Fleiri fréttir

Höfrungahlaup

"Mig langar að segja ykkur sögu af því þegar ég frelsaðist,“ Svo hefst jólasaga Fréttablaðsins eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur rithöfund.

Miklu meiri neysla en áður

Jólin í gamla daga einkenndust af eplalyktinni, miklum hreingerningum og bakstri. Sama hver fjárhagsstaða fjölskyldunnar var hvort sem þau bjuggu í sveit eða borg hlutu krakkar hreinar flíkur og einhverja pakka fyrir jólin. Í dag snúast jólin meira um neyslu en áður að mati eldri kvenna sem Fréttablaðið hitti og ræddi við.

Ekkert hlutverk sem ég hef sungið jafnoft

Benedikt Kristjánsson tenór mun syngja hlutverk guðspjallamannsins í Jólaóratóríu Bachs sem flutt verður í Hallgrímskirkju undir vikulokin af Schola cantorum, Alþjóðlegu barokksveitinni og hópi einsöngvara.

Langt frá endastöð

Bók sem sver sig í ætt við bestu verk höfundarins, vel skrifuð, áhugaverð og spennandi saga sem heldur lesandanum vel við efnið.

Daufur er dellulaus maður

Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, er dellukarl að eigin sögn. Hann safnar frægum persónum úr mannkynssögunni í formi 18 cm trékarla. Sænskur handverksmaður, Urban Gunnarsson, á heiðurinn af útskurðinum.

Getum gert svo margt til að bæta heiminn

Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus.

Hið framandi er spennandi og mögulegt

Védís Ólafsdóttir hefur starfað og stundað nám í átta löndum um ævina þrátt fyrir ungan aldur og ferðast um fjölmörg önnur. Hún hefur kennt krökkum klifur í Kína, unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví og býr í dag í Jórdaníu.

Bestu og verstu jólagjafir fólks

Það á víst að vera hugurinn sem gildir þegar kemur að jólagjöfum til ástvina, en það verður að viðurkennast að það er alltaf ánægjulegt þegar gjöfin hittir beint í mark. Við fengum fjóra einstaklinga til að rifja upp bestu jólagagjafir sem þau hafa fengið, en líka þær verstu! Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að fá gjöf sem vekur lukku.

Nýjar sögur frá hinstu ferð Dettifoss

Í bókinni Ljósin á Dettifossi – örlagasaga – tvinnar Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur saman frásagnir af hinstu ferð Dettifoss og lífi afa síns, Davíðs Gíslasonar, sem var stýrimaður þar um borð.

Tara Brekkan sýnir jólaförðun

Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir birtir nýtt kennslumyndband á YouTube síðu sinni þar sem hún sýnir einfalda, en fallega jólaförðun sem er tilvalin um hátíðarnar.

Sama hlutverk í Sölku Völku 10 árum seinna

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer með hlutverk Sigurlínu í sýningunni Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta mun vera í annað skipti sem Halldóra leikur hlutverk Sigurlínu í sýningunni, sem byggð er á sögu Halldórs Laxness.

Söng með Sissel Kyrkjebø

Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg.

Super Mario hleypur í símanum

Þeir sem eru á aldrinum 25 og eldri þekkja vel Super Mario úr gömlu Nintendo-tölvunum. Þessa dagana birtist nýr Super Mario heiminum í formi apps fyrir snjallsíma. Um 20 milljónir manna bíða eftir að hlaða leiknum niður í símann en hann er væntanlegur í íslenska síma.

Nýja línan er inn­blásin af drauma­heiminum

Nýjasta lína fatahönnuðarins Hildar Yeoman var að koma í sölu en línan var frumsýnd í sumar á Listahátíð við góðar undirtektir. Hildur segir þessa nýju línu vera nokkuð frábrugðna eldri línum en í henni leynast meðal annars kápur, kjólar og hátíðlegt skart.

Berskjaldaðir á sviði í tilefni jólanna

Um jólin tíðkast að skella sér á tónleika og nánast hver einasti tónlistarmaður á landinu er með einhvers konar jólatónleika í desem­ber. Nú er hægt að breyta út af vananum og skella sér á jólaspuna – en spunahópurinn Svanurinn heldur jólasýningu í Tjarnarbíói í kvöld.

Pistasíuísinn er algerlega ómissandi

Berglind Ólafsdóttir, konan á bak við matarbloggið Krydd & krásir, er alltaf með gómsætan pistasíuís í eftirrétt á aðfangadag. Ísinn er ómissandi partur af jólunum á hennar heimili en uppskriftin góða kemur úr gömlu blaði.

Lítil trú á mannlegt eðli

Virkilega vel skrifuð skáldsaga en með helst til tvívíðum persónum. Mikið er færst í fang í frásagnarhætti.

Viltu sjá kettlinga í stað Trumps?

Vafraviðbótin "Make America Kittens Again“ breytir öllum ljósmyndum af Trump í vafranum Chrome í myndir af sætum kettlingum.

Frumsýna Óþelló tvisvar

Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum.

Sjá næstu 50 fréttir