Fleiri fréttir

Bieber sendir sms í sólbaði

Justin Bieber, 17 ára, sendi sms á milli þess sem hann sleikti sólina í Los Cabos í Mexíkó með kærustunni sinni Selenu Gomez, 19 ára, eins og sjá má á myndunum...

Harold og Kumar skjóta jólasveininn

A Very Harold and Kumar 3D Christmas, teiknimyndin Puss in Boots og The Rum Diary og eru þær kvikmyndir sem verða frumsýndar um helgina í kvikmyndahúsum borgarinnar.

Þreytt á að þykjast um skilnaðinn

Hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith eru þreytt á að þykjast og eru á barmi skilnaðar ef marka má slúðurblaðið Star Magazine. Í haust var fréttaflutningur mikill um framhjáhald leikkonunnar með söngvaranum Marc Anthony en Smith-hjónin voru fljót að blása á sögusagnir um skilnað.

Svalasta rokkdúóið í bransanum

The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn.

Með minnimáttarkennd vegna Ryan Gosling

Bradley Cooper hefur viðurkennt að fegurð Ryans Gosling hafi fengið hann til að efast um eigið útlit. Leikarinn var nýverið kjörinn kynþokkafyllsti maðurinn 2011 af tímaritinu People, við dræmar undirtektir aðdáenda Goslings.

Undirbúningur fyrir dag rauða nefsins

Allir helstu grínarar landsins taka þátt í degi rauða nefsins sem fram fer á morgun 9. desember en þá verður árlegur skemmti- og söfnunarþáttur sýndur á Stöð 2 fyrir UNICEF...

Sumir framkvæma eins og þessi kona

Ingunn Jónsdóttir hönnuður, sem á og rekur framleiðslufyrirtækið Noonfactory ásamt eiginmanni sínum, sýnir í meðfylgjandi myndskeiði fallega gjöf eftir hana sem hún nefnir kerti&spil...

Góðar vinkonur gera góðverk

Mikill drifkraftur er í hönnuðunum Vilborgu Aldísi Ragnarsdóttur og Hafdísi Heiðarsdóttur sem eiga og reka Arca stúdíó í Grímsbæ...

Sér ekki eftir að hafa gifst Ryan Reynolds

Leikkonan hæfileikaríka Scarlett Johansson segist alls ekki sjá eftir því að hafa gifst Ryan Reynolds, þrátt fyrir að hjónabandið hafi bara enst í tvö ár. Hún segir að ákvörðunin um að giftast Reynolds sé mögulega sú besta sem hún hafi tekið um ævina.

Góðkunningjar Óskars líklegir til afreka á næsta ári

Það styttist í að tilkynnt verði hvaða myndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna. Kvikmyndaspekúlantar eru að sjálfsögðu byrjaðir að velta vöngum yfir því hvaða nöfn verða birt á flatskjánum í Hollywood og flestir eru á sama máli; það verða kunnugleg andlit meðal hinna útvöldu.

Risar á kvikmyndamarkaði slást um bók Steinars Braga

„Ég gæti ekki verið hamingjusamari," segir rithöfundurinn Steinar Bragi. Nýjasta bók hans, Hálendið, hefur fengið afbragðsgóða dóma og prýðilegar viðtökur lesenda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa sjö aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa kvikmyndaréttinn að bókinni. Meðal þeirra eru ZikZak, Pegasus, Sigurjón Kjartansson, Sæmundur Norðfjörð og Sigurjón Sighvatsson. Nafn Davids Lynch hefur einnig verið nefnt á nafn, en Sigurjón og Lynch eru miklir mátar. Hólmfríður Matthíasdóttir hjá

Tróðu upp á litlum klúbbi

Breska hljómsveitin Coldplay lenti í vandræðum á tónleikum sínum í London á þriðjudagskvöld. Sveitin tróð upp á 500 manna klúbbi, Dingwalls, en þar voru einir af fyrstu tónleikum þeirra haldnir árið 1998. Ókeypis var inn á tónleikana fyrir heppna aðdáendur sveitarinnar.

Flytur lag Metallica

Kólumbíska söngkonan Shakira ólst upp við að hlusta á þungarokk og segist vera einlægur aðdáandi rokksveitarinnar Metallica. Óvíst er hvort aðdáendur hennar deila ástríðu hennar fyrir rokkinu en margir þeirra kunna eflaust að meta að Shakira hafi bætt frægasta lagi sveitarinnar, Nothing Else Matters, á lagalista tónleikaferðalags síns. Söngkonan segist hafa sungið það allan liðlangan daginn áður en hún varð fræg og að hún hafi viljað koma tónleikagestum skemmtilega á óvart með flutningnum.

Frumsýna nýja heimildarmynd um Nóbelsskáldið

Ný heimildarmynd um Halldór Kiljan Laxness verður frumsýnd í Bíói Paradís í kvöld. Fjöldi erlendra viðmælenda fjallar um Halldór í samhengi sem ekki hefur áður birst í myndum um skáldið.

