Lífið

Harold og Kumar skjóta jólasveininn

A Very Harold and Kumar 3D Christmas, teiknimyndin Puss in Boots og The Rum Diary og eru þær kvikmyndir sem verða frumsýndar um helgina í kvikmyndahúsum borgarinnar.

A Very Harold and Kumar 3D Christmas er þriðja myndin um þessa misgáfuðu félaga. Að þessu sinni er myndin í þrívídd en þeir John Cho og Kal Penn eru á sínum stað ásamt Neil Patrick Harris úr sjónvarpsþáttunum vinsælu How I Met Your Mother.

Óþarfi er að fara nákvæmlega ofan í saumana á söguþræði myndarinnar en í stuttu máli fylgist myndin með jólaundirbúningi Harolds og Kumars sem er, eðli málsins samkvæmt, nokkuð óvenjulegur.

Vinsældir teiknimyndarinnar Puss in Boots hafa komið flestum í opna skjöldu. Myndin er „spin-off" af Shreck-kvikmyndunum sem nutu talsverðra vinsælda. Að þessu sinni er það stígvélaði kötturinn sem er í kastljósinu en þessi hugrakki riddari glímir jafnt við illmenni og kattareðli sitt. Myndin er sýnd í bæði tvívídd og þrívídd með ensku og íslensku tali. Í ensku útgáfunni er það að sjálfsögðu Antonio Banderas sem talar fyrir köttinn en Salma Hayek fyrir aðal-læðuna.

Þriðja myndin er síðan The Rum Diary með Johnny Depp og Aaron Eckhart í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Hunters S. Thompson og segir frá drykkfelldum blaðamanni sem fer í mikla rannsóknarferð til Púertó Ríkó en þar kemst hann meðal annars í kynni við romm og fagrar frúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.