Lífið

Sylvester Stalone 64 ára og í fínu formi

Leikarinn er í mjög góðu formi og þvertekur fyrir að vera orðinn of gamall fyrir hasarinn.
Leikarinn er í mjög góðu formi og þvertekur fyrir að vera orðinn of gamall fyrir hasarinn.
Leikarinn Sylvester Stallone segist vera í mjög góðu formi miðað við aldur og að honum líði ekki eins og hann sé orðinn gamall. Stallone er orðinn 64 ára og nýjasta mynd hans er hasarmyndin The Expendables. „Mér líður enn þá vel líkamlega og ég er í góðu formi. Um leið og ég get ekki gengið lengur mun ég hætta að leika í kvikmyndum. Bara þótt samfélagið segi að ég sé gamall þýðir það ekki að ég sé það," sagði Stallone.

Hann er fimm barna faðir og hefur verið kvæntur þrisvar sinnum. Fjölskyldan skiptir hann öllu máli núna. „Ferillinn var eitt sinn það mikilvægasta í heiminum en ég er allt önnur manneskja núna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.