Fleiri fréttir

Halldór Bjarki leikur á horn

Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur framhaldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleikunum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengjakvartett og hljómsveitin Frjókorn.

Húsmóðir Vesturports á fjölunum

Nýr íslenskur gleðileikur verður frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Það er leikhópurinn Vesturport sem á heiðurinn að sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem hópurinn tekst á við gamanleikjaformið þar sem dyr "opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðalegt,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Kate Hudson trúlofuð

Leikkonan Kate Hudson og Muse tónlistarmaðurinn Matthew (Matt) Bellamy, sem eiga von á barni saman, eru trúlofuð. Kate tilkynnti trúlofunina í sjónvarpsþættinum Today show í vikunni eftir að spyrillinn spurði leikkonuna hvaðan demantshringurinn sem hún bar á baugfingri vinstri handar kæmi. Kate svaraði himinlifandi: Ég er trúlofuð! Það gerðist fyrir viku síðan. Ég er í skýjunum eins og þú sérð en ég hef ekki ennþá sent út fréttatilkynningu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nýjar myndir af Kate og Matt.

Sjáðu hvað prinsessan er alltaf smart

Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, 29 ára, verðandi eiginkonu Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar. Burtséð frá vinsældum má skoða þessa stórglæsilegu prinsessu sem er ávallt settleg og til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði í meðfylgjandi myndasafni.

Sjálfmeðvitað splatter-fjör

Scream 4 er fínasta framhaldsmynd. Courteney Cox, David Arquette og allt gamla gengið fær ágætis pláss í myndinni en aðeins hefur verið yngt upp í leikhópnum.

Þetta er algjör snilld í hárið

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum hársnyrtistofunnar 101 Hárhönnun á Skólavörðustíg hvernig nota má undraefni frá Aveda í hárið sem kallast Pure Abundance. Sandra kryddar hárið með efninu sem gefur hárinu lygilega lyftingu með því að nudda púðrinu í hársvörðinn.

Erindi Hönnuh Arendt við samtímann

Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði.

Lindsay horfist í augu við sjálfa sig

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan hefur ákveðið að líta í eigin barm. Hún viðurkenndi í spjallþætti Jay Leno í gærkvöldi að hún hefði gert mörg mistök í lífi sínu.

Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance

"Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. "Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín.

Fjölbreyttir raftónar

Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni.

Prinsessan pollróleg

Á meðfylgjandi myndum má sjá Kate Middelton, 29 ára, með systur sinni sem heitir Pippa, yfirgefa heimili þeirra í Berkshire í gær og það væntanlega í síðasta sinn fyrir stóra daginn. Eins og sjá má virðist Kate vera pollróleg þrátt fyrir að eftir aðeins tvo daga gengur hún að eiga Vilhjálm bretaprins. Eldsnemma í morgun, klukkan 04:30, hófst lokaæfing hirðarinnar fyrir brúðkaupið. Garðyrkjumenn voru einnig snemma á ferðinni að koma trjám fyrir í Buckingham höllinni eins og sjá má í myndasafni.

Airwaves reynir við Fleet Foxes

„Fleet Foxes er flott band, Seattle er góð borg og það væri vissulega gaman að fá þá á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Stoltur af eiginkonunni

Michael Douglas segir í nýjasta þætti Opruh Winfrey að hann sé ákaflega stoltur af eiginkonu sinni, Catherine Zeta-Jones. Hann sé hins vegar sorgmæddur yfir þeirri staðreynd að hún hafi verið neydd af fjölmiðlum til að ræða veikindi sín opinberlega.

Á afskekktum stað

Á afskekktum stað nefnist nýútkomin bók. Hún er byggð á samtölum við sex Austur-Skaftfellinga, þau Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörgu Zophoníasdóttur á Hala í Suðursveit, Þorvald Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum.

Dreymir stundum Nágranna

Snjólaug Bragadóttir hefur þýtt alla sex þúsund þættina af Nágrönnum sem hafa verið sýndir á Stöð 2. Suma hverja hefur hún horft á tvisvar. Snjólaug segist ekki hafa orðið fyrir neinum skaða af því að horfa á Nágranna; þeir læðist reyndar stundum inn í draumana hennar. „Nei, það eru engar öfgar í þessum þáttum, þetta er bara venjulegt fólk þótt núna séu reyndar farnar að slæðast inn morðtilraunir og framhjáhald. Og þetta eru heldur ekki spillandi þættir, börnum er kennt að vera með hjálm og vera góð við dýrin."

Tölvuþrjótar stálu upplýsingum frá notendum PlayStation

Tölvurisinn Sony hefur varað viðskiptavini sína við því að tölvuþrjótar gætu hafa náð í viðkvæmar upplýsingar um þá sem nota PlayStation leikjatölvuna til þess að tengjast Netinu og spila við aðra tölvuleikjaáhugamenn.

