Lífið

Með minnimáttarkennd vegna Ryan Gosling

Bradley Cooper var valinn kynþokkafyllsti maður 2011 en er með minnimáttarkennd vegna Ryan Gosling.
Bradley Cooper var valinn kynþokkafyllsti maður 2011 en er með minnimáttarkennd vegna Ryan Gosling.
Bradley Cooper hefur viðurkennt að fegurð Ryans Gosling hafi fengið hann til að efast um eigið útlit. Leikarinn var nýverið kjörinn kynþokkafyllsti maðurinn 2011 af tímaritinu People, við dræmar undirtektir aðdáenda Goslings.

„Við vorum báðir í París í síðustu viku og vinur minn sýndi mér myndir af honum sem papparassarnir tóku. Og þegar ég segi vinur minn er ég að tala um sjálfan mig að skoða myndirnar í tölvunni,“ sagði Cooper í spjallþættinum The Graham Norton Show.

„Hann lítur út eins og hann sé nýstiginn af sýningarpallinum. Ég lít út eins og nágranninn sem fer eiginlega aldrei út úr húsi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.