Fleiri fréttir

Býður upp á augnhimnulestur

"Ég kenndi þeim að daðra, klæðast og snyrta sig. Öll þessi helstu atriði sem þarf til að gera allt vitlaust," segir Heiðar Jónsson snyrtir, sem þótti fara á kostum í orlofsferð húnvetnskra húsmæðra fyrir skemmstu.

Austrænn innblástur

Ólafur Lárusson myndlistarmaður sýnir verk sín hjá Ófeigi gullsmið á Skólavörðustíg. Sýningin var opnuð í byrjun mánaðarins en þar er að finna verk sem listamaðurinn gerði eftir mikla ævintýraför sína til Kína á haustdögum 2006. Sýningunni lýkur næstkomandi miðvikudag, hinn 28. mars.

Epli og eikur hjá Hugleik

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir í kvöld nýtt leikrit eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið Epli og eikur er gamanleikur með söngvum sem fjallar um ástir og áhugamál nokkurra einstaklinga sem tengjast ýmsum böndum.

Eva Ásrún syngur bakrödd í Framsókn

„Það var bara leitað til mín. Og ég á lausu. Mjög spennandi verkefni,” segir Eva Ásrún Albertsdóttir, sem hefur verið ráðin kosningastjóri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Heather Mills dansandi hress

Heather Mills, sem er að skilja við Bítilinn fyrrverandi Sir Paul McCartney, kom á dögunum fram í raunveruleikaþættinum Dancing With the Stars í fyrsta sinn. Hún fékk góða dóma.

Gáfuleg varfærni dugði Gísla ekki

Enn eitt spurningaljónið hefur nú verið að velli lagt í Meistaranum. Jón Pálmi Óskarsson læknir sigraði í sjöttu viðureign spurningaþáttar Loga Bergmanns hinn kunna gáfumann Gísla Ásgeirsson þýðanda í Meistaranum í gærkvöldi í hörkuspennandi viðureign. Fyrir viku fauk hinn fróði Sigurður G. Tómasson úr keppni og því má ljóst vera að ekki er fyrir veifiskata að ætla sér áfram í Meistaranum.

Low tekur eitt skref til baka

Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir.

Iður Bjarna í Iðuhúsi

Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Iður í nýjum húsakynnum Anima galleríis í Iðu-húsinu í Lækjargötu. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis og þrisvar verið tilnefndur til Carnegie-verðlaunanna. Hann er þekktur fyrir íburðarmikil málverk sem hann vinnur á plexígler.

Leikhúsleikurslær í gegn

Leikhúsleikur Café Oliver og leikhus.is hefur heldur betur slegið í gegn en nú eru síðustu forvöð að taka þátt. Að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Oliver, hafa 2.300 manns sótt vefinn á undanförnum sex dögum og tekið þátt. „Þetta er framar björtustu vonum hjá okkur en sýnir líka glöggt hversu mikill markaður er fyrir að færa leikhúsið nær almenningi,“ útskýrir Arnar.

Yoko Ono: Yes, I‘m a Witch - fjórar stjörnur

Fyrirsögn þessi er reyndar svolítil rangtúlkun á efni plötunnar. Jú, vissulega eru þetta allt lög (upprunalega) eftir Yoko Ono en það eru í raun hjálparhellur Ono, hinir tónlistarmennirnir á plötunni, sem bíta frá sér og ætli Ono að gera slíkt hið sama í kjölfarið.

Ný ópera í Skagafirði

Ópera Skagafjarðar var stofnuð skömmu fyrir síðustu áramót að undirlagi sópransöngkonunnar Alexöndru Chernyshovu en brátt hillir undir fyrsta verkefni þess félagsskapar. Ópera Skagafjarðar mun í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja óperuna „La Traviata“ í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl en auk þess verða tónleikar með völdum köflum úr óperunni á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og í Reykjanesbæ nú á vordögum.

Pétur og úlfurinn gefinn út

Hafnfirska hljómsveitin Alræði öreiganna heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Pétur og úlfurinn, sem er byggð á hinu þekkta tónverki eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitin setti verkið fyrst upp í eigin rokk-fjúsjón útgáfu á Björtum dögum í Hafnarfirði í fyrra.

Nýtt ævintýri á gönguför

Það ríkir eftirvænting á Akureyri vegna frumsýningar kvöldsins í Rýminu. Þá birtist Akureyringum nýtt verk eftir heimamann, Þorvald Þorsteinsson, í sviðsetningu Kjartans Ragnarssonar og er þetta fyrsta sviðsetning hans eftir nokkurt hlé. Það er LA sem stendur að frumsýningunni í Rýminu í samstarfi við leiklistardeild Listaháskólans. Uppselt er á tólf fyrstu sýningarnar.