George Michael eyðir jólunum á spítala

Söngvarinn George Michael þarf að eyða jólunum á spítala en hann er enn þá að jafna sig eftir lungabólgu. Michael var lagður inn á spítala í Austurríki fyrir tveimur vikum en er á batavegi núna.

Plötusala eykst um 30 prósent

Hljómplötusala á Íslandi er þrjátíu prósentum meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Nýjustu afurðir stórlaxanna Mugisons, Helga Björns, Páls Óskars og Bubba hafa mikið þar að segja. Sem dæmi seldu bæði Mugison og Páll Óskar plötur sínar í yfir eitt þúsund eintökum í síðustu viku og rjúka þær því út eins og heitar lummur þessa dagana. „Félag hljómplötuframleiðenda sendi frá sér fréttatilkynningu í ágúst um mjög góða sölu það sem af er ári og það er að aukast með hverri vikunni sem líður,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu.

Glee heiðrar Michael Jackson

Sjónvarpsþátturinn Glee heiðrar minningu poppkóngsins Michaels Jackson í janúar á næsta ári. Þátturinn mun snúast um plötuna Thriller, sem er mest selda plata allra tíma. Þátturinn hefur áður heiðrað listamenn á borð við Britney Spears, Madonnu og hljómsveitina Fleetwood Mac með svipuðum þáttum.

Dreymdi að hún skrifaði bók og ynni til verðlauna

Bryndís Björgvinsdóttir er ungur rithöfundur sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Fyrsta upplag er uppselt og annað í prentsmiðju, og Flugan sem stöðvaði stríðið er bók mánaðarins á Bókamessunni í Frankfurt.

RÚV biðst afsökunar á Djöflaeyjunni

„Þeir fengu alveg skýr fyrirmæli eins og aðrir fjölmiðlar um að ekki mætti sýna þessa persónu,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Í innslagi menningarþáttarins Djöflaeyjunnar um tökur Game of Thrones hér á landi mátti sjá bregða fyrir persónu úr annarri þáttaröðinni sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt blátt bann við að yrði notuð í umfjöllun íslenskra fjölmiðla.

Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt

Söngvararnir Jón Jónsson og Matti Matt kljást í hinum klassíska bardaga, rokkprófinu. Hvenær voru þeir síðast handteknir? Hvað með óskilgetnu afkvæmin? Hvað er málið með Helga Björns?

Við gerum það sem við gerum

HAM rankaði heldur betur við sér í sumar og sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði. Platan hefur fengið frábæra dóma og tónleikar hljómsveitarinnar, þótt fáir séu, eru ávallt eins og í gamla daga: Troðfullir af sveittum aðdáendum.

Kempur teknar inn í Frægðarhöllina

Hljómsveitirnar Guns N‘ Roses, Red Hot Chili Peppers og Beastie Boys eru á meðal þeirra sem teknar verða inn í Frægðarhöll rokksins á næsta ári. Athöfnin fer fram í Cleveland í Bandaríkjunum á næsta ári.

Magni vinnur með Kenneth Branagh

„Ég má bara eiginlega ekkert tjá mig um málið. Ég er bundinn trúnaði og það er bara eins gott að standa við það," segir Guðmundur Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður. Hann stjórnaði tökum í sjónvarpsseríu BBC, breska ríkissjónvarpsins, um sænska lögreglumanninn Wallander sem Kenneth Branagh leikur.

Vel heppnuð rokkplata

Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott.

Dreymir þig Svik, Harm og dauða?

HAM sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði fyrr á þessu ári. Platan hefur fengið frábæra dóma, sem segir okkur að ef þú átt hana ekki nú þegar, þá dreymir þig um að eignast hana.

Sumir kjólar smellpassa

Leikkonan Jessica Biel, 29 ára, var glæsileg í hvítum Victoriu Beckham kjól þegar hún mætti í sjónvarpsviðtal hjá David Letterman í New York í gær eins og sjá má á myndunum. Jessica hefur nóg að gera við að kynna kvikmyndina New Year's Eve vestan hafs.

Korn daðrar við dubstep

Tíunda plata rokkaranna í Korn er komin út. Núna daðra þeir við dubstep og annars konar danstónlist með áhugaverðum árangri. Bandaríska rokksveitin Korn gaf fyrir skömmu út sína tíundu hljóðversplötu, The Path of Totality.

Arnaldur missti toppsætið til Yrsu

„Þetta eru bæði góðar fréttir og ömurlegar fréttir,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti & Veröld. Athygli hefur vakið að bóksölulistinn sem hefur birst vikulega í gegnum árin var hvergi sjáanlegur í síðustu viku. Þá gerðist það einmitt í fyrsta sinn í tíu ár að Arnaldur Indriðason átti ekki vinsælustu íslensku skáldsöguna, heldur Yrsa Sigurðardóttir, skjólstæðingur Péturs Más, með bókina Brakið.

