Lífið

Arftaki Jon Ola Sand er sænskur rithöfundur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Martin Österdahl sést hér ásamt Jon Ola Sand. Sá fyrrnefndi var yfirframleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Stokkhólmi 2016, sem og árið 2013 í Malmö.
Martin Österdahl sést hér ásamt Jon Ola Sand. Sá fyrrnefndi var yfirframleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Stokkhólmi 2016, sem og árið 2013 í Malmö. Vísir/EPA

Svíinn Martin Österdahl, rithöfundur og framleiðandi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Österdahl verður þannig arftaki hins norska Jons Ola Sand, sem lætur af störfum eftir keppnina í Rotterdam í maí næstkomandi.

Österdahl á langan feril að baki í sænsku sjónvarpi. Hann var yfirframleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Svíðþjóð árin 2013 og 2016. Þá var hann dagskrárstjóri skemmtiefnis og íþrótta hjá sænska ríkissjónvarpinu SVT og hefur ritað fjölda bóka sem þýddar hafa verið yfir á tíu tungumál.

Haft er eftir Österdahl í tilkynningu frá Eurovision að staða keppninnar sé einstök á heimsvísu. Það sé honum mikill heiður að fá tækifæri til að setjast við stjórnvölinn.

Österdahl hefur störf í lok apríl næstkomandi og tekur formlega við stöðunni strax að loknu úrslitakvöldi Eurovision þann 16. maí.

Greint var frá því í september síðastliðnum að Jon Ola Sand, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Eurovision síðan árið 2011, hygðist láta af störfum eftir keppnina 2020. Sand mun snúa aftur til heimalandsins Noregs í sumar þar sem hann hefur störf hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.

via GIPHY


Tengdar fréttir

Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×