Fleiri fréttir

Hættu að borða eins og þú sért ruslatunna - myndband

„Þetta er svona svolítið górillufæði..." sagði Unnur Guðrún Pálsdóttir sjúkraþjálfari, kölluð Lukka, þegar hún sýndi okkur veitingahúsið Happ sem hún og Þórdís Sigurðardóttir næringarráðgjafi eiga og reka. Skoðaðu hér út á hvað þessi heilsusamlega hugmynd gengur hjá Lukku og Þórdísi.

Gæðablóð leitar að bestu nikkunni

Hljómsveitin Gæðablóð er nú að leita að harmonikkuleikara fyrir næstu skífu sína en þar eiga að vera tvö til þrjú lög með harmonikkutónum. Þeir sem áhuga hafa geta litið við á Bar-Gallerí 46 á Hverfisgötunni í kvöld þar sem hljómsveitin treður upp.

Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku

Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu.

Jenni flytur til Danmerkur

„Já það er rétt. Við fjölskyldan erum að flytja til Danmerkur,“ segir Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police.

Leikarabörn stíga fyrstu skrefin á hvíta tjaldinu

Eygló Hilmarsdóttir og Sigurbjartur Atlason eru bæði börn landsfrægra leikara og fara með hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur, sem hóf tökur sínar í vikunni. Bæði eru þau sammála um að það að hafa alist upp með annan fótinn í leikhúsi hafi ýtt undir áhuga þeirra fyrir listinni að leika.

Ekki hrifin af botoxi

Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er ekki mikill aðdáandi botox-aðgerða. „Ég hef prófað botox en ég er samt hrædd við það. Ég hræðist lýtaaðgerðir en svo lengi sem þú notar þær ekki til að breyta andlitinu á þér finnst mér þær allt í lagi,“ sagði Crawford, sem er 44 ára. „Ég fer ekki fram á að líta út eins og ég gerði hér áður fyrr vegna þess að það yrði bara pirrandi. Ég stunda líkamsrækt svo mér líði vel og fái aukna orku.“

SATC galsi eins og hann gerist bestur - myndir

Fjöldi vinkvenna lagði leið sína í gleraugnaverslunina Sjáðu á Laugavegi í gær. Um var að ræða SATC partý þar sem gleraugu úr kvikmyndinni Sex and the City ll voru formlega sýnd og mátuð á milli þess sem Cosmopolitan drykkurinn flæddu um verslunina. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal kvennanna og galsinn var allsráðandi þegar fjöldinn allur af SATC sólgleraugu voru mátuð. Við ætlum að spá fyrir lesendum Lífsins til klukkan 08:30. Vertu með...

Lúxusendursýning á Avatar

Töluverðar líkur eru á að Sena endursýni ævintýramyndina Avatar í lok ágúst í þrívídd í lúxussalnum í Smárabíói. Ekki var hægt að sýna myndina í þrívídd í salnum á sínum tíma en núna er tæknin fyrir hendi.

Ómar Ragnarsson á árshátíð þungarokksins

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink.

Tónleikaferð Idol-krakkanna stytt

Tónleikaferð krakkanna í American Idol-þáttunum hefur verið stytt um tvær vikur, aðeins einum degi eftir að hún hófst í Bandaríkjunum. Ástæðan er minni áhugi en búist var við. Hætt hefur verið við átta tónleika með sigurvegaranum Lee Dewyze og félögum og lýkur tónleikaferðinni 31. ágúst í stað 16. september.

Tökur hefjast á Hæ Gosa á Akureyri

„Við erum komin hingað í norðlensku sæluna og tökur voru að hefjast. Má segja að allt sé á suðupunkti,“ segir Baldvin Z og bætir við að tökuliðið hafi fengið góðar móttökur hjá Akureyringum. Baldvin er einn af framleiðendum sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi sem verða sýndir næsta haust á Skjá einum. Tökur voru að hefjast í vikunni og þegar Fréttablaðið náði tali af Baldvini var góð stemming í herbúðum þáttanna.