Adele slær Amy Winehouse við

Plata bresku söngkonunnar Adele, 21, er orðin mest selda plata þessa árþúsunds í Bretlandi, og hefur selst í meira en 3,4 milljónum eintaka.

Föstudagurinn langi

Hljómsveitin Úlfur Úlfur sendir frá sér fyrstu plötuna sína á laugardaginn. Yrkisefni plötunnar er einlæg blanda af drykkju, partíi, ríðingum og öllu því.

Lindsay Lohan og Steve Jobs í Playboy

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan verður á forsíðu tímaritsins Playboy í næsta mánuði. Á morgun verður Lohan gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres þar sem hún mun kynna myndaröðina.

Miller er Tippi Hedren

Sienna Miller fer með hlutverk Tippi Hedren í nýrri sjónvarpsmynd, The Girl, sem verður sýnd á BBC á næsta ári. Myndin fjallar um kynferðislega þráhyggju leikstjórans Alfreds Hitchcock gagnvart Hedren, sem lék í tveimur myndum hans, The Birds og Marnie. Hedren var 31 árs en Hitchcock 62 ára þegar hann áreitti hana kynferðislega og gerði hvað hann gat til að vinna ástir hennar. Slík áreitni var ekki talin refsiverð í þá daga.

Tvöfaldir tónleikar á föstudag

Tvöfaldir útgáfutónleikar hljómsveitanna Reptilicus og Stereo Hypnosis verða haldnir á Gauki á Stöng á föstudagskvöld. Ný sjö tommu vínilplata Reptilicus, Initial Conditions, er samstarfsverkefni með Praveer Baijal frá Kanada og þýska raftónlistarmannsins Senking. Stereo Hypnosis, sem er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen, er að gefa út sína þriðju plötu sem heitir Synopsis. Á henni starfar sveitin með ítalska raftónlistarmanninum Marco Galardi. Hún var tekin upp í Toscana á Ítalíu.

Listfræðinemar stofna gallerí

"Okkur hefur verið tekið opnum örmum,“ segir Viktoría Jóhannsdóttir Hjördísardóttir, listfræðinemi og einn stofnenda hins glænýja Artíma gallerís.

Logi og Brynhildur krýnd flippkindur íslenskrar fréttamennsku

Tobba Marinósdóttir fer með síðasta þáttinn sinn í loftið í kvöld, á afmælisdeginum sínum. Í þættinum verða tekin fyrir 10 bestu mistökin í íslensku sjónvarpi en þar mun Pétur Blöndal meðal annars tjá sig í fyrsta skipti um hláturskast á Alþingi. Svo fer Adolf Ingi Erlingsson á kostum.

George og nýja gellan

Leikarinn George Clooney, 50 ára, leiddi unnustu sína, Stacy Keibler, 32 ára, þegar þau yfirgáfu veitingahús í Hollywood í gærkvöldi...

Jólunum bjargað

Þegar jólamynd tekst að græta tvo fullorðna einstaklinga og yngsti meðlimurinn fer fyrr að sofa til að reyna að heilla jólasveininn upp úr svörtu stígvélunum hefur hún augljóslega náð markmiði sínu. Arthúr bjargar jólunum er hugljúf teiknimynd með sönnum anda jólanna.

Hart barist í geðveikri jólalagasamkeppni

Starfsmenn 15 „geðveikra“ fyrirtækja, hafa tekið áskorun um að velja eða semja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin verða þeirra framlag inn í jólalagakeppnina Geðveik Jól 2011 sem hefst í kvöld, 7. Desember, með frumsýningu á lögunum í opinni dagskrá Skjás Eins kl. 19:30

Jól hjá Kronkron

Verslunin Kronkron bauð viðskiptavinum sínum í jólagleði á föstudagskvöldið þar sem jólaútstilling listakonunnar Hildar Yeoman var afhjúpuð. Það voru margir sem nýttu tækifærið og yljuðu sér á heitri jólaglögg og skoðuðu jólafatnað.

Fransmenn sjúkir í Feigð

„Þetta hefur ekkert með mig persónulega að gera heldur virðast þeir bara vera að fatta mig og það sem ég er að gera. Sem er ekkert skrýtið. Ég er sjálfur undir áhrifum frá frönskum höfundum og franskri heimspeki,“ segir Stefán Máni, rithöfundur. Franska forlagið Gallimard hefur gert tilboð í nýjustu bók Stefáns, Feigð, eftir að hafa fengið þrjár framúrskarandi umsagnir um bókina hjá sínu fólki. Stefán segist samt sem áður ekki vera búinn að skrifa undir neitt en er þó bjartsýnn á framhaldið. „Eftir að þeir fengu þessar umsagnir fóru hjólin að snúast fyrir alvöru,“ segir Stefán.

Sjá næstu 50 fréttir