Seldist upp í forsölu

Uppselt er í forsölu á útgáfutónleika Gusgus og Petters Winnberg úr Hjálmum sem verða haldnir á Nasa á laugardagskvöld. Þá verður ár liðið síðan Gusgus spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem voru einnig haldnir á Nasa.

Spaugstofan í loftið með þrjúhundruðasta þáttinn

„Já, þetta er mikill áfangi. Sami mannskapurinn frá upphafi. Ég held, án þess að hafa rannsakað það vísindalega, að þetta sé einsdæmi,” segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar.

KK úr leik með blóðeitrun

KK liggur heima í rúminu eftir að hafa veikst alvarlega. Hann segist óðum vera að jafna sig en býst ekki við því að vera kominn á ról fyrr en eftir viku.

Aflýst vegna ástarsorgar

Ástæðan fyrir því að söngkonan Amy Winehouse aflýsti tónleikum sínum í Los Angeles á dögunum var ástarsorg. Winehouse, sem gaf út plötuna Back to Black fyrr á árinu, hætti með kærasta sínum Alex Jones-Donelly fyrr í mánuðinum.

Keppt í ellefu greinum

Kringlan verður undirlögð hefilbekkjum, hárblásurum og heftibyssum í dag, þar sem hún hýsir Íslandsmót iðnnema. 75 keppendur frá tólf skólum keppa í ellefu iðngreinum. „Þetta er þriðja árið sem Íslandsmótið er haldið með þessum hætti, í verslunarmiðstöð. Það er gert með það fyrir augum að leyfa almenningi að njóta þess betur. Áður var það haldið inni í skólunum,“ sagði Gyða Dröfn Tryggvadóttir hjá Mennt, sem sér um skipulagningu mótsins í þriðja sinn í ár.

Vivica A. Fox handtekin fyrir ölvunarakstur

Leikkonan Vivica A. Fox, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt í stórmyndumum Kill Bill: Vol 1 og Independence Day, var handtekin í L.A. fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Vivica, sem er 42 ára gömul, var stoppuð seint á þriðjudagskvöld þegar hún þeysti eftir hraðbraut á Cadillacnum sínum á 129 km hraða þar sem hámarkshraðinn var 105 km.

Avril Lavigne í góðu hjónabandi

Söngkonan Avril Lavigne segir í viðtali við tímaritið Jane að það besta sem hafi komið fyrir eiginmann sinn, Deryck Whibley söngvara hljómsveitarinnar Sum 41, hafi verið að kynnast sér. Þrátt fyrir að þau séu bæði frægir rokkarar eigi þau í góðu sambandi hvort við annað.

Nicole Richie með of lágan blóðsykur

Nichole Richie er nú við tökur á nýrri seríu af raunveruleikaþættinum The Simple Life ásamt vinkonu sinni, hótelerfingjanum Paris Hilton. Nicole hefur undanfarin misseri verið talin eiga við átröskun að stríða en hún hefur ekki staðfest það við fjölmiðla.

Lauslátir Íslendingar

„Já, þetta er leiðinleg þróun og neikvæð. Auðvitað viljum við að barneignir séu innan helgi hjónabandsins. Þannig bera menn virðingu fyrir sjálfum sér, maka sínum og börnum. Já, lauslæti er landlægt á Íslandi,” segir Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum.

Erkióvinir eigast við á sviði

Keppnin um titilinn Fyndnasti maður Íslands stendur nú sem hæst. Á síðasta undanúrslitakvöldinu, sem fram fer í Austurbæ í kvöld, munu erkióvinirnir Eyvindur Karlsson og Egill „Gillzenegger“ Einarsson stíga á svið til að skemmta salnum.

Framsóknarmenn missa sig í ræðustól á Klörubar

„Ef einhver heldur ennþá, að hér sé um grín að ræða eða þá að menn séu bara að fá sér einn léttan er það hinn mesti misskilningur. Sjaldgæfara er að menn fái sér bjór, heldur en kaffi eða vatn, enda er fólk saman komið til þess að rökræða um pólitík," segir Sturla S. Þórðarson sem búsettur er úti á Kanaríeyjum. Vikulega gengst hann fyrir stjórnmálafundum á Klörubar og segir hann miklu meira fjör í stjórnmálaumræðunni þar en á Íslandi.

Það er svo stutt út á hafið, sko - Björk í viðtali um Volta

Björk Guðmundsdóttir er á barmi heimsreisu með stóra hljómsveit til að kynna nýtt safn tíu laga sem koma á út hinn 7. maí. Safnið kallar hún Volta. Nú standa yfir æfingar og undirbúningur fyrir heimsferðina og hefur listakonan þegar bókað sig á lykilhátíðir vorsins og sumarsins, vestan hafs og austan. Volta markar einn eitt skref í þroska þessa séríslenska en alþjóðlega listamanns. Páll Baldvin Baldvinsson hitti hana stundarkorn í gær og heyrði hvernig hún er stemmd á þessum áfanga.

