Fleiri fréttir

Ævisögur poppara fljúga út

Aldrei áður í útgáfusögunni hafa ævisögur poppara verið jafn margar og í ár. Áður var hending ef ein ævisaga um tónlistarmann datt í hús á ári. Og allar þessar bækur virðast ganga mjög vel.

Poppstjarna í ninjubúning

Fjórar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina. Extract er ný gamanmynd frá höfundum Office Space með Jason Bateman í aðalhlutverki. Batman leikur Joel sem verður að bjarga fyrirtækinu sínu frá undirförlum starfsmönnum sem vilja komast yfir það. Einnig þarf hann að bjarga hjónabandi sínu sem er í bráðri hættu. Myndin fær 7 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com.

Íslenskir hönnuðir til Færeyja

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá mun skemmtistaðurinn Sirkús verða opnaður 11. desember í Færeyjum. Á jarðhæð hússins verður að auki starfrækt tískuverslun sem hefur hlotið nafnið Zoo, en þar verður til sölu hönnun eftir íslenska og færeyska hönnuði.

Spyrja einu sinni í viku

Pöbba-spurningakeppni fótboltasíðunnar Sammarinn.com sem hefur verið haldin á Enska barnum er orðin að vikulegum viðburði. Spurningakeppnin hófst í sumar og var þá haldin mánaðarlega. „Við erum dottnir í þennan vikulega pakka því aðsóknin er að aukast. Fyrst var þetta mikið til sama

Lög handa mömmu og pabba

Fjórða sólóplata Fabúlu, Margrétar Kristínar Sigurðar­dóttur, kemur út á föstudaginn. Platan heitir In Your Skin og inniheldur tólf lög sem eru flest sungin á ensku.

Spenntur fyrir Glastonbury

Bono, söngvari U2, segist vera himinlifandi og auðmjúkur yfir því að hljómsveitin verði eitt af þremur aðalnúmerunum á Glastonbury-hátíðinni næsta sumar. Þá verða fjörutíu ár liðin síðan hún var haldin í fyrsta sinn á Englandi. „Allir í hljómsveitinni eru mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Bono.

Samkynhneigðir spila bingó

Jólabingó Samtakanna 78 verður haldið í kvöld klukkan 20. „Þetta er ein helsta einstaka fjáröflun samtakanna,“ segir Lárus Ari Knútsson, formaður samtakanna. „Bingóið hefur stækkað ár frá ári og nú er svo komið að ekki dugar annað en sjálft mekka bingósins í Vinabæ í Skipholti.

Vinsælt þjálfunarkerfi

„Þetta er bara búið að slá algjörlega í gegn,“ segir Íris Huld Guðmundsdóttir. rekstrarstjóri og yfirleiðbeinandi Heilsuakademíunnar, um nýtt þjálfunarkerfi sem kallast TRX Suspension training. Þjálfunarkerfið er upprunnið í Navy Seals í Bandaríkjunum, en TRX-æfingar byggja upp jafnvægis- og djúpvöðvakerfi líkamans.

Stofnuðu Framkvæmdafélag listamanna

„Það má segja að þetta sé alhliða aðstoð við myndlistarmenn," segir Margrét Áskelsdóttir listfræðingur, en hún hefur stofnað Framkvæmdafélag listamanna, eða Frafl, ásamt vinkonu sinni Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur lögfræðingi. Félagið stofnuðu þær í nóvember og er markmið þess að skapa ný tækifæri fyrir myndlistarmenn, sjá um kynningu og sölu á verkum og gæta réttinda þeirra.

Bermuda vekur athygli á Twitter

„Twitter er alveg málið í dag,“ segir Íris Hólm, söngkona í Bermuda. Íris er tónlistarmaður mánaðarins á bandarísku vefsíðunni Studio Noize og er þar farið fögrum orðum um söng hennar, lagasmíðarnar og hljómsveitina.

