Fleiri fréttir Sannur sigurvegari Heimildarkvikmynd Þorsteins Jónssonar um Ástþór Skúlason verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan sex. Myndin hefur vakið mikla athygli og var meðal annars sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fór um helgina. 31.5.2007 08:00 Stórar tilfinningar hjá Myst Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. 31.5.2007 07:30 Kærasti Lindsay í kókaíni Kvennabósinn Calum Best er háður kókaíni og stundar hópkynlíf með vændiskonum. Þetta kom fram í breska dagblaðinu The Sun í gær en blaðið birti myndir af Best í félagsskap vændiskvenna þar sem hann neytti kókaíns. Best, sem er sonur knattspyrnuhetjunnar George Best heitins, komst nýverið í fréttirnar fyrir að slá sér upp með leikkonunni Lindsay Lohan. 31.5.2007 07:30 Þjóðarrétturinn eldist vel Anna Bergljót Thorarensen hefur lítinn tíma til eldamennsku þessa dagana. Þegar tími gefst til er þjóðarréttur fjölskyldunnar þó í uppáhaldi. „Þetta er þjóðarréttur okkar í Bakkahjalla 10, fjölskyldumaturinn,“ sagði Anna Bergljót, sem iðulega er kölluð Anna Begga, um uppskriftina sem hún deilir með lesendum Fréttablaðsins í dag. „Ég man eftir mér mjög lítilli að borða þennan mat. Við erum öll jafnhrifin af þessu, fjölskyldan,“ sagði hún. 31.5.2007 07:00 Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. 31.5.2007 07:00 Leikið öfganna á milli Sinfóníuhljómsveit Íslands slær botninn í Sjostakovitsj-maraþon sitt á tónleikum í kvöld og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Fyrir fimm árum ýtti aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba því metnaðarfulla verkefni úr vör að sveitin flytti allar sinfóníur rússneska tónskáldsins Dímítríj Sjostakovitsj. 31.5.2007 06:45 Í nafni málarans Matisse Myndlistartvíæringa er ekki eingöngu að finna í Feneyjum. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem leggur stund á meistaranám við listaháskólann Villa Arson í Frakklandi, tekur nú þátt í tvíæringnum Nouvelle Biennale í Nice í Frakklandi. 31.5.2007 06:45 Flaming Lips á Hróarskeldu Hin bandaríska Flaming Lips bættist í gær í hóp þeirra hljómsveita sem ætla að troða upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar en tuttugu ár eru síðan hljómsveitin spilaði fyrst á hátíðinni. 31.5.2007 06:30 Innréttingarnar lifna við Formleg opnun á starfsemi í nýendurbyggðu Húsi Innréttinganna og viðbyggingu í Aðalstræti 10 verður kl. 17 í dag en í gamla húsinu á neðri hæðinni verður Reykjavíkurborg með sýningu í Fógetastofum. 31.5.2007 06:30 Innlent efni aukið Heimasíðan kvikmynd.is, sem nýtur sívaxandi vinsælda, hefur aukið til muna áherslu sína á íslenska þætti. „Við sendum út bréf á dögunum og auglýstum eftir þáttum og þáttagerðarfólki og fengum fín viðbrögð. Þetta er allt í raun hluti af þeim viðbrögðum,“ segir Þóroddur Bjarnason, annar eigenda kvikmynd.is. 31.5.2007 06:30 Britney Spears rænulaus á karlaklósetti Britney Spears sletti vel úr klaufunum síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir eingöngu klukkutíma dvöl á Sky Bar Mondrian hótelsins í Los Angeles fannst poppstjarnan nánast rænulaus inni á karlaklósettinu, þar sem hún kastaði viðstöðulaust upp. 31.5.2007 06:00 Ráðherra sló ritarann fyrir álfi „Þetta telst eitt af mínum allra fyrstu embættisverkum. Og það geri ég með mjög glöðu geði,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Í gær keypti Guðlaugur fyrsta álfinn í hinni árlegu álfasölu SÁÁ sem nú fer fram í 18. sinn. 31.5.2007 05:30 Smakkveisla Svía Fyrir þá sem eru á leið til Norðurlanda eða eru búsettir á þeim slóðum er ekki úr vegi að sækja Stokkhólm heim á næstu dögum. Frá 1. til 6. júní stendur þar yfir viðamikil matarveisla sem um hálf milljón gesta sækir heim á ári hverju. Matarveislan kallast Smaka på Stockholm, eða Bragðaðu á Stokkhólmi, og fer fram í almenningsgarðinum Kungsträdgården. 