Fleiri fréttir

Ströng móðir

Leikkonan Julia Roberts hefur sagt opinberlega að hún hafi notið þess að borða og bætt á sig 5 kílóum við tökur á væntanlegri kvikmynd sem ber heitið Eat, Pray, Love en þar fer hún með aðalhlutverkið. Julia, sem er þriggja barna móðir, er ströng þegar kemur að mataræði barnanna. Ég er frekar ströng mamma þegar kemur að sætindaáti hjá börnunum mínum þrátt fyrir þá staðreynd að ég er algjör sælkeri, sagði Julia. Þau fá ís, nammi og kökur en eingöngu við sérstök tækifæri. Þá njóta þau þess mun betur." Ég er ekki eins ströng við sjálfa mig hinsvegar," viðurkenndi leikkonan.

Ég er þögla óstyrka týpan

Harry Potter stjarnan Daniel Radcliffe, 21 árs, segist vera óspennandi og leiðinlegur þegar kemur að rómantískum stefnumótum. Ástæðan eru áhyggjur hans yfir því að stefnumótin verði leiðinleg og óáhugaverð. Daniel hefur nú lokið við að leika í lokakaflanum um töfrastrákinn Harry Potter og leyfir sér því að njóta lífsins og slaka á. Leikarinn viðurkennir að hann talar ekki nægilega mikið þegar hann hittir konur. Ég er þögla óstyrka týpan en ég þarf virkilega að leggja mig fram við að finna upp á áhugaverðum samræðum. Ég fæ til að mynda kvíðakast þegar vandræðaleg þögn kemur upp," viðurkenndii Daniel.

Vill vita af framhjáhaldi

Leikkonan Julianna Margulies vill fá að vita ef eiginmaður hennar heldur framhjá henni. Leikkonan, sem giftist Keith Lieberthal fyrir tveimur árum og á með honum tveggja ára son, veit ekki alveg hvernig hún myndi bregðast við ef eiginmaður hennar tæki upp á því að halda fram hjá henni. Að vita af framhjáhaldinu væri slæmt en að vita ekkert væri ennþá verra. Ég held að það taki gríðarlega mikla orku frá konum sem standa í framhjáhaldi og verða fyrir því að eiginmenn þeirra haldi framhjá. Erfiðasti hlutinn er að vita af líkamlega hlutanum í framhjáhaldi og ef þú ákveður að fyrigefa manninum þínum getur þú þá nokkurn tíman treyst honum aftur?" spyr Julianna. Ég er mjög hamingjusöm í mínu sambandi. Eina freistingin sem á við mig um þessar mundir er súkkulaði og Martini drykkir."

Hefur fengið nóg af karlmönnum

Leikkonan Halle Berry, 44 ára, ætlar að hvíla sig á hinu kyninu í óákveðinn tíma. Halle, sem hætti með kærastanum Gabriel Aubry fyrr á þessu ári, hefur sagt vinum sínum að hún er komin með nóg af því að hitta karlmenn í bili. Halle ætlar að hvíla sig á karlmönnum næstu 12 mánuðina eða svo. „Hún ætlar að hvíla sig í að minnsta kosti í eitt ár frá karlmönnum," sagði vinur hennar við Us Weekly tímaritið. "Hún þarf virkilega á pásu að halda núna." Halle og Gabriel eiga saman tveggja ára gamla dóttur, Nöhlu.

Ómáluð allsber með uppáhaldskaffið og nettengingu

Söngkonan Britney Spears, sem er þekkt fyrir að vera hrifin af ísköldum frappucino kaffibolla sem hún sækir iðulega í fylgd lífvarða á Starbucks veitingahúsið, hefur samþykkt að leika í sjónvarpsþættinum vinsæla Glee. Handritshöfundur þáttanna Ryan Murphy staðfesti í útvarpsviðtali hjá Ryan Seacrest að þátturinn þar sem Britney mun birtast hefur nú verið samþykktur og að stjarnan ætlar að mæta í tökur innan tíðar. „Það er 100% öruggt að Britney verður í þáttunum. Hún hefur samþykkt að vera í nokkrum atriðum," sagði Ryan Murphy. „Við tökum á móti Britney með silkimjúkum hönskum og pössum okkur að hugsa einstaklega vel um hana því við viljum að hún viti hvað við kunnum vel að meta framlag hennar til tónlistarsögunnar," sagði handritshöfundurinn jafnframt. Við gerðum könnun á Facebook síðunni okkar á meðal lesenda Lífsins og spurðum: Hvaða kaffihús er í uppáhaldi (og af hverju)? „Heima. Þar er allt til alls. Get meira ad segja verið ómáluð og allsber... nettenging... sófi... og langódýrast." „Súfistinn þar fær maður góðan ,,bolla" eða öllu heldur ,,skál" af Latte. „Kaffi Milano besta Swiss mocca sem til er. „Kaffitár í Borgartúni." „Kaffi París ... finnst svo notalegt að setjast þar niður og horfa á lífið." „Bókhlaðan á Egilsstöðum kósý staður." „Kaffitár í Kringlunni og eins kemur Borgartúnið sterkt inn." „Te&Kaffi í Eymundsson á Akureyri, þar er besta kaffið sem er í boði hér á Akureyri." „Heimakaffihúsið mitt. Þar geri ég alla þá kaffidrykki sem hugurinn girnist en bara miklu betri því kaffið sem ég nota er svo mikið gæða kaffi. Svo er kaffi latte bollinn bara að kosta mig 70 krónum með öllu. Ofsalega ljúfengt."

