Fleiri fréttir Faðir í fyrsta sinn Leikarinn David Schwimmer á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, breska ljósmyndaranum Zoe Buckman. Ekki er langt síðan parið lét pússa sig saman við leynilega athöfn fjarri kastljósi fjölmiðla. Schwimmer og Buckman kynntust árið 2007 í London. Þau ku vera í skýjunum með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni. 27.12.2010 02:00 Sumir eru með sjúklega góða rödd Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra íslensku hljómsveitina Steed Lord, sem skipar söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Einar og Eðvarð, skemmta fyrir troðfullu húsi á vinsælum næturklúbb í Los Angeles, Cinespace, á þriðjudaginn var. Svala söng og bræðurnir sáu um tónlistina. Eins og sjá má var stemningin frábær meðan á flutningnum stóð. 26.12.2010 08:46 Barnaspítali Hringsins fær góða gjöf Forráðamenn Kringlunnar, Hagkaups og Ljóma færðu Barnaspítala Hringsins 22. desember síðastliðinn að gjöf afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldinn var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítala Hringsins. Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn yngri en 10 ára og síðan börn 11 til 14 ára. Þemað í piparkökubakstrinum var Ísland, fjöll, hús, dýr og fólk. Alls söfnuðust 525.000 krónur. Eftirtalin fyrirtæki lögðu keppninni lið með peningagjöfum: Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Arion Banki, Vera Moda, Englabörn og Sony Center. Piparkökurnar voru til sýnis í Kringlunni nú í desember. Rikka og Jói Fel völdu sex tillögur sem fengu verðlaun. Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóum. „Okkur er sönn ánægja að færa Barnaspítala Hringsins þessa gjöf, sérstaklega þar sem það voru börn sem töku þátt í þessari keppni. Skemmtilegt var að sjá hugmyndir barnanna í bakstrinum. Ég vil þakka öllum fyrir þátttöku í keppninni og þeim fyrirtækjum sem stóðu að þessu með okkur," sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. 24.12.2010 10:18 Mið-Ísland gerir sjónvarpsþætti „Þátturinn á að vera ógeðslega skemmtilegur og eins fjölbreyttur og hægt er,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. 24.12.2010 10:00 Saman í öll jólaboðin „Það má segja að Tobba sé að fjölskylduvæða mig þessi jólin. Ég fer í fleiri jólaboð í ár en í fyrra en held þó í mínar hefðir,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og meðlimur Baggalúts, um hvernig jólahaldi hans og Þorbjargar Marinósdóttur, Tobbu eins og hún er kölluð, er háttað. 24.12.2010 10:00 Varð ástfangin af vini sínum Sveitasöngkonan Shania Twain trúlofaðist kærasta sínum, svissneska viðskiptamanninum Frederic Thiebaud, nýverið. Thiebaud og Twain náðu saman eftir að þáverandi makar þeirra áttu í ástarsambandi. Twain hefur slegið í gegn með lög á borð við You’re Still the One, You’ve Got A Way og That Don’t Impress Me Much og er talin ein ríkasta söngkona heims um þessar mundir. 24.12.2010 10:00 Gjafmildur Gyllenhaal Jake Gyllenhaal virðist vera kolfallin fyrir kantrísöngkonunni Taylor Swift en leikarinn gekk heldur betur langt í afmæligjöfum. Swift fyllti 21 ár í byrjun desember og fékk demantsarmband metið upp á 11 milljónir íslenskar krónur, 10 kíló af kaffi, kaffivél og forlátan gítar sem kostaði rúma milljón. 24.12.2010 09:00 Ólafur Darri með Balta í Hollywood Ólafur Darri Ólafsson hefur hreppt lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Meðal mótleikara Ólafs í myndinni eru þau Kate Beckinsale og Mark Wahlberg en myndin er endurgerð á hinni íslensku Reykjavik-Rotterdam. 