Fleiri fréttir Anita Briem bauð fjölskyldunni í bíó - myndir Leikkonan Anita Briem mætti tímanlega fyrir frumsýningu myndarinnar Journey to the Center of the Earth sem sýnd var í Laugarásbíó í gærkvöldi. Með leikkonunni í för voru afi hennar og amma, faðir hennar, og yngri systir hennar. 11.9.2008 07:35 Andrea Róberts orðin mamma Sjónvarpskonan og háskólaneminn Andrea Róbertsdóttir og kærasti hennar, Jón Þór Eyþórsson, verkefnastjóri hjá Senu og útgáfustjóri Cod Music, eignuðust sveinbarn. Þetta er fyrsta barn parsins. 10.9.2008 22:56 Aðdáandi Oasis slasaði Noel á tónleikum Breska hljómsveitin Oasis frá Manchester hefur neyðst til að gera breytingar á tónleikaferð sinni og færa til tónleika á næstunni vegna meiðsla Noels Gallagher aðalgítarleikarara sveitarinnar. 10.9.2008 21:15 Popparar moka upp laxinum „Það hefur verið óvenju gjöfult í laxveiðinni í ár,“ segir Óttar Felix Hauksson. Hann og Birgir Hrafnsson félagi hans í Pops hafa hreinlega verið að moka laxinum upp í sumar. „Við áttum besta holl sumarsins í Grímsá í Borgarfirði. Fengum 188 laxa í þriggja daga holli. Í gær og á mánudaginn vorum við í Eystri-Rangá og fengum yfir hundrað,“ segir Óttar. 10.9.2008 18:00 Gústi á Hrauninu: Betri en Bubbi Morthens Kristmundur Þ. Gíslason, fangi á Litla Hrauni, opnar málverkasýningu á Litla-Hrauni í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka næsta laugardag klukkan þrjú. Þá mun Gústi Hraundal samfangi hans flytja eigin tónlist við opnun sýningarinnar. 10.9.2008 17:12 Eingöngu boðsgestir velkomnir í Monitorpartý Afmælisveisla tímaritsins Monitors verður haldin á Apótekinu annaðkvöld. Það sem merkilegt þykir er að í umrædda afmælisveislu eru aðeins boðsgestir gjaldgengir í veisluna. 10.9.2008 16:50 Ásdís Rán blekkir búlgarska blaðamenn Senn styttist í að fyrirsætan Ásdís Rán flytji búferlum til Búlgaríu. Eins Vísir hefur greint frá bíða búlgarar spenntir eftir Ásdísi. Slúðurblöðin hafa verið undirlögð af fréttum af henni og Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar sem er þegar kominn út þar sem hann mun spila með CSKA Sofia. 10.9.2008 16:44 Björgólfur Thor gaf íslenskum landsliðsmanni sérsaumað leðurvesti Björgvin Páll Gústavsson, sem sló svo eftiminnilega í gegn í marki íslenska landsliðsins á ólympíuleikinum í Peking, fékk forláta leðurvesti að gjöf frá Björgólfi Thor Björgólfssyni eftir leik Íslendinga og Frakka um gullið. 10.9.2008 16:31 Brúðkaupsdagur Ellenar Degeneres - myndband Myndband frá brúðkaupi þáttastjórnandans Ellenar DeGeneres, 50 ára, og leikkonunni Portiu de Rossi, 35 ára, má sjá hér. 10.9.2008 15:50 Illa útlítandi Carrie Bradshaw hneykslar Leikkonan Sarah Jessica Parker, sem er 43 ára, kom aðdáendum Sex and the City þáttanna á óvart þegar hún gekk um götur New York borgar í rifnum gallabuxum með ógreitt hárið. 10.9.2008 15:24 Sjónvarpsstjarna fellur fyrir íslenskri hönnun „Það var óvænt og skemmtilegt að hún skyldi sýna þessu áhuga" segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir hönnuður og eigandi Hárhönnunar. Dansstjarnan Sabra Johnson kolféll fyrir fatnaði Þórhildar í heimsókn sinni til Íslands á dögunum, keypti nokkrar flíkur og hefur pantað fleiri. 