Furðu lostinn yfir ritskoðun á Myspace

„Ég er furðu lostinn og skil ekki hvað er í gangi,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson, sem er að eigin sögn undir stífu eftirliti hjá stjórnendum Myspace-tónlistarsíðunnar.

Jónsi spilar á Moogfest

Jónsi úr Sigur Rós kemur fram á bandarískri tónlistarhátíð til heiðurs Robert Moog í lok október.

Fálkamynd sýnd á hátíð í Suður Kóreu

„Ég fer út og vera viðstaddur fjórar sýningar en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Suður Kóreu og því mjög spenntur,“ segir Örn Marinó Arnarson kvikmyndargerðamaður.

Misheppnuð Gaga

Hin vinsæla söngkona, Lady Gaga, tók nýverið aftur saman við gamlan kærasta sinn, bareigandann Luc Carl. Eftir aðeins nokkurra vikna samband frétti söngkonan af því að unnustinn átti einnig í sambandi við aðra stúlku. „Þau eru nýbyrjuð saman en hún er hrædd um að missa Carl aftur því hún

Ekki lengur trúlofuð

Leikaraparið Rachel Bilson og Hayden Christensen hafa slitið trúlofun sinni. Þau kynntust við tökur á myndinni Jumper árið 2007 og opinberuðu trúlofun sína strax árið eftir. Nú er því ævintýri lokið en talið er að fjarbúðin hafi

Ný plata frá Rökkurró

Önnur platan frá hljómsveitinni Rökkurró, Í annan heim, kemur út á fimmtudaginn. Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni sem og kaupa hana í forsölu á síðunni Gogoyoko.com. Jafnframt verður þar hægt að nálgast

Amma vill Rihönnu

Rapparinn Eminem gaf nýverið út lag ásamt söngkonunni Rihönnu sem hefur heldur betur slegið í gegn vestan hafs. Amma Eminem viðurkenndi í nýlegu

Alanis Morissette ólétt

Söngkonan Alanis Morissette, 36 ára, giftist rapparanum Souleye, sem heitir réttu nafni Mrio Treadway, 22. maí síðastliðinn á heimili þeirra í Los Angeles. Hjónin eiga von á frumburði en hvernær er ekki vitað. „Ég er barnshafandi," lét Alanis hafa eftir sér í US Weekly tímaritinu. Ekki hefur komið fram hvenær söngkonan á von á sér eða hvaða kyn hún gengur með.

Passar ekki lengur í gallabuxurnar

Að vera orðin móðir hefur gjörbreytt miklu í lífi mínu. Ég passa ekki í neinar gallabuxur lengur. Hælar láta mér finnast ég glæsileg," segir Dannii Minogue meðal annars í þessu viðtali sem var tekið við hana við gerð auglýsingar Marcs og Spencer.

Eyðir 3500 kr í snyrtivörur á mánuði

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, eyðir 3500 krónum í snyrtivörur á mánuði. Aniston gefur sér tíma daglega til að huga að útlitinu bæði með hollu mataræði, hreyfingu og snyrtivörum. Hún plokkar sig sjálf og litar. Eitt af uppáhalds hreinsikremum leikkonunnar er Neutrogen en hún byrjaði að nota það þegar hún var unglingur. „Jen hefur efni á rándýrum snyrtivörum en hún eyðir ekki umfram það sem hún þarfnast. Hún notar sömu kremin dag eftir dag. Þetta eru nákvæmlega sömu vörurnar og hún notaði þegar hún var óþekkt leikkona í leit að verkefnum. Hún eyðir í mesta lagi 30 dollurum í snyrtivörur á mánuði," sagði náinn samstarfsmaður Jennifer.