24.12.2010 08:15 Fetar í fótspor Díönu Harry Bretaprins heimsótti Þýskaland á dögunum og sagði í viðtali við dagblaðið Bild að hann væri mjög ánægður með trúlofun bróður síns og Kate Middleton. 24.12.2010 08:00 Paltrow alltaf til staðar Leikkonan Gwyneth Paltrow á börnin Apple og Moses með eiginmanni sínum, Coldplay-söngvaranum Chris Martin. Paltrow segist njóta þess að eyða tíma með börnum sínum og tekur því ekki að sér kvikmyndahlutverk nema hún sé mjög hrifin af handritinu. 24.12.2010 07:30 Þurfti að yfirgefa flugvél Hótelerfingjinn Paris Hilton þurfti að yfirgefa flugvél vegna þess að hnífur fannst í vélinni. Hilton var á leið til Hawaii frá Losa Angeles ásamt kærasta sínum Cy Waitz. 24.12.2010 06:00 Ver Miley Kelly Osbourne tekur upp hanskann fyrir nýju vinkonu sína söngkonuna Miley Cyrus en hún hefur sætt mikillar gagnrýni í kjölfarið á að myndband af ungstirninu reykja pípu lak á netið. Osbourne segir Cyrus vera duglegustu stelpu sem hún þekkir og að hún eigi alls ekki skilið þessa gagnrýni. 24.12.2010 06:00 Sér lítið af börnum sínum Leikkonan Nicole Kidman viðurkenndi í viðtali við tímaritið Hello að hún sæi lítið af börnunum tvemur sem hún ættleiddi ásamt fyrrum eiginmanni sínum, Tom Cruise. 24.12.2010 06:00 Erfitt að sofa hjá vinkonu Eitt atriði úr kvikmyndinni Black Swan hefur vakið eftirtekt en það er kynlífsatriði milli aðalleikkvennana Natalie Portman og Mila Kunis. Atriðið var ekki auðvelt fyrir leikkonurnar en þær eru góðar vinkonur. 24.12.2010 06:00 Talar í fyrsta sinn um dauða Heath Ledger Tæplega þrjú ár eru liðin síðan leikarinn Heath Ledger féll frá. Í meðfylgjandi myndskeiði opnar barnsmóðir hans, leikkonan Michelle Williams, 30 ára, sig í fyrsta sinn eftir að hann féll frá í viðtali við sjónvarpsþáttinn Nightline. „Á undarlegan máta þá sakna ég ársins sem hann féll frá því möguleikinn á að hann væri á lífi er horfinn. Á þeim tíma þótti mér ekki ólíklegt að hann kæmi gangandi inn um dyrnar eða birtist bak við runna..." sagði Michelle meðal annars. 23.12.2010 14:29 Ó já það var fagnað eftir frumsýningu Gauragangs Á meðfylgjandi myndum má sjá aðstandendur myndarinnar Gauragangur fagna saman á Íslenska barnum eftir vel heppnaða frumsýningu. Myndin, sem er í leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar verður tekin til almennra sýninga í kvikmyndahúsum um allt land þann 26. desember. Með hlutverk Orms Óðinssonar fer Alexander Briem og fetar hann þar með í fótspor Ingvars E. Sigurðssonar og Góa. 23.12.2010 07:48 Vökudeildin fær hundruð húfa „Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitthvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. 23.12.2010 09:30 Skandall skekur H&M Mikill styr stendur þessa dagana um eina af uppáhaldsbúðum Íslendinga, Hennes & Mauritz. Sænska dagblaðið Expressen sakar verslanakeðjuna um að ljúga að viðskiptavinum sínum. Málið snýst um fatnað sem stenst ekki gæðakröfur fyrirtækisins. Það hefur verið yfirlýst stefna H&M að flíkurnar séu gefnar til hjálparstofnana en Expressen segir að það sé rangt, fyrirtækið eyðileggi í raun fatnaðinn og hendi honum. 23.12.2010 08:30 Kvartaði undan Scarlett Leikararnir Ryan Reynolds og Scarlett Johansson tilkynntu í byrjun mánaðarins að þau væru að skilja eftir rúmlega tveggja ára hjónaband. Samkvæmt tímaritinu US Weekly var það Johansson sem átti frumkvæðið að skilnaðinum og situr Reynolds því eftir með sárt ennið. 