Fleiri fréttir

Baksviðs með súpermódeli

Ofurfyrirsætan Tyra Banks hefur enn nóg að gera í fyrirsætubransanum þó hún sé orðin 38 ára gömul. Hún deildi myndum úr töku fyrir tímaritið West East á Twitter og er heldur betur vígaleg.

Kjút með kjölturakka

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr spókaði sig um í New York-borg um helgina með kjölturakkann sinn Frankie.

Innileg á ströndinni

Stjörnuparið Julianne Hough og Ryan Seacrest sóluðu sig í Cabo San Lucas í Mexíkó um helgina og létu afar vel af hvort öðru.

Ég hata að vera ólétt

Leikkonan Melissa Joan Hart var geysivinsæl hér áður fyrr sem unga nornin Sabrina. Nú er hún orðin 36 ára, þriggja barna móðir. Hún á bara stráka og dreymdi eitt sinn um að eignast stúlku.

Flott og ófeimin á sundlaugarbakkanum

Enska leikkonan Alice Eve var ófeimin þegar hún spókaði sig um á sundlaugarbakkanum á Miami um helgina, þar sem hún er stödd í fríi.

Tilfinningin var æðisleg

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir nemandi í 6. bekk á náttúrufræðibraut, líffræðisviði, í Verslunarskóla Íslands sigraði Vælið, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, á föstudaginn var. "Tilfinningin var æðisleg. Eins væmið og það hljómar þá hef ég þráð í mörg ár að komast í Söngkeppni framhaldsskólanna og það er loksins orðið að veruleika. Ég varð eiginlega bara hálf orðlaus, best að orða það þannig," svarar Ólöf spurð út í sigurtilfinninguna. Hefur þú reynslu af að syngja? "Já ég hef sungið þó nokkuð áður opinberlega. Ég sigraði í Söngkeppni Samfés árið 2009, hef verið í söngleikjum í Þjóðleikhúsinu, sungið nokkrum sinnum á ýmsum hátíðum hér og þar á vegum Sönglistar, tekið þátt í þremur seinustu söngleikjauppfærslum Versló og ýmislegt annað inn á milli." Hvað tekur núna við? "Það sem tekur við núna eru aðallega jólaprófin. Þar á eftir koma auðvitað jólin og æfingar fyrir nemó söngleikinn , en ég sé samt ekki glitta nægilega vel í það allt ennþá - prófin skyggja á," segir Ólöf. Var þetta hörð keppni í ár? "Keppnin var verulega hörð. Það fannst mér allavega. Það voru rosalega sterkir söngvarar í ár og það var nánast eins og allir tvíefldust við það að vera að syngja í Hörpu því það hljómaði allt svo vel þarna inni. En þetta er samt það sem er svo skemmtilegt og krefjandi við þessa keppni - það eru allir svo hæfileikaríkir sem taka þátt."

Britney verslar eins og venjulegt fólk

Söngkonan Britney Spears, 30 ára, ýtti á undan sér innkaupakerru á sunnudaginn var ásamt sonum sínum, Sean Preston og Jayden James og systur sinni Jaime Lynn. Það þykir nánast allt sem Britney tekur sér fyrir hendur vera fréttnæmt - líka þegar hún verslar í matinn.

Lífið býður í bröns

Nú þegar jólahlaðborðin eru framundan er tilvalið að fá sér hollan bragðgóðan sunnudags bröns á Nauthól. Lífið býður 3 heppnum lesendum í Brunch fyrir tvo á Facebooksíðu Lífsins.

Vælið í Versló vel heppnað

Það verður seint sagt að Verslunarskólanemar kunni ekki að halda viðburði sem slá í gegn eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru á föstudaginn í Hörpu á Vælinu, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, sýna. Ólöf Kristín Þórsteinsdóttir sigraði keppnina með lagið Feeling Good sem Nina Simone söng eftirminnilega.

Sokkar sem líta út eins og Karl Lagerfeld

Þessir frumlegu jólasokkar voru frumsýndir af versluninni Selfridges á Twitter á dögunum Eins og sjá má er innblásturinn af sokkunum fenginn frá tískugoðinu eina og sanna, Karl Lagerfeld. Sokkarnir kosta 200 pund og rjúka nú út eins og heitar lummur.

Mætt aftur á djammið

Lítið hefur borið á djammdrottningunni henni Paris Hilton undanfarið en hún lét loksins sjá sig um helgina er hún skellti sér á djammið í Hollywood og tók hressilega á því fram á nótt.

Nýtur lífsins í París

Stórstjarnan, Sylverster Stallone er staddur í París þessa dagana þar sem hann spókar sig ásamt eiginkonu sinni, Jennifer Flavin og dætrunum þeim, Sophiu og Sistine Rose.

Einlægir útgáfutónleikar

Hinn eini og sanni Hreimur gaf út sína fyrstu sóló plötu á dögunum. Að því tilefni hélt hann vel heppnaða útgáfutónleika í Austurbæ.

Bítlaupptökur boðnar upp

Á nýársdag 1962 ferðuðust Bítlarnir, sem þá hétu The Silver Beatles, frá Liverpool til London til að taka upp fimmtán lög hjá útgáfunni Decca.

Slógust um Halle

Þakkargjörðahátíðin hjá Halle Berry og unnusta hennar, Olivier Martinez, tók óvænta stefnu á fimmtudaginn.

Jólagjöfin á uppboð

Armbandsúr sem tilheyrði Elvis Presley er til sölu hjá bresku uppboðshúsi. Líklegt er að minnst 1,2 milljónir króna fáist fyrir úrið.

