Fleiri fréttir

Beyoncé birtir fleiri bumbumyndir

Bandaríska poppdrottningin Beyoncé tilkynnti í gær á Instagram-síðu að hún ætti von á tvíburum ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Jay-Z.

Ofurparið Tanja og Egill blogga um ferðalögin sín og lífstíl

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir, sem var kosin ungfrú Ísland árið 2013, og Egill Halldórsson, eigandi viðburðarfyrirtækisins Wake up Iceland, halda bæði úti ferðabloggsíðu þar sem þau sýna frá ferðalagi þeirra beggja en Tanja og Egill eru í sambandi.

Arnar og Rakel frumsýna Eurovision-myndband

Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil.

Hefur oft orðið fyrir barðinu á óprúttnum netverjum

Bókarhöfundurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er virk á samfélagsmiðlum og það ætti að vera óhætt að kalla hana Snapchat-stjörnu enda er hún með um 17.000 fylgjendur á þeim miðli. Guðrún Veiga hefur spáð töluvert í nethegðun fólks í gegnum tíðina enda hefur hún orðið fyrir barðinu á nokkrum óprúttnum netverjum síðan hún fólk að blogga og tjá sig opinberlega.

Vil að fólk tali saman framan við verkin

Listafólkið Steingrímur Eyfjörð og Sigga Björg Sigurðardóttir eru með tilkomumiklar sýningar í Hafnarborg í Hafnarfirði, hvort á sinni hæð. Konur koma sterkt við sögu sem viðfangsefni.

Líttu inn í glerhöllina í Skerjafirði sem allir eru að tala um

Í Heimsóknarþætti gærkvöldsins fór Sindri Sindrason í heimsókn í einstaklega fallegt einbýlishús í Skerjafirðinum, en þar býr Ingrid Halldórsson ásamt eiginmanni sínum Óttari Halldórssyni. Þau byggðu þessa fallegu glerhöll með útsýni út á sjó.

Helgi reynir að beisla vinsældir rappsins

Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafalaust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinnar og finnur fyrir mikilli nostalgíu.

Enginn dansar og syngur í alvörunni

La La Land fer um þessar mundir sigurför um heiminn og kemur ansi sterk til leiks sem stóri sigurvegarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni en hún hlaut fjórtán tilnefningar þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikinn. Það eru þó ekki allir á einu máli um gæði myndarinnar og söngleikja almennt.

Vísinda-Villi með Fender að vopni

Villi hefur í nokkurn tíma kennt börnunum um undraheim vísindanna en færir sig nú á fjalir Borgarleikhússins með Vísindasýninguna. Markmiðið er að efla forvitni og gagnrýna hugsun krakka og kenna þeim að rafmagnsgítar er mest töff hljóðfæri í heiminum.

Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins

Rapparinn Young Thug er væntanlegur til landsins í júlí. Rapparinn er á hátindi ferils síns um þessar mundir en það er ekki algengt að Íslendingar fái að njóta nærveru rappara á þessum stað. Miðasala hefst 10. febrúar en tilkynnt verður um upphitunaratriði síðar.

Nintendo gera fleiri leiki fyrir síma

Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár.

Samdi lagið út frá persónulegri reynslu

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni 2017, undankeppni Eurovision, með lag sitt Paper. Lagið fjallar um persónu sem er að ganga í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu.

Fallegt útsýnishús í Skerjafirði

"Húsið er hannað sérstaklega fyrir okkur tvö,” segir Ingrid Halldórsson sem ásamt eiginmanni sínum byggði sér glæsilega glerhöll í Skerjafirði með útsýni út á sjó.

Átök í íslenskri listasögu

Fyrirlestraröðin Átakalínur í íslenskri myndlist er haldin af Listfræðifélagi Íslands. Í dag mun listfræðingurinn Jón Proppé flytja erindi sitt Blátt strik: átökin um abstraktið.

Sjá næstu 50 fréttir