Lífið

Tökur hefjast á Hæ Gosa á Akureyri

María Ellingsen og Árni Guðjónsson sjást hér sitja í litríku eldhúsi í fyrstu tökum sjónvarsþáttanna Hæ Gosi.
María Ellingsen og Árni Guðjónsson sjást hér sitja í litríku eldhúsi í fyrstu tökum sjónvarsþáttanna Hæ Gosi.
„Við erum komin hingað í norðlensku sæluna og tökur voru að hefjast. Má segja að allt sé á suðupunkti,“ segir Baldvin Z og bætir við að tökuliðið hafi fengið góðar móttökur hjá Akureyringum. Baldvin er einn af framleiðendum sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi sem verða sýndir næsta haust á Skjá einum. Tökur voru að hefjast í vikunni og þegar Fréttablaðið náði tali af Baldvini var góð stemming í herbúðum þáttanna.

„Ég eiginlega trúi varla að þetta sé að gerast. Þetta er eins og eitt skrítið ævintýri. Við erum búin að vera að vinna við þetta á fullu síðan í byrjun árs og nú er þetta loksins að fara í gang,“ segir Baldvin spenntur.

Aron Pálmi Arnórsson er leikstjóri þáttanna en þeir eru skrifaðir af öllum fjórum aðstandendum Zeta Film í sameiningu og eru það bræðurnir Kjartan og Árni Guðjónssynir sem fara með aðalhlutverkin.

Mikil keyrsla verður á tökuliðinu en áætlað er að taka upp sex þætti á einum mánuði. „Já, þetta er frekar knappur tími en það hafa stærri þrekvirki verið unnin á styttri tíma. Svo erum við með frábært tökulið með okkur, góða blöndu af reyndum og óreyndum.“

Tökur fara aðallega fram á Akureyri en einnig munu einhverjar upptökur fara fram í Eyjafirði og Hrísey. Með önnur hlutverk fara Þórhallur Sigurðsson, María Ellingsen, Helga Braga Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Hannes Óli Ágústsson. „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hér í höfuðstað Norðlendinga og þetta verður skemmtilegur mánuður,“ segir Baldvin. - áp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.