Kynnir barnabókina um Rikku erlendis 14. ágúst 2010 06:00 Hendrikka Waage kynnti land og þjóð fyrir hundrað manns í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Þetta var alveg svakalega gaman og börnin voru mjög forvitin um Ísland,“ segir Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur, en hún var nýlega að kynna bók sína, Rikka og töfrahringurinn, í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Ég hef verið í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar vegna góðgerðarsamtakanna minna, Kids Parliament, eða Alþingi unga fólksins, og þeir buðu mér því að vera með þetta kynningarkvöld í búðinni sinni. Bæði til að kynna bókina og sjálft landið okkar, Ísland,“ segir Hendrikka en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd á flugvelli í Aþenu á leið til London. „Ég er stanslaust á ferð og flugi um heiminn. Sem er bara frábært.“ Yfir hundrað manns voru mætt á kynninguna þar sem Hendrikka áritaði eintök og las upp úr bókinni. Meðal gesta á upplestrinum voru um 50 börn úr Vanderbilt YMCA-barnaskólanum í New York „Þau voru mjög forvitin um Ísland. Ég byrjaði á að spyrja hvað þau vissu um landið og þá rétti einn strákurinn upp hönd og sagði: „Já, ég veit það er allt undir ís.“ Ég gat sem betur fer leiðrétt það og sagt þeim aðeins betur frá Íslandi,“ segir Hendrikka glöð í bragði. Að upplestrinum loknum fengu öll börnin áritað eintak af bókinni, íslenska fánann og íslenskt vatn. Bókin um Rikku og töfrahringinn er sú fyrsta í sjö bóka seríu en næsta bók kemur út fyrir næstu jól. „Bók númer tvö á að koma út fyrir jólin og fjallar hún um Rikku og töfrahringinn á Indlandi,“ segir Hendrikka en hún hefur mikið verið á Indlandi starfs síns vegna og fannst kominn tími til að kynna Indland fyrir börnunum. „Ég stefni á að gefa út tvær bækur á ári í seríunni, eina á vorin og eina á veturna, um hana Rikku og tek þá fyrir eitt land í einu,“ segir Hendrikka að lokum. - áp Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
„Þetta var alveg svakalega gaman og börnin voru mjög forvitin um Ísland,“ segir Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur, en hún var nýlega að kynna bók sína, Rikka og töfrahringurinn, í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Ég hef verið í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar vegna góðgerðarsamtakanna minna, Kids Parliament, eða Alþingi unga fólksins, og þeir buðu mér því að vera með þetta kynningarkvöld í búðinni sinni. Bæði til að kynna bókina og sjálft landið okkar, Ísland,“ segir Hendrikka en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd á flugvelli í Aþenu á leið til London. „Ég er stanslaust á ferð og flugi um heiminn. Sem er bara frábært.“ Yfir hundrað manns voru mætt á kynninguna þar sem Hendrikka áritaði eintök og las upp úr bókinni. Meðal gesta á upplestrinum voru um 50 börn úr Vanderbilt YMCA-barnaskólanum í New York „Þau voru mjög forvitin um Ísland. Ég byrjaði á að spyrja hvað þau vissu um landið og þá rétti einn strákurinn upp hönd og sagði: „Já, ég veit það er allt undir ís.“ Ég gat sem betur fer leiðrétt það og sagt þeim aðeins betur frá Íslandi,“ segir Hendrikka glöð í bragði. Að upplestrinum loknum fengu öll börnin áritað eintak af bókinni, íslenska fánann og íslenskt vatn. Bókin um Rikku og töfrahringinn er sú fyrsta í sjö bóka seríu en næsta bók kemur út fyrir næstu jól. „Bók númer tvö á að koma út fyrir jólin og fjallar hún um Rikku og töfrahringinn á Indlandi,“ segir Hendrikka en hún hefur mikið verið á Indlandi starfs síns vegna og fannst kominn tími til að kynna Indland fyrir börnunum. „Ég stefni á að gefa út tvær bækur á ári í seríunni, eina á vorin og eina á veturna, um hana Rikku og tek þá fyrir eitt land í einu,“ segir Hendrikka að lokum. - áp
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira