Fleiri fréttir

Batman-leikarinn Adam West látinn

Adam West, sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Batman á sjöunda áratugnum, er látinn 88 ára að aldri.

Nýtt íslenskt „boyband“ skipað skeggjuðum gleraugnaglámum

Hin nýstofnaða íslenska strákahljómsveit Never2L8 vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í styrktarþætti UNICEF, Degi rauða nefsins, sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Á meðal meðlima sveitarinnar eru grínistinn og myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson og sagnfræðingurinn Stefán Pálsson.

Skorpin nef og nokkur sár

Sjö konur fóru í skemmtiferð um endilangan Vatnajökul á skíðum og gekk vel þrátt fyrir mótvind og dimmviðri lengst af. Gufubað og bjór í Grímsvötnum bjargaði miklu.

Gefur okkur von þrátt fyrir vonleysi mannkyns

Sjón varð fyrir skömmu þriðji rithöfundurinn til þess að leggja verk inn í Framtíðarbókasafn skosku listakonunnar Katie Paterson í Osló. Þar mun verkið liggja ólesið fram til ársins 2114.

Hafa nostrað við hvern fermetra

Bloggarinn María Gomez býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra í glæsilegu húsi á Álftanesi. Húsið hafa þau verið að taka í gegn frá a til ö síðan þau fluttu inn og útkoman er afar flott.

Gróðursetja töfratré

Aðstandendur verkefnisins Töfrastaða, sem snýst um sjálfbærni, taka í dag við landspildu utan við Þorlákshöfn undir athafnasetur sem nefnist Sandar suðursins.

Töfraheimur Japans

Það eru fá lönd í heiminum sem bjóða upp á jafn einstaka og fjölbreytta ferðamannaupplifun og Japan. Á tíu dögum má finna smjörþefinn af menningunni, skoða hof, borgir, klappa dádýrum og stinga sér í heita laug.

Sögur af veginum

Undir hörðu yfirborðinu er mýkt og umhyggja fyrir samfélaginu. Meðlimir mótorhjólaklúbbsins Grindjána í Grindavík tóku á móti blaðamanni í félagsheimili sínu Virkinu og sögðu sögur af veginum. Og frá mikilvægi þess að standa upp eftir áföll, losa sig við óttann og njóta ferðalagsins.

Kvenofurhetjurnar sem við viljum sjá á skjánum

Vinsældir Wonder Woman gætu haft merkileg áhrif í kvikmyndaiðnaði þar sem kvenkyns ofurhetjum hefur verið haldið niðri um árabil. Systkinin Hugleikur og Úlfhildur Dagsbörn spá í spilin og ræða um áhugaverðar kvenhetjur sem eiga skilið að komast á skjáinn.

Sneakertískan í sumar

Lífið fékk til sín nokkra strigaskógeggjara til að leggja línurnar í skótísku fyrir sumarið. Útlit, þægindi og notkun í sem flestum aðstæðum eru meðal þeirra kosta sem álitsgjafarnir voru beðnir að dæma eftir. Nike, Adidas og Gucci virðast vera merki sumarsins.

Heldur dagbók um þakklæti

Andleg heilsa er Helgu Arnardóttur hugleikin. Hún segir þakklætisdagbók og núvitundaræfingar góðar til að auka vellíðan.

Gramsað í kótelettum í Kína

Breiðhyltingurinn Ragna Kristensen býr í stærstu borg Kína þaðan sem hún stýrir sölu- og markaðsmálum fyrir Össur, allt frá Pakistan til Ástralíu. Síðastliðin 22 ár hefur hún ferðast til flestra landa Asíu í starfi sínu og leik.

Rómantíkin sveif yfir vötnum

Þó hetjusöngvar um sjómenn fjalli gjarnan um karlmenn þá hafa konur líka starfað um borð í skipum og stigið ölduna. Þeirra á meðal eru þær Rannveig Ásgeirsdóttir og Svava Gestsdóttir sem voru þernur á Gullfossi.

Veðurspáin fyrir Esjutónleika frábær

Farsímafyrirtækið Nova stendur fyrir tónleikum á Esjunni í kvöld þar sem plötusnúðurinn Þura Stína kemur fram ásamt röppurunum Emmsjé Gauta, Aroni Can og strákunum í Úlfur Úlfur.

Taylor Swift komin aftur á Spotify

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman.

Barnabækur hljóta að skipta miklu máli

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, er meðal þeirra 29 sem hlutu styrk til ritstarfa frá Hagþenki, nú í vikunni. Hún ætlar að skrifa myndskreytta barnabók um Kjarval.

Súrkálið er galdurinn

Anna Lára Sigurðardóttir Orlowska hefur verið handhafi glitrandi kórónu ungfrú Íslands síðan hún var krýnd fegurst íslenskra kvenna á ágústkvöldi í fyrra.

Taka útgáfunni með stóískri ró

Hljómsveitin Moses Hightower sendir frá sér Fjallaloft, sína þriðju plötu í dag. Þeir Moses Hightower menn eru ekkert stressaðir yfir útgáfunni enda kannski ekki að undra frá mönnum sem hafa spilað um allan heim.

Stefna á 2.000 kótelettur

Kótelettan BBQ Festival, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka aftur höndum saman og halda í þriðja skipti styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum, um næstu helgi.

Svona á að ráðleggja túristunum okkar

Markmið vefsins Travelade er að svala ólíkum þörfum túrista og Lífið leitaði til Nínu Hjördísar Þorkelsdóttur, ritstjóra vefsins, og spurði um hvað ætti að ráðleggja ferðamönnum á Íslandi.

Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr.

Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Undrakonan harða og söguklisjurnar

Súr er tilhugsunin um að komið sé árið 2017 og enn þá hafi ekki verið gerð framúrskarandi ofurhetjumynd með kvenpersónu í burðarhlutverki. Eins er furðulegt að tekið hefur þetta langan tíma að fá Wonder Woman á bíótjaldið, miðað við vinsældir hennar og "legasíu“. Að vísu stendur DC-teymið sig strax betur en keppinautarnir hjá Marvel-stúdí­óinu, sem getið hefur af sér heilar fimmtán bíómyndir án þess að hafa konu í lykilfókus.

Sjá næstu 50 fréttir