Lífið

Þreytt á að þykjast um skilnaðinn

Á barmi skilnaðar Will Smith og Jada Pinkett eru að fara að skilja segir í slúðurblöðunum vestanhafs.
Á barmi skilnaðar Will Smith og Jada Pinkett eru að fara að skilja segir í slúðurblöðunum vestanhafs.
Hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith eru þreytt á að þykjast og eru á barmi skilnaðar ef marka má slúðurblaðið Star Magazine.

Í haust var fréttaflutningur mikill um framhjáhald leikkonunnar með söngvaranum Marc Anthony en Smith-hjónin voru fljót að blása á sögusagnir um skilnað.

Í nýjasta tölublaði Star Magazine er því haldið fram að leikarahjónin séu nú þreytt á að þykjast.

„Þau eru búin að þykjast vera saman í langan tíma og vilja ekki lifa í lygi lengur. Þau hafa engin samskipti lengur og lifa hvort sínu lífinu," segir heimildarmaður blaðsins og heldur því fram að hjónin sofi ekki í sama herberginu.

„Ástæðan fyrir því að þau eru ekki löngu skilin er að þau eru hrædd um að skilnaðurinn hafi áhrif á starfsferil þeirra," segir heimildarmaðurinn en gera má ráð fyrir að skilnaðurinn eigi eftir að vera erfiður og dýr.

Will Smith og Jada Pinkett Smith hafa verið gift í 14 ár og eiga saman þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.