MAC styður HIV-Ísland alnæmissamtök

„Efnahagsástandið hefur sett strik í reikninginn hjá HIV-Ísland alnæmissamtökunum þar sem mikið hefur dregið úr fjárframlögum til samtakanna. Því má segja að ekki hefði orðið af árlegri fræðslu til unglinga ef MAC Aids fund hefði ekki notið við,“ segir Lísa Einarsdóttir, vörumerkjastjóri MAC á Íslandi. Á laugardaginn fer fram árleg Viva Glam-fjáröflun

Hrá Rihanna

Á fjórðu plötunni sinni vill söngkonan Rihanna vera klúrari og meira töff en á poppsmellum eins og „Umbrella“. Platan heitir Rated R og kemur með viðvörunarmiða vegna sóðaorðbragðs.

Meryl hin fullkomna

Bandaríska leikkonan Meryl Streep er lifandi goðsögn í Hollwyood og er á sama stalli í huga bandarískra leikkvenna og Marlon Brando og Robert De Niro hjá körlunum.

Putti á mús og pönk í hjarta

Belafonte nefnist plata með samnefndum dúett Styrmis Sigurðssonar og Söru Marti Guðmundsdóttur. Sara söng með hljómsveitinni LHOOQ áður en hún sneri sér að leiklistinni, en Styrmir spilaði með í Pax Vobis og Grafík á 9. áratugnum áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Á Belafonte plötunni mætast gamlir og nýir straumar með nokkuð nýstárlegri niðurstöðu.

Tónlistarmenn súpa á jólaglöggi

Útón hélt árlegt jólaglögg sitt á Café Rosenberg fyrir skömmu. Þar söfnuðust saman félög tónlistarmanna og útgefenda og báru saman bækur sínar. Helstu hagsmunafélög tónlistarmanna og útgefenda kynntu starfsemi sína á markaðstorgi og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sá um að koma gestum í jólaskap. Í boði var Rosenberg-glögg og piparkökur sem runnu ljúft ofan í gestina.

Tiger sagður glaumgosi

Blettur er fallinn á nánast flekklaust líf Tiger Woods en nú er því haldið fram að þessi besti kylfingur heims sé ekki allur þar sem hann er séður.

Frímann seldur til DR 2

Sjónvarpsþáttaröð um ólíkindatólið og sjónvarpsmanninn Frímann Gunnarsson hefur verið seld til danska ríkissjónvarpsins og verður væntanlega sýnd á DR 2 þegar fram líða stundir

Varð að svæfa Sólmund Hólm

„Við vorum mjög góð við hann en það endaði með því að við urðum að láta svæfa greyið,“ segir tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson.

Ekki dónalegur Dónadúett

„Við höfum oft sagt að við syngjum ekki um dónaskap heldur um sannleikann. Það er bara hann sem er á tíðum dónalegur. Ekki við. Það er til dæmis staðreynd að til er fólk sem hefur bæði kynfæri karlmanns og

Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum

„Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega," svarar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir aðspurð um eftirminnileg jól. „En að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel"," segir hún brosandi og heldur áfram: „Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan." Sjá viðtalið í heild sinni við Unni Birnu á Jól.is.

Vinkonur búa til Heilaspuna

Vinkonurnar Sesselja G. Vilhjálmsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir senda í vikunni frá sér borðspilið Heilaspuni. Spilið er byggt á íslenskri, tungu, þjóðlífi, menningu og sögu. „Þetta er keppni í hver er bestur í að bulla og vera skapandi,“ segja þær. „Ef þú ert í skemmtilegum hópi getur þetta verið mjög fyndið spil.“

Tiger Woods vill fá næði

Kylfingurinn Tiger Woods slasaðist illa í andliti eftir að hafa ekið bíl sínum úr heimreið sinni á nálægan brunahana og á tré í garði nágrannans. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um tildrög slysins, en sumir halda að Woods hafi ætlað að keyra burt eftir hávaðasamt rifrildi við eiginkonu sína, sænsku

Spice Girls-söngleikur í vinnslu

Undirbúningur fyrir Spice Girls-söngleik er nú í fullum gangi. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun er búið að ákveða frumsýningardag og er nú verið að skrifa handritið, en söngleikurinn mun heita Viva Forever eftir lagi sveitarinnar sem kom út árið 1998.