31.5.2007 05:00 Dúopp-lag í loftið Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá. Lagið er tileinkað íslenskum táningum og er ætlað sem innlegg í þá fábreytnu unglingamenningu sem þrífst hérlendis. 31.5.2007 05:00 Konungskomu 1907 minnst Í sumar verða hundrað ár liðin frá því að Friðrik áttundi konungur sótti Íslendinga heim en af því tilefni verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í dag. 31.5.2007 04:00 Bollur Bubba í Mat og lífsstíl Þáttaröðin Matur og lífsstíll, í umsjón Valgerðar Matthíasdóttur, hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar sækir Vala þekkta Íslendinga heim og fær þá til að elda uppáhaldsréttina sína fyrir áhorfendur. Þættirnir verða á dagskrá á fimmtudagskvöldum í sumar klukkan 20.05 og munu uppskriftir úr þeim birtast á síðum Fréttablaðsins. Það er tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens sem ríður á vaðið. 31.5.2007 04:00 Reykingar kvaddar með stæl Forráðamenn veitinga- og skemmtistaða landsins munu margir hverjir eyða deginum í að syrgja reykingar, en sem kunnugt er verða þær bannaðar á slíkum vettvangi frá og með morgundeginum. Margir staðir keppast því við að tæma sígarettulagerinn og hafa sumir þeirra tekið upp á því að vera með eins konar reykingaþema í dag. 31.5.2007 03:00 Pamela segir börnunum frá kynlífsmyndbandinu Pamela Anderson hefur neyðst til að segja börnum sínum frá kynlífsmyndbandinu fræga sem hún gerði á sínum tíma með fyrrum eiginmanni sínum, rokkaranum Tommy Lee. 31.5.2007 02:00 Skaut vaktstjóra á Wendy's vegna chilisósudeilu Vaktstjóri á Wendy's veitingastað á Miami var skotinn ítrekað í handlegginn eftir að hann neitaði að gefa viðskiptavini aukaskammt af chili-sósu. 30.5.2007 17:32 Tvífari Parisar Hilton leysir hana af í samkvæmislífinu Svissnesk stúlka, sem er sláandi lík Paris Hilton hefur boðist til að leysa hana af í samkvæmislífinu á meðan hún dvelur í fangelsi. 30.5.2007 15:49 Getur þú hjálpað Hillary Clinton með kosningalag? Öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton biðlar nú til almennings að hjálpa sér að velja kosningalag. Clinton, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum auglýsir á vefsíðunni YouTube eftir hugmyndum að kosningalagi. Fleiri en 130 þúsund manns hafa kosið frá því kosningin hófst um miðjan maí og er niðurstöðu að vænta fljótlega. 30.5.2007 09:00 Stökkbreyttar kýr framleiða léttmjólk Vísindamenn líftæknifyrirtækisins ViaLactica reyna nú að rækta hjörð kúa sem framleiðir léttmjólk. Kýrin Marge uppgötvaðist árið 2001 við rannsóknir á Kúastofni á Nýja-Sjálandi. Stökkbreyttur litningur veldur því að mjólk hennar inniheldur aðeins 1 prósent fitu, en venjuleg mjólk er um 3.5 prósent feit. 29.5.2007 19:51 Tíu þúsund ára fjárfesting Fasteignakaup eru langtímafjárfesting. En á fáum stöðum jafn mikil og á Lo’ihi eldfjallinu á Havaí. Þarlend fasteignasala, Lo'ihi Development Co. ætlar á næstunni að hefja sölu á lóðum á Lo'ihi. Lóðirnar sem eru allar með glæsilegu sjávarútsýni eru á kynningartilboði og kosta um 2500 krónur. Áætluð afhending er þó ekki fyrr en eftir 10 þúsund ár hið minnstam en lóðirnar eru sem stendur um kílómetra undir sjávarmáli. Eigendur fyrirtækisins, Norm Nichols og Linda Kramer, segja þetta að mestu til gamans gert. Þau sjá fyrir sér samfélag eigenda á netinu þar sem væri rætt um allt frá götunöfnum til ríkisstjórnar eyjunnar. Þá vilja þau halda eigendafund 1. apríl ár hvert á báti yfir eldfjallinu. Vísindamenn vita ekki hvort, og þá hvenær, eldfjallið rís úr Kyrrahafinu. Margir þeirra reikna með því að það séu um tíuþúsund ár þangað til, þó það gæti verið mun lengur. 