Fleiri fréttir

Hvíta tjaldið er líka strigi

Ef þú heyrir leikstjóra biðja um einfætta konu, apa og skógarhöggsmann fyrir sömu senuna er líklegt að eftirnafnið hans sé Lynch. Nafn hans er tengt við furður á hvíta tjaldinu, sérvisku af öllu tagi og ímyndunarafl sem sveigir flest frásagnarlögmál.

Löggur í vanda

Kvikmyndin Chaos verður frumsýnd í Laugarásbíói um helgina en hún segir frá reynsluboltanum Quentin Connors sem tekur fram skjöldinn og byssuna á nýjan leik til að eltast við klókan og miskunnarlausan bankaræningja.

Músíktilraunir fara vel af stað

Músíktilraunir hófust í 25. skiptið síðastliðið mánudagskvöld í Loftkastalanum. Alls taka 48 hljómsveitir þátt í keppninni í ár en í kvöld fer fram fjórða undanúrslitakvöldið og hið seinasta fer síðan fram annað kvöld.

Jethro Tull til Íslands

Breska hljómsveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í haust og kemur fram á tvennum „rafmögnuðum“ tónleikum í Háskólabíói, 14. og 15. september. Birgir Daníel Birgisson undirritaði nú í vikunni samninga þar að lútandi við umboðsmenn hljómsveitarinnar fyrir hönd Performer ehf.

Eyðsluklóin Michael Jackson

Poppkóngurinn Michael Jackson er nú staddur í London. Fór hann í Harrods í gær og eyddi þar dágóðri summu við að kaupa sér hina ýmsu hluti. Ekki er þó vitað hvernig hann borgaði, en hann ku hafa tapað afar miklu á undanförnum misserum í kjölfar réttarhalda þar en hann var ákærður fyrir kynferðislega misnotkun.

Ekki við eina fjölina felldur

Tískuhönnuðurinn Anand Jon, sem nýlega var handtekinn vegna fjölda ákæra um kynferðislega misnotkun, viðhélt orðstír sínum sem frægur tískuhönnuður með því að vera alltaf með fylgdarlið með sér og sýna fólki úrklippur úr fréttaumfjöllun um sig. Honum er nú haldið í fangelsi gegn 1,3 milljón dollara tryggingu.

Ættleiðingarferlinu lokið

Hollywood leikkonan Angelina Jolie hefur nú fengið vegabréfsáritun fyrir nýjasta meðlim fjölskyldunnar, hinn þriggja ára Pax Thien Jolie. Ferð mæðginanna er nú heitið frá Víetnam heim til Bandaríkjanna. Drengurinn hét áður Pham Quang Sang, en Angelina breytti nafninu í Pax Thien. Nafnið er sambland latneska orðsins fyrir frið og víetnömsku orði fyrir himin.

Keanu Reeves keyrir á ljósmyndara

Matrix stjarnan Keanu Reeves klessti á ljósmyndara þegar hann var að keyra út úr bílastæði í Californíu. Var þó ekki um alvarlega ákeyrslu að ræða heldur straukst bíll hans við ljósmyndarann.

Vaknaðu

Örfáir miðar eru eftir á styrktartónleika gegn átröskun sem fram fara á Nasa 1. apríl. Miðasala hefur farið ótrúlega vel af stað og stefnir allt í að uppselt verði í þessari viku. Björk – Mugison – Lay Low – Pétur Ben - KK – Magga Stína – Wulfgang - Esja koma fram á tónleikunum.

Britney útskrifuð úr milljónameðferð

Poppprinsessan Britney Spears er útskrifuð úr áfengismeðferð sem hún hefur verið í undanfarnar vikur á Promises-meðferðarstofnuninni í Malibu. Talsmenn hennar segja að hún muni ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu og biður aðdáendur um að virða rétt hennar til einkalífs, hún ætli nú að sinna sonum sínum tveimur. Promises-meðferðarstofunin er ekki fyrir hvern sem er. 30 daga meðferð þar kostar jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna en boðið er upp á útsýni yfir hafið, afeitrun, ráðgjöf og 12-spora meðferð.

Spooky Jetson og The Portals í úrslit

Keppni á öðru kvöldi Músíktilrauna 2007 fór fram í Loftkastalanum í kvöld. Alls léku níu hljómsveitir fyrir gesti og keppnin var ekki síður spennandi en á fyrsta kvöldinu þegar hljómsveitirnar Loobylloo og Magnyl tryggðu sér sæti í úrslitum. Í kvöld komumst áfram hljómsveitirnar Spooky Jetson sem var kosin áfram af áhorfendum og The Portals sem dómnefndin ákvað að senda í úrslit.

Heimildarmynd um Thatcher í bígerð

Verið er að undirbúa heimildarmynd um fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, og aðkomu hennar að aðdraganda Falklandseyjastríðsins árið 1982. Það eru BBC films og Pathe sem vinna að gerð handrits heimildarmyndarinnar.

Naomi þrífur klósett og skúrar gólf

Tískufyrirsætan Naomi Campbell mætti á háum hælum til vinnu í gær. Var þó ekki um hefðbundinn vinnudag að ræða hjá fyrirsætunni, heldur var hún að þrífa klósett og skúra gólf í sorpbirgðastöð í New York.