Stærðir skiptir máli

Rihanna segir stærðina skipta máli þegar kemur að karlmönnum. Í viðtali við þýska tímaritið Bravo er söngkonan spurð hvað karlmaður þurfi til brunns að bera til að heilla hana, en söngkonan hefur verið á lausu frá því að hún sleit sambandi sínu við Chris Brown eftir að hann lagði hendur á hana í febrúar.

Jólaglögg hjá tónlistarfólki

Útón heldur árlegt jólaglögg í kvöld kl. 19 til 21 á Café Rosenberg við Klapparstíg. Glöggið er í boði félaga tónlistarmanna og útgefenda. Svavar Knútur mun sjá um að koma fólki í gott jólaskap á þessu fyrsta kvöldi jólamánaðarins. Í boði verður glögg og piparkökur auk þess sem helstu hagsmunasamtök tónlistarmanna og útgefenda kynna starfsemi sína á markaðstorgi. Allir eru velkomnir, bæði innan- og utanfélagsmenn. Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá sig á thorey@utflutningsrad.is.

Þolir ekki forsetann

Tímaritið US Weekly heldur því fram í nýjasta hefti sínu að leikkonan Angelina Jolie þoli ekki forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. „Hún hatar hann. Henni finnst mikilvægt að sinna menntamálum og finnst Obama of upptekinn af velferðarmálum. Henni finnst hann vera dulbúinn sósíalisti,“ var haft eftir heimildarmanni.

Stór maður með litla plötu

Sigurður Guðmundsson og Memfis mafían gerðu allt vitlaust með eldgömlum íslenskum slögurum í fyrra á plötunni Oft ég spurði mömmu. Sú plata var öll tekin upp á einn míkrafón eins og vaninn var á sjötta áratugnum.

Clapton bíður eftir Draumey

Ellen Kristjánsdóttir gaf nýlega út sína fyrstu plötu í tvö ár. Hún nefnist Draumey og hefur að geyma hugljúf lög sem flest eru eftir Ellen og Pétur Ben, sem einnig tók upp plötuna. „Ég var búin að liggja á hálfkláruðu efni mjög lengi. Svo kom þetta tilboð um að hita upp fyrir Eric Clapton í fyrra. Þá fórum við saman og æfðum nokkur lög og svo fór ég upp í sveit í janúar á þessu ári,“ segir Ellen.

Leikur aðalhlutverkið í myndum um Wallender

Sverrir Guðnason, þrítugur Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð, leikur eitt aðalhlutverkanna í nýjum sjónvarpsþáttum um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallender. Um er að ræða þrettán myndir, tólf sem fara á DVD-diska og síðar í sjónvarp og svo eina kvikmynd sem sýnd verður í sænskum kvikmyndahúsum. „Ég hef verið að leika mikið í Svíþjóð, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, og var bara fengin til að vera með, þetta er bara mjög gott mál“ segir Sverrir í samtali við Fréttablaðið.

Húsmæður hrifnar

Söngkonan María Magnúsdóttir hefur gefið út plötuna Not Your Housewife.

Frostrósirnar lagðar af stað

Frostrósirnar og fylgdarlið þeirra lögðu af stað í tónleikaferðalag sitt um landið í gær frá Reykjavíkurflugvelli. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja þar sem fyrstu tónleikarnir verða haldnir í kvöld.

Pétur Ben til Evrópu

Pétur Ben er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu í febrúar. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna sjálfum mér. Það er búið að vera á stefnuskránni í svolítinn tíma en núna er að myndast gat,“ segir Pétur. Túrinn hefst 17. febrúar og stendur yfir til 4. mars. Förinni er heitið til Þýskalands, Hollands, Belgíu og Sviss, þar sem Pétur verður einn með kassagítarinn.

Óskarskapphlaupið hafið

Þrír mánuðir eru þangað til Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles. Nú þegar eru menn farnir að spá því að samkeppnin í flokknum Besta myndin verði sú harðasta í langan tíma.

Sjá næstu 50 fréttir