Mín loksins gengin út

Söngkonan LeAnn Rimes og Eddie Cibrian kysstust fyrir nærstadda ljósmyndara eins og sjá má í myndasafni en þau giftu sig í látlausri athöfn með nánustu fjölskyldu og vinum föstudaginn síðasta.

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands stendur yfir þessa dagana í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Meðfylgjandi má sjá verk rúmlega sjötíu nemenda í hönnunar- og arkitektúrdeild og myndlistardeild skólans sem eru á sýningunni sem stendur yfir til 8. maí og er aðgangur að henni ókeypis.Útskriftarsýning

Prinsessan hefur hrunið í þyngd

Dyngjudömurnar Björk Eiðsdóttir og Nadia Katrín Banine spjalla um væntanlegt brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton sem gifta sig á föstudaginn kemur í meðfylgjandi myndskeiði. Þær eru sammála því að þyngdartap Kate tengist væntanlega gríðarlegu álagi sem hvílir á henni fyrir daginn stóra sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Þær ætla að kryfja brúðkaupið í þættinum þeirra Dyngjan klukkan 21:05 í kvöld á Skjá einum.

Lady Gaga brotnar niður

Stundum líður með eins og ég sé misheppnaður auli..." segir Lady Gaga meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði. Söngkonan brotnar niður því hún vill ekki bugast og bregðast aðdáendum sínum. Hún viðurkennir m.a. að henni líði oftar en ekki eins og þegar henni leið sem verst í menntaskóla. Um er að ræða klippu úr þætti sem verður frumsýndur 7. maí á HBO sjónvarpsstöðinni þar sem fylgst er með Lady Gaga á tónleikum.

Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna

"Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó.

Með endurkomu að hætti Travolta

Björn Jörundur Friðbjörnsson, oftast kenndur við hljómsveitina Nýdönsk, hefur verið ráðinn í lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik. Björn mun leika smáglæpamanninn Skara Tattoo en upphaflega stóð til að Hilmir Snær færi með hlutverkið. "Öll mín hlutverk í gegnum tíðina hafa komið þannig til að Hilmir hefur verið of upptekinn við að leika þau. Nema náttúrlega í Englunum, því þá lékum við saman,“ segir Björn á nokkuð kaldhæðinn hátt. Þetta verður fyrsta

Leiðarljós snýr aftur á dagskrá

"Við erum búin að reyna mikið og loksins tókst okkur að ná samningum til eins árs," segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Leiðarljós, sjónvarpssápan vinsæla, snýr aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins um leið og HM U-21 lýkur í lok júní.

Allt annað að sjá þig svona

Meðfylgjandi myndir voru teknar af sönkonunni Beyonce Knowles í París í dag ásamt eiginmanni hennar Jay-Z. Stíll söngkonunnar breytist dag frá degi. Í gær var hún með sólgleraugu á nefinu með slegið hárið í svörtum samfesting. Í dag var hún klædd svarta í hælaskó, doppóttan Marc Jacobs kjól sem fór henni afskaplega vel, með hárið tekið aftur.

Þórunn Erna: Sjonni verður með okkur allan tímann

Nú styttist í Eurovision keppnina sem haldin verður í Þýskalandi um miðjan maí. Þórunn Erna Clausen, textahöfundur íslenska sigurlagsins Aftur heim eða Coming home eins og það heitir upp á ensku, og ekkja Sjonna Brink sem samdi lagið er í ítarlegu viðtali á Eurovision.is í dag. Þar ræðir hún hvernig tilfinning það var að sigra keppnina hér heima svo stuttu eftir að Sjonni lést.

Kate jafnvinsæl og Díana

Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, verðandi brúðar Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar.

Þessum leiddist ekki um helgina

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is á veitingahúsinu Sódóma þar sem Rottweiler spilaði fyrir fullu húsi. Þá var ekki minna stuð á veitingahúsunum Kaffi Zimsen, Vestur, Hressó og Hvíta Perlan um helgina.

Katie Price heppin að vera á lífi

Glamúr-fyrirsætan Katie Price slapp með minniháttar meiðsl þegar bíll sem hún var farþegi í ók á tvo villihesta í Argentínu.

Sheen sparkað með SMS

Klámmyndaleikkonan Bree Olson sagði leikaranum Charlie Sheen upp með SMS skilaboðum um helgina. Sheen var í Fort Lauderdale í Flórída þegar að hann fékk skilaboðin.

Stofnuðu eigin pönkútgáfu

Plötuútgáfan PBP, eða Paradísarborgarplötur, hefur gefið út sjö plötur síðan hún var sett á laggirnar árið 2009.

Með sama ennið

Ronald Fenty, faðir söngkonunnar Rihönnu, komst nýverið að því að hann ætti þrjú fullorðin börn með þremur konum. Söngkonan á því þrjú hálfsystkin sem öll eru töluvert eldri en hún sjálf. Fenty segir fréttirnar hafa komið sér á óvart á sínum tíma.