23.12.2010 08:00 Byggir hlöðu fyrir svín Leikkonan Reese Witherspoon stendur í stórræðum þessa dagana en hún er að byggja skýli við húsið sitt. Witherspoon er forfallinn dýraaðdáandi og var í raun knúin til að byggja yfir skepnurnar sínar, geitur, asna, svín og hænur. 23.12.2010 07:00 Enn bætir í borðspilin „Mér fannst vanta hressandi spil þar sem enginn þarf að svara sérhæfðum spurningum, ráða í orð eða leika hlutverk,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, sem gefur út spilið Fjör til enda nú fyrir jól. 23.12.2010 06:00 Vill fá börnin heim Leikkonan Nicole Kidman á erfitt með að sætta sig við að börnin tvö sem hún ættleiddi með Tom Cruise kjósi frekar að búa með föður sínum og konu hans Katie Holmes. 23.12.2010 06:00 Tólf kíló fokin af kónginum „Jú, ég er orðinn svolítið lúinn á aðfangadag. Ég reyni yfirleitt að leggja mig með börnunum í klukkutíma en ef það tekst ekki er ég orðinn eilítið þreyttur um kvöldið,“ segir Bubbi Morthens, sem hefur verið á þönum fyrir hver jól síðustu 26 ár. 23.12.2010 06:00 Þjóðin elskar Helga Björns og Justin Bieber Helgi Björnsson og Justin Bieber eiga söluhæstu plötur ársins hér á landi í innlenda og erlenda geiranum. 36 ár skilja að þessa ólíku en áhrifamiklu söngvara. 23.12.2010 06:00 Kraumur gaf sex verðlaun Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í gær, en það voru Apparat Organ Quartet, Ég, Nolo, Ólöf Arnalds, Daníel Bjarnason og Jónas Sigurðsson. Alls voru tuttugu plötur sem gefnar voru út á þessu ári í pottinum. 23.12.2010 06:00 Loksins saman um jólin „Við höfum verið saman í fjögur ár en þetta verða fyrstu jólin okkar saman,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Hann var á leiðinni norður þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum og ætlaði að leigja sér bíl til að keyra. 23.12.2010 06:00 Ungmeyjar grétu þegar meðlimir Árstíða árituðu Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir hefur ráðið rússneska umboðskonu sem bókar nú hvert giggið á fætur öðru í Austur-Evrópu. 23.12.2010 06:00 Aftur líf í Sirkushúsinu Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvuvörur. 23.12.2010 06:00 E-label selt í stærstu vefverslun Bretlands Íslenska merkið E-label hefur hafið samstarf við vefverslunina Asos.com og verður fáanlegt á síðunni frá og með janúarmánuði. Asos er stærsta vefverslun Bretlands og á hverjum mánuði heimsækja yfir átta milljónir manna síðuna. 23.12.2010 06:00 Ágætis bíójól fram undan Jól og áramót eru yfirleitt ágætis tími til að skella sér í kvikmyndahús. Íslenskar unglingaraunir, tæknibrelluskrímsli og danskir grínistar eru meðal þess sem rekur á fjörurnar. 23.12.2010 05:00 Avatar oftast stolið 2010 Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu árið 2010, samkvæmt upplýsingum frá skráaskiptabloggsíðunni TorrentFreak. Alls var myndinni halað niður 16,6 milljón sinnum. 23.12.2010 04:00 Steed Lord landar auglýsindadíl Í meðfylgjandi mynskeiði má sjá meðlimi hljómsveitarinnar Steed Lord, söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Egil og Edda Eðvarðssyni, leika aðalhlutverk í auglýsingu skóframleiðandans WeSC. Hljómsveitin hefur meira en nóg að gera við að skapa og flytja rafmagnaða danstónlist með popp ívafi en meðlimir eru búsettir í Los Angeles. 22.12.2010 09:42 Fáklædd Disney-stjarna hneykslar Fjölmiðlafulltrúar Disney hafa í nægu að snúast þessa dagana við að berja niður sögusagnir um eiturlyfjanotkun stjarnanna sinna og stöðva útbreiðslu kynlífsmyndbanda með þeim. Fyrst var það Miley Cyrus sem virtist reykja salvíu á myndbandi og nú eru það ansi djarfar myndir af nýjustu Disney-stjörnunni, Demi Lovato, en henni hefur einmitt verið spáð svipaðri frægð og velgengni og fröken Cyrus. 