29.5.2007 17:29 París, lemdu einhvern París Hilton er á leið í fangelsi, eins og öll heimsbyggðin veit. Stúlkan ku kvíða því nokkuð og hefur leitað ráða um hvernig hún á að hegða sér. Leikarinn Ice-T sem meðal annars leikur í Law & Order sjónvarpsþáttunum gaf henni einfalt ráð. Hann sagði henni að lemja einhvern um leið og hún kæmi innfyrir múranna. Eftir það yrði hún sett í svokallaða verndurnarvist og gæti dúllað við að lakka á sér neglurnar þartil henni verður sleppt. 29.5.2007 15:45 Papparassar bauluðu á Pamelu Ljósmyndarar á kvikmyndahátíðinni í Cannes bauluðu á Pamelu Anderson þegar hún mætti of seint í myndatöku hjá þeim og stoppaði aðeins í nokkrar mínútur. Anderson var mætt til þess að kynna nýjustu mynd sína "Blond and Blonder." Það mun vera gamanmynd sem kynnt er sem "Dumb and Dumber" hitta "Legally blond." 29.5.2007 12:00 Drottningin heiðrar House Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska leikarann Hugh Laurie með því að veita honum OBE orðuna. OBE stendur fyrir Order of the Birtish Empire. Laurie hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum um doktor Gregory House; skapstirðan snilling í læknavísindum. Fyrir leik sinn í þeim þáttum hefur hann hlotið tvenn Golden Globe verðlaun. 29.5.2007 11:15 Lohan ákærð fyrir að aka undir áhrifum Ungstirnið Lindsey Lohan hefur fetað í fótspor vinkonu sinnar Parísar Hilton og verið ákærð fyrir að aka undir áhrifum. Hún lenti í óhappi á sportbílnum sínum á Sunset Boulevard Í Los Angeles og þegar lögregla kom á staðinn fannst efni í bíl hennar sem talið er vera kókaín. 27.5.2007 17:12 36 pylsur á 12 mínútum Bandaríkjamenn keppa í öllu á milli himins og jarðar og engum þarf að koma á óvart að þessi mikla matarþjóð gerir pylsuát að æsispennandi keppni. Helstu pylsuætur Fíladelfíu öttu kappi í gær og eftir mikið át stóð Sonya nokkur Thomas uppi sem sigurvegari. 27.5.2007 13:45 Geimfari ástarþríhyrnings hættir hjá Nasa William Oefelein geimfari hefur verið fluttur til í starfi og hættir hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hann var flæktur í ástarþríhyrning sem leiddi til uppgjörs á milli tveggja kvenna. Oefelein mun hefja störf hjá sjóhernum þar sem hann gegndi áður stöðu. Lisa Nowak geimfari og ein tveggja kvenna sem Oefelein átti í ástarsambandi við, bíður nú réttarhalds vegna ákæru um mannrán og líkamsárás. 26.5.2007 16:08 Sautján ára söngdrottning Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. 26.5.2007 16:00 Heimsótti þriggja ára krabbameinssjúkan aðdáanda sinn „Við höfum fengið ansi mikið af svona tölvupóstum þar sem börn hafa hellt sér af fullum krafti útí Latabæjar-lífstílinn," segir Magnús Scheving. Í helgarútgáfu breska blaðsins Sunday People var sagt frá hinum tveggja ára gamla Cody McCaffrey sem slapp frá leiksskólanum sínum og lagði af stað í mikla hættuför heim til sín. Móðir drengsins lýsti því síðan yfir að hún væri viss um að Cody hefði þarna verið að herma eftir hetjunni sinni, sjálfum Sportacus eða Íþróttaálfinum úr Latabæ. „Hann elskar ekki bara Latabæ, Latibær er lífið sjálft," sagði móðirin. 26.5.2007 15:00 Verðum bestir í London Matreiðslumaðurinn Agnar Sverrisson ætlar að opna besta veitingastað í London á næstu vikum. Staðurinn, sem heitir Texture, mun státa af besta kampavínslista borgarinnar. 