Fleiri fréttir

Tígurinn snýr aftur

Tískuhúsið Kenzo endurheimti vinsældir sínar með komu nýrra yfirhönnuða.

Öll stóru nöfnin úr bransanum

Hátíðin Icelandic Tattoo Convention verður haldin í áttunda sinn 6. til 8. júní. „Hátíðin er búin að skapa sér góðan sess. Mikið af Íslendingum hefur komið og svo erum við alltaf að sjá fleiri og fleiri erlenda ferðamenn sem koma sérstaklega á hátíðina. Þetta verður góður menningarviðburður,“ segir Össur Hafþórsson, annar af eigendum Reykjavík Inc. sem skipuleggur hátíðina.

Tengdó kveður

Síðasta sýningarhelgi á leiksýningunni Tengdó er um helgina. Sýningin hlaut fern Grímuverðlaun í fyrra og var meðal annars valin sýning ársins. Hún verður ekki á dagskrá á næsta leikári svo þetta er síðasta tækifæri til að berja hana augum. Síðasta sýning er 7. júní. Leiksýningin sló óvænt í gegn er hún var frumsýnd og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á 70 sýningum.

Sign undirbýr nýja plötu

Hljómsveitin Sign stefnir að útgáfu nýrrar plötu seinna á þessu ári. Þeir Ragnar Zolberg og Arnar Grétarsson, forsprakkar hljómsveitarinnar, hafa undanfarið verið í Noregi þar sem þeir hafa lagt lokahönd á lagasmíðarnar.

Hönnuðir bera ríka félagslega ábyrgð

Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn þann 3. júní. Þar verða flutt erindi þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og uppgötvanir. Meðal fyrirlesara er Sigríður Heimisdóttir sem ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönnuða.

Undirstaða í feneysku þvottahúsi

Katrín Sigurðardóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Hún er þekkt fyrir að snúa á stærðarhlutföll í verkum sínum en vinnur nú í fyrsta sinn með arkitektúr í raunstærð. Afraksturinn er Undirstaða, 90 fermetra innsetning í gömlu hallarþvottahúsi.

Upptökur í 600 ára kastala

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar.

Sjáðu mishæfileikaríka Íslendinga taka Frank Ocean

Meðfylgjandi má sjá þegar fjölmargir mishæfileikaríkir einstaklingar sungu vinsælasta lagi Frank Ocean, Lost, í Kringlunni í von um að fá boðsmiða á tónleika Frank sem verða í Höllinni 16. júlí. Viti menn allir sem þið sjáið syngja í meðfylgjandi myndskeiði fengu boðsmiða.

Mig langar í börn en ekki stór leggöng

Stjörnubarnið og tískugúrúinn Kelly Osbourne prýðir forsíðu júlíheftis Cosmopolitan. Þar talar hún lífið með unnusta sínum Matthew Mosshart en þau trúlofuðu sig í laumi fyrir hálfu ári.

Óheppilegt! Rennilásinn bilaði

Leikkonan og fyrirsætan Stacy Keibler brosti sínu blíðasta þegar hún mætti á hina árlegu Grand Prix-keppni í Mónakó um helgina.

Nennti ekki að vera ljóska lengur

Leikkonan Anne Hathaway er orðin dökkhærð aftur aðeins þremur vikum eftir að hún stal senunni í Met-galaveislunni með ljósa lokka.

Miðasala á Frank Ocean fer vel af stað

Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir.

Leitað að leikstjóra næstu James Bond-myndar

Kvikmyndin Skyfall sló í gegn á síðasta ári og leita Sony og Eon, framleiðslufyrirtæki kvikmyndanna um James Bond, að leikstjóra næstu myndar um hetjuna. Variety greinir frá.

Kvikmyndahátíð barna í fyrsta sinn

Kvikmyndahátíð barna og unglinga verður sett í dag. Fjölbreytt flóra einkennir dagskrána sem er ætluð börnum allt niður í þriggja ára aldur.

Í kvennafans á snekkju

Leikarinn Leonardo DiCaprio kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hann sló ekki slöku við á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hélt snekkjupartí þar sem nánast eingöngu fáklæddar konur voru á boðslistanum.

Erfitt að losna við meðgöngukílóin

Þúsundþjalasmiðurinn Hilary Duff eignaðist soninn Luca fyrir fjórtán mánuðum síðan og segir það hafa verið mjög erfitt að losna við meðgöngukílóin.

Givenchy-gyðjur takast á

Það eru ekki allir sem púlla kjóla frá Givenchy Couture en leikkonurnar Penelope Cruz og Rooney Mara fara létt með það.

Setur setrið á sölu

Söngkonan Jessica Simpson og unnusti hennar Eric Johnson eru nýbúin að kaupa glæsilegt hús í Kaliforníu og eru því búin að setja húsið sitt í Beverly Hills á sölu.

Umbreytingin var sársaukafull

Leikarinn Rob Lowe leikur Dr. Startz, lýtalækni Liberace, í kvikmyndinni Behind the Candelabra. Rob segir það hafa verið mjög sársaukafullt að breyta sér í lækninn.

Fólk að missa sig yfir Frank Ocean

"Það er allt að verða vitlaust,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu sem er að skipuleggja tónleika Franks Ocean í Laugardalshöll 16. júlí.

Beyoncé fær misjafna dóma í Kaupmannahöfn

Framistaða Beyoncé Knowles í Forum höllinni í kaupmannahöfn í gærkvöldi fær misjafna dóma. Ekstra Bladet gefur tónleikunum þrjár stjörnur af sex mögulegum og nefnir gagnrýnina "Popp fyrir heyrnalausa“.

Diskóljósin tendruð í Zumba partýi

Á laugardaginn var haldið vikulegt Zumba partý í Gamla salnum í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Þessi partý eru nokkuð þekkt fyrir að vera kraftmikil og skemmtileg en á laugardaginn var enn meira gefið í.

Má ekki kalla sig Íslandsmeistara

"Það er allt í lagi þótt ég fái ekki bikarinn. Það er bara gaman að spila með,“ segir Spánverjinn Jorge Fonseca. Hann bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í kotru í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudaginn. Þrátt fyrir það getur hann ekki titlað sig sem Íslandsmeistara vegna þess að hann er spænskur ríkisborgari. Í staðinn er Fjalarr Páll Mánason Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa beðið

Sjá næstu 50 fréttir