Fleiri fréttir

Abbababb! - þrjár stjörnur

Plata Dr. Gunna frá 1997, Abbababb!, er líklegast best heppnaða barnaplata frá því að Eniga Meniga kom út. Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir nú leikrit byggt á þessu snilldarverki Dr. Gunna og nú er komin út plata með lögum leikverksins sem inniheldur heil sextán lög.

Meiri þrældómur Þórhalls

Gleði Þórhalls Gunnarssonar með hina nýju stöðu var tvíbent þegar Fréttablaðið náði af honum tali.

Klettasalat og afbyggður líkami

Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock.

Hættið að kvarta

Leikkonan Elizabeth Taylor hefur gefið ungum stjörnum í Hollywood góð ráð varðandi framtíðina og segir að þær eigi að hætta að kvarta undan vandræðunum sem fylgi frægðinni. „Frægð kostar ykkur einkalíf ykkar. Þið eigið engan rétt á einkalífi,“ sagði Taylor í sjónvarpsviðtali við Entertainment Tonight.

Bogi sáttur við skipuritið

„Ég er mjög sáttur við þetta skipurit. Þetta eru nákvæmlega þær áherslur sem ég hef verið að berjast fyrir og því er hvorki fyrir klögumálum né kvörtunum hjá mér að fara. Það er verið að leggja áherslu á dagskrármálin sem er einmitt það sem Ríkisútvarpið á að ganga út á,“ segir Bogi Ágústsson en staða forstöðumanns fréttasviðs, sem hann gegndi, var lögð niður samkvæmt nýju skipuriti.

Inga Sædal send heim í X-Factor

Inga Sædal, elsti keppandinn í X-factor á Stöð 2, var send heim í gær og standa því einungis fjórir keppendur eftir í söngkeppninni.

Brúðkaup í vændum

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres og leikkonan Portia di Rossi ætla að ganga í það heilaga í sumar. Þær hafa verið saman síðan árið 2004. Di Rossi, sem er hvað frægust fyrir leik sinn í Ally McBeal, og síðar Arrested Development, var þá nýhætt með söngkonunni Francescu Gregorini, stjúpdóttur Ringo Starr.

Björk hefur fengið nóg

Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum.

Ekkert plat þótt fermingin sé 1. apríl

Eitt þeirra barna sem fermist í Bjarnarneskirkju í Hornafirði á pálmasunnudag er Sigurður Ragnarsson í Akurnesi. Hann brá sér í bæinn um síðustu helgi til að festa kaup á skóm fyrir ferminguna en jakkaföt var hann búinn að kaupa í versluninni Lóninu á Höfn.

Stelpulegar greiðslur

"Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti.

Finnst skemmtilegt í fermingarfræðslunni

Stefán Sigurjónsson fermist hinn 24. mars í Hafnarfjarðarkirkju. Hann segist hafa verið ákveðinn í að láta ferma sig frá því að hann var tíu ára. „Allir í bekknum mínum ætla að láta ferma sig en við fermumst ekki öll í einu því við erum svo mörg,“ segir Stefán