26.5.2007 15:00 Keira fær bætur Leikkonan Keira Knightley hefur unnið skaðabótamál sem hún höfðaði gegn breska slúðurblaðinu The Daily Mail vegna fréttar þar sem gefið var í skyn að hún ætti þátt í dauða nítján ára stúlku sem lést úr átröskun. Jafnframt var því haldið fram að Knightley þjáðist sjálf af átröskun, sem hún hefur þvertekið fyrir. 26.5.2007 14:30 Þægilegt skal það vera Það er ýmislegt í tísku núna sem hentar ekki beinlínis í vinnunna. Mínístuttbuxur, korselett og gallabuxur með háu mitti eru smart í kokteilboðin eða út á lífið en eru ekki praktískur kostur á skrifstofunni. Það sem er búið að heilla mig sérstaklega í vor eru þessar skemmtilegu útgáfur af stuttum skokkum sem eru frekar lausir í sniðinu og virka bæði einir og sér eða yfir gallabuxur eða leggings. 26.5.2007 14:00 Frumsýning í Japan Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní. Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet. 26.5.2007 14:00 Úr handboltanum í rokkið Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins. 26.5.2007 14:00 Fór á kostum í keilu „Þetta var eiginlega hálf ótrúlegt, Sigurjón gerði fellu í hverri einustu tilraun,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri kvikmyndarinnar Stóra planið, en nýverið var tekið upp atriði þar sem persónur þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Péturs Jóhanns Sigfússonar voru á æfingu hjá keilufélaginu Mjöll. Að sögn leikstjórans fer eitthvað færri sögum af hæfileikum Péturs Jóhanns í keilunni en tökuliðið var agndofa yfir hæfni Sigurjóns. 26.5.2007 13:00 KR-útvarpið á tímamótum KR-útvarpið verður með sína 200. útsendingu á mánudagskvöld þegar KR og Víkingur eigast við í Landsbankadeild karla. „Við vorum að leita leiða til að bæta við stuðningsmannastarfið og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Höskuldur Höskuldsson, sérlegur útvarpsstjóri KR. 26.5.2007 12:30 Hjón í orði, á borði og á sviði Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson eru samferða í vinnuna þessa dagana. Þau leika hjón í sýningunni Yfirvofandi, í stofunni heima hjá leikskáldinu á Lokastígnum. 26.5.2007 12:00 Eyþór senuþjófur í Cannes Athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu eftir að hafa verið í sviðljósinu í kringum Hostel-hryllingsmyndina sem sló eftirminnilega í gegn. 26.5.2007 11:00 Bíða íslenska afmælisins Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. 26.5.2007 11:00 Sixtís „kitsch“ Snillingurinn John Galliano sýndi nýlega strandfatnaðarlínu fyrir Dior sumarið 2008. Sýningin átti sér stað í New York fyrir fullu húsi og stjörnur eins og Penelope Cruz, Dita Von Teese og Charlize Theron sátu á fremstu bekkjum. 26.5.2007 10:00 Barbarella snýr aftur á næsta ári Leikstjórinn Robert Rodriguez, maðurinn á bak við Sin City, ætlar að endurgera kvikmyndina Barbarella. Jane Fonda fór með aðalhlutverkið í upphaflegu myndinni sem kom út árið 1968. Er hún byggð á myndasögubók Frakkans Jean-Claude Forest og fjallar um Barbarellu sem reynir að fletta ofan af áformum hins illa Duran-Duran í framtíðinni. 26.5.2007 10:00 Baksviðs í Cannes Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu. 26.5.2007 10:00 Árleg tískuhátíð í líkingu við Airwaves Basecamp og Eskimo standa fyrir viðamikilli tískusýningu í næstu viku, sem vakið hefur áhuga erlendra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað þessu líkt,“ sagði Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo. „Þetta er ekki Icelandic Fashion week eða neitt í þá áttina. Við erum frekar að lyfta fram grasrótarhönnuðum, sem eru að byrja,“ sagði hún. 26.5.2007 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Sannur sigurvegari Heimildarkvikmynd Þorsteins Jónssonar um Ástþór Skúlason verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan sex. Myndin hefur vakið mikla athygli og var meðal annars sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fór um helgina. 31.5.2007 08:00
