Fleiri fréttir

Sjóðheitur á ísköldum toppi vinsældalista

Lagið Way down we go með Kaleo var kynnt sem topplag spænska vinsældalistans í vikunni. Lagið hafði áður setið í efsta sæti víða um Evrópu. Jökull Júlíusson söngvari segir að hljómsveitin hlakki til að hefja tónleikaferð um álfuna

Sögu­legar sættir í stóra lím­miða­málinu: Þórunn Antonía og Hildur Lillien­dahl sungu I Got You Babe

Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúett á laginu I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Faðir poppfræðanna ræðir við Íslendinga um ferilinn

Simon Frith hefur verið kallaður faðir poppfræðanna. Hann hefur skrifað um tónlist síðan á áttunda áratugnum. Simon kemur hingað til lands á vegum Arnar Eggerts Thoroddsen, en Simon er leiðbeinandi hans í fræðunum.

Töff skepnur og gervimenni í tilvistarkreppu

Með myndinni Alien: Covenant er reynt að brúa bilið á milli forverans, Prom­etheus, og fyrstu Alien-myndarinnar. Í henni er allt reynt til að láta hana fylgja formúlu upprunalegu myndarinnar en í senn halda áfram að stúdera sömu hugmyndir og Prometheus gerði. Alien: Covenant spilast á margan hátt út eins og tvær bíómyndir sem hefur verið klesst saman í eina; Prom­etheus framhaldið og Alien "endurgerðin“.

Ný kvikmynd með Rihönnu í aðalhlutverki byggð á tísti

Kvikmyndin, með Rihönnu og Lupitu Nyong'o í aðalhlutverkum, verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda. Tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn.

Ungur strákur fer á kostum sem Herra Hnetusmjör

Herra Hnetusmjör mætti í síðasta þátt af Kronik á X-inu 977 og flutti lagið Ár eftir ár. Í byrjun mánaðarins kom út myndband við lagi þar sem ungur drengur að nafni Ólafur Sigurðarson fer á kostum.

Labrador setti útsendinguna í uppnám

Labrador olli miklum usla í beinni útsendingu á rússneskri sjónvarpsstöð á dögunum þegar hann komst alla leið inn í myndver og í beina útsendingu.

Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman

"Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train.

Fyrstu grínstjórar dags rauða nefsins

Hinn árlegi dagur rauða nefsins er stærsti viðburður UNICEF á Íslandi og er hann haldinn 9. júní í ár. Það voru þær Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem voru valdar grínstjórar þessa árs, en þetta er í fyrsta skiptið sem þeirri nafnbót er útdeilt.

Ætlum að vera í sveiflu sumarsins

Hamrahlíðarkórarnir ætla að gleðja fólk með söng, dansi og sumarmarkaði í hátíðarsal skólans á morgun. Ókeypis er inn en kaffiveitingar eru til sölu. Tónleikagestir fá að taka undir í nokkrum lögum.

Júníus Meyvant heldur myndlistarsýningu

Síðastlistinn laugardag, þann 20. maí opnaði Júníus Meyvant sína fyrstu myndlistasýningu í Reykjavík á Kex Hostel, nánar tiltekið í Gym & Tonic salnum.

Streitumeðferð verðlaunuð

Heilsustofnunin í Hveragerði hlaut nýsköpunarverðlaun evrópsku heilsulindarsamtakanna fyrir þróun á streitumeðferð. Margrét Grímsdóttir hjúkrunarforstjóri tók við þeim.

Nýjar og gamlar framtíðarhugmyndir

Sýningin Borgarveran verður opnuð í Norræna húsinu á morgun. Þar birtast hugmyndir um borgina í módelum og teikningum sem eru sett í samhengi við valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna.

Ariana Grande niðurbrotin

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.

Endingargóð förðun með fókus á bleikar varir

Sumarið er gengið í garð og af því tilefni kennir förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir lesendum réttu handtökin þegar kemur að því að kalla fram sumarlega og létta förðun. Hér er lögð áhersla á ljómandi húð og varir í sumarlegum og björtum lit.

Sjá næstu 50 fréttir