Fleiri fréttir

Klaufalegir hestatextar

Íslenski hesturinn er aðalviðfangsefni textanna á þriðju plötu kántrísveitarinnar Klaufar, Óbyggðir, sem er nýkomin út. Einnig er skírskotað til mannlegs eðlis, ástarinnar og íslenskrar náttúru, hvort sem hún er líffræðilegs eða sjónræns eðlis.

Mannætusöngleikur verðlaunaður í New York

"Ég held að þetta séu ein stærstu verðlaun sem íslensk leikhúsframleiðsla hefur fengið,“ segir Óskar Eiríksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Leikhúsmógulsins en framleiðsla þeirra, söngleikurinn Silence!, var í vikunni kosinn besti söngleikur í New York af The Broadway Alliance.

Ólýsanleg stemning á Hellfest

"Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police.

Katie Holmes og Suri litla versla saman

Leikkonan Katie Holmes, 33 ára, og dóttir hennar Suri versluðu saman í New York í gærdag. Eins og sjá má í myndasafni fór vel á með mæðgunum...

Fyrsta sýnishorn úr Steindanum okkar 3

Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishornið úr þriðju þáttaröð Steindans okkar. Eins og sést bregður Steindi sér í allra kvikinda líki og keyrir grínið áfram af fullum krafti. "Stöð 2 kynnir með stolti stórfenglegt niðurlag besta grínþríleiks allra tíma,“ segir í sýnishorninu en Steindinn okkar 3 snýr aftur á Stöð 2 í ágúst.

Lífið á Instagram

Í meðfylgjandi myndasafni má skoða skemmtilegar Instagram myndir af þjóðþekktum einstaklingum...

Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi

"Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir "paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum.

Fæddi dreng á bílastæði fæðingardeildarinnar

Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eigendur og hönnuðir Kron by Kronkron eignuðust sitt annað barn þann 18. júní síðastliðinn. Það er óhætt að segja að drengurinn hafi komið í heiminn með látum en Hugrún náði ekki lengra en á bílastæði fæðingardeildarinnar þar sem hann fæddist.

Dorrit lærði að steikja kleinur

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Dorrit Moussaieff, forsetafrú sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu Ólafs Ragnars, eiginmanns síns...

Slegist um bílnúmerið Barbie

"Ég og vinkona mín töluðum alltaf um að fá okkur bleikar bjöllur með einkanúmerinu Barbie því við vorum lágvaxnar og með stutt dökkt hár sem er andstæðan við Barbie,“ segir Harpa Gunnarsdóttir, sem er með einkanúmerið Barbie á bílnum sínum.

Afrekskona hreyfir sig til góðs

Alma María Rögnvaldsdóttir er ein þeirra sem lagði af stað hjólandi hringinn í kringum landið í byrjun vikunnar ásamt þremur öðrum liðsfélögum sínum, þeim Maríu Ögn Guðmundsdóttur, Jórunni Jónsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur. Saman kalla þær sig Wow-freyjurnar.

Afgreiðir heimagerða borgara í kjól

"Ég er að upplifa drauminn núna,“ segir Stefanía Björgvinsdóttir sem nýverið opnaði amerískan grillvagn á Hellu, Sveitagrill Míu. Stefanía rakst á amerískan grillvagn til sölu á netinu fyrir fjórum mánuðum og þá var ekki aftur snúið. „Ég var búin að hugsa lengi um hvað mig langaði að gera á Hellu og þegar ég sá þennan grillvagn fannst mér hann strax fullkominn. Þetta er nákvæmlega það sem vantaði í bæinn og ég hef verið að gera hann upp sjálf í „rockabilly" stíl."

Íslensk fyrirsæta gerir það gott á heimsvísu

Hólið þessa vikuna fær íslenska fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sem gerir það gott á heimsvísu en um þessar mundir en hún er andlit ítalska tískuhússins Versace fyrir árið 2013.

Helgarmaturinn - Gómsæt kókoskaka

Hér er uppskrift að sérlega sumarlegri og gómsætri kókosköku í boði Guðríðar Haraldsdóttir, aðstoðarrtitstjóra Vikunnar.

Gyðja Collection kynnir nýja sumarlínu

Um glænýja skó- og fylgihlutalínu fyrir sumarið er að ræða sem unnin er úr hágæða íslensku roði. „Ég nota mikið íslenskt roð í fylgihlutina frá Gyðju en allir skórnir eru úr ekta leðri og roði að innan sem utan. Fiskleður er bæði sterkt og meðfærilegt og hefur frá náttúrunnar hendi einstaka eiginleika.Það er mjög gaman að vinna með þetta flotta hráefni því að í hverri tegund er hægt að leika sér með áferð, liti og yfirborðsmeðferðir. Þekktu alþjóðlegu merkin eins og Prada, Dior, Nike, Ferragamo og Puma eru einnig farin að nýta sér þetta einstaka íslenska hráefni sem unnið er í Sjávarleðri á Sauðárkróki." segir Sigrún Lilja, framkvæmdastjóri Gyðju

Gojira syngur um frelsið

Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. "Þroskaðri en fyrri verk,“ segir forsprakkinn Joe Duplantier.

Sumarlegar stjörnur

Leikkonan fagra, Jessica Alba er óhrædd við að blanda saman sumarlegum litum í fatnaði sínum...

„Rándýrt dæmi að taka í spaðann á Leno gamla“

Hljómsveitin Of Monsters and men mun halda tónleika í Hljómskálagarðinum laugardaginn 7. júlí. Það verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar hérlendis á þessu ári. Þar mun hljómsveitin flytja smelli af plötunni My head is an animal.

