Lífið

Hlakkar til að passa fyrir Beyoncé

Kelly Rowland ætlar að hjálpa vinkonu sinni Beyoncé.
Kelly Rowland ætlar að hjálpa vinkonu sinni Beyoncé. Nordicphotos/Getty
Söngkonan Kelly Rowland hlakkar til að passa fyrir vinkonu sína Beyoncé en er ekki til í að eignast börn sjálf.

Rowland söng með Beyoncé í hljómsveitinni Destiny"s Child og eru þær góðar vinkonur í dag.

„Ég ætla að vera dugleg að passa og kannski skipta á einni eða tveimur bleyjum fyrir hana,“ segir Rowland sem vill bíða með barneignir í nokkur ár.

„Tilhugsunin um að eitthvað á stærð við melónu komi út um eitthvað á stærð við sítrónu er of mikið fyrir mig og ég bara skil ekki hvernig þetta virkar,“ segir söngkonan. Beyoncé á von á sér í byrjun ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.