10.9.2008 13:53 Johnny Depp leikur skúrk í næstu Batman mynd Leikarinn Johnny Depp mun leika Gátusmiðinn, annan skúrkanna í næstu Batman mynd. Sir Michael Caine, sem leikur brytann Alfred Pennyworth í myndunum, staðfesti þetta í viðtali við MTV á dögunum. Illmenni myndarinnar eru tvö, og fer Phillip Seymour Hoffman með hlutverk hins, Mörgæsarinnar. Christian Bale tekur aftur að sér hlutverk Batmans, og er áætlað að hefja tökur á myndinni á næsta ári. 10.9.2008 12:29 Skítt með kerfið...eða hvað? Pönkurum vegnar betur í lífinu en öðrum þjóðfélagshópum. Þetta hafa þeir Per Dannefjord og Magnus Eriksson við Växjö-háskólann í Svíþjóð nú sýnt fram á með ítarlegri rannsókn á högum mismunandi þjóðfélagshópa og menningarkima. 10.9.2008 11:31 Heather Mills vildi svindla í raunveruleikaþætti Bítlaeiginkonan fyrrverandi, Heather Mills, fær ekki að vera með í bandaríska raunveruleikaþættinum Apprentice, eftir að hún krafðist þess að klausa yrði í samningi hennar sem tryggði henni sæti í úrslitum. 10.9.2008 10:52 Fleiri Borat-kærum vísað frá Dómstóll í New York hefur vísað frá þremur kærum vegna myndar grínistans Sacha Barons Cohen um blaðamanninn Borat. 10.9.2008 09:46 Phillip Seymour Hoffman verður Mörgæsin í næstu Batman mynd Johnny Depp mun leika Gátumanninn og Philip Seymour Hoffman fara með hlutverk Mörgæsarinnar í næstu Batman mynd. Þetta staðfesti Michael Caine í samtali við MTV sjónvarpsstöðina á Toronto kvimyndahátíðinni. 9.9.2008 21:04 Vísisfréttir á Facebook Íslendingum fjölgar stöðugt sem nota eigin Facebook-síðu. Notendum Visis.is gefst nú tækifæri á að senda fréttir áfram til félaga á vinatengslavefnum Facebook. Fyrir neðan hverja frétt sem birtist á Visir.is er linkur sem á stendur Facebook sem notendur einfaldlega smella á þegar þeir kjósa að senda viðkomandi frétt áfram. 9.9.2008 16:50 Skímó í Reykjavík eftir tveggja ára hlé Stuðsveitin Skítamórall leikur á Nasa á laugardag, og er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem sveitin spilar í Reykjavík. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu, því Veðurguðinn Ingó og X-Faktor stjarnan Jógvan slást í hópinn. 9.9.2008 16:15 Angelina með fæðingarþunglyndi Brad Pitt þeytist nú milli kvikmyndahátíða til að kynna nýjustu mynd sína, Burn After Reading. Líf Angelinu Jolie spúsu hans á meðan ku ekki vera alveg jafn huggulegt. 9.9.2008 15:30 Anita Briem komin til Íslands Leikkonan Anita Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar. 9.9.2008 14:44 Krístin Helga hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins sem veitt voru í Alþingishúsinu í dag fyrir bók sína Draugaslóð. 9.9.2008 12:34 Má ekki opna alfræðisíðu um Harry Potter Eiganda vefsíðu nokkurrar í Bandaríkjunum er óheimilt að opna eins konar alfræðiorðabók um hinn fjölkunnuga Harry Potter á síðunni. 9.9.2008 08:36 50 Cent fær að hitta son sinn Rapparinn síkáti, 50 Cent, fær að hitta ellefu ára gamlan son sinn aðra hvora helgi, samkvæmt niðurstöðu sem fjölskyldudómur í Suffolk sýslu í Bandaríkjunum komst að í dag. 8.9.2008 21:32 „Haddaway mótaði mig sem tónlistamann“ „Það er ekki til meiri Haddaway aðdáandi en ég á Íslandi," segir Merzedes liðinn og fjarþjálfunarmeistarinn Egill „Gillzenegger" Einarsson. „Haddaway hefur mótað mig sem tónlistamann." 