Færeysk hátíð í annað sinn

Færeysk tónlistarhátíð verður haldin á Nasa á laugardaginn 31. mars undir nafninu Atlantic Music Event. Undanfarin ár hefur hún verið haldin reglulega í Færeyjum og Danmörku við góðar undirtektir.

Heilmikið húllumhæ

Haldið verður upp á 140 ára verslunarafmæli Borgarness í dag. Skólahljómsveit Akraness, undir stjórn Önnu Bjarkar Nikulásardóttur, fer fyrir skrúðgöngu frá Hyrnutorgi að Landnámssetri í fylgd unglinga úr Óðali í Borgarnesi klukkan 15.00. Verður förinni heitið að Landnámssetrinu þar sem viðamikil dagskrá verður haldin í allan dag. Víða annars staðar í bænum verða jafnframt ýmsar uppá­komur.

Allt sterkt í uppáhaldi

Helgi Svavar Helgason úr tríóinu Flís er matgæðingur af bestu gerð. Hann ræktar chilipipar í glugganum hjá sér og ver stundum einum og hálfum sólarhring í eldamennsku.

Stjörnuger í afmæli Einars Bárðar

Einar Bárðarson heldur upp á 35 ára afmæli sitt með bravúr á laugardagskvöld. Veislan verður í Vetrargarði Smáralindar og munu nokkrar helstu stjörnur hins íslenska tónlistarlífs troða upp til heiðurs umboðsmanni Íslands.

Krókar og kimar

Í tilefni af 30 ára afmæli Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands heldur Dr. Regina Bendix, prófessor fyrirlestu um vettvangsrannsóknir á háskólasamfélögum.

Könnun kerfanna

Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram.

Neyðin kennir nöktum

Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð.

Nick Cave: Grinderman - fjórar stjörnur

Þó svo að Nick Cave hafi stofnað hljómsveitina Grinderman með þremur liðsmönnum sinnar eigin undirleikssveitar The Bad Seeds hljómar þessi plata nú bara samt eins og viðbót í lagasafn meistarans.

Offertorium

Sif Tulinius leikur fiðlukonsert eftir tónskáldið Sofiu Gubaidulinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í kvöld. Gubaidulina hefur um áratugaskeið verið í fremstu röð kventónskálda í heiminum en Sif leikur konsertinn Offertorium.

Veggspjöld tekin niður

Framleiðendur hryllingsmyndarinnar Captivity hafa neyðst til að taka niður auglýsingaveggspjöld í New York og Los Angeles. Kvartanir bárust yfir því að sjá myndir af pyntingum og dauða ungra kvenna úti um allan bæ. 24-stjarnan Elisha Cuthbert leikur aðalhlutverkið í þessari nýjustu kvikmynd Rolands Jaffe.

Soderbergh á nýjum slóðum

Kvikmyndin The Good German verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn en hún segir frá dularfullu morði í Þýskalandi þegar landið er að jafna sig eftir ósigur nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Valdís tekur sig aftur á flug

„Af hverju ekki? Ég er orðinn 47 ára og hugsaði með sjálfri mér að annað hvort er það núna eða aldrei,“ segir útvarpskonan góðkunna Valdís Gunnarsdóttir sem stundar nú nám í Flugfreyjuskólanum.

Veganesti fyrir framtíðina

Í öllu havarí-inu sem fylgja vill fermingum gleymist stundum raunveruleg ástæða þess að fermt er og hvað felst í þeirri helgiathöfn.

Á fermingarveisluna skjalfesta á vídeói

Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit."

Spennt fyrir stóra deginum

Gyða Björk Ólafsdóttir fermist í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd ásamt níu stelpum og einum strák.

Úrið týndist eftir viku

Magnús Jónsson leikari fermdist í Garðakirkju árið 1978 og hélt veislu í foreldrahúsum í Garðabæ. Magnús tók sér hlé frá æfingum á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu þar sem hann verður í hlutverki draugsins Gláms til þess að segja okkur frá fermingargjöfunum sem hann fékk.

Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi

„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“

Sökuð um svindl í Eurovision

Hljómsveitin Scooch, sem vann undankeppni Eurovision í Bretlandi, hefur verið sökuð um að hafa einungis þóst syngja sigurlagið. Sveitin hafði tvo bakraddasöngvara baksviðs sem enginn sá og vakti það mikla hneykslan meðal annarra keppenda. Á meðal þeirra voru Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari The Darkness, og Brian Harvey, sem var áður í strákasveitinni East 17.

Gott veganesti út í lífið

„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur.

Sjá næstu 50 fréttir