Nú má sækja um Eyrarrósina

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013 og hefur verið opnað fyrir umsóknir um hana.

Tileinkað krumma

Vík Prjónsdóttir hefur sent frá sér tvær nýjar vörur, ullarteppi sem kallast Nátthrafninn og trefil.

Líka jólaskraut

Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins.

Rauðagerði sigurvegari Stíls

Félagsmiðstöðin Rauðagerði úr Vestmannaeyjum bar sigur úr býtum í keppninni Stíll sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, hélt um helgina.

Margrét Gnarr pósaði með gestum

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Nexus4 frá Google og LG var forsýndur í Tjarnarbíó. Mikið var lagt til og fjöldi fólks mætti á frumsýninguna. Þá skemmtu söngkonan Þórunn Antonía og leikarinn Pétur Jóhann við mikla lukku viðstaddra.

Sport Elítan: Að setja sér markmið

Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Arnar Grant einkaþjálfari skrifar pistil dagsins.

Dansað í rökkrinu

Fimmtudaginn 22. nóvember frumsýndi Íslenski dansflokkurinn fjögur dansverk eftir sex unga og upprennandi danshöfunda.

Boð frá glæpafélaginu

Hið íslenska glæpafélag ætlar að bjóða hinum 83 ára rithöfundi, Guðbjörgu Tómasdóttur, að lesa upp úr skáldsögu sinni Morð og missætti á væntanlegu glæpakvöldi sínu.

Sérvalinn af Jóni Jónssyni eftir prufu

Trommuleikarinn Andri Bjartur Jakobsson var valinn úr tíu manna hópi til að leika með Jóni Jónssyni. Aldrei farið í viðlíka prufur hjá hljómsveit áður.

Útrás Reykjavík áfram í fyrsta forvali til Óskarsverðlauna

Mynd Ísoldar Uggadóttur freistar þess að keppa um Óskarinn 2013. „Ég veit lítið um þetta ferli enda allt mjög dularfullt. Einhver fyrirtæki í Los Angeles hafa haft samband við mig og boðist til að taka að sér kynningu á myndinni fyrir það sem þeir kalla "Oscar run",“ segir leikstjórinn Ísold Uggadóttir.

Fín stemning á Fjölmiðlamóti

Hið árlega Fjölmiðlamót í knattspyrnu var haldið í Fífunni í Kópavogi á föstudagskvöld. Það var lið Fótbolta.net sem vann mótið eftir 3-0 sigur á liði Stöðvar 2 eftir æsispennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Ber að ofan í sjónum

Söngkonunni Pixie Geldof líður afar vel í eigin skinni og virtist skemmta sér konunglega er hún sat fyrir í auglýsingu fyrir gallafatnað á Miami.

Loksins sameinuð á ný

Leikarinn Tom Cruise eyddi þakkargjörðarhátíðinni með sex ára dóttur sinni Suri í London. Er þetta í fyrsta sinn sem feðginin sjást í þrjá mánuði.

Fertug og fitt

Leikkonan Jada Pinkett Smith hélt upp á þakkargjörðarhátíðina á Maui á Havaí. Hún skokkaði á ströndinni og skellti sér á brimbretti en þessi Hollywood-mamma er í rokna formi.

Löðrandi í kynþokka

Gossip Girl-pæjan Leighton Meester er ber að ofan í nýjasta hefti tímaritsins Flaunt og situr fyrir á ansi djörfum myndum.

Guðrún Tinna Ólafsdóttir heimsótt

Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló, býr ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum þeirra í fallegu raðhúsi á Seltjarnarnesi...

Fjögur atriði fá reisupassann

Undanúrslitaþátturinn af Dans Dans Dans verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld klukkan 20.30. Tíu atriði keppast um þau sex pláss sem eru í úrslitaþættinum sem verður sýndur 8. desember.

Verslunarleiðangur í spandex-buxum

Nýbakaða mamman Megan Fox skellti sér í verslunarferð í Los Angeles í vikunni og keypti eldhúsáhöld í versluninni Sur La Table.

Twilight par á von á barni

Leikkonan Kristen Stewart, 22 ára, og unnusti hennar og mótleikari, Robert Pattinson, 26 ára, eiga von á barni samkvæmt OK! tímaritinu.

Ofurfyrirsæta úðar í sig

Súpermódelið Tyra Banks tók þakkargjörðarhátíðina með trompi og leyfði sér að borða allt sem hana lysti.

Þetta er mjög undarlegur kjóll

X Factor-stjarnan Leona Lewis kom fram í morgunþætti í Bretlandi fyrir stuttu og klæddist afar undarlegu dressi – stóru hvítu pilsi, stórum, silfruðum topp og bláum hælum.

Engill í ofurlitlu bikiníi

Victoria's Secret-fyrirsætan Anne V spókaði sig um á ströndinni á Miami í vikunni ásamt umboðsmanni sínum.

Reffileg rokkaradóttir

Rokkaradóttirin Eve Hewson er fáránlega svöl í nýjasta hefti tímaritsins Flaunt. Þessi 21 árs stúlka er ekki bara þekkt leikkona heldur líka dóttir Bono, söngvara hljómsveitarinnar U2.

Bréf til föðurins

Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. Boxarinn er á einhvern hátt sjálfsævisöguleg og lýsir æsku og uppvexti Úlfars Þormóðssonar á óvenjulegan og býsna frumlegan hátt.

Sjá næstu 50 fréttir