8.9.2008 16:39 Heather Mills er lygari og tík, segir upplýsingafulltrúi Fyrrum upplýsingafulltrúi Heather Mills, Elyzabeth, sakar hana um að hafa farið fram á að hún myndi skrökva upp á fyrrum eiginmann hennar Paul McCartney. „Þessi norn plataði mig til að segja ósanna hluti um Paul. Heather er lygari og tík," segir Elyzabeth. 8.9.2008 16:00 Haddaway á leið til landsins Næntís goðsögnin Haddaway spilar ásamt Curver og Kiki Ow á næntískvöldi á Nasa þann þriðja október næstkomandi. 8.9.2008 15:08 Britt Ekland vill aldurstakmark á lýtaaðgerðir Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er sænska leikkonan Britt Ekland, sem varð heimsfræg fyrir að leika Bond stúlku á móti Roger Moore árið 1974 í James Bond myndinni The Man With the Golden Gun, nánast óþekkjanleg í dag. 8.9.2008 11:28 Britney stelur senunni - myndband Britney Spears setti VMA tónlistarhátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar í ár klædd í kjól eftir hönnuðinn Versace. Britney er greinilega öll að koma til en hún missti fyrr á þessu ári forsjá yfir drengjunum sínum tveimur. Þegar Britney tók við verðlaunum fyrir tónlistarmyndbandið Piece of Me þakkaði hún sonum sínum og guði fyrir árangurinn. 8.9.2008 09:34 Madonna skuggalega lík Debbie Harry Breskir fjölmiðlar vekja athygli á þeirri staðreynd að Madonna er að líkjast Debbie Harry með hverju árinu sem líður þrátt fyrir 13 ára aldursmun. 7.9.2008 16:27 Victoria og Gordon opna veitingahús í Los Angeles Victoria Beckham og ofurkokkurinn Gordon Ramsey ætla að opns veitingahús saman. Verður það staðsett í Los Angeles. 6.9.2008 15:42 Lára Ómarsdóttir til liðs við 24 stundir Hin frækna fréttakona, Lára Ómarsdóttir, er á leið til starfa hjá 24 stundum. Lára uppljóstraði þessu í spjalli við Ómar Valdimarsson og Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu nú í kvöld. Lára hefur undanfarna mánuði starfað sem upplýsingafulltrúi fyrir Iceland Express. Áður var hún fréttamaður á Stöð 2. 5.9.2008 22:12 Sveitabrúðkaup frumsýnd í Toronto Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaup, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi fyrir fullu húsi hæstánægðra gesta sem klöppuðu og stöppuðu að myndinni lokinni. 5.9.2008 16:46 Ég er að deyja inni í mér, segir Lily Allen Söngkonan Lily Allen, sem er 23 ára hefur lýst hvernig henni líður í kjölfar GQ verðlaunaafhendingunnar þar sem hún lét Elton John heyra það, á vefsíðunni Facebook. Lily segist sjá eftir öllu og bætir við að hún er við það að deyja innra með sér og skrifaði að sama skapi að hana langi að fremja sjálfsmorð. Sú setning var hinsvegar fjarlægð í gær. 5.9.2008 14:41 Alþjóðahús flutt á Laugaveginn Alþjóðahús hefur flutt starfsemi sína á Laugaveg 37 frá Hverfisgötu 18 en þar hefur Alþjóðahús verið til húsa frá 2001, þegarþað var stofnað.Nýja húsnæðið er mun rúmbetra en það gamla enda hefur starfsemin aukist jafnt og þétt. Café Cultura, kaffihúsið sem rekið hefur verið í Alþjóðahúsi á Hverfisgötu, verður áfram þar til húsa. 5.9.2008 12:31 Amy Winehouse fer fram á 48 viskíflöskur Haft er eftir talsmanni Bestival tónlistarhátíðarinnar í Sun að söngkonan Amy Winehouse fer fram á 48 flöskur af Jack Daniels viskí á með hún skemmtir þar yfir helgina. 