Fleiri fréttir

Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi

Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn.

Býr til útópíska heima

María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni.

Aftur saman eða jafnvel aldrei í sundur

Leikkonan Shailene Woodley og íþróttamaðurinn Aaron Rodgers voru samkvæmt heimildum hætt saman. Þau staðfestu þó aldrei sambandsslitin sjálf og virðast í dag vera byrjuð aftur saman eða hafa mögulega alltaf verið saman.

Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið

Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag.

Gífurleg orka náttúrunnar færð yfir á strigann

Listakonan Guðrún Einarsdóttir opnaði sýninguna Efnisland síðastliðinn laugardag en hún sækir einstakan myndheim sinn í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Sýningin, sem er á vegum Listvals, er staðsett í NORR11 á Hverfisgötu 18.

Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum

Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni.

Ultraflex þvinga þig til að slappa af

„Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd.

Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway

Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa.

Fara betur saman en jarðarber og epli

Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn.

Þriðja drottningin mætir í Apex

Þær Móna og Valla í Queens fá þriðju drottninguna í heimsókn til sín í kvöld. Mjamix, eða Marín Eydal, mun spila Apex Legends með stelpunum í streymi kvöldsins.

Er sumar hittarinn fæddur?

Tómas Welding var að gefa út lagið Taste og er það unnið í samstarfi með Pálma Ragnari Ásgeirssyni.

„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“

Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París.

Varð vin­sælasta smá­forritið á Ís­landi á sólar­hring

Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum.

Reykja­víkur­dætur heitastar í veð­bankanum

Samkvæmt stuðlum sem finna má hjá veðmálafyrirtækinu Betsson, sem settir hafa verið upp vegna Söngvakeppninnar 2022, þykja Reykjavíkurdætur líklegastar til að fara með sigur af hólmi.

Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian

Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West.

Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnu­mót

Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði.

Sjálfsmynd, samskipti og óheppni í ástum

Hljómsveitin FLOTT hefur vakið töluverða athygli í íslensku tónlistarlífi undanfarið fyrir hnyttin popplög. Sveitina skipa fimm öflugar ungar konur sem vinna allt sitt tónlistarefni frá A-Ö og hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Sony Music. FLOTT er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Iris Apfel í litríku samstarfi við H&M

Tískugyðjan og hönnuðurinn Iris Apfel er nýjasti samstarfsfélagi H&M og verður línan litrík og skrautleg eins og hún sjálf. Á síðasta ári fagnaði hún 100 ára afmælinu sínu og hélt veislu með tískurisanum.

„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“

„Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“

Njóttu þess að taka tíma í forleikinn

Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi.

Fríða, Sig­rún, Margrét og Linda fengu Fjöru­verð­launin 2022

Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent.

Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum

Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga

„Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum.

Búinn að ná sér eftir yfirlið á frumsýningu

Leikarinn Taron Egerton er í góðu ástandi eftir að hafa fallið í yfirlið upp á sviði þegar hann var að frumsýna nýtt leikrit. Hann segist hafa sloppið vel með smá mar á hálsinum og egóinu.

„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Hlín Björnsdóttir og Gigi Hadid saman á tískupöllunum

Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir gekk tískupallana hjá Andreas Kronthaler fyrir Vivienne Westwood um helgina. Hún var umvafin stórskotaliði tískuheimsins en ásamt henni sýndu meðal annars Gigi Hadid, Bella Hadid og Lindsey Wixson.

Sjá næstu 50 fréttir