Sylvester Stalone 64 ára og í fínu formi

Leikarinn Sylvester Stallone segist vera í mjög góðu formi miðað við aldur og að honum líði ekki eins og hann sé orðinn gamall. Stallone er orðinn 64 ára og nýjasta mynd hans er hasarmyndin The Expendables. „Mér líður enn þá vel líkamlega og ég er í góðu formi. Um leið og ég get ekki gengið lengur mun ég hætta að leika í kvikmyndum. Bara þótt samfélagið segi að ég sé gamall þýðir það ekki að ég sé það,“ sagði Stallone.

Æstir aðdáendur klæða sig úr - myndband

Við mæltum okkur mót við hljómsveitina Elektru í hádeginu og spáðum í spilin, fyndnar bransasögur og framtíðina. „Við erum að fara að spila á Mallorka á konuhátíð. Ég held að þetta sé lesbíuhátíð..." sögðu Nana Alfreds, Brynhildur Ingibjörg Oddsdóttir og Guðbjörg Linda Hartmansdóttir í hljómsveitinni Elektru. Smelltu á linkinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið.

Hver sagði að kokkar væru hundfúlir? - myndband

„Númer eitt tvö og þrjú er það náttúrulega hráefnið og svo er það að gera það frá hjartanu," sögðu Eyþór Rúnarsson yfirkokkur á Nauthól Gunnar Karl Gíslason yfirkokkur og eigandi Dill restaurant meðal annars í morgun. Ef þú smellir á linkinn Horfa á myndskeið með frétt má sjá viðtalið við kokkana.

Heilluð af Hefner

Fyrrum Playboykanínan Kendra Wilkinson hefur skrifað bók um æskuár sín og árin í Playboyhöllinni og hefur bókin hlotið titilinn Sliding Into Home. Þar segir Wilkinson meðal annars frá því þegar hún hitti Hugh Hefner í fyrsta sinn.

Opinská um kynlífsatriðið - myndband/myndir

Við spjölluðum við leikarana Ísgerði Gunnarsdóttur og Darra Ingólfsson sem fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Boðbera sem frumsýnd var í gær. Ef þú smellir á linkinn Horfa á myndskeið með frétt má sjá að þau eru óhrædd við að ræða kynlífsatriðið í myndinni.

Javier syngur með Glee

Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem mun að öllum líkindum leika gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Glee, en þar mun hann leika rokkstjörnu sem vingast við persónu Kevins McHale.

Sumir fögnuðu með stæl - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var sannkölluð fjölskyldustemning í World Class í Laugum í gærkvöldi. Allan daginn var frítt í allar stöðvarnar og tilboð á líkamsræktarkortum. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en hljómsveitirnar Hjálmar og Jón Jónsson skemmtu gestum. Bjössi og Dísa voru hress eins og sjá má hér (óbirt efni).

Katy Perry biður um hjálp

Söngkonan Katy Perry er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Glee og hefur lengi þráð að komast í þáttinn. Nú hefur hún tekið upp á því að biðja aðdáendur sína um aðstoð.

Samband Matt og Kate orðið alvarlegt

Söngvari hljómsveitarinnar Muse hefur nú staðfest að hann og leikkonan Kate Hudson séu að hittast og að sambandið sé orðið nokkuð alvarlegt. Turtildúfurnar hafa sést láta vel hvort að öðru upp á síðkastið og hefur Kate meira að segja ferðast landa á milli til að sjá kærastann á sviði.

Magni syngur með Hvanndalsbræðrum

Hvanndalsbræður hafa sett lagið Besservisser í útvarpsspilun. Fylgir það eftir vinsældum laganna Gleði og glens, Fjóla og Vinsæll. Ráðist verður í gerð myndbands við lagið sem verður það fyrsta sem bræðurnir senda frá sér í núverandi mynd. Hvanndalsbræður verða duglegir við tónleikahald það sem eftir er ársins til að kynna sína nýjustu plötu sem kom út í lok maí.