Justin Bieber óttast um öryggið

Popparinn ungi Justin Bieber á erfitt með að venjast því að vera hundeltur af öskrandi stelpum hvert sem hann fer. Þrátt fyrir að vera vanur sviðsljósinu finnst honum sú gríðarlega athygli sem hann fær á degi hverjum einum of mikil.

Hannar föt úr bambus

Guðmundur Jörundsson nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands sýnir lokaverkefnin sín í Listasafni Reykjávikur, Hafnarhúsinu. Guðmundur notar m.a. leður, ull og bambus í fatnaðinn sem hann hannar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Seldi Dorrit pils

Nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands, Hjördís Gestsdóttir, er með lokaverkefnin sín til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Hjördís var að vonum ánægð með að Dorrit Moussaieff forsetafrú pantaði hjá henni sítt pils eftir hana eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Fjölmenni á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar eru sýnd verk 72 útskriftarnema úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin verður opin páskadag og annann í páskum kl. 10.00 - 17.00

Vill vinna með Brad

Það eru liðin tólf ár síðan Edward Norton og Brad Pitt léku saman í kvikmyndinni Fight Club. Norton hefur lýst yfir áhuga á því að endurtaka leikinn og vinna með Pitt á ný. Norton telur það eina sem standi í vegi fyrir því að úr þessu rætist sé tímaleysi þeirra beggja. „Það er möguleiki að úr þessu verði. Við höfum rætt þetta oft. En það er flókið að finna tíma sem hentar okkur báðum,“ sagði leikarinn um málið.

Leitað að norrænum Gillzenegger

"Ég veit ekki hversu langt á veg þetta er komið en það eru einhverjar þreifingar í gangi,“ segir Kristófer Dignus, handritshöfundur og einn af prímusmótorunum á bakvið sjónvarpsþættina Mannasiði Gillz.

Kjóllinn hennar Kate

Enn er allt á huldu um hver hannar og hvernig brúðarkjóll Kate Middleton verður er hún gengur í það heilaga með Vilhjálmi bretaprins þann 29. apríl næstkomandi. Bæði Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg.

Tilnefndir til danskra verðlauna

Vefsíðan Billetlugen.dk hefur verið tilnefnd til E-Handelsprisen vefverðlaunanna í Danmörku. Fimm Íslendingar starfa hjá síðunni, þar af fjórir sem tóku þátt í uppbyggingu Midi.is hér á landi.

Súkkulaðibrúnir helköttaðir hörkukroppar

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandsmótinu í Fitness í Háskólabíó í gær þegar konur stigu á svið og pósuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Eins og myndirnar sýna voru keppendur í sínu besta formi og heltanaðir auðvitað. Í kvennaflokki + 163 cm sigraði Ranný Kramer, Freyja Sigurðardóttir landaði öðru sætinu og Björk Varðardóttir því þriðja. Þá má einnig sjá myndir af kvenkyns keppendum í - 163 cm flokki, + 35 ára og unglingaflokki í meðfylgjandi myndasafni.

Hætti við hlutverkið

Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck er hættur við að leika í kvikmynd Baz Luhrmann sem verður byggð á skáldsögu F. Scott Fitzgerald, The Great Gatsby. Fregnirnar komu stuttu eftir að Isla Fisher samþykkti að leika hjákonu Toms Buchanan, sem Affleck átti að leika. Leikarinn ákvað að einbeita sér að næsta leikstjórnarverkefni sínu. Það er myndin Argo, sem fjallar um gíslatöku í Íran. Á meðal leikara í The Great Gatsby eru Leonardo DiCaprio, Tobey Maguire og Carey Mulligan.

Verða að haga sér vel

Raunveruleikaþættirnir Jersey Shore hafa slegið rækilega í gegn vestan hafs og nú er áætlað að færa út kvíarnar. Snookie, J-WOW og hinar stjörnurnar munu halda til Flórens á Ítalíu þar sem nýjasta þáttaröðin verður tekin upp.

Grét í tökum

Leikarinn og sjarmörinn Robert Pattison viðurkennir að hafa grátið í tökum á nýjustu mynd sinni Water for elephants. Pattison segist hafa fellt tár á meðan á upptökum stóð á kynlífssenum myndarinnar og að það hafi verið vegna fegurð mótleikkonu sinnar Reese Witherspoon „Hún var einfaldlega svo kynþokkafull í atriðinu að ég gat ekki annað en að bresta í grát,“ segir Pattison í viðtali við blaðið Extra á frumsýningunni.

Tískusýningargestir troðfylltu Hafnarhúsið

Níu nemendur* við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni. *Gyða Sigfinnsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Elsa María Blöndal. Hjördís Gestsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Guðmundur Jörundsson, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigga Mæja.

Sjá næstu 50 fréttir