5.9.2008 12:18 Rapparinn Akon kýlir konu í andlitið - myndband Eins og myndbandið sýnir kýldi rapparinn Akon konu í andlitið á tónleikum sem hann hélt í Suður-Ameríku á dögunum. Myndbandið má sjá hér. 5.9.2008 08:54 Ný mynd eftir Moore dreift á Netinu Michael Moore ætlar að dreifa nýjustu mynd sinni „Slacker Uprising" á Netinu. Myndin greinir frá ferðalagi Moores um bandarískar borgir fyrir forsetakosningarnar árið 2004. Myndin verður formlega kynnt á morgun, en hún verður fáanleg á vefnum frá 23. september næstkomandi. 4.9.2008 21:10 Ronnie Wood hittir rússneska viðhaldið í áfengismeðferðinni Ronnie Wood gítarleikari hljómsveitarinnar Rolling Stone hefur verið mikið í sviðsljósi breskra fjölmiðla eftir að hann datt í það, náði sér í tvítuga rússneska bardömu, Ekaterinu Ivanovu, sem kærustu og flutti með henni til Írlands. 4.9.2008 15:45 Cliff Richard hamingjusamur með fyrrverandi presti Söngvarinn Cliff Richard, 67 ára, hefur opinberað ástarsamband sitt við kærastann sem er fyrrverandi prestur. Í ævisögu söngvarans sem ber heitið: My life, My Way, sem kom út í gær, kemur fram að hann býr með John McElynn. 4.9.2008 14:53 Britney missti meydóminn 14 ára, skrifar móðir hennar Lynne Spears, móðir söngkonunnar Britney Spears heldur því fram í nýútkominni ævisögu að dóttir hennar, Britney, hafi misst meydóminn 14 ára gömul og byrjað að neyta áfengis þegar hún var 13 ára gömul. 4.9.2008 13:32 Lily Allen og Elton John hnakkrífast - myndband Söngvarinn Elton John og söngkonan Lily Allen hnakkkrifust öllum að óvörum við verðlaunaafhendingu á vegum GQ tímaritsins. Lily þambaði kampavín á meðan á verðlaunaafhendingunni stóð og móðgaði Elton sem svaraði fullum hálsi. 4.9.2008 12:00 Ásdís nýtir sér vinsældirnar í Búlgaríu „Aðallega er fólk að bjóða mig velkomna og hrósa mér,“ segir fyrirsætan Ásdís Rán. Skilaboðum hefur rignt inn á heimasíðuna hennar frá búlgörskum aðdáendum frá því það fréttist að hún og eiginmaðurinn, fótboltakappinn Garðar Gunnlaugsson, væru að flytja til landsins. 4.9.2008 11:39 Oprah hélt veislu til heiðurs amerískum Ólympíuförum Það er víðar en á Íslands sem afreksmönnum á Ólympíuleikunum er fagnað með pompi og prakt. 3.9.2008 21:31 Kristín og Björgólfur Thor eiga von á sínu öðru barni Kristín Ólafsdóttir og Björgólfur Thor Björgólfsson eiga von á sínu öðru barni. Eftir því sem Vísir kemst næst er Kristín komin tæpa fjóra mánuði á leið. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir ræddi við hana í dag. 3.9.2008 15:32 Motion Boys prufukeyra heimagerðan hljóðgervil í nýju lagi Five 2 Love, nýtt lag drengjanna í Motion Boys kemur út í dag. Fyrsta plata sveitarinnar, Hang On, kemur út 1.október næstkomandi. Sena gefur plötuna út, en hún var tekin upp í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í sumar og var sá hinn sami einmitt upptökustjóri plötunnar. 3.9.2008 13:40 Sjá næstu 50 fréttir