Stórar tilfinningar hjá Myst Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. 31.5.2007 07:30
Kærasti Lindsay í kókaíni Kvennabósinn Calum Best er háður kókaíni og stundar hópkynlíf með vændiskonum. Þetta kom fram í breska dagblaðinu The Sun í gær en blaðið birti myndir af Best í félagsskap vændiskvenna þar sem hann neytti kókaíns. Best, sem er sonur knattspyrnuhetjunnar George Best heitins, komst nýverið í fréttirnar fyrir að slá sér upp með leikkonunni Lindsay Lohan. 31.5.2007 07:30
Þjóðarrétturinn eldist vel Anna Bergljót Thorarensen hefur lítinn tíma til eldamennsku þessa dagana. Þegar tími gefst til er þjóðarréttur fjölskyldunnar þó í uppáhaldi. „Þetta er þjóðarréttur okkar í Bakkahjalla 10, fjölskyldumaturinn,“ sagði Anna Bergljót, sem iðulega er kölluð Anna Begga, um uppskriftina sem hún deilir með lesendum Fréttablaðsins í dag. „Ég man eftir mér mjög lítilli að borða þennan mat. Við erum öll jafnhrifin af þessu, fjölskyldan,“ sagði hún. 31.5.2007 07:00
Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. 31.5.2007 07:00
Leikið öfganna á milli Sinfóníuhljómsveit Íslands slær botninn í Sjostakovitsj-maraþon sitt á tónleikum í kvöld og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Fyrir fimm árum ýtti aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba því metnaðarfulla verkefni úr vör að sveitin flytti allar sinfóníur rússneska tónskáldsins Dímítríj Sjostakovitsj. 31.5.2007 06:45
Í nafni málarans Matisse Myndlistartvíæringa er ekki eingöngu að finna í Feneyjum. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem leggur stund á meistaranám við listaháskólann Villa Arson í Frakklandi, tekur nú þátt í tvíæringnum Nouvelle Biennale í Nice í Frakklandi. 31.5.2007 06:45
Flaming Lips á Hróarskeldu Hin bandaríska Flaming Lips bættist í gær í hóp þeirra hljómsveita sem ætla að troða upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar en tuttugu ár eru síðan hljómsveitin spilaði fyrst á hátíðinni. 31.5.2007 06:30
Innréttingarnar lifna við Formleg opnun á starfsemi í nýendurbyggðu Húsi Innréttinganna og viðbyggingu í Aðalstræti 10 verður kl. 17 í dag en í gamla húsinu á neðri hæðinni verður Reykjavíkurborg með sýningu í Fógetastofum. 31.5.2007 06:30
Innlent efni aukið Heimasíðan kvikmynd.is, sem nýtur sívaxandi vinsælda, hefur aukið til muna áherslu sína á íslenska þætti. „Við sendum út bréf á dögunum og auglýstum eftir þáttum og þáttagerðarfólki og fengum fín viðbrögð. Þetta er allt í raun hluti af þeim viðbrögðum,“ segir Þóroddur Bjarnason, annar eigenda kvikmynd.is. 31.5.2007 06:30
Britney Spears rænulaus á karlaklósetti Britney Spears sletti vel úr klaufunum síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir eingöngu klukkutíma dvöl á Sky Bar Mondrian hótelsins í Los Angeles fannst poppstjarnan nánast rænulaus inni á karlaklósettinu, þar sem hún kastaði viðstöðulaust upp. 31.5.2007 06:00
Ráðherra sló ritarann fyrir álfi „Þetta telst eitt af mínum allra fyrstu embættisverkum. Og það geri ég með mjög glöðu geði,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Í gær keypti Guðlaugur fyrsta álfinn í hinni árlegu álfasölu SÁÁ sem nú fer fram í 18. sinn. 31.5.2007 05:30
