Lífið

Arftaki Jon Ola Sand er sænskur rithöfundur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Martin Österdahl sést hér ásamt Jon Ola Sand. Sá fyrrnefndi var yfirframleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Stokkhólmi 2016, sem og árið 2013 í Malmö.
Martin Österdahl sést hér ásamt Jon Ola Sand. Sá fyrrnefndi var yfirframleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Stokkhólmi 2016, sem og árið 2013 í Malmö. Vísir/EPA

Svíinn Martin Österdahl, rithöfundur og framleiðandi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Österdahl verður þannig arftaki hins norska Jons Ola Sand, sem lætur af störfum eftir keppnina í Rotterdam í maí næstkomandi.

Österdahl á langan feril að baki í sænsku sjónvarpi. Hann var yfirframleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Svíðþjóð árin 2013 og 2016. Þá var hann dagskrárstjóri skemmtiefnis og íþrótta hjá sænska ríkissjónvarpinu SVT og hefur ritað fjölda bóka sem þýddar hafa verið yfir á tíu tungumál.

Haft er eftir Österdahl í tilkynningu frá Eurovision að staða keppninnar sé einstök á heimsvísu. Það sé honum mikill heiður að fá tækifæri til að setjast við stjórnvölinn.

Österdahl hefur störf í lok apríl næstkomandi og tekur formlega við stöðunni strax að loknu úrslitakvöldi Eurovision þann 16. maí.

Greint var frá því í september síðastliðnum að Jon Ola Sand, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Eurovision síðan árið 2011, hygðist láta af störfum eftir keppnina 2020. Sand mun snúa aftur til heimalandsins Noregs í sumar þar sem hann hefur störf hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.

via GIPHY


Tengdar fréttir

Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.