Sýnir magavöðvana

Unnusta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, setti meðfylgjandi mynd af sér á Instagram myndasíðuna sína og Twitter síðuna...

Stal 50 milljónum frá Pearl Jam

Maður sem eitt sinn annaðist fjármálin fyrir Pearl Jam hefur verið ákærður fyrir að stela tæpum fimmtíu milljónum króna frá rokkurunum.

Hæst launuðu leikkonur Hollywood

Leikkonan Kristen Stewart trónir á toppi lista Forbes yfir hæst launuðu leikkonur í heimi með tæpa sex milljarða íslenskra króna í laun á síðasta ári. Stewart skýtur mörgum eldri og reyndari leikkonum í Hollywood ref fyrir rass á listanum en í fyrra var hún í fimmta sæti. Ástæðan fyrir góðu ári Stewart er frumsýning myndarinnar Snow White and the Huntsman og Twilight-myndanna en Stewart náði að rúmlega tvöfalda laun sín fyrir síðustu tvær myndirnar í seríunni ásamt því að hún fékk hluta af ágóðanum.

Greta og Friðrik Ómar hjálpa til við undirbúning

"Ég er svolítið stressuð en aðallega bara rosalega spennt,“ segir hin 18 ára gamla Tara Þöll Danielsen Imsland sem mun keppa fyrir hönd Íslands í European Song Competition á Írlandi dagana 27. - 29. júní.

Blómstrar þrátt fyrir erfiðan skilnað

Leikarinn Johnny Depp og franska leikkonan Vanessa Paradis, eru skilin eftir fjórtán ára langt hjónaband. Fjölmiðlafulltrúi Johnny staðfesti þetta á sjónvarspsstöðinni E!...

Klæddu þig rétt fyrir ströndina

Ófáir Íslendingar halda nú til heitari landa þar sem þeir njóta þess að baða tærnar upp úr heitum sjó og sóla kroppinn...

Myndirnar á Time Square

"Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með,“ útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag.

Leita styrkja fyrir sýningarferð

„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað.

Bætir, hressir og kætir

Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum.

Lady Gaga-jakki Veru boðinn upp

Jakki sem fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir hannaði fyrir poppsöngkonuna frægu Lady Gaga er nú á uppboði á einni helstu uppboðssíðu Los Angeles, Julienslive.com. Jakkanum klæddist Lady Gaga er hún kom fram á árlegri góðgerðaskemmtun Eltons John árið 2010. Gert er ráð fyrir að jakkinn seljist á allt að sex þúsund dollara, eða um 750 þúsund íslenskar krónur. Vera er búsett í London en fylgist spennt með uppboðinu.

Felur "fjársjóði“ á tökustöðum

Íslenskir og erlendir ferðalangar geta núna tekið þátt í ævintýralegri "fjársjóðsleit“ hér á landi tengdri kvikmyndum. Geocache er vinsæl alþjóðleg "fjársjóðsleit“ eða ratleikur sem styðst við GPS-tækni. Leikurinn gengur út á að hver sem er getur falið "fjársjóðsbox“ hvar sem er í heiminum í gegnum síðuna geocaching.com.

Af Broadway í bíóhús

Söngvamyndin Rock of Ages var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Leikstjóri myndarinnar er Adam Shankman, en sá gerði einnig söngvamyndina Hairspray.

Hafa hjólað stanslaust í sólahring

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon sem er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi er nú í fullum gangi...

Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju

Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.

Angelina með horn á höfði

Leikkonan Angelina Jolie, 37 ára, var mynduð við tökur á nýrri kvikmynd Maleficent í Englandi í gærdag. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að Angelina er með horn á höfði í síðum kufli og eldrauðar varirnar...

Rihanna tekur zebramunstrið alla leið

Söngkonan Rihanna, 24 ára, var í gærdag klædd í gular zebra munstraðar stuttbuxur þegar hún yfirgaf hótelið sem hún gistir á í London...

Svartklædd Gaga

Söngkonan Lady Gaga, 26 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í Sydney í Ástralíu í gærdag klædd í hælaskó sem fóru ekki fram hjá neinum...

Brast í grát vegna veikinda Jacks Osbourne

Sharon Osbourne brast í grát er hún ræddi veikindi sonar sín í sjónvarpsþættinum The Talk fyrir stuttu. Jack Osbourne, sonur Sharon og Ozzy Osbourne, greindist nýverið með MS, aðeins 26 ára að aldri. Osbourne þakkaði fyrir allar þær heillaóskir sem borist hafa fjölskyldunni frá því að greint var frá sjúkdómi sonar hennar áður en hún brast í grát. „Það sem ég er að gera núna hjálpar engum því ég er full sjálfsvorkunar. Þá er betra að hugsa jákvætt,“ sagði Osbourne sem er einn af þáttastjórnendum The Talk sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni CBS.

Bieber-inn í góðum gír með tengdó

Ungstirnið Justin Bieber er orðinn náinn fjölskyldu kærustu sinnar, Selenu Gomez en hann sást á góðgerðakvöldverði ásamt móður Gomez og stjúpföður á dögunum. Bieber sat á fjölskylduborðinu og þykir það gefa auga leið að hann hafi verið samþykktur af tengdafjölskyldu sinni en kærustuparið sat hlið við hlið við borðhaldið.

Óánægð á hummus- og radísukúr

Leikkonan Anne Hathaway fer með hlutverk í söngvamyndinni Les Miserables og þurfti að grenna sig töluvert fyrir það. Hathaway segir í viðtali við tímaritið Allure að það hafi reynst henni erfitt að þola megrunarkúrinn sem hún var sett á.

Sjá næstu 50 fréttir