Smakkveisla Svía Fyrir þá sem eru á leið til Norðurlanda eða eru búsettir á þeim slóðum er ekki úr vegi að sækja Stokkhólm heim á næstu dögum. Frá 1. til 6. júní stendur þar yfir viðamikil matarveisla sem um hálf milljón gesta sækir heim á ári hverju. Matarveislan kallast Smaka på Stockholm, eða Bragðaðu á Stokkhólmi, og fer fram í almenningsgarðinum Kungsträdgården. 31.5.2007 05:00
Dúopp-lag í loftið Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá. Lagið er tileinkað íslenskum táningum og er ætlað sem innlegg í þá fábreytnu unglingamenningu sem þrífst hérlendis. 31.5.2007 05:00
Konungskomu 1907 minnst Í sumar verða hundrað ár liðin frá því að Friðrik áttundi konungur sótti Íslendinga heim en af því tilefni verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í dag. 31.5.2007 04:00
Bollur Bubba í Mat og lífsstíl Þáttaröðin Matur og lífsstíll, í umsjón Valgerðar Matthíasdóttur, hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar sækir Vala þekkta Íslendinga heim og fær þá til að elda uppáhaldsréttina sína fyrir áhorfendur. Þættirnir verða á dagskrá á fimmtudagskvöldum í sumar klukkan 20.05 og munu uppskriftir úr þeim birtast á síðum Fréttablaðsins. Það er tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens sem ríður á vaðið. 31.5.2007 04:00
Reykingar kvaddar með stæl Forráðamenn veitinga- og skemmtistaða landsins munu margir hverjir eyða deginum í að syrgja reykingar, en sem kunnugt er verða þær bannaðar á slíkum vettvangi frá og með morgundeginum. Margir staðir keppast því við að tæma sígarettulagerinn og hafa sumir þeirra tekið upp á því að vera með eins konar reykingaþema í dag. 31.5.2007 03:00
Pamela segir börnunum frá kynlífsmyndbandinu Pamela Anderson hefur neyðst til að segja börnum sínum frá kynlífsmyndbandinu fræga sem hún gerði á sínum tíma með fyrrum eiginmanni sínum, rokkaranum Tommy Lee. 31.5.2007 02:00
Skaut vaktstjóra á Wendy's vegna chilisósudeilu Vaktstjóri á Wendy's veitingastað á Miami var skotinn ítrekað í handlegginn eftir að hann neitaði að gefa viðskiptavini aukaskammt af chili-sósu. 30.5.2007 17:32
Tvífari Parisar Hilton leysir hana af í samkvæmislífinu Svissnesk stúlka, sem er sláandi lík Paris Hilton hefur boðist til að leysa hana af í samkvæmislífinu á meðan hún dvelur í fangelsi. 30.5.2007 15:49
Getur þú hjálpað Hillary Clinton með kosningalag? Öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton biðlar nú til almennings að hjálpa sér að velja kosningalag. Clinton, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum auglýsir á vefsíðunni YouTube eftir hugmyndum að kosningalagi. Fleiri en 130 þúsund manns hafa kosið frá því kosningin hófst um miðjan maí og er niðurstöðu að vænta fljótlega. 30.5.2007 09:00
Stökkbreyttar kýr framleiða léttmjólk Vísindamenn líftæknifyrirtækisins ViaLactica reyna nú að rækta hjörð kúa sem framleiðir léttmjólk. Kýrin Marge uppgötvaðist árið 2001 við rannsóknir á Kúastofni á Nýja-Sjálandi. Stökkbreyttur litningur veldur því að mjólk hennar inniheldur aðeins 1 prósent fitu, en venjuleg mjólk er um 3.5 prósent feit. 29.5.2007 19:51
Tíu þúsund ára fjárfesting Fasteignakaup eru langtímafjárfesting. En á fáum stöðum jafn mikil og á Lo’ihi eldfjallinu á Havaí. Þarlend fasteignasala, Lo'ihi Development Co. ætlar á næstunni að hefja sölu á lóðum á Lo'ihi. Lóðirnar sem eru allar með glæsilegu sjávarútsýni eru á kynningartilboði og kosta um 2500 krónur. Áætluð afhending er þó ekki fyrr en eftir 10 þúsund ár hið minnstam en lóðirnar eru sem stendur um kílómetra undir sjávarmáli. Eigendur fyrirtækisins, Norm Nichols og Linda Kramer, segja þetta að mestu til gamans gert. Þau sjá fyrir sér samfélag eigenda á netinu þar sem væri rætt um allt frá götunöfnum til ríkisstjórnar eyjunnar. Þá vilja þau halda eigendafund 1. apríl ár hvert á báti yfir eldfjallinu. Vísindamenn vita ekki hvort, og þá hvenær, eldfjallið rís úr Kyrrahafinu. Margir þeirra reikna með því að það séu um tíuþúsund ár þangað til, þó það gæti verið mun lengur. 29.5.2007 17:29