22.12.2010 07:15 Daðrar við mótleikkonu Leikarinn Johnny Depp er fallinn kylliflatur fyrir hinni 19 ára gömlu leikkonu, Kristen Stephenson-Pino. Frá þessu greinir slúðurritið Star og hefur á orði að Depp hafi ekki farið leynt með aðdáun sína á fegurðardísinni. Depp og Stephenson-Pino leika saman í myndinni Pirates of the Caribbean og er þeim vel til vina að sögn blaðsins. 22.12.2010 07:00 Stormsker ritar ævisögu Völu Grand „Það er oft með fólk sem er kannski ekki nema 25 ára, það hefur stundum lifað meira og merkilegra lífi heldur en þeir sem eru níræðir,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker. 22.12.2010 07:00 Bieber hefur kysst margar Söngvarinn Justin Bieber segist hafa kysst margar stelpur á undanförnum árum. „Ég hef átt nokkrar kærustur. Ég byrjaði að hitta stelpur þegar ég var þrettán ára. Ég var ekkert svo ungur,“ sagði hinn sextán ára Bieber í viðtali við tímaritið Heat. 22.12.2010 06:45 Ásdís Rán á ísbarnum á Kaffi Reykjavík Fyrirsætan Ásdís Rán hefur verið dugleg við að koma sér og nýrri snyrtivörulínu sinni á framfæri. Fyrst hélt hún jólaboð á skemmtistaðnum Replay við Grensás og í gær blés hún til blaðamannafundar á ísbarnum á Kaffi Reykjavík. 22.12.2010 06:30 Á vel upp alin börn Móðir leikkonunnar Gwyneth Paltrow heldur því fram að börnin Apple, sex ára, og Moses, fjögurra ára, séu þægustu börn í heimi. Amman, leikkonan Blythe Danner, segir Paltrow og eiginmann hennar, Chris Martin, vera afbragðs uppalendur og láta frægðina ekki koma í veg fyrir að halda venjulegt heimili. 22.12.2010 06:15 Gerir ekki tvo hluti í einu Justin Timberlake á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu og því situr tónlistarferillinn á hakanum á meðan kvikmyndirnar eiga hug hans allan. 22.12.2010 06:00 Í hamingjukasti Leikkonan Cameron Diaz virðist vera búin að finna hamingjuna aftur með hafnaboltahetjunni Alex Rodriguez. Diaz var lengi vel í ástarsorg eftir fyrirsætuna Paul Schulfor en eftir að hún byrjaði með Rodriguez hefur hún blómstrað að sögn vina. Á dögunum sást til parsins í fríi í Mexíkó þar sem vel fór á með Diaz og dætrum Rodriguez svo ætla má að sambandið sé komið á alvarlegt stig. 22.12.2010 06:00 Gefur árinu puttann Breska söngkonan Lily Allen virðist endanlega vera búin að gefast upp á árinu 2010. Um helgina sendu hún út þau skilaboð á samskiptamiðlinum Twitter að hún gæfi árinu puttann en þá var hún veðurteppt á Heathrow-flugvelli en mikil snjókoma hefur sett flug úr skorðum í Evrópu. 22.12.2010 06:00 Klovn-mynd er klámmynd Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám. 22.12.2010 06:00 Stefán Máni hrósar Gillz Stefán Máni Sigþórsson tekur ekki þátt í jólabókaflóðinu í ár en á engu að síður glæpasögu ársins í Frakklandi. Stefán kveðst stoltur af Agli Gillz Einarssyni og auglýsingu hans sem gjaldfelldi stjörnugjafir á einu bretti. 22.12.2010 06:00 DVD-salan dreifðari en undanfarin ár DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingaraðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjölskyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjónvarpsseríum. 22.12.2010 06:00 Einfaldur og vinsæll eftirréttur: Engiferís með súkkulaðispæni Eva Einarsdóttir er sannkallaður ástríðukokkur. Sérgrein hennar er ljúffengir og hollir aðalréttir en hér sýnir hún á sér nýja hlið með uppskrift að einföldum og góðum engiferís. 22.12.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Faðir í fyrsta sinn Leikarinn David Schwimmer á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, breska ljósmyndaranum Zoe Buckman. Ekki er langt síðan parið lét pússa sig saman við leynilega athöfn fjarri kastljósi fjölmiðla. Schwimmer og Buckman kynntust árið 2007 í London. Þau ku vera í skýjunum með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni. 27.12.2010 02:00
