Hátt í tvö hundruð manns í nýstofnuðum Kiss-klúbbi 13. júní 2012 21:00 Þráinn Árni Baldvinsson, Kittý Svarfdal og Heiðar Jónsson. Mynd/Stefán „Skírteinið er á leiðinni, það er verið að framleiða það," segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, og einn þriggja stjórnarmanna í nýstofnuðum aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi. Klúbburinn heitir Kiss Army Iceland en fjölmargir Kiss Army-klúbbar eru starfræktir víða um heim, þar á meðal í Svíþjóð, Ástralíu og Þýskalandi. Hinn upphaflegi Kiss-her var stofnaður í Bandaríkjunum árið 1975 af mönnum sem ákváðu að elta rokksveitina Kiss um Bandaríkin, rétt áður en hún sló í gegn. Síðan þá hefur klúbbnum heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Aðspurður segir Þráinn Árni að stofnun íslenska klúbbsins hafi verið í bígerð í mörg ár. „Svo með aðstoð Facebook stofnuðum við félagarnir Kiss Army Iceland-grúppu. Þetta byrjaði allt að blómstra í vetur og það eru komnir hátt í tvö hundruð meðlimir. Þetta gerðist á „no time"," segir hann. „Fólk er að átta sig á því hvað þetta er stórkostlegt. Margir hafa verið heima hjá sér sem skápaaðdáendur en eru komnir út núna." Með honum í stjórninni eru Kittý Svarfdal og Heiðar Jónsson. Ársgjald í klúbbinn er tvö þúsund krónur. Handhafar skírteinis fá afslátt á ýmsum stöðum, þar á meðal í Smekkleysu og Lucky Records, á rokkbúllunni Dillon og veitingastaðnum 73. Einnig er verið að framleiða sérstaka Kiss Army Iceland-boli fyrir meðlimi klúbbsins. Hópurinn mun svo hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og fyrsti fundurinn er fyrirhugaður á Gamla Gauk. „Þetta verður flottasti og virkasti aðdáendaklúbbur á landinu," fullyrðir Þráinn. Sjálfur hefur hann verið í bandaríska Kiss Army-klúbbnum í mörg ár en þeir sem eru í honum geta keypt miða á Kiss-tónleika á undan öðrum. Hann er einmitt að fara ásamt Heiðari og nokkrum öðrum Íslendingum að sjá goðin á tónleikum í Ósló 30. júní, sem verða þeir einu hjá þeim í Evrópu á þessu ári. „Kiss Army í Noregi er búinn að skipuleggja grill og hitting. Það eru aðdáendur frá níu eða tíu löndum búnir að skrá sig og við verðum þarna sem fulltrúar Íslands. Þetta verður dásamlegt, bara nördar að hittast og tala um uppáhaldið." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Skírteinið er á leiðinni, það er verið að framleiða það," segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, og einn þriggja stjórnarmanna í nýstofnuðum aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi. Klúbburinn heitir Kiss Army Iceland en fjölmargir Kiss Army-klúbbar eru starfræktir víða um heim, þar á meðal í Svíþjóð, Ástralíu og Þýskalandi. Hinn upphaflegi Kiss-her var stofnaður í Bandaríkjunum árið 1975 af mönnum sem ákváðu að elta rokksveitina Kiss um Bandaríkin, rétt áður en hún sló í gegn. Síðan þá hefur klúbbnum heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Aðspurður segir Þráinn Árni að stofnun íslenska klúbbsins hafi verið í bígerð í mörg ár. „Svo með aðstoð Facebook stofnuðum við félagarnir Kiss Army Iceland-grúppu. Þetta byrjaði allt að blómstra í vetur og það eru komnir hátt í tvö hundruð meðlimir. Þetta gerðist á „no time"," segir hann. „Fólk er að átta sig á því hvað þetta er stórkostlegt. Margir hafa verið heima hjá sér sem skápaaðdáendur en eru komnir út núna." Með honum í stjórninni eru Kittý Svarfdal og Heiðar Jónsson. Ársgjald í klúbbinn er tvö þúsund krónur. Handhafar skírteinis fá afslátt á ýmsum stöðum, þar á meðal í Smekkleysu og Lucky Records, á rokkbúllunni Dillon og veitingastaðnum 73. Einnig er verið að framleiða sérstaka Kiss Army Iceland-boli fyrir meðlimi klúbbsins. Hópurinn mun svo hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og fyrsti fundurinn er fyrirhugaður á Gamla Gauk. „Þetta verður flottasti og virkasti aðdáendaklúbbur á landinu," fullyrðir Þráinn. Sjálfur hefur hann verið í bandaríska Kiss Army-klúbbnum í mörg ár en þeir sem eru í honum geta keypt miða á Kiss-tónleika á undan öðrum. Hann er einmitt að fara ásamt Heiðari og nokkrum öðrum Íslendingum að sjá goðin á tónleikum í Ósló 30. júní, sem verða þeir einu hjá þeim í Evrópu á þessu ári. „Kiss Army í Noregi er búinn að skipuleggja grill og hitting. Það eru aðdáendur frá níu eða tíu löndum búnir að skrá sig og við verðum þarna sem fulltrúar Íslands. Þetta verður dásamlegt, bara nördar að hittast og tala um uppáhaldið." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning