Fleiri fréttir

Hornreka á Króknum

Rokland ber Marteini Þórssyni talsvert betra vitni sem leikstjóra en handritshöfundi. Gloppótt handrit hleypir loftinu úr Roklandi og kemur í veg fyrir að það fari á flug.

Hlakkar til að fá sér kebab í Köben

„Ég er eiginlega kominn með í magann af spenningi. Ég get ekki beðið eftir því að fara út, hitta mömmu og systur mínar, drekka Faxe Kondi og borða kebab,“ segir Arnór Dan Arnarsson, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco.

Hudson ólétt

Tímaritið US Weekly heldur því fram að leikkonan Kate Hudson sé ólétt eftir kærastann sinn Matthew Bellamy, forsprakka hljómsveitarinnar Muse. Samkvæmt heimildarmanni blaðsins er Hudson komin fjórtán vikur á leið og er parið afskaplega ánægt með fréttirnar.

Roklandi fagnað með heljarinnar teiti

Aðstandendur Roklands skemmtu sér konunglega á Austri á þriðjudagskvöldið enda langur tími að baki. Aðalleikarinn Ólafur Darri Ólafsson lék við hvurn sinn fingur en hann er á leiðinni til Hollywood í næsta mánuði að leika í Contraband eftir Baltasar Kormák. Árið 2011 verður svo sannarlega ár Ólafs því auk þess leikur hann aðalhlutverkið í Djúpinu, annari kvikmynd eftir Baltasar.

Syngja fyrir nímenninga

Páll Óskar, KK og Ellen, múm og Diskóeyjan eru meðal þeirra sem ætla að syngja á tónleikum í kvöld til stuðnings nímenningunum hafa verið ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga vegna mótmæla sinna við Alþingishúsið. Tónleikarnir verða á Nasa og opnar húsið klukkan 20.30. Miðaverð er 500 krónur. Aðrir sem stíga á svið verða Sin Fang Bous, Reykjavík!, rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson, Steini úr Hjálmum, Prins Póló, Parabólurnar og fleiri gestir. Nánari upplýsingar má finna á síðunni rvk9.org.

Charlie Sheen drekkur eins og svín

Síðasta helgi hjá Charlie Sheen virðist hafa verið með villtara móti eftir því sem bandarískir og breskir fjölmiðlar kafa dýpra ofan í sukksama veröld bandaríska leikarans. Hann var staddur í Las Vegas um helgina, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema ef vera kynni fyrir þá staðreynd að Charlie var viðstaddur stærstu klámmyndahátíð heims, AVN-Adult Entertainment Expo. Charlie kaus líka að hella sér af alvöru í sukk og stóðlífi, hellti í sig hverri vodkaflöskunni af fætur annarri á milli þess sem hann bauð klámmyndastjörnum í partí.

Enginn sáttmáli hjá Seth

Kanadíski gamanleikarinn Seth Rogen sagði í viðtali við Howard Stern að hann ætlaði ekki að gera hjónabandssáttmála áður en hann gengi í það heilaga með unnustu sinni, þjóninum Lauren Miller.

Doppur og rendur frá Westwood

Nú fer daginn að lengja og fólk getur farið að hlakka til sumarsins. Okkur er því óhætt að byrja að skoða vor- og sumarlínur tískuhúsanna og sjá hvað sumarið fram undan ber í skauti sér.

Johnny Depp ekki hrifinn af tækninni

Leikarinn Johnny Depp er ekki hrifinn af þeim tækninýjungum sem hafa orðið á undanförnum árum og breytingum á sjónvarpsefni. „Stundum langar mig að hlaupa öskrandi frá okkar heimi þar sem allt snýst um tækni, ágenga fjölmiðla og hið brjálæðislega raunveruleikasjónvarp,“ sagði Depp. „Við höfum misst öll tengsl við hið einfalda í lífinu. Við erum að tapa okkar sjálfstæðu persónuleikum.“

Bond snýr aftur á næsta ári

Daniel Craig mun endurtaka hlutverk sitt sem njósnari hennar hátignar, James Bond, í 23. myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári.

Fyrsta myndin af syni Travolta

John Travolta, 56 ára, og eiginkona hans Kelly Preston, 48 ára, og tæplega 2 mánaða gamall sonur þeirra, Benjamin, prýða forsíðu tímaritsins Hello þessa vikuna. John og Kelly segja Benjamin litla vera lifandi kraftaverk. „Benjamin hefur endurnýjað andann á heimilinu og tilgang fjölskyldunnar. Hann hefur fært okkur nýtt upphaf," segir John í umræddu blaði. Saman eiga þau 11 ára dóttur, Ellu Bleu, en sonur þeirra, Jett var 16 ára gamall þegar hann féll frá árið 2009 á Bahama-eyjum eftir banvænt flogakast. Hann var með hinn sjaldgæfa Kawasaki-sjúkdóm sem leggst á börn og veldur bólgum.

FANTA flott lið á frumsýningu ROKLANDS

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu kvikmyndarinnar Rokland í Sambíó Egilshöll í gærkvöldi. Rokland er hárbeitt svört kómedía eftir samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem leikarinn Ólafur Darri Ólafsson leikur. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal gesta og aðstandenda sýningarinnar. Rokland á Facebook.

Heitustu rísandi stjörnurnar tilnefndar

Fimm ungir og efnilegir kvikmyndaleikarar hafa verið tilnefndir til bresku Bafta-verðlaunanna í flokknum Rísandi stjarna. Um er að ræða þau Tom Hardy, sem sló í gegn í Inception, Andrew Garfield sem leikur hinn nýja Spider-Man, Bond-stúlkuna Gemmu Arterton, bandarísku leikkonuna Emmu Stone og Aaron Johnson sem lék aðalhlutverkið í hasarmyndinni Kick-Ass. Sigurvegarinn verður tilkynntur á Bafta-hátíðinni 13. febrúar.

Nýtt andlit í fréttunum á Stöð 2

„Þetta leggst mjög vel í mig.“ segir hin 26 ára gamla Hugrún Halldórsdóttir, sem hefur störf á fréttastofu Stöðvar 2 á næstunni.

Lady Gaga hannar Polaroid-myndavélagleraugu

Söngkonan Lady Gaga frumsýndi sólgleraugu með innbyggðri myndavél og fleiri flottar nýjungar á CES-tæknisýningunni. Hún var gerð að listrænum stjórnanda myndavélaframleiðandans Polaroid í fyrra og hefur síðan unnið hörðum höndum að því að hanna nýjar vörur fyrir fyrirtækið.

Framtíð Bíós Paradísar rædd

Bíó Paradís fékk nýverið tíu milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011. Þessa dagana standa yfir viðræður um skyldur kvikmyndahússins gagnvart framlagi ríkisins og munu þær standa yfir næstu eina til tvær vikur.

Glee-stjarna grætti unga leikkonu

Hin unga leikkona Hailee Steinfeld, sem sló í gegn í hlutverki sínu í kvikmyndinni True Grit, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún mætti átrúnaðargoði sínu, Glee-stjörnunni Lea Michele, á tökustað.

Ótrúleg ósvífni

Áhorfendur Klovn: The Movie ættu að skilja blygðunarkenndina eftir heima. Hún svíkur ekki aðdáendur dönsku grínistanna.

Nýtt íslenskt matarstell frá Aurum

Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður Aurum, hefur hannað fallegt matarstell í samstarfi við finnska hönnunarteymið Elinno. Stellið er framleitt úr hágæða postulíni og er þar af leiðandi sterkara og endingarbetra en venjulegt postulín.

Verður pabbi í fyrsta sinn

Gamanleikarinn Owen Wilson á von á sínu fyrsta barni innan skamms með kærustu sinni, Jade Duell. Fréttirnar koma nokkuð á óvart því fáir vissu af því að Wilson væri í sambúð.

Sala á vínylplötum ferðast tuttugu ár aftur í tímann

„Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna,“ segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi.

Alt verður nýr ritstjóri Vogue

Emanuelle Alt hefur verið ráðin ritstjóri franska Vogue og tekur við starfinu af Carine Roitfeld í lok þessa mánaðar. Alt hefur starfað sem stílisti í mörg ár og var ráðin til Vogue árið 2009.

Vala Grand og Gillz svitna saman

Á meðfylgjandi myndum má sjá Egil „Gillz" Einarsson, Völu Grand, Ragnheiði Ragnarsdóttur, Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur, Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, Heiðrúnu Sigurðardóttur og Svavar Jóhannsson svitna saman með sérhannaða 17 kg poka á milli læranna. Þau mættu saman í brennslutíma sem ber yfirskriftina CAGE Fitness í Sporthúsinu í dag. Um er að ræða ný námskeið á Íslandi sem ganga út á að djöflast á umræddum pokum í 30 mínútur stanslaust og árangurinn lætur ekki á sér standa þegar kemur að mótun líkamans.

Nýtt lag frá Britney

Poppstjarnan Britney Spears er eins og margir að stilla upp í stóra plötu með vorinu en fyrsta lagið af henni er búið að leka á netið.

Vinnur með ríkasta manni heims

Magnús Scheving hefur fundað með Carlos Slim, ríkasta manni heims, um hvernig Latibær og hann geti tekið höndum saman í baráttunni gegn offitu barna.

Tilfinningaríkur Dolli situr heima

„Jú, ég hef alveg setið heima en þau eru ekki mörg mótin,“ segir Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður. Það hefur varla farið framhjá neinum að HM í handbolta hefst í vikunni. Að þessu sinni verður sýnt frá mótinu beint á Stöð 2 Sport sem þýðir að Adolf Ingi mun ekki lýsa neinum leik á mótinu, nokkuð sem hefð hefur verið fyrir undanfarin ellefu ár.

Liverpool-treyjur rokseljast á Íslandi

Liverpool-treyjur halda áfram að seljast vel hér á landi þrátt fyrir arfaslakt gengi liðsins upp á síðkastið. „Salan hefur aldrei verið betri, þetta er voðalega skrítið,“ segir Viðar Valsson, starfsmaður verslunarinnar Jóa útherja sem sérhæfir sig í enskum fótboltatreyjum.

Bleikt stuð á Esju

Hlín Einarsdóttir og fylgdarlið hennar af vefnum bleikt.is blés til mikillar veislu á skemmtistaðnum Esju við Austurstræti. Vefurinn hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma og það virðist ekkert lát ætla að vera á uppákomum í kringum hann. Ritstjórinn Hlín upplýsti meðal annars að brátt fer í loftið Karma Sutra-stellingavefur og að í næstu muni hefjast keppni milli þriggja kvenna um að komast í sem best form.

Best að kyssa Tom Cruise

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur kysst nokkra af kynþokkafyllstu karlmönnum heims í gegnum vinnu sína.

Holly geymdi tárin fyrir sjónvarpið

Fyrrverandi Playboy-kanínan Holly Madison óskaði Hugh Hefner til hamingju með trúlofun sína í raunveruleikaþætti sínum. Madison segist hafa orðið miður sín við fréttirnar og vilja að allur heimurinn vissi hvernig henni liði.

Pitt vill leika Lennon

Hjartaknúsarinn Brad Pitt er í viðræðum við Yoko Ono um að hann leiki fyrrverandi eiginmann hennar John Lennon í nýrri mynd um ævi hans. Pitt hitti Ono á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að hann væri rætti maðurinn í hlutverkið. „Það er maður að skrifa handrit myndarinnar fyrir Brad. Yoko hefur gefið verkefninu blessun sína svo lengi sem myndin verði trú ævi Johns,“ sagði heimildarmaður. Brad er sagður ætla að læra að syngja og tala eins og Bítillinn fyrrverandi, sem gæti reynst þrautin þyngri enda talaði Lennon gjarnan með miklum Liverpool-hreim. Talið er að Pitt ætli einnig að framleiða myndina. Enginn leikstjóri hefur enn verið orðaður við verkefnið. Stutt er síðan Aaron Johnson lék Lennon á hans yngri árum í myndinni Nowhere Boy sem kom út 2009.

Ekki bara ein flík

Ný vara frá hönnunarfyrirtækinu Björg í bú kom nýlega á markaðinn, fjölnota ullarflík sem hefur fengið nafnið Peysuleysi.

Spagettí og drone í rokkgraut

Rokksveitin The Heavy Experience hefur gefið út tvö lög sem eru fáanleg á 10 tommu vinyl-plötu og í stafrænu formi. Sveitin hefur verið starfandi í tæpt ár og er þetta fyrsta útgáfa hennar.

Föstudagur: Best klædda kona ársins 2010

Árið er á enda og fólk keppist við að gera það upp á ýmsan hátt. Föstudagur Fréttablaðsins fékk til liðs við sig nokkra góða tískuspekúlanta til að aðstoða við valið á best klæddu konu ársins 2010.

Loðfeldir áberandi á djamminu

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is meðal annars á veitingahúsunum Hressó og Hvítu Perlunni á föstudag og laugardag. Eins og myndirnar sýna eru loðfeldir vinsælir hjá íslenskum konum sem hafa vit á því að klæða sig vel í kuldanum og vera glæsilegar á sama tíma.

30 kílóum léttari

Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, 29 ára, hefur ekki bara tekið sig í gegn heldur er hún staðráðin í að halda sér við en hún ætlar aldrei aftur að leyfa sér að bæta þessum 30 kílóum sem hún hefur misst því í dag er Jennifer orkumeiri og líður vel á sál og líkama. Jennifer náði að létta sig með því að taka mataræðið í gegn, borða á 2-3 klukkustunda fresti eins og kjúkling, fisk, salat, ávexti, hnetur og hreina djúsa. Þá er söngkonan dugleg að hreyfa sig samhliða réttu mataræði. Hún æfir með einkaþjálfara sem aðstoðar hana við að lyfta lóðum og skokka fjórum sinnum í viku. Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer Hudson áður en hún tók sig líkamlega í gegn. Þá má sjá hana klædda í svartan þröngan kjól með Neil Lane á GEM verðlaunahátíðinni sem fram fór í New York.

Vopnabúrið í hóp bestu verslana heims

Tímaritið Wallpaper hefur valið Vopnabúrið, hönnunarverslun í eigu vöruhönnuðarins Sruli Recht, á meðal tíu athyglisverðustu verslana heims árið 2010. Vopnabúrið er þar með komið í hóp verslana á borð við Hermès í New York.

Sléttunarmeðferð sem endist í nokkra mánuði

Krullhærðir vita að það getur farið illa með þurrt og hrokkið hár að slétta það. Natura Keratin er ný stofumeðferð sem sléttar hár án þess að taka hárböndin í sundur og endist í þrjá til fimm mánuði.

Vill grennast fyrir brúðkaupið

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson vill gjarnan gerast sérlegur talsmaður samtaka sem aðstoða fólk við að grennast.

Sjá næstu 50 fréttir