Sumir eru með sjúklega góða rödd Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra íslensku hljómsveitina Steed Lord, sem skipar söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Einar og Eðvarð, skemmta fyrir troðfullu húsi á vinsælum næturklúbb í Los Angeles, Cinespace, á þriðjudaginn var. Svala söng og bræðurnir sáu um tónlistina. Eins og sjá má var stemningin frábær meðan á flutningnum stóð. 26.12.2010 08:46
Barnaspítali Hringsins fær góða gjöf Forráðamenn Kringlunnar, Hagkaups og Ljóma færðu Barnaspítala Hringsins 22. desember síðastliðinn að gjöf afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldinn var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítala Hringsins. Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn yngri en 10 ára og síðan börn 11 til 14 ára. Þemað í piparkökubakstrinum var Ísland, fjöll, hús, dýr og fólk. Alls söfnuðust 525.000 krónur. Eftirtalin fyrirtæki lögðu keppninni lið með peningagjöfum: Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Arion Banki, Vera Moda, Englabörn og Sony Center. Piparkökurnar voru til sýnis í Kringlunni nú í desember. Rikka og Jói Fel völdu sex tillögur sem fengu verðlaun. Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóum. „Okkur er sönn ánægja að færa Barnaspítala Hringsins þessa gjöf, sérstaklega þar sem það voru börn sem töku þátt í þessari keppni. Skemmtilegt var að sjá hugmyndir barnanna í bakstrinum. Ég vil þakka öllum fyrir þátttöku í keppninni og þeim fyrirtækjum sem stóðu að þessu með okkur," sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. 24.12.2010 10:18
Mið-Ísland gerir sjónvarpsþætti „Þátturinn á að vera ógeðslega skemmtilegur og eins fjölbreyttur og hægt er,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. 24.12.2010 10:00
Saman í öll jólaboðin „Það má segja að Tobba sé að fjölskylduvæða mig þessi jólin. Ég fer í fleiri jólaboð í ár en í fyrra en held þó í mínar hefðir,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og meðlimur Baggalúts, um hvernig jólahaldi hans og Þorbjargar Marinósdóttur, Tobbu eins og hún er kölluð, er háttað. 24.12.2010 10:00
Varð ástfangin af vini sínum Sveitasöngkonan Shania Twain trúlofaðist kærasta sínum, svissneska viðskiptamanninum Frederic Thiebaud, nýverið. Thiebaud og Twain náðu saman eftir að þáverandi makar þeirra áttu í ástarsambandi. Twain hefur slegið í gegn með lög á borð við You’re Still the One, You’ve Got A Way og That Don’t Impress Me Much og er talin ein ríkasta söngkona heims um þessar mundir. 24.12.2010 10:00
Gjafmildur Gyllenhaal Jake Gyllenhaal virðist vera kolfallin fyrir kantrísöngkonunni Taylor Swift en leikarinn gekk heldur betur langt í afmæligjöfum. Swift fyllti 21 ár í byrjun desember og fékk demantsarmband metið upp á 11 milljónir íslenskar krónur, 10 kíló af kaffi, kaffivél og forlátan gítar sem kostaði rúma milljón. 24.12.2010 09:00
Ólafur Darri með Balta í Hollywood Ólafur Darri Ólafsson hefur hreppt lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Meðal mótleikara Ólafs í myndinni eru þau Kate Beckinsale og Mark Wahlberg en myndin er endurgerð á hinni íslensku Reykjavik-Rotterdam. 24.12.2010 08:15