Með stöðugar áhyggjur af barninu

Leikkonan Katherine Heigl, 31 árs, og Josh Kelley ættleiddu stúlkubarn frá Kóreu á síðasta ári. Naleigh er aðeins 20 mánaða gömul og Katherine og Josh eru nú þegar farin að hafa áhyggjur af því hvert uppeldið stefnir.

Auddi og Sveppi blása til golfmóts

„Þetta verður mót ársins. Tiger var búinn að staðfesta komu sína þegar að hann vissi að þetta væri blandað mót en hætti við þegar að hann frétti að Sveppi væri barnastjarna," svarar Auðunn Blöndal þegar við spyrjum hann um golfmótið.

Klippti hárið til að fá hlutverkið

Leikkonan Emma Watson lét nýverið klippa á sig drengjakoll því hún þráir fátt annað en að leika Lisbeth Salander í bandarísku útgáfunni af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Fjöldi leikkvenna er sagður koma til greina sem Salander eins og Kristen Stewart, Carey Mulligan og Ellen Page. Leikstjórinn David Fincher hefur ráðið Daniel Craig sem Mikael Blomkvist og Robin Wright í hlutverk Eriku Berger.

Bekkpressukeppni í bíó

„Allir kjötuðustu menn á Íslandi munu mæta á þessa sýningu. Það er ekki eitt vöðvafjall sem verður heima hjá sér á föstudaginn,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson. „Þetta verður testósterón-sýning.“

Entourage að hætta

Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tilkynnt að þáttaröðin Entourage ljúki göngu sinni á næsta ári. Orðrómur hafði verið uppi um að þættirnir myndu syngja sitt síðasta árið 2011 og það hefur nú verið staðfest. „Við stefnum

Kalli Camaro selur hluta af sjálfum sér

„Hlutirnir breytast bara. Manni veitir ekkert af því að létta aðeins á fjármálunum eins og staðan er núna. En ég kaupi mér annan þegar ég get,“ segir Karl Bachman, betur þekktur sem Kalli Camaro.

Eva Longoria íhugar ættleiðingu

Eva Longoria Parker, 35 ára, og eiginmaður hennar, Tony Parker, 28 ára, eru alvarlega að íhuga að ættleiða tvö börn. „Eva er ættuð úr stórri fjölskyldu og hefur alltaf þráð að eignast eigin fjölskyldu. Hún og Tony hafa reynt lengi að eignast börn en ekkert gengur í þeim efnum," er haft eftir nánum vini þeirra. „Tony og Eva hafa svo mikla þörf fyrir að gefa af sér. Þau vilja veit börnum tækifæri á að alast upp við ástríkar aðstæður hjá þeim og óteljandi tækifæri sem þau sjálf fengu ekki að kynnast," sagði fyrrnefndur vinur.

Fjölskyldan styrkur minn og veikleiki

Fjölskylda leikkonunnar Angelinu Jolie, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Salt sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, er bæði styrkur hennar og veikleiki í lífinu. Hollywoodstjarnan, sem er 35 ára gömul, elur upp sex börn ásamt unnusta sínum Brad Pitt samhliða farsælum leiklistarferli. Angelina segir fjölskylduna vera í fyrsta sæti hjá henni og að hún tekur hana fram fyrir allt annað í lífinu. Fjölskyldan mín er bæði styrkur minn og veikleiki. Ég elska hana innilega og ef eitthvað slæmt kæmi fyrir börnin okkar myndi það endanlega brjóta mig niður," sagði Angelina. Ég get átt slæma daga þar sem fólk talar niður til mín og segir hræðilega hluti um og við mig en þegar ég kem heim til mín er ég hamingjusamasta manneskja í heimi," sagði Angelina.

Vill ráða David Beckham

Tom Cruise, 47 ára, vill að vinur sinn, David Beckham, leiki með sér í næstu Mission impossible kvikmynd sem ber yfirskriftina: Mission: Impossible IV. Tom vingaðist við David og eiginkonu hans, Victoriu Beckham, eftir að hjónin fluttu til Los Angeles árið 2007. Tom ætlar að gera Mission: Impossible IV að stærstu og bestu kvikmynd allra tíma. Hann hefur nú þegar planað að senurnar í henni verði ótrúlegar og að með honum í myndinni verði nokkrar af heitustu stjörnur samtímans," er haft eftir samstarfsmanni Tom. Hann vill fá David í lítið hlutverk sem er þó mikilvægt þegar kemur að söguþræðinum og plotti myndarinnar." David er risastór stjarna á heimsmælikvarðar og fólk út um allan heim mun flykkjast á myndina til að sjá fótoboltahetjuna í myndinni." Mission: Impossible IV kemur út í desember árið 2011.

