Fleiri fréttir

Reykvélin veitir leikhúsverðlaun

Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut "eftirtektarverðustu og mikilvægustu“ leiksýningu ársins, að mati gagnrýnenda miðilsins.

Björk lokar appelsínugula sviðinu

Björk okkar Guðmundsdóttir verður síðasti listamaðurinn sem kemur fram á Orange-sviðinu á Hróarskelduhátíðinni í ár og lokar þar með sviðinu.

Aniston ástfangin

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára og unnusti hennar, leikarinn Justin Theroux, 40 ára, komu við í Eiffel turninum í París í Frakklandi í gærdag. Eins og sjá má var parið myndað bak og fyrir...

Krúnurökuð í jóga

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, stundar jóga eins og enginn sé morgundaginn þessa dagana...

Aðsóknarmest allra á öðru tungumáli en ensku

Franska myndin The Intouchables kemur í bíóhús á Íslandi á morgun. Þessi hjartnæma mynd um samband tveggja afar ólíkra manna hefur farið sigurför um heiminn og er orðin aðsóknarmesta mynd allra tíma á öðru tungumáli en ensku.

Hundrað fantasíur komnar inn

"Þessi fjöldi kemur mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Tæplega eitt hundrað kynferðislegar fantasíur höfðu verið sendar inn á vefsíðuna Fantasiur.is í síðustu viku í tengslum við væntanlega bók Hildar. Frestur til að skila inn fantasíum rennur út 19. júní.

Hraðfréttirnar í Kastljósið

"Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka,“ segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust.

Goðsagnir snúa aftur

Heilmyndir af látnu goðsögnunum Jim Morrison og Jimi Hendrix eru í undirbúningi og því styttist í að haldnir verði tónleikar með þeim. Mikið hefur verið rætt um heilmyndir síðan rapparinn Tupac Shakur steig óvænt á svið á Coachella-hátíðinni í apríl. Það voru félagarnir Dr. Dre og Snoop Dogg sem stóðu á bak við uppátækið.

Hugh Laurie hugsanlega illmenni í RoboCop

Leikarinn Hugh Laurie er í viðræðum um að leika illmennið í endurgerð á myndinni RoboCop. Laurie ku hafa mikinn áhuga á hlutverkinu en myndinni er leikstýrt af Jose Padilha.

Tom vill gera Top Gun 2

Leikarinn Tom Cruise hefur áhuga á að gera framhaldsmynd af flugmannamyndinni frægu Top Gun og svipast nú um eftir álitlegu handriti.

Alveg skilin

David Arquette sótti löglega um skilnað frá eiginkonu sinni Courteney Cox í fyrradag. Í gögnunum segir Arquette ástæður skilnaðarins vera ósættanlegan ágreining. Sama dag og leikarinn sótti um skilnaðinn voru liðin þrettán ár frá giftingu þeirra en saman eiga þau átta ára dótturina Coco.

Fyrsta platan frá In Siren

In Siren hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, In Between Dreams. Hljómsveitin er metnaðarfullt samstarf fimm tónlistarmanna í Reykjavík. Þeir koma úr ýmsum áttum og eru meðal annars kenndir við hljómsveitirnar Árstíðir, Ask the Slave, Momentum og Plastic Gods. Hljómi sveitarinnar má líkja við Trúbrot eða bresk bönd eins og Yes, King Crimson og Queen.

Rokkuð Rihanna í rósóttum skóm

Söngkonan Rihanna, 24 ára, yfirgaf veitingahúsið Da Silvano veitingahúsinu í New York City í gærkvöldi klædd í rósótta keiluskó sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni...

Dáleiðandi lágtækni

Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykjavík, er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann og Kjarvalsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokkurt skeið við Hlemmtorgið.

Beyonce glæsileg í gulu

Beyonce Knowles geislar sem aldrei fyrr eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Söngkonan sást fyrir utan hótel í París í vikunni þar sem hún er í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Hún var sumarleg og smart til fara klædd gulum stuttbuxum, bol og blazer. Einnig má sjá söngkonuna með dóttur sína í fanginu að reyna að forðast ágenga ljósmyndara.

Myntugræn Longoria

Það skiptir ekki máli hvort Desperate Housewives leikkonan Eva Longoria sé klædd í hversdagslegan fatnað eða mynstraðan kjól eins og hún gerði í Monter Carlo í gærdag þá lítur hún ávallt vel út...

Miley Cyrus svamlar í sundi

Nítján ára söngkonan Miley Cyrus var klædd í Giejo bikiní þegar hún kældi sig í sundlaug í Miamí í gærdag...

Hádegiserindi í Hafnarhúsi

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.

Rúrí á ítölsku

Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku.