Heather Mills hrósað fyrir frammistöðuna

Heather Mills, sem nú stendur í harðvítugum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney, tekur nú þátt í danskeppninni Dansað með stjörnunum sem sýnd er á ABC sjónvarpsstöðinni. Hún tók danssporin í fyrsta sinn á mánudag og fékk mikið lof dómara fyrir frammistöðu sína.

Magnyl og Loobyloo áfram

Það voru nálægt 300 manns sem mættu á fyrsta undankvöld Músíktilrauna, Tónabæjar og Hins Hússins 2007 en það fór fram í kvöld. Níu hljómsveitir kepptust um að tryggja sér miða á úrslitakvöldið sem haldið verður laugardaginn 31. mars en hljómsveitirnar Magnyl og Loobyloo sem komust áfram. Loobyloo komst áfram á atkvæðum áhorfenda úr sal, en dómnefndin valdi Magnyl.

Sólheimabúggí hjá Nælon

Stúlkurnar sem mynda hina vinsælu hljómsveit Nælon komu í heimsókn og sögukynningu að Sólheimum á sunnudaginn 18. mars. Þær létu slæmt ferðaveður ekki stoppa sig og skemmttu íbúum og nágrönnum þeirra með glæsilegum flutningi og fallegum söng í Grænu Könnunni, að sögn Valgeirs F. Backman félagsmálafulltrúa á staðnum.

Charles prins að verða afi

Charles Bretaprins er að verða afi. Það eru þó ekki ungu prinsarnir Vilhjálmur og Harry sem bera ábyrgð á þeim gleðiviðburði heldur Tom Parker Bowles, sonur Camillu Parker-Bowls, frá fyrra hjónabandi, sem er að verða faðir í fyrsta skipti, 32 ára að aldri

PS3 í verslanir á föstudag

PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum.

Íslensk langferðalög í Kína

Þetta hófst allt saman í ársbyrjun 2004,“ segir Óttar um upphafið á Kínaævintýrinu. „Ég var þá nýbúinn að festa kaup á öllum upptökum hins ítalska Robertinos og fór með þær á tónlistarráðstefnu. Þar kveiktu nokkrir kínverskir aðilar á Robertino og eftir nokkrar samningaviðræður varð úr að þeir buðu mér og konu minni til Shanghai til að reka smiðshöggið á samningana og þá fór boltinn að rúlla.“

Ástir Jesú Krists og örlög

Kaþólska kirkjan, frumkirkjan, er sveipuð leyndardómum og dular­fullum sögum um leynireglur og því er kannski ekki skrítið að samsæriskenningasmiðir fái sitthvað fyrir sinn snúð í sögu hennar og menningu. Þessar smíðar náðu ákveðnu hámarki þegar Dan Brown gaf út bókina Da Vinci lykilinn.

Ekki hægt að þegja lengur

Ástandið er alvarlegt, það fer ekki fram hjá neinum að átröskun er gríðarlega stórt vandamál hér á landi, og ekki er hægt að þegja lengur yfir því hversu illa er staðið að málum átröskunarsjúklinga innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Alma Geirdal, framkvæmdastjóri og ráðgjafi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga.

Svefnlaus af ótta

Sienna Miller fær ekki mikinn svefn þessa dagana. Leikkonan sætir ofsóknum klæðskiptings sem kallar sig Peter, og hefur ráðið sér lífverði vegna ótta við hann. „Undarlegum bréfum rignir bókstaflega yfir Siennu. Aumingja stelpan hefur verið svo hrædd að hún getur ekki sofið,! sagði heimildarmaður Daily Star um ástandið hjá leikkonunni.

Simon Cowell: Ég sel fleiri plötur en Springsteen

Frábært gengi raunveruleikaþáttarins American Idol hefur svo sannarlega komið fram á bankareikningnum hans Simon Cowell. Í viðtali fréttaskýringarþáttarins 60 Minutes við Simon, sem verður sýnt Vestanhafs næsta sunnudagskvöld, segir Simon að hann selji fleiri plötur en Bruce Springsteen.

Þrennra tónleika hylling

Rússnest tónskáld hefur á undanförnum mánuðum notið mikillar athygli á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Hún heitir Sofia Gubaidulina og er talin með merkari tónskáldum okkar tíma. Nú beinir tónlistargeirinn á Íslandi augum sínum og listgæfni að verkum hennar. Frúin ætlaði að koma í heimsókn en ekki verður af því: aldraður bóndi hennar veiktist og hún afboðaði sig. Sjálf er hún 75 ára.

Nýtt lag frá Mínus

Nýtt lag með rokksveitinni Mínus, Futurist, fer í útvarpsspilun á þriðjudag. Lagið er að finna á væntanlegri plötu Mínus, The Great Northern Whalekill, sem kemur út 16. apríl.

Abbababb! - þrjár stjörnur

Plata Dr. Gunna frá 1997, Abbababb!, er líklegast best heppnaða barnaplata frá því að Eniga Meniga kom út. Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir nú leikrit byggt á þessu snilldarverki Dr. Gunna og nú er komin út plata með lögum leikverksins sem inniheldur heil sextán lög.