Hollywood drap hjónabandið

Leikkonan Kate Winslet, sem skildi við leikstjórann Sam Mendes í mars síðastliðnum eftir rúmlega sjö ára hjónaband, hefur verið vinkona leikarans Leonardo DiCaprio síðan þau léku saman í kvikmyndinni Titanic árið 1996. Leonardo lét hafa eftir sér í Reveal tímaritinu, að Kate hafi gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu í miðri kynlífstöku við upptökur á kvikmyndinni Revolutionary Road sem þau léku saman í.

Tískustraumar innantómir og tilgangslausir

Tískumógúllinn Calvin Klein heldur því fram að að tiskutrend svokölluð eða tíska sem markar stefnu séu innantóm og tilgangslaus. Calvin segir að fólk sé allt of upptekið af innantómri tískustefnu í stað þess að klæða líkama sinn eins og fer honum best hverju sinni. Veistu af því að ég er ekki tengdur tískuheiminum lengur er ég svo feginn að vera ekki endalaust að spá í tískustraumum því þeir eru innantómir hvort eð er," sagði Calvin. Um leið og þú sérð eitthvað nýtt sem fólk klæðist er það ekki lengur í tísku." Ég tengist ekki Calvin Klein fyrirtækinu lengur. Ég seldi það. Ég hef ekkert með það að gera og hef því enga skoðun á framleiðslu þess," sagði Calvin.

Þetta lið kann sko að skemmta sér

Stærsta Gaypride ballið hingað til var haldið á NASA á laugardaginn var. Eins og myndirnar sýna var Páll Óskar í essinu sínu eftir frábæran dag þar sem hann sló svo sannarlega í gegn syngjandi glaður í Gay Pride göngunni.

Lúin aðstoðarkona

Aðstoðarkona Lindsay Lohan hefur haft í nógu að snúast á meðan leikkonan dvelur á meðferðarstofnun því hún hefur þurft að snúast í kringum móður og systur leikkonunnar í fjarveru hennar.

Skrifar bók um ævi og baráttu Rafns Jónssonar

„Ég er búinn að vera með þessa hugmynd í kollinum mjög lengi og það má eiginlega segja að ég sé í startholunum,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmaður en hann er með ævisögu trommarans Rafns Jónssonar í bígerð.

Fólkið í kjallaranum á fjalirnar í haust

Leikritið Fólkið í kjallaranum, sem er byggt á vinsælli skáldsögu Auðar Jónsdóttur, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun október. „Ég er einn af þeim sem hreifst af bókinni eins og svo margir aðrir,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, sem hlakkar til að sjá sýninguna. „Þetta er frábær leikgerð og með svona sterkum leikhópi getur maður ekki annað en iðað í skinninu að sjá þetta fara á svið.“

Annað barn á leiðinni

65 ára rokkarinn Rod Stewart og eiginkona hans, Penny Lancaster, 39 ára, eiga von á öðru barni. Penny á von á sér í mars án næsta ári en hjónin, sem eiga saman soninn Alastair, 4 ára, eru í skýjunum þessa dagana. „Við vorum svo þakklát og glöð að fá að tilkynna Alastair að hann er um það bil að verða stóri bróðir. Systkinið hans er væntanlegt í heiminn rétt áður en mamma hans verður fertug," stóð í fréttatilkynningu sem hjónin sendu frá sér. Rod og Penny giftu sig í Portofino á Ítalíu árið 2007. Ekki hefur verið gefið upp hvort Penny gengur með stúlku eða dreng.

Kynlíf eyðileggur vináttuna

Leikkonan Drew Barrymore, 35 ára, deyr ekki ráðalaus þegar hún þarf að vera lengi í burtu frá elskhugum sínum. Hún er sátt ef hún fær að hafa lykt þeirra með sér. Drew heldur því fram að hún sé á lausu í dag en sagan segir að hún er aftur byrjuð með fyrrverandi kærastanum sínum, leikaranum Justin Long. Ástin lyktar vel og þegar ég verð ástfangin er lyktin mjög mikilvæg," sagði Drew. Ef ég yfirgef þann sem á hjarta mitt þá stundina bið ég hann að klæðast bol í fimm daga án þess að þvo hann og síðan tek ég bolinn og lyktina með mér." Leikkonan heldur því fram að kynlíf eyðileggi góð vináttusambönd. Sömu sekúntu og þú stundar kynlíf með góðum vini breytist allt. Ekki segja mér að það hafi ekki hent þig? Vináttan hverfur samstundis og kynlíf flækist inn í sambandið." Drew segist halda vinskapinn við bareigandann Jeremy Thomas og leikarann Tom Green en hún var gift þeim hérna áður fyrr.