París, lemdu einhvern París Hilton er á leið í fangelsi, eins og öll heimsbyggðin veit. Stúlkan ku kvíða því nokkuð og hefur leitað ráða um hvernig hún á að hegða sér. Leikarinn Ice-T sem meðal annars leikur í Law & Order sjónvarpsþáttunum gaf henni einfalt ráð. Hann sagði henni að lemja einhvern um leið og hún kæmi innfyrir múranna. Eftir það yrði hún sett í svokallaða verndurnarvist og gæti dúllað við að lakka á sér neglurnar þartil henni verður sleppt. 29.5.2007 15:45
Papparassar bauluðu á Pamelu Ljósmyndarar á kvikmyndahátíðinni í Cannes bauluðu á Pamelu Anderson þegar hún mætti of seint í myndatöku hjá þeim og stoppaði aðeins í nokkrar mínútur. Anderson var mætt til þess að kynna nýjustu mynd sína "Blond and Blonder." Það mun vera gamanmynd sem kynnt er sem "Dumb and Dumber" hitta "Legally blond." 29.5.2007 12:00
Drottningin heiðrar House Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska leikarann Hugh Laurie með því að veita honum OBE orðuna. OBE stendur fyrir Order of the Birtish Empire. Laurie hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum um doktor Gregory House; skapstirðan snilling í læknavísindum. Fyrir leik sinn í þeim þáttum hefur hann hlotið tvenn Golden Globe verðlaun. 29.5.2007 11:15
Lohan ákærð fyrir að aka undir áhrifum Ungstirnið Lindsey Lohan hefur fetað í fótspor vinkonu sinnar Parísar Hilton og verið ákærð fyrir að aka undir áhrifum. Hún lenti í óhappi á sportbílnum sínum á Sunset Boulevard Í Los Angeles og þegar lögregla kom á staðinn fannst efni í bíl hennar sem talið er vera kókaín. 27.5.2007 17:12
36 pylsur á 12 mínútum Bandaríkjamenn keppa í öllu á milli himins og jarðar og engum þarf að koma á óvart að þessi mikla matarþjóð gerir pylsuát að æsispennandi keppni. Helstu pylsuætur Fíladelfíu öttu kappi í gær og eftir mikið át stóð Sonya nokkur Thomas uppi sem sigurvegari. 27.5.2007 13:45
Geimfari ástarþríhyrnings hættir hjá Nasa William Oefelein geimfari hefur verið fluttur til í starfi og hættir hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hann var flæktur í ástarþríhyrning sem leiddi til uppgjörs á milli tveggja kvenna. Oefelein mun hefja störf hjá sjóhernum þar sem hann gegndi áður stöðu. Lisa Nowak geimfari og ein tveggja kvenna sem Oefelein átti í ástarsambandi við, bíður nú réttarhalds vegna ákæru um mannrán og líkamsárás. 26.5.2007 16:08
Sautján ára söngdrottning Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. 26.5.2007 16:00
Heimsótti þriggja ára krabbameinssjúkan aðdáanda sinn „Við höfum fengið ansi mikið af svona tölvupóstum þar sem börn hafa hellt sér af fullum krafti útí Latabæjar-lífstílinn," segir Magnús Scheving. Í helgarútgáfu breska blaðsins Sunday People var sagt frá hinum tveggja ára gamla Cody McCaffrey sem slapp frá leiksskólanum sínum og lagði af stað í mikla hættuför heim til sín. Móðir drengsins lýsti því síðan yfir að hún væri viss um að Cody hefði þarna verið að herma eftir hetjunni sinni, sjálfum Sportacus eða Íþróttaálfinum úr Latabæ. „Hann elskar ekki bara Latabæ, Latibær er lífið sjálft," sagði móðirin. 26.5.2007 15:00
Verðum bestir í London Matreiðslumaðurinn Agnar Sverrisson ætlar að opna besta veitingastað í London á næstu vikum. Staðurinn, sem heitir Texture, mun státa af besta kampavínslista borgarinnar. 26.5.2007 15:00