Meiri þrældómur Þórhalls

Gleði Þórhalls Gunnarssonar með hina nýju stöðu var tvíbent þegar Fréttablaðið náði af honum tali.

Klettasalat og afbyggður líkami

Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock.

Hættið að kvarta

Leikkonan Elizabeth Taylor hefur gefið ungum stjörnum í Hollywood góð ráð varðandi framtíðina og segir að þær eigi að hætta að kvarta undan vandræðunum sem fylgi frægðinni. „Frægð kostar ykkur einkalíf ykkar. Þið eigið engan rétt á einkalífi,“ sagði Taylor í sjónvarpsviðtali við Entertainment Tonight.

Bogi sáttur við skipuritið

„Ég er mjög sáttur við þetta skipurit. Þetta eru nákvæmlega þær áherslur sem ég hef verið að berjast fyrir og því er hvorki fyrir klögumálum né kvörtunum hjá mér að fara. Það er verið að leggja áherslu á dagskrármálin sem er einmitt það sem Ríkisútvarpið á að ganga út á,“ segir Bogi Ágústsson en staða forstöðumanns fréttasviðs, sem hann gegndi, var lögð niður samkvæmt nýju skipuriti.

Inga Sædal send heim í X-Factor

Inga Sædal, elsti keppandinn í X-factor á Stöð 2, var send heim í gær og standa því einungis fjórir keppendur eftir í söngkeppninni.

Brúðkaup í vændum

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres og leikkonan Portia di Rossi ætla að ganga í það heilaga í sumar. Þær hafa verið saman síðan árið 2004. Di Rossi, sem er hvað frægust fyrir leik sinn í Ally McBeal, og síðar Arrested Development, var þá nýhætt með söngkonunni Francescu Gregorini, stjúpdóttur Ringo Starr.

Björk hefur fengið nóg

Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum.

Ekkert plat þótt fermingin sé 1. apríl

Eitt þeirra barna sem fermist í Bjarnarneskirkju í Hornafirði á pálmasunnudag er Sigurður Ragnarsson í Akurnesi. Hann brá sér í bæinn um síðustu helgi til að festa kaup á skóm fyrir ferminguna en jakkaföt var hann búinn að kaupa í versluninni Lóninu á Höfn.

Stelpulegar greiðslur

"Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti.

Finnst skemmtilegt í fermingarfræðslunni

Stefán Sigurjónsson fermist hinn 24. mars í Hafnarfjarðarkirkju. Hann segist hafa verið ákveðinn í að láta ferma sig frá því að hann var tíu ára. „Allir í bekknum mínum ætla að láta ferma sig en við fermumst ekki öll í einu því við erum svo mörg,“ segir Stefán.

Hlakkar til að hitta gestina

Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. "Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum.

Breyttist í litla konu

„Ég átti mjög skemmtilegan dag,“ segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening.“

Siggi Pálmi

Þriðja gráðan Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er framkvæmdastjóri From Nowhere Records, plötuútgáfufyrirtækis sem hann setti á fót ásamt tónlistarmanninum Barða Jóhannssyni. Sigurður Pálmi hefur viðskiptavitið í blóðinu enda barnabarn Pálma í Hagkaupum. Fré

Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís

Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti.

Góð tilfinning að þjóna

Ég lít á starf mitt sem listrænt uppeldisstarf,“ segir Þorgerður. „Kennararstarf þar sem maður tekur á móti ómótuðum unglingum. Það að ná góðum árangri í tónlistinni er auðvitað takmarkið og oft tekst með prýði að ná listrænum hæðum í starfinu.

Spartanskir magavöðvar

Skotinn Gerard Butler er kannski ekki öllum kunnur eins og er. En eftir að heimurinn sér hann sem Leonidas konung höggva mann og annan í leðurbrók með rauða skikkju í myndinni 300 á hann eflaust eftir að grafa sig í minni manna. Þá sérstaklega kvenþjóðinni og samkynhneigðum.

Cowell: Ég er meiri stjarna en Springsteen

Ljúfmennið lítilláta Simon Cowell lýsti því yfir í sjónvarpsþættinum 60 mínútur að hann væri fimm sinnum meiri stjarna en Bruce Springsteen. Í spjallinu kom það til tals að Springsteen hefði gert nýjan samning við Sony, sem færði honum 100 milljónir dollara. Cowell sagði þá að hann hefði selt miklu fleiri albúm en Springsteen undanfarin ár. Hann ætti því skilið að fá 500 milljónir dollara.

Jimmy Somerville á Hinsegin dögum

Tónlistarmaðurinn Jimmy Somerville kemur fram á Hinsegin dögum 11. og 12. ágúst næstkomandi. Jimmi er líklega þekktastur fyrir lögin Smalltown Boy og Don´t Leave Me This Way. Hann náði hátindi frægðar sinnar á níunda áratugnum með hljómsveitunum Bronski Beat og The Communards. Síðan hefur Jimmy átt farsælan sólóferil.

Sjá næstu 50 fréttir