Lífið

Adele slær Amy Winehouse við

Söngkonan Adele segir árið 2011 vera það besta í lífi sínu hingað til.
Söngkonan Adele segir árið 2011 vera það besta í lífi sínu hingað til.
Plata bresku söngkonunnar Adele, 21, er orðin mest selda plata þessa árþúsunds í Bretlandi, og hefur selst í meira en 3,4 milljónum eintaka.

Platan sem áður átti metið er sólóplata annarrar breskrar söngkonu, Amy Winehouse, Back To Black. Sú var gefin út árið 2006 og náði því metsölunni á fimm ára tímabili, og skaust ekki upp í toppsætið fyrr en eftir ótímabært lát Winehouse í sumar. Plata Adele kom út fyrir einungis tíu mánuðum, og því er ljóst að vinsældir hennar eiga sér engan líka.

21 hefur setið í einhverju efstu tíu sæta metsölulista Bretlands frá því að platan kom út, eða í 45 vikur í röð. The Guardian greinir frá því að það sem ýtt hafi við sölunni á lokasprettinum hafi verið tilkynning um tilnefningar ti Grammy verðlaunanna í síðustu viku, en Adele hlaut sex tilnefningar líkt og Fréttablaðið greindi frá.

Söngkonan, sem gekkst undir aðgerð á raddböndum í síðasta mánuði og hefur átt erfitt með tal, beindi orðum sínum til aðdáenda sinna á vefsíðu sinni í vikunni. „Örfáum dögum eftir að ég loksins fæ málið aftur er ég algjörlega orðlaus. Ég gerði plötuna en þið hafið gert hana að því sem hún er í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.