Lífið

Hollara að sofa saman

Fólk sem deilir rúmi með öðrum er oft heilbrigðara en aðrir.
Fólk sem deilir rúmi með öðrum er oft heilbrigðara en aðrir.
Pör í heilbrigðum og stöðugum samböndum virðast ná að hvílast betur ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var af Wendy M. Troxel, prófessor í Háskólanum í Pittsburgh.

Það að deila rúmi með einhverjum getur minnkað stresshormón líkamans og aukið flæði oxýtósíns, sem er hormón sem er þekkt fyrir að draga úr kvíða.

Fólk sem deilir rúmi með öðrum er þannig líklegra til að vera heilbrigt og úthvílt. Sérstaklega hafði þetta áhrif á konur og umtalsverður munur var á því hversu mikið betur konur í samböndum hvíldust en þær einhleypu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.