Anita Briem bauð fjölskyldunni í bíó - myndir Leikkonan Anita Briem mætti tímanlega fyrir frumsýningu myndarinnar Journey to the Center of the Earth sem sýnd var í Laugarásbíó í gærkvöldi. Með leikkonunni í för voru afi hennar og amma, faðir hennar, og yngri systir hennar. 11.9.2008 07:35
Andrea Róberts orðin mamma Sjónvarpskonan og háskólaneminn Andrea Róbertsdóttir og kærasti hennar, Jón Þór Eyþórsson, verkefnastjóri hjá Senu og útgáfustjóri Cod Music, eignuðust sveinbarn. Þetta er fyrsta barn parsins. 10.9.2008 22:56
Aðdáandi Oasis slasaði Noel á tónleikum Breska hljómsveitin Oasis frá Manchester hefur neyðst til að gera breytingar á tónleikaferð sinni og færa til tónleika á næstunni vegna meiðsla Noels Gallagher aðalgítarleikarara sveitarinnar. 10.9.2008 21:15
Popparar moka upp laxinum „Það hefur verið óvenju gjöfult í laxveiðinni í ár,“ segir Óttar Felix Hauksson. Hann og Birgir Hrafnsson félagi hans í Pops hafa hreinlega verið að moka laxinum upp í sumar. „Við áttum besta holl sumarsins í Grímsá í Borgarfirði. Fengum 188 laxa í þriggja daga holli. Í gær og á mánudaginn vorum við í Eystri-Rangá og fengum yfir hundrað,“ segir Óttar. 10.9.2008 18:00
Gústi á Hrauninu: Betri en Bubbi Morthens Kristmundur Þ. Gíslason, fangi á Litla Hrauni, opnar málverkasýningu á Litla-Hrauni í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka næsta laugardag klukkan þrjú. Þá mun Gústi Hraundal samfangi hans flytja eigin tónlist við opnun sýningarinnar. 10.9.2008 17:12
Eingöngu boðsgestir velkomnir í Monitorpartý Afmælisveisla tímaritsins Monitors verður haldin á Apótekinu annaðkvöld. Það sem merkilegt þykir er að í umrædda afmælisveislu eru aðeins boðsgestir gjaldgengir í veisluna. 10.9.2008 16:50
Ásdís Rán blekkir búlgarska blaðamenn Senn styttist í að fyrirsætan Ásdís Rán flytji búferlum til Búlgaríu. Eins Vísir hefur greint frá bíða búlgarar spenntir eftir Ásdísi. Slúðurblöðin hafa verið undirlögð af fréttum af henni og Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar sem er þegar kominn út þar sem hann mun spila með CSKA Sofia. 10.9.2008 16:44
Björgólfur Thor gaf íslenskum landsliðsmanni sérsaumað leðurvesti Björgvin Páll Gústavsson, sem sló svo eftiminnilega í gegn í marki íslenska landsliðsins á ólympíuleikinum í Peking, fékk forláta leðurvesti að gjöf frá Björgólfi Thor Björgólfssyni eftir leik Íslendinga og Frakka um gullið. 10.9.2008 16:31
Brúðkaupsdagur Ellenar Degeneres - myndband Myndband frá brúðkaupi þáttastjórnandans Ellenar DeGeneres, 50 ára, og leikkonunni Portiu de Rossi, 35 ára, má sjá hér. 10.9.2008 15:50
Illa útlítandi Carrie Bradshaw hneykslar Leikkonan Sarah Jessica Parker, sem er 43 ára, kom aðdáendum Sex and the City þáttanna á óvart þegar hún gekk um götur New York borgar í rifnum gallabuxum með ógreitt hárið. 10.9.2008 15:24
Sjónvarpsstjarna fellur fyrir íslenskri hönnun „Það var óvænt og skemmtilegt að hún skyldi sýna þessu áhuga" segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir hönnuður og eigandi Hárhönnunar. Dansstjarnan Sabra Johnson kolféll fyrir fatnaði Þórhildar í heimsókn sinni til Íslands á dögunum, keypti nokkrar flíkur og hefur pantað fleiri. 10.9.2008 13:53