Margiela fyrir H&M

Sænski verslunarrisinn Hennes & Mauritz hefur flett hulunni af næsta hönnuðasamstarfi sínu en það er tískuhúsið Maison Marton Margiela sem hannar næstu gestalínu fyrir tískurisann. Línan á að koma í verslanir í byrjun nóvember og inniheldur tískufatnað og fylgihluti fyrir bæði herra og dömur.

Plata innan í annarri plötu

The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope.

Madagascar sirkus á flótta

Ævintýri ærslafullu dýrahjarðarinnar heldur áfram í Madagascar 3: Europe’s Most Wanted þegar vinirnir leggja á flótta með sirkus sem ferðast um Evrópu.

Hátt í tvö hundruð manns í nýstofnuðum Kiss-klúbbi

„Skírteinið er á leiðinni, það er verið að framleiða það," segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, og einn þriggja stjórnarmanna í nýstofnuðum aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi.Klúbburinn heitir Kiss Army Iceland en fjölmargir Kiss Army-klúbbar eru starfræktir víða um heim, þar á meðal í Svíþjóð, Ástralíu og Þýskalandi. Aðspurður segir Þráinn Árni að stofnun íslenska klúbbsins hafi verið í bígerð í mörg ár.

Ástfanginn DiCaprio

Leikarinn Leonardo DiCaprio, 37 ára, og kærastan hans Erin Heatherton, 23 ára, létu vel að hvort öðru yfir hádegisverði á ítölskum veitingastað í New York í gær...

Hollara að sofa saman

Pör í heilbrigðum og stöðugum samböndum virðast ná að hvílast betur ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var af Wendy M. Troxel, prófessor í Háskólanum í Pittsburgh.

Óður til 17 kvenna

Sálin hefur sent frá sér lagið Hjartadrottningar. Það er eftir gítarleikarann Guðmund Jónsson en söngvarinn Stefán Hilmarsson á textann, sem er óður til kvenna í dægurlögum. Þar er getið sautján kvenna sem eru kunnar úr íslenskum söngtextum fyrr og síðar. Lagið er það fyrsta af þremur sem koma út á næstunni með Sálinni.

Vel skreytt Katy Perry

Söngkonan Katy Perry, 27 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum í Los Angeles í gær...

Töskusafn súperfyrirsætu

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr þykir ekki bara eins sú fremsta á sínu sviði heldur þykir hún afar smart líka. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af þeim töskum sem fyrirsætan hefur sést með, bæði í daglega lífinu sem og á rauða dreglinum.

Gekk yfir Grænlandsjökul

Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar.

Tilfinningarík og persónuleg

Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar.

Keypti tólf pör af Kronkron-skóm

Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello hélt vel heppnaða tónleika í Hörpunni á sunnudagskvöld. Í áhorfendahópnum var eiginkona hans, söngkonan Diana Krall. Þau höfðu ekki sést í sex vikur, enda bæði mjög upptekin við tónlistarflutning víða um heim. Daginn eftir tónleikana gengu Costello og Krall niður Laugaveginn í mestu makindum og skoðuðu íslenska hönnun.

Nýtt par?

Leikaranir Ellen Page og Alexander Skarsgård hafa ítrekað sést saman undanfarna daga og velta því fjölmiðlar vestanhafs fyrir sér hvort þau séu nýjasta par Hollywood. Skarsgård og Page sáust saman á hokkíleik í síðustu viku þar sem ljósmyndarar eltu þau á röndum.

Flestir strandblakarar í góðu formi

Ólympíuíþróttin strandblak hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og tóku alls sextíu þátt í síðasta móti Blaksambands Íslands. Von er á fyrstu innivöllunum næsta vetur sem mun opna nýjar dyr fyrir strandblökurum.

Kasólétt Kourtney Kardashian

Ef marka má myndir af Kourtney Kardashian sem teknar voru á dögunum er farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar...

Viðurkennir erfiða tíma í kjölfar veikinda

Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikaranum Michael Douglas í gær. Þá má einnig sjá hann ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Catherine Zeta-Jones uppábúin á kvikmyndahátíð...

Amanda Seyfried í umdeildu dressi

Leikkonan stórglæsilega, Amanda Seyfried, mætti á rauða dregilinn á Tony Awards Í New York á dögunum í líklega umtalaðasta dressi kvöldsins. Leikkonan var í fallega fjólubláum Givenchy kjól með mjóum hlýrum en það sem vakti minni lukku var rauða beltið, varaliturinn og veskið sem hún bar við. Dæmi hver fyrir sig!

Elvis keypti JS úr á Laugaveginum

Elvis Costello var á röltinu ásamt eiginkonu sinni Diane Krall í miðbænum mánudaginn 11. júní þegar hann stoppaði við á úrsmíðaverkstæði Gilberts og hitti þar fyrir Gilbert sjálfan sem sýndi honum íslensku JS úrin.

Sjá næstu 50 fréttir