Fleiri fréttir

Rugluðust á Alec Baldwin og Donald Trump

Dagblaðið El Nacional í dóminíska lýðveldinu hefur gefið út afsökunarbeiðni fyrir að hafa ruglast á Donald Trump bandaríkjaforseta og leikaranu Alec Baldwin.

Sjálfstæðir menn

„Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta manntegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auðvaldssamfélaginu árið 1929 í grein um "vestheimska alheimsku“.

Ætla að dansa fyrir lífið

Zumbakennarar í World Class í Laugum ætla að leiða 90 mínútna dansgleðitíma í hádeginu á morgun til styrktar Unicef og verkefni þeirra í Sýrlandi. Þar er pláss fyrir 80 - 90 manns.

Ofbeldi og ótti hamlar konum

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women, vill vakningu um alvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis gegn konum.

Allir að missa sig yfir þriggja tíma þýskri grínmynd

Þýskir kvikmyndadagar hófust af fullum krafti í gærkvöldi. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri segir að þar verði meðal annars að finna tvær myndir sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna og fleira góðgæti.

Fjölburabylgja í Hollywood

George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestan­hafs í vikunni. Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Lífið heyrði í Snorra Einarssyni, fæðinga- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, og grennslaðist fyrir um málið.

Ég stýri bara sjálfum mér

Þórarinn Tyrfingsson lætur af störfum sem forstjóri Sjúkrahússins Vogs í vor. Þegar hann er búinn að stimpla sig út í síðasta sinn ætlar hann ekki að hafa áhrif á störf annarra á Vogi. 

Gefa fjölbreyttum hóp færi á að tjá sig um jafnréttismál

Nú styttist í að bókin Forystuþjóð eftir þær Eddu Hermannsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur komi út en bókin hefur verið í um ár í bígerð. Um viðtalsbók um jafnréttismál er að ræða þar sem lögð er áhersla á að birta frásagnir fjölbreytts hóps.

Reiðin kraumar í Næturdrottningu

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði.

Rýnir í íslensk örnefni

Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Odda í dag um Landnámabók og nafnfræði Þórhalls Vilmundarsonar íslenskuprófessors.

Niðurbrotin á Sólheimum

Margrét Elísabet Yuka Takefusa þurfti aðstoð réttindagæslumanns fatlaðra við að komast frá Sólheimum í Grímsnesi. Hún segist hafa búið við skert frelsi og vill breytta framkomu við fólk með fötlun.

Á slóðum Skam í Ósló

Norski unglingaþátturinn Skam (Skömm) hefur aldeilis fallið í kramið hjá áhorfendum. Í þáttunum er fjallað um fimm táningsstúlkur í Ósló, vináttu þeirra, samskipti kynjanna og fleira.

Hefur kennt heilsurækt í tuttugu og átta ár

Heilbrigður lífsstíll hefur lengi verið Guðbjörgu Finnsdóttur hugleikinn. Hún er sannfærð um að hreyfing sé lykill að betra lífi og fólk fái yngri útgáfu af sjálfu sér með því að stunda reglulega heilsurækt.

Íbúð sem þjónað hefur ýmsum hlutverkum

Margrét Weisshappel, grafískur hönnuður hjá Tulipop, býr í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt dóttur sinni. Kjallarinn hefur þjónað ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina en Margréti hefur nú tekist að gera íbúðina ansi notalega.

Tökum lokið á Asíska draumnum - myndasyrpa

Tökur á Asíska draumnum hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa þeir Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og Steindi Jr. farið sem eldibrandar vítt og breitt um þessa fjölmennstu heimálfu jarðarinnar.

Tók með sér hristara á leikskólann

Elna María Tómasdóttir bar sigur úr býtum í Íslandsmóti barþjóna á Reykjavík Cocktail Weekend sem lauk seinasta sunnudag. Elna keppti með fagurbleika drykkinn Dionysus sem hún segir vera ferskan og sætan.

Hártískan í sumar klassískari en áður

Styttra hár, meiri krullur, klassískari klipping og djúpir, náttúrulegir litir verða áberandi í hártískunni í vor og sumar. Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín og síðir, þungir toppar.

Fokk ofbeldi-húfurnar komnar aftur í sölu

UN Women á Íslandi kynnti í dag nýja Fokk ofbeldi-húfu en húfan sló svo sannarlega í gegn á seinasta ári. Fokk ofbeldi-húfan gegnir mikilvægu hlutverki en henni er ætlað að vekja fólk til vitundar um það stöðuga ofbeldi sem konur og stelpur þurfa að þola á almenningssvæðum í borgum víða um heim. Fokk ofbeldi-húfan kom fyrst út í fyrra og seldist upp á fimm dögum. "Það var rosalega ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga og stuðning almennings,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. Hún hvetur fólk til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu en þær koma í takmörkuðu upplagi

Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur

Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu.

Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi

Í ágúst verður sett upp sérstök sýning á fyrstu mynd þríleiksins Hringadróttinssögu en stærðarinnar sinfóníuhljómsveit auk kóra mun flytja Óskarsverðlaunatónlist myndarinnar meðan á sýningu stendur en hún var samin af tónskáldinu Howard Shore.

Telja að Darcy hafi verið mjög ólíkur Colin Firth

Vísindamenn hafa afhjúpað það sem þeir segja að sé fyrsta sögulega rétta myndin af bókmenntapersónunni Fitzwilliam Darcy en hann er ein aðalsöguhetjan í einni vinsælustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen.

Körlunum ekki sama um skeggið

Pálmar Magnússon hársnyrtir hlaut viðurkenningu á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík síðastliðinn laugar­dag. Hann fann sína hillu í skeggsnyrtingu og herraklippingum eftir að hafa lært logsuðu og málmsmíði. Hann segir skeggjaða karlmenn hafa miklar skoðanir á skegginu á sér.

Hildur sér um tónlistina í Sicario 2

Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil.

Fortíðarþrá með söng í hjarta

Ljúfsár og yndislegur óður til söngleikja af gamla skólanum. Það geislar af parinu á tjaldinu þótt Gosling sé kannski ekki frábær söngvari, en myndin hittir samt beint í mark, sérstaklega á lokametrunum.

Sjá næstu 50 fréttir