Johnny Depp leikur skúrk í næstu Batman mynd Leikarinn Johnny Depp mun leika Gátusmiðinn, annan skúrkanna í næstu Batman mynd. Sir Michael Caine, sem leikur brytann Alfred Pennyworth í myndunum, staðfesti þetta í viðtali við MTV á dögunum. Illmenni myndarinnar eru tvö, og fer Phillip Seymour Hoffman með hlutverk hins, Mörgæsarinnar. Christian Bale tekur aftur að sér hlutverk Batmans, og er áætlað að hefja tökur á myndinni á næsta ári. 10.9.2008 12:29
Skítt með kerfið...eða hvað? Pönkurum vegnar betur í lífinu en öðrum þjóðfélagshópum. Þetta hafa þeir Per Dannefjord og Magnus Eriksson við Växjö-háskólann í Svíþjóð nú sýnt fram á með ítarlegri rannsókn á högum mismunandi þjóðfélagshópa og menningarkima. 10.9.2008 11:31
Heather Mills vildi svindla í raunveruleikaþætti Bítlaeiginkonan fyrrverandi, Heather Mills, fær ekki að vera með í bandaríska raunveruleikaþættinum Apprentice, eftir að hún krafðist þess að klausa yrði í samningi hennar sem tryggði henni sæti í úrslitum. 10.9.2008 10:52
Fleiri Borat-kærum vísað frá Dómstóll í New York hefur vísað frá þremur kærum vegna myndar grínistans Sacha Barons Cohen um blaðamanninn Borat. 10.9.2008 09:46
Phillip Seymour Hoffman verður Mörgæsin í næstu Batman mynd Johnny Depp mun leika Gátumanninn og Philip Seymour Hoffman fara með hlutverk Mörgæsarinnar í næstu Batman mynd. Þetta staðfesti Michael Caine í samtali við MTV sjónvarpsstöðina á Toronto kvimyndahátíðinni. 9.9.2008 21:04
Vísisfréttir á Facebook Íslendingum fjölgar stöðugt sem nota eigin Facebook-síðu. Notendum Visis.is gefst nú tækifæri á að senda fréttir áfram til félaga á vinatengslavefnum Facebook. Fyrir neðan hverja frétt sem birtist á Visir.is er linkur sem á stendur Facebook sem notendur einfaldlega smella á þegar þeir kjósa að senda viðkomandi frétt áfram. 9.9.2008 16:50
Skímó í Reykjavík eftir tveggja ára hlé Stuðsveitin Skítamórall leikur á Nasa á laugardag, og er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem sveitin spilar í Reykjavík. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu, því Veðurguðinn Ingó og X-Faktor stjarnan Jógvan slást í hópinn. 9.9.2008 16:15
Angelina með fæðingarþunglyndi Brad Pitt þeytist nú milli kvikmyndahátíða til að kynna nýjustu mynd sína, Burn After Reading. Líf Angelinu Jolie spúsu hans á meðan ku ekki vera alveg jafn huggulegt. 9.9.2008 15:30
Anita Briem komin til Íslands Leikkonan Anita Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar. 9.9.2008 14:44
Krístin Helga hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins sem veitt voru í Alþingishúsinu í dag fyrir bók sína Draugaslóð. 9.9.2008 12:34
Má ekki opna alfræðisíðu um Harry Potter Eiganda vefsíðu nokkurrar í Bandaríkjunum er óheimilt að opna eins konar alfræðiorðabók um hinn fjölkunnuga Harry Potter á síðunni. 9.9.2008 08:36
50 Cent fær að hitta son sinn Rapparinn síkáti, 50 Cent, fær að hitta ellefu ára gamlan son sinn aðra hvora helgi, samkvæmt niðurstöðu sem fjölskyldudómur í Suffolk sýslu í Bandaríkjunum komst að í dag. 8.9.2008 21:32
