Klovn-mynd er klámmynd 22. desember 2010 06:00 Klámfengin Klovn-myndin þykir klámfengin og miðað við atriðin sem talin eru upp í dönskum blöðum er ljóst að hún er á ansi gráu svæði. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða aldurstakmark verður inn á á sýningarnar hér á landi. Fréttablaðið/Anton Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám. Danskur barnabókahöfundur er æfur út í danska kvikmyndaeftirlitið vegna gamanmyndarinnar Klovn: The Movie sem byggir á samnefndum þáttum. Myndin er bönnuð börnum innan ellefu ára í Danmörku en það þykir barnabókahöfundinum ákaflega lágur aldur, hún ætti í raun að vera bönnuð innan sextán, þar sem hún sé mjög gróf. Vibeke Manniche er barnalæknir og hefur skrifað bækur á borð við Allt um barnið og Heilbrigð börn sem notið hafa töluverðra vinsælda í Danmörku. Í samtali við danska dagblaðið BT segir hún að Klovn-myndin sé ekkert annað en klám og hún skilji ekkert í danska kvikmyndaeftirlitinu að hafa aldurstakmarkið aðeins ellefu ára. „Myndin er alltaf gróf fyrir börn á þessum aldri,“ segir Manniche. Fram kemur í umfjöllun B.T. að vissulega sé mikið af nekt í myndinni og margir vilja meina að hún fari á köflum yfir velsæmismörkin. Þannig sést trúðurinn Frank Hvam stinga fingri upp í endaþarm konu, Casper Christensen hefur mök við karlmann og þar að auki gera þeir tveir grín að tilla ellefu ára gamals drengs. Vibeke segist óttast að myndin gæti haft alvarleg áhrif á hvernig börn upplifi sjálf sig og hvað sé eðlilegt. „Börn sem eru ellefu ára þekkja ekki muninn á skáldskap og raunveruleika. Myndin er mjög satírísk, sem gerir hana enn erfiðari í meltingu fyrir barn á þessum aldri,“ útskýrir Vibeke. Framleiðandi Klovn-myndarinnar, Louise Vesth, segist ekki líta á Klovn sem klám og vísaði að öðru leyti í ákvörðun danska kvikmyndaeftirlitsins. Könnun á vef Ekstrablaðsins leiðir hins vegar í ljós að lesendur eru ekki sammála framleiðandanum, tæplega sextíu prósent telja að myndin ætti að vera bönnuð innan fimmtán ára. Sambíóin dreifa Klovn-myndinni hér á Íslandi en hún verður frumsýnd 1. janúar. Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum segir að þeir séu ekki búnir að taka ákvörðun um hvaða aldurstakmark verði á myndinni. Á Íslandi er notast við svokallað hollenskt kerfi en það var tekið upp með lögum árið 2006. Kerfið á að vera nokkuð óbrigðult en Þorvaldur segir að þeir ætli að leita eftir upplýsingum um myndina og umræðum um hana í Danmörku. „Við eigum eftir að sjá myndina í heild sinni og tökum ákvörðun eftir það,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám. Danskur barnabókahöfundur er æfur út í danska kvikmyndaeftirlitið vegna gamanmyndarinnar Klovn: The Movie sem byggir á samnefndum þáttum. Myndin er bönnuð börnum innan ellefu ára í Danmörku en það þykir barnabókahöfundinum ákaflega lágur aldur, hún ætti í raun að vera bönnuð innan sextán, þar sem hún sé mjög gróf. Vibeke Manniche er barnalæknir og hefur skrifað bækur á borð við Allt um barnið og Heilbrigð börn sem notið hafa töluverðra vinsælda í Danmörku. Í samtali við danska dagblaðið BT segir hún að Klovn-myndin sé ekkert annað en klám og hún skilji ekkert í danska kvikmyndaeftirlitinu að hafa aldurstakmarkið aðeins ellefu ára. „Myndin er alltaf gróf fyrir börn á þessum aldri,“ segir Manniche. Fram kemur í umfjöllun B.T. að vissulega sé mikið af nekt í myndinni og margir vilja meina að hún fari á köflum yfir velsæmismörkin. Þannig sést trúðurinn Frank Hvam stinga fingri upp í endaþarm konu, Casper Christensen hefur mök við karlmann og þar að auki gera þeir tveir grín að tilla ellefu ára gamals drengs. Vibeke segist óttast að myndin gæti haft alvarleg áhrif á hvernig börn upplifi sjálf sig og hvað sé eðlilegt. „Börn sem eru ellefu ára þekkja ekki muninn á skáldskap og raunveruleika. Myndin er mjög satírísk, sem gerir hana enn erfiðari í meltingu fyrir barn á þessum aldri,“ útskýrir Vibeke. Framleiðandi Klovn-myndarinnar, Louise Vesth, segist ekki líta á Klovn sem klám og vísaði að öðru leyti í ákvörðun danska kvikmyndaeftirlitsins. Könnun á vef Ekstrablaðsins leiðir hins vegar í ljós að lesendur eru ekki sammála framleiðandanum, tæplega sextíu prósent telja að myndin ætti að vera bönnuð innan fimmtán ára. Sambíóin dreifa Klovn-myndinni hér á Íslandi en hún verður frumsýnd 1. janúar. Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum segir að þeir séu ekki búnir að taka ákvörðun um hvaða aldurstakmark verði á myndinni. Á Íslandi er notast við svokallað hollenskt kerfi en það var tekið upp með lögum árið 2006. Kerfið á að vera nokkuð óbrigðult en Þorvaldur segir að þeir ætli að leita eftir upplýsingum um myndina og umræðum um hana í Danmörku. „Við eigum eftir að sjá myndina í heild sinni og tökum ákvörðun eftir það,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“