." 13.8.2010 11:15
Langar að vera Idoldómari Nick Cannon, 29 ára, lét hafa eftir sér að eiginkona hans, söngdívan Mariah Carey, segði ekki nei ef henni yrði boðið að dæma í America Idol keppninni en bætti við að hún hefði eflaust ekki tíma til að setjast í dómarasætið. Veistu hvað! Mariah talar um þetta við mig. Hún sagði við mig síðast í gær að hún væri alveg til í að dæma í American Idol," sagði Nick. Hún er besta söngkona okkar tíma og yrði klárlega frábær dómari. Ég veit hinsvegar að hún hefur lítinn tíma aflögu en ég veit að hún elskar Idolið. Nick segir þættina ekki verða eins skemmitlega þegar Simon Cowell hverfur líkt og Ellen DeGeneres. Simon Cowell var og er akkeri þáttanna. Það verður erfitt að setjast í sætið hans en ef Ryan Seacrest og Andy Jackson halda áfram þá nennir fólk að horfa. Jennifer Lopez kom til greina sem næsti dómari en kröfur hennar voru það miklar að Fox fékk nóg af primadonnustælunum og hætti við að ráða hana í starfið. 13.8.2010 08:15
Átakið Á allra vörum hefst í dag Átakinu Á allra vörum verður hleypt af stokkunum í dag, þriðja árið í röð. Í ár á að safna fé fyrir Ljósið, endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. „Það er ótrúlegt starf sem þarna er innt af hendi og mikið í sjálfboðavinnu. Ljósið á ekki eigið húsnæði og mikið af fjármunum þess fer í leigu. Markmið söfnunarinnar er að tryggja samtökunum eigið húsnæði,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einn þriggja aðstandenda átaksins. 13.8.2010 00:01