Fetar í fótspor Díönu Harry Bretaprins heimsótti Þýskaland á dögunum og sagði í viðtali við dagblaðið Bild að hann væri mjög ánægður með trúlofun bróður síns og Kate Middleton. 24.12.2010 08:00
Paltrow alltaf til staðar Leikkonan Gwyneth Paltrow á börnin Apple og Moses með eiginmanni sínum, Coldplay-söngvaranum Chris Martin. Paltrow segist njóta þess að eyða tíma með börnum sínum og tekur því ekki að sér kvikmyndahlutverk nema hún sé mjög hrifin af handritinu. 24.12.2010 07:30
Þurfti að yfirgefa flugvél Hótelerfingjinn Paris Hilton þurfti að yfirgefa flugvél vegna þess að hnífur fannst í vélinni. Hilton var á leið til Hawaii frá Losa Angeles ásamt kærasta sínum Cy Waitz. 24.12.2010 06:00
Ver Miley Kelly Osbourne tekur upp hanskann fyrir nýju vinkonu sína söngkonuna Miley Cyrus en hún hefur sætt mikillar gagnrýni í kjölfarið á að myndband af ungstirninu reykja pípu lak á netið. Osbourne segir Cyrus vera duglegustu stelpu sem hún þekkir og að hún eigi alls ekki skilið þessa gagnrýni. 24.12.2010 06:00
Sér lítið af börnum sínum Leikkonan Nicole Kidman viðurkenndi í viðtali við tímaritið Hello að hún sæi lítið af börnunum tvemur sem hún ættleiddi ásamt fyrrum eiginmanni sínum, Tom Cruise. 24.12.2010 06:00
Erfitt að sofa hjá vinkonu Eitt atriði úr kvikmyndinni Black Swan hefur vakið eftirtekt en það er kynlífsatriði milli aðalleikkvennana Natalie Portman og Mila Kunis. Atriðið var ekki auðvelt fyrir leikkonurnar en þær eru góðar vinkonur. 24.12.2010 06:00
Talar í fyrsta sinn um dauða Heath Ledger Tæplega þrjú ár eru liðin síðan leikarinn Heath Ledger féll frá. Í meðfylgjandi myndskeiði opnar barnsmóðir hans, leikkonan Michelle Williams, 30 ára, sig í fyrsta sinn eftir að hann féll frá í viðtali við sjónvarpsþáttinn Nightline. „Á undarlegan máta þá sakna ég ársins sem hann féll frá því möguleikinn á að hann væri á lífi er horfinn. Á þeim tíma þótti mér ekki ólíklegt að hann kæmi gangandi inn um dyrnar eða birtist bak við runna..." sagði Michelle meðal annars. 23.12.2010 14:29
Ó já það var fagnað eftir frumsýningu Gauragangs Á meðfylgjandi myndum má sjá aðstandendur myndarinnar Gauragangur fagna saman á Íslenska barnum eftir vel heppnaða frumsýningu. Myndin, sem er í leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar verður tekin til almennra sýninga í kvikmyndahúsum um allt land þann 26. desember. Með hlutverk Orms Óðinssonar fer Alexander Briem og fetar hann þar með í fótspor Ingvars E. Sigurðssonar og Góa. 23.12.2010 07:48
Vökudeildin fær hundruð húfa „Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitthvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. 23.12.2010 09:30
Skandall skekur H&M Mikill styr stendur þessa dagana um eina af uppáhaldsbúðum Íslendinga, Hennes & Mauritz. Sænska dagblaðið Expressen sakar verslanakeðjuna um að ljúga að viðskiptavinum sínum. Málið snýst um fatnað sem stenst ekki gæðakröfur fyrirtækisins. Það hefur verið yfirlýst stefna H&M að flíkurnar séu gefnar til hjálparstofnana en Expressen segir að það sé rangt, fyrirtækið eyðileggi í raun fatnaðinn og hendi honum. 23.12.2010 08:30
Kvartaði undan Scarlett Leikararnir Ryan Reynolds og Scarlett Johansson tilkynntu í byrjun mánaðarins að þau væru að skilja eftir rúmlega tveggja ára hjónaband. Samkvæmt tímaritinu US Weekly var það Johansson sem átti frumkvæðið að skilnaðinum og situr Reynolds því eftir með sárt ennið. 23.12.2010 08:00