„Haddaway mótaði mig sem tónlistamann“ „Það er ekki til meiri Haddaway aðdáandi en ég á Íslandi," segir Merzedes liðinn og fjarþjálfunarmeistarinn Egill „Gillzenegger" Einarsson. „Haddaway hefur mótað mig sem tónlistamann." 8.9.2008 16:39
Heather Mills er lygari og tík, segir upplýsingafulltrúi Fyrrum upplýsingafulltrúi Heather Mills, Elyzabeth, sakar hana um að hafa farið fram á að hún myndi skrökva upp á fyrrum eiginmann hennar Paul McCartney. „Þessi norn plataði mig til að segja ósanna hluti um Paul. Heather er lygari og tík," segir Elyzabeth. 8.9.2008 16:00
Haddaway á leið til landsins Næntís goðsögnin Haddaway spilar ásamt Curver og Kiki Ow á næntískvöldi á Nasa þann þriðja október næstkomandi. 8.9.2008 15:08
Britt Ekland vill aldurstakmark á lýtaaðgerðir Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er sænska leikkonan Britt Ekland, sem varð heimsfræg fyrir að leika Bond stúlku á móti Roger Moore árið 1974 í James Bond myndinni The Man With the Golden Gun, nánast óþekkjanleg í dag. 8.9.2008 11:28
Britney stelur senunni - myndband Britney Spears setti VMA tónlistarhátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar í ár klædd í kjól eftir hönnuðinn Versace. Britney er greinilega öll að koma til en hún missti fyrr á þessu ári forsjá yfir drengjunum sínum tveimur. Þegar Britney tók við verðlaunum fyrir tónlistarmyndbandið Piece of Me þakkaði hún sonum sínum og guði fyrir árangurinn. 8.9.2008 09:34
Madonna skuggalega lík Debbie Harry Breskir fjölmiðlar vekja athygli á þeirri staðreynd að Madonna er að líkjast Debbie Harry með hverju árinu sem líður þrátt fyrir 13 ára aldursmun. 7.9.2008 16:27
Victoria og Gordon opna veitingahús í Los Angeles Victoria Beckham og ofurkokkurinn Gordon Ramsey ætla að opns veitingahús saman. Verður það staðsett í Los Angeles. 6.9.2008 15:42
Lára Ómarsdóttir til liðs við 24 stundir Hin frækna fréttakona, Lára Ómarsdóttir, er á leið til starfa hjá 24 stundum. Lára uppljóstraði þessu í spjalli við Ómar Valdimarsson og Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu nú í kvöld. Lára hefur undanfarna mánuði starfað sem upplýsingafulltrúi fyrir Iceland Express. Áður var hún fréttamaður á Stöð 2. 5.9.2008 22:12
Sveitabrúðkaup frumsýnd í Toronto Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaup, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi fyrir fullu húsi hæstánægðra gesta sem klöppuðu og stöppuðu að myndinni lokinni. 5.9.2008 16:46
Ég er að deyja inni í mér, segir Lily Allen Söngkonan Lily Allen, sem er 23 ára hefur lýst hvernig henni líður í kjölfar GQ verðlaunaafhendingunnar þar sem hún lét Elton John heyra það, á vefsíðunni Facebook. Lily segist sjá eftir öllu og bætir við að hún er við það að deyja innra með sér og skrifaði að sama skapi að hana langi að fremja sjálfsmorð. Sú setning var hinsvegar fjarlægð í gær. 5.9.2008 14:41
Alþjóðahús flutt á Laugaveginn Alþjóðahús hefur flutt starfsemi sína á Laugaveg 37 frá Hverfisgötu 18 en þar hefur Alþjóðahús verið til húsa frá 2001, þegarþað var stofnað.Nýja húsnæðið er mun rúmbetra en það gamla enda hefur starfsemin aukist jafnt og þétt. Café Cultura, kaffihúsið sem rekið hefur verið í Alþjóðahúsi á Hverfisgötu, verður áfram þar til húsa. 5.9.2008 12:31
