Lífið

Sviðsljósið á De Niro

Ástralskir fjölmiðlar eru afar uppteknir af Robert De Niro um þessar mundir.
Ástralskir fjölmiðlar eru afar uppteknir af Robert De Niro um þessar mundir.
Tökur á hasarmyndinni The Killer Elite með Robert De Niro í aðalhlutverki hafa farið fram í Melbourne í Ástralíu að undanförnu. Sigurjón Sighvatsson er einn af framleiðendum myndarinnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Tökurnar hafa vakið mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum enda ekki á hverjum degi sem stjarna á borð við De Niro kemur til landsins.

Myndin er byggð á ævi og starfi sérsveitarmannsins Sir Ranulph Fiennes. Í bók sinni frá árinu 1991 greindi Fiennes frá tilveru SAS-sérsveitanna sem bresk stjórnvöld höfðu þvertekið fyrir að væru til og olli bókin miklu fjaðrafoki. Á meðal annarra leikara í The Killer Elite, sem verður frumsýnd á næsta ári, eru Jason Statham og Clive Owen.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.