Byggir hlöðu fyrir svín Leikkonan Reese Witherspoon stendur í stórræðum þessa dagana en hún er að byggja skýli við húsið sitt. Witherspoon er forfallinn dýraaðdáandi og var í raun knúin til að byggja yfir skepnurnar sínar, geitur, asna, svín og hænur. 23.12.2010 07:00
Enn bætir í borðspilin „Mér fannst vanta hressandi spil þar sem enginn þarf að svara sérhæfðum spurningum, ráða í orð eða leika hlutverk,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, sem gefur út spilið Fjör til enda nú fyrir jól. 23.12.2010 06:00
Vill fá börnin heim Leikkonan Nicole Kidman á erfitt með að sætta sig við að börnin tvö sem hún ættleiddi með Tom Cruise kjósi frekar að búa með föður sínum og konu hans Katie Holmes. 23.12.2010 06:00
Tólf kíló fokin af kónginum „Jú, ég er orðinn svolítið lúinn á aðfangadag. Ég reyni yfirleitt að leggja mig með börnunum í klukkutíma en ef það tekst ekki er ég orðinn eilítið þreyttur um kvöldið,“ segir Bubbi Morthens, sem hefur verið á þönum fyrir hver jól síðustu 26 ár. 23.12.2010 06:00
Þjóðin elskar Helga Björns og Justin Bieber Helgi Björnsson og Justin Bieber eiga söluhæstu plötur ársins hér á landi í innlenda og erlenda geiranum. 36 ár skilja að þessa ólíku en áhrifamiklu söngvara. 23.12.2010 06:00
Kraumur gaf sex verðlaun Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í gær, en það voru Apparat Organ Quartet, Ég, Nolo, Ólöf Arnalds, Daníel Bjarnason og Jónas Sigurðsson. Alls voru tuttugu plötur sem gefnar voru út á þessu ári í pottinum. 23.12.2010 06:00
Loksins saman um jólin „Við höfum verið saman í fjögur ár en þetta verða fyrstu jólin okkar saman,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Hann var á leiðinni norður þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum og ætlaði að leigja sér bíl til að keyra. 23.12.2010 06:00
Ungmeyjar grétu þegar meðlimir Árstíða árituðu Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir hefur ráðið rússneska umboðskonu sem bókar nú hvert giggið á fætur öðru í Austur-Evrópu. 23.12.2010 06:00
Aftur líf í Sirkushúsinu Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvuvörur. 23.12.2010 06:00
E-label selt í stærstu vefverslun Bretlands Íslenska merkið E-label hefur hafið samstarf við vefverslunina Asos.com og verður fáanlegt á síðunni frá og með janúarmánuði. Asos er stærsta vefverslun Bretlands og á hverjum mánuði heimsækja yfir átta milljónir manna síðuna. 23.12.2010 06:00
Ágætis bíójól fram undan Jól og áramót eru yfirleitt ágætis tími til að skella sér í kvikmyndahús. Íslenskar unglingaraunir, tæknibrelluskrímsli og danskir grínistar eru meðal þess sem rekur á fjörurnar. 23.12.2010 05:00
Avatar oftast stolið 2010 Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu árið 2010, samkvæmt upplýsingum frá skráaskiptabloggsíðunni TorrentFreak. Alls var myndinni halað niður 16,6 milljón sinnum. 23.12.2010 04:00
Steed Lord landar auglýsindadíl Í meðfylgjandi mynskeiði má sjá meðlimi hljómsveitarinnar Steed Lord, söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Egil og Edda Eðvarðssyni, leika aðalhlutverk í auglýsingu skóframleiðandans WeSC. Hljómsveitin hefur meira en nóg að gera við að skapa og flytja rafmagnaða danstónlist með popp ívafi en meðlimir eru búsettir í Los Angeles. 22.12.2010 09:42
Fáklædd Disney-stjarna hneykslar Fjölmiðlafulltrúar Disney hafa í nægu að snúast þessa dagana við að berja niður sögusagnir um eiturlyfjanotkun stjarnanna sinna og stöðva útbreiðslu kynlífsmyndbanda með þeim. Fyrst var það Miley Cyrus sem virtist reykja salvíu á myndbandi og nú eru það ansi djarfar myndir af nýjustu Disney-stjörnunni, Demi Lovato, en henni hefur einmitt verið spáð svipaðri frægð og velgengni og fröken Cyrus. 22.12.2010 07:15