Amy Winehouse fer fram á 48 viskíflöskur Haft er eftir talsmanni Bestival tónlistarhátíðarinnar í Sun að söngkonan Amy Winehouse fer fram á 48 flöskur af Jack Daniels viskí á með hún skemmtir þar yfir helgina. 5.9.2008 12:18
Rapparinn Akon kýlir konu í andlitið - myndband Eins og myndbandið sýnir kýldi rapparinn Akon konu í andlitið á tónleikum sem hann hélt í Suður-Ameríku á dögunum. Myndbandið má sjá hér. 5.9.2008 08:54
Ný mynd eftir Moore dreift á Netinu Michael Moore ætlar að dreifa nýjustu mynd sinni „Slacker Uprising" á Netinu. Myndin greinir frá ferðalagi Moores um bandarískar borgir fyrir forsetakosningarnar árið 2004. Myndin verður formlega kynnt á morgun, en hún verður fáanleg á vefnum frá 23. september næstkomandi. 4.9.2008 21:10
Ronnie Wood hittir rússneska viðhaldið í áfengismeðferðinni Ronnie Wood gítarleikari hljómsveitarinnar Rolling Stone hefur verið mikið í sviðsljósi breskra fjölmiðla eftir að hann datt í það, náði sér í tvítuga rússneska bardömu, Ekaterinu Ivanovu, sem kærustu og flutti með henni til Írlands. 4.9.2008 15:45
Cliff Richard hamingjusamur með fyrrverandi presti Söngvarinn Cliff Richard, 67 ára, hefur opinberað ástarsamband sitt við kærastann sem er fyrrverandi prestur. Í ævisögu söngvarans sem ber heitið: My life, My Way, sem kom út í gær, kemur fram að hann býr með John McElynn. 4.9.2008 14:53
Britney missti meydóminn 14 ára, skrifar móðir hennar Lynne Spears, móðir söngkonunnar Britney Spears heldur því fram í nýútkominni ævisögu að dóttir hennar, Britney, hafi misst meydóminn 14 ára gömul og byrjað að neyta áfengis þegar hún var 13 ára gömul. 4.9.2008 13:32
Lily Allen og Elton John hnakkrífast - myndband Söngvarinn Elton John og söngkonan Lily Allen hnakkkrifust öllum að óvörum við verðlaunaafhendingu á vegum GQ tímaritsins. Lily þambaði kampavín á meðan á verðlaunaafhendingunni stóð og móðgaði Elton sem svaraði fullum hálsi. 4.9.2008 12:00
Ásdís nýtir sér vinsældirnar í Búlgaríu „Aðallega er fólk að bjóða mig velkomna og hrósa mér,“ segir fyrirsætan Ásdís Rán. Skilaboðum hefur rignt inn á heimasíðuna hennar frá búlgörskum aðdáendum frá því það fréttist að hún og eiginmaðurinn, fótboltakappinn Garðar Gunnlaugsson, væru að flytja til landsins. 4.9.2008 11:39
Oprah hélt veislu til heiðurs amerískum Ólympíuförum Það er víðar en á Íslands sem afreksmönnum á Ólympíuleikunum er fagnað með pompi og prakt. 3.9.2008 21:31
Kristín og Björgólfur Thor eiga von á sínu öðru barni Kristín Ólafsdóttir og Björgólfur Thor Björgólfsson eiga von á sínu öðru barni. Eftir því sem Vísir kemst næst er Kristín komin tæpa fjóra mánuði á leið. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir ræddi við hana í dag. 3.9.2008 15:32
Motion Boys prufukeyra heimagerðan hljóðgervil í nýju lagi Five 2 Love, nýtt lag drengjanna í Motion Boys kemur út í dag. Fyrsta plata sveitarinnar, Hang On, kemur út 1.október næstkomandi. Sena gefur plötuna út, en hún var tekin upp í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í sumar og var sá hinn sami einmitt upptökustjóri plötunnar. 3.9.2008 13:40