Hleypur fyrir fjölskyldur sem berjast í bökkum

„Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan. Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum út á landi og vorum við í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans. Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira,“ útskýrir Helena.

Angelina er algjörlega óttalaus

„Angelina Jolie er ennþá sama konan og ég kynntist fyrir tíu árum," sagði Phillip Noyce leikstjóri kvikmyndarinnar Salt sem verður frumsýnd hér á landi á morgun þegar hann kynnti myndina í Syndey í Ástralíu.

Kærastinn vill hold og mýkri línur

Söngkonan Geri Halliwell, 37 ára, leggur sig fram við að slaka á þegar kemur að stífum æfingum og hollu mataræði. Söngkona hefur átt í erfiðleikum með líkamsþyngdina þegar hún tókst á við ástarsambönd sem gengu ekki upp. Geri annað hvort léttist gríðarlega eða blés út að eigin sögn þegar henni leið illa tilfinningalega. Í dag er Geri í kjólastærð númer 6 en kærastanum hennar, Henry, er ekkert sérstaklega vel við þessa stærð. Hann vill mýkri línur og meira kjöt utan á kryddið. „Hún hefur áttað sig á því að það að vera grindhoruð er ekki endilega málið. Allavegana ekki í augum Henry, sem þráir að hún bæti örlítið meira á sig. Hann segir Geri allt of horaða," er haft eftir nánum vini parsins í breska tímaritinu Closer. Geri er þekkt fyrir aga þegar kemur að hreyfingu og hollu mataræði. Hún mætir í jóga nánast daglega, skokkar á hverjum degi langar velgalengdir en hefur loksins ákveðið að slaka aðeins á í mataraæðinu til að fá mýkri línur. „Geri veit að núna er komið að því að slaka á í öfgunum," sagði umræddur vinur.

Bangsi vill komast heim

Þessi krúttlegi litli bangsi er nú í góðu yfirlæti á skrifstofu Samtakanna '78. Hann er víst farinn að sakna eiganda síns og þætti vænt um að komast aftur í heim, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Samtökunum 78.

Ragnhildur fékk námsstyrk í Los Angeles

„Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið styrkinn því annars hefði ég ekki möguleika á að fara í námið. Löngunin í framhaldsnám hefur blundað í mér lengi og með þessum styrk verður þetta að veruleika,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, kvikmyndagerðarkona.

Handtekin fyrir vændi

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er væntanleg klámmynd með Montana Fishburne, dóttur leikarans Laurence Fishburne, í aðalhlutverki. Ekki nóg með það, þá greindi fréttavefur E!-sjónvarpsstöðvarinnar frá því um helgina að hún hafi verið dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í mars fyrir að stunda vændi.

Besta mynd Ferrell síðan Anchorman

Nýjasta mynd Will Ferrell, gamanmyndin The Other Guys, var frumysýnd um helgina og fór beint á topp lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs.

Hætt við tónleikaferð vegna brotinnar höfuðkúpu

Ekkert varð af stuttri tónleikaferð rokksveitarinnar Endless Dark með bandarísku sveitinni Madina Lake um Bretland. Ástæðan er veikindi bassaleikara Madina Lake sem höfuðkúpubrotnaði eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás.

Saknar að ganga um óáreitt

Angelina Jolie, 35 ára, saknar daganna þegar hún gat gengið um New York borg án þess að nokkur tæki eftir henni. Í dag getur leikkonan hvergi látið sig án þess að fjöldi ljósmyndara elti hana eða aðdáendur biðji hana um eiginhandaráritun. „Ég sakna þess að vera ein af fjöldanum. Ég hef búið í New York síðan ég var ung. Stundum gekk ég um og mældi út göturnar. Ég elskaði það," sagði Angelina en hún kynnir um þessar mundir nýju mynd sína Salt sem frumsýnd verður hér á landi eftir þrjá daga.

Maskari er nauðsynlegur

„Þegar ég nota sólarpúður passa ég mig að setja það ekki nálægt nefinu eða augunum því þá lítur Jennifer út fyrir að vera miklu eldri en hún er."

Kvörtunum rignir yfir FM 957 vegna mellulags Erps

Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki.

Sjá næstu 50 fréttir