Sviðsljósið á De Niro

Tökur á hasarmyndinni The Killer Elite með Robert De Niro í aðalhlutverki hafa farið fram í Melbourne í Ástralíu að undanförnu. Sigurjón Sighvatsson er einn af framleiðendum myndarinnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Tökurnar hafa vakið mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum enda ekki á hverjum degi sem stjarna á borð við De Niro kemur til landsins.

Shakira syngur við lokaathöfn

Kólumbíska söngkonan Shakira stígur á svið á lokaathöfn heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á sunnudaginn. Þar ætlar hún að syngja HM-lagið Waka Waka (This Time for Africa). Hún flutti lagið einnig á opnunar-hátíð HM í borginni Soweto 10. júní síðastliðinn.

Dæmd í fangelsi með „fuck u“ á puttanum

Leikkonan Lindsay Lohan var á þriðjudag dæmd í 90 daga fangelsi fyrir ýmis brot á skilorði. Lohan grét í réttarsalnum en skilaboðin á löngutöng hennar bentu ekki til iðrunar.

Bílabingó með í ferðalagið

Guðrún Gyða hannaði sérstakt Bílabingó eftir að hafa átt sams konar spil fyrir 20 árum. Hún segist vonast til þess að spilið fái nútímabörn til að fylgjast meir með út um gluggann á ferð sinni um landið.

The Fancy Toys spila á Íslandi

Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari ásamt hljómsveitinni The Fancy Toys efna til fernra tónleika á Norðurlandi og í Reykjavík þessa dagana. Með þeim í för verða kvikmyndatökumenn sem hyggjast gera heimildarmynd um Íslandsferð hljómsveitarinnar.

Karlakór St. Basil-kirkju væntanlegur til landsins

Hinn heimsþekkti karlakór St. Basil-kirkju er nú væntanlegur til landsins í fjórða sinn. Kórinn kemur fram á Reykhólahátíð seinna í mánuðinum og mun það vera í þriðja sinn sem hann kemur fram þar.

The XX og FM Belfast efst

Enska hljómsveitin The XX og FM Belfast eru efstar á lista yfir flestar tónleikabókanir hljómsveita á árinu í kjölfar Eurosonic-hátíðarinnar í Hollandi. The XX hefur verið boðið á ellefu hátíðir í Evrópu og fast á hæla hennar fylgir FM Belfast með níu hátíðir.

Tveggja daga þrítugsafmæli fyrir Audda

„Ég er svo mikið afmælisbarn að ég verð að halda upp á þessi tímamót með stæl. Þetta verður eins konar fiesta,“ segir Auðunn Blöndal sem á 30 ára afmæli í dag. Auddi er búinn að skipuleggja heljarinnar veislu en hann heldur af stað í óvissuferð í dag með sínum helstu vinum. „Þetta er strákaferð þar sem ég mun fara með vini mína út um allan bæ á eitthvert skrall,“ segir Auddi en hann vill ekki gefa upp hvað sé á dagskránni enda búinn að skipuleggja ferðina í langan tíma. „Ég er sko löngu búinn að biðja strákana um að taka frí í vinnu á morgun svo hægt sé að sletta ærlega úr klaufunum í kvöld.“

Vinir Endless Dark í vanda

Matthew Leone, bassaleikari bandarísku rokksveitarinnar Madina Lake, er á batavegi eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á dögunum. Leone sá náunga nokkurn lúskra á eiginkonu sinni skammt frá íbúð sinni í Chicago og ákvað að skipta sér af. Maðurinn kunni ekki að meta það og fór illa með Leone og skildi hann eftir margbrotinn og meðvitundarlausan.

