Fleiri fréttir

Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri

Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam.

Margrét hlaut Guldbaggen-verðlaunin

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hlaut í kvöld Guldbaggen-verðlaunin, verðlaun sem veitt eru af sænsku kvikmyndaakademíunni.

Myndar dóttur sína árlega í brúðarkjól

Á hverju ári klæðir Berglind Dís Guðmundsdóttir dóttur sína í brúðarkjól og tekur af henni myndir. Þetta hafa þær gert síðan stelpan var ársgömul. Berglind tímdi ekki að henda brúðarkjólnum sínum eftir brúðkaupið og ákvað þess í stað að nota hann í þessar árlegu myndatökur.

Lést í miðju lagi

Bandaríski þjóðlagatónlistarmaðurinn David Olney lést á laugardaginn síðasta 18. Janúar í miðju lagi á tónleikum sínum á tónlistarhátíð í Santa Rosa Beach í Flórída.

Norsku Eurovisionstjörnurnar Keiino til Íslands

Sönghópurinn Keiino sem tók þátt fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra kemur fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar 29. febrúar í Laugardalshöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Manuela og Jón unnu danseinvígið með þessum dansi

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir voru send heim eftir danseinvígi í Allir geta dansað nú í kvöld. Eyfi og Telma og Manuela og Jón Eyþór voru í tveimur neðstu sætunum eftir að símakosningu lauk.

Moka bílaplön, göngustíga og tröppur

Við höfum séð það svartara en þegar veðrið er svona eins og undanfarna daga er verkefnið stórt og ansi margt sem þarf að komast yfir. Það sem er af ári höfum við verið að nánast allan sólarhringinn, segir Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar.

Hvar er best að búa: Dönsku­kennari hjá rúss­neskum tölvu­leikjarisa á Kýpur

"Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann.

Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa.

Listi yfir keppendur í Söngvakeppninni birtur

Svo virðist sem listi yfir væntanlega þátttakendur í Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið birtur á Spotify en opinberun listans er ekki á dagskrá RÚV fyrr en í kvöld.

Starfs­fólk Meg­han og Harry fært til í starfi

Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum.

Í upphafi skal endinn skoða

Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins .

Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi árið 2019

Lokamyndin með Avengers (Endgame) var lang tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum en hún halaði inn rúmar 92 milljónir króna, sem gerir hana að fimmtu tekjuhæstu kvikmynd kvikmyndahúsanna síðasta áratuginn.

Rokkaralífið einangrandi

Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar KALEO, er í heljarinnar forsíðu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Spider-Man verður að hluta tekin upp á Íslandi

Marvel og Sony Pictures munu ráðast í tökur á næstu Spider-Man mynd næstkomandi júlí og er búið við því að tökur standi yfir fram í nóvember. Kvikmyndin ætti síðan að koma í kvikmyndahús í júlí 2021.

Eminem gefur óvænt út plötu

Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu.

Sjá næstu 50 fréttir