Daðrar við mótleikkonu Leikarinn Johnny Depp er fallinn kylliflatur fyrir hinni 19 ára gömlu leikkonu, Kristen Stephenson-Pino. Frá þessu greinir slúðurritið Star og hefur á orði að Depp hafi ekki farið leynt með aðdáun sína á fegurðardísinni. Depp og Stephenson-Pino leika saman í myndinni Pirates of the Caribbean og er þeim vel til vina að sögn blaðsins. 22.12.2010 07:00
Stormsker ritar ævisögu Völu Grand „Það er oft með fólk sem er kannski ekki nema 25 ára, það hefur stundum lifað meira og merkilegra lífi heldur en þeir sem eru níræðir,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker. 22.12.2010 07:00
Bieber hefur kysst margar Söngvarinn Justin Bieber segist hafa kysst margar stelpur á undanförnum árum. „Ég hef átt nokkrar kærustur. Ég byrjaði að hitta stelpur þegar ég var þrettán ára. Ég var ekkert svo ungur,“ sagði hinn sextán ára Bieber í viðtali við tímaritið Heat. 22.12.2010 06:45
Ásdís Rán á ísbarnum á Kaffi Reykjavík Fyrirsætan Ásdís Rán hefur verið dugleg við að koma sér og nýrri snyrtivörulínu sinni á framfæri. Fyrst hélt hún jólaboð á skemmtistaðnum Replay við Grensás og í gær blés hún til blaðamannafundar á ísbarnum á Kaffi Reykjavík. 22.12.2010 06:30
Á vel upp alin börn Móðir leikkonunnar Gwyneth Paltrow heldur því fram að börnin Apple, sex ára, og Moses, fjögurra ára, séu þægustu börn í heimi. Amman, leikkonan Blythe Danner, segir Paltrow og eiginmann hennar, Chris Martin, vera afbragðs uppalendur og láta frægðina ekki koma í veg fyrir að halda venjulegt heimili. 22.12.2010 06:15
Gerir ekki tvo hluti í einu Justin Timberlake á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu og því situr tónlistarferillinn á hakanum á meðan kvikmyndirnar eiga hug hans allan. 22.12.2010 06:00
Í hamingjukasti Leikkonan Cameron Diaz virðist vera búin að finna hamingjuna aftur með hafnaboltahetjunni Alex Rodriguez. Diaz var lengi vel í ástarsorg eftir fyrirsætuna Paul Schulfor en eftir að hún byrjaði með Rodriguez hefur hún blómstrað að sögn vina. Á dögunum sást til parsins í fríi í Mexíkó þar sem vel fór á með Diaz og dætrum Rodriguez svo ætla má að sambandið sé komið á alvarlegt stig. 22.12.2010 06:00
Gefur árinu puttann Breska söngkonan Lily Allen virðist endanlega vera búin að gefast upp á árinu 2010. Um helgina sendu hún út þau skilaboð á samskiptamiðlinum Twitter að hún gæfi árinu puttann en þá var hún veðurteppt á Heathrow-flugvelli en mikil snjókoma hefur sett flug úr skorðum í Evrópu. 22.12.2010 06:00
Klovn-mynd er klámmynd Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám. 22.12.2010 06:00
Stefán Máni hrósar Gillz Stefán Máni Sigþórsson tekur ekki þátt í jólabókaflóðinu í ár en á engu að síður glæpasögu ársins í Frakklandi. Stefán kveðst stoltur af Agli Gillz Einarssyni og auglýsingu hans sem gjaldfelldi stjörnugjafir á einu bretti. 22.12.2010 06:00
DVD-salan dreifðari en undanfarin ár DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingaraðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjölskyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjónvarpsseríum. 22.12.2010 06:00
Einfaldur og vinsæll eftirréttur: Engiferís með súkkulaðispæni Eva Einarsdóttir er sannkallaður ástríðukokkur. Sérgrein hennar er ljúffengir og hollir aðalréttir en hér sýnir hún á sér nýja hlið með uppskrift að einföldum og góðum engiferís. 22.12.2010 06:00