Anna Hlín orðin mamma

Drengur Lewis fæddist í gær 06.07.2010 kl 22:10 Vó heilar 17 merkur og 52 cm. Okkur heilsast mjög vel og allt gekk eins og í sögu" skrifaði Anna Hlín söngkona sem við hittum 29. júní síðastliðinn. Visir óskar Önnu Hlín og eiginmanni hennar innilega til hamingju með frumburðinn.

Þessi hárgreiðsla gerir helling fyrir hana - myndband

„Nú er ég að undirbúa einfalda greiðslu..." sagði Unnur þegar hún sýndi okkur hvernig rúlla má upp hárinu og nota nálar (hárspennur) sem eru ódýrar og auðveldar í notkun. Smelltu á Horfa á myndskeið með frétt.

Klikkað SATC partý - myndband

Vð ætlum að vera með Sex and the City partý," sagði Anna Þóra Björnsdóttir í gleraugnaversluninni Sjáðu á Laugavegi. Smelltu á ...

FM Belfast á DR 2

Tveggja og hálfrar klukkustundar þáttur verður sýndur á dönsku sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugardagskvöld um Hróarskelduhátíðina sem var haldin um síðustu helgi. Elektró-poppsveitin FM Belfast kemur þar meðal annars við sögu.

Guðdómlegir kjólar á markaði

Fatahönnuðurinn Erna Bergmann, fatahönnunarneminn Guðrún Tara, fyrirsætan Eva Katrín og Helena Jónsdóttir slá upp fatamarkaði á pallinum á Boston í kvöld klukkan átta.

Helgi Björns í kvikmynd Renny Harlin

Helgi Björnsson, söngvari og leikari, er nú að undirbúa sig fyrir upptökur á nýrri kvikmynd, en þær fara fram í Ungverjalandi í haust.

Margeir sjarmerar Svíana

Plötusnúðurinn Margeir hefur komið reglulega fram á næruklúbbnum Berns Salonen undanfarið. Klúbburinn er vel þekktur í sænsku skemmtanalífi og þar sjást sænsku konungsbörnin gjarnan skemmta sér.

Útvarpsstöðin Nálin í loftið

Útvarpsstöðin Nálin fer í loftið á tíðninni 101,5 á næstu dögum. Stöðin er í eigu Útvarps Sögu og verður megináherslan lögð á klassískt rokk.

Þeytir skífum á stærsta skemmtistað í heimi

Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let‘s Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga.

Tískudrottningar selja af sér klæðin

„Við mælum hiklaust með því að allar dömur og tískudrósir mæti á markaðinn og geri kaup lífs síns. Það er bara þannig,“ segir Erna Bergmann fatahönnuður. Hún stendur fyrir fatamarkaði á Boston við Laugaveg á morgun.

FM Belfast fær útreið á Hróarskeldu

Íslenska sveitin FM Belfast fær lægstu einkunn allra þeirra sveita sem spiluðu á Hróarskeldu þetta árið í opinberu veftímariti hátíðarinnar. Þunnir raftónar og lélegir brandarar, segir í gagnrýni blaðsins.

Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband

„Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið.

Svona mótast líkaminn mjög hratt - myndband

„Aðalmálið er bara að venja sig á það að vera alltaf að gera eitthvað sem tengist hreyfingu. Helst daglega, 30 mínútur í senn," sagði Guðmundur Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari og stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi þegar við spjölluðum við hann í hádeginu. Hann ræðir m.a. um próteintöku, jóga og Crossfit í meðfylgjandi myndskeiði. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt.

Dæmigert að koma til Íslands út af kvenfólkinu - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Ragnheiði Gröndal og strákana í breska bandinu The Fancy Toys en þau efna til fjögurra tónleika á Norðurlandi og í Reykjavík 7.-10. júlí næstkomandi. Meðlimirnir hafa lesið sig til um fegurðardrottningar frá Íslandi og vilja hitta kvenmenn á tónleikaferðalaginu. Ragnheiður Gröndal og The Fancy Toys á Facebook.

Sjá næstu 50 fréttir