Keira fær bætur Leikkonan Keira Knightley hefur unnið skaðabótamál sem hún höfðaði gegn breska slúðurblaðinu The Daily Mail vegna fréttar þar sem gefið var í skyn að hún ætti þátt í dauða nítján ára stúlku sem lést úr átröskun. Jafnframt var því haldið fram að Knightley þjáðist sjálf af átröskun, sem hún hefur þvertekið fyrir. 26.5.2007 14:30
Þægilegt skal það vera Það er ýmislegt í tísku núna sem hentar ekki beinlínis í vinnunna. Mínístuttbuxur, korselett og gallabuxur með háu mitti eru smart í kokteilboðin eða út á lífið en eru ekki praktískur kostur á skrifstofunni. Það sem er búið að heilla mig sérstaklega í vor eru þessar skemmtilegu útgáfur af stuttum skokkum sem eru frekar lausir í sniðinu og virka bæði einir og sér eða yfir gallabuxur eða leggings. 26.5.2007 14:00
Frumsýning í Japan Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní. Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet. 26.5.2007 14:00
Úr handboltanum í rokkið Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins. 26.5.2007 14:00
Fór á kostum í keilu „Þetta var eiginlega hálf ótrúlegt, Sigurjón gerði fellu í hverri einustu tilraun,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri kvikmyndarinnar Stóra planið, en nýverið var tekið upp atriði þar sem persónur þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Péturs Jóhanns Sigfússonar voru á æfingu hjá keilufélaginu Mjöll. Að sögn leikstjórans fer eitthvað færri sögum af hæfileikum Péturs Jóhanns í keilunni en tökuliðið var agndofa yfir hæfni Sigurjóns. 26.5.2007 13:00
KR-útvarpið á tímamótum KR-útvarpið verður með sína 200. útsendingu á mánudagskvöld þegar KR og Víkingur eigast við í Landsbankadeild karla. „Við vorum að leita leiða til að bæta við stuðningsmannastarfið og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Höskuldur Höskuldsson, sérlegur útvarpsstjóri KR. 26.5.2007 12:30
Hjón í orði, á borði og á sviði Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson eru samferða í vinnuna þessa dagana. Þau leika hjón í sýningunni Yfirvofandi, í stofunni heima hjá leikskáldinu á Lokastígnum. 26.5.2007 12:00
Eyþór senuþjófur í Cannes Athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu eftir að hafa verið í sviðljósinu í kringum Hostel-hryllingsmyndina sem sló eftirminnilega í gegn. 26.5.2007 11:00
Bíða íslenska afmælisins Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. 26.5.2007 11:00
Sixtís „kitsch“ Snillingurinn John Galliano sýndi nýlega strandfatnaðarlínu fyrir Dior sumarið 2008. Sýningin átti sér stað í New York fyrir fullu húsi og stjörnur eins og Penelope Cruz, Dita Von Teese og Charlize Theron sátu á fremstu bekkjum. 26.5.2007 10:00
Barbarella snýr aftur á næsta ári Leikstjórinn Robert Rodriguez, maðurinn á bak við Sin City, ætlar að endurgera kvikmyndina Barbarella. Jane Fonda fór með aðalhlutverkið í upphaflegu myndinni sem kom út árið 1968. Er hún byggð á myndasögubók Frakkans Jean-Claude Forest og fjallar um Barbarellu sem reynir að fletta ofan af áformum hins illa Duran-Duran í framtíðinni. 26.5.2007 10:00
Baksviðs í Cannes Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu. 26.5.2007 10:00
Árleg tískuhátíð í líkingu við Airwaves Basecamp og Eskimo standa fyrir viðamikilli tískusýningu í næstu viku, sem vakið hefur áhuga erlendra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað þessu líkt,“ sagði Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo. „Þetta er ekki Icelandic Fashion week eða neitt í þá áttina. Við erum frekar að lyfta fram grasrótarhönnuðum, sem eru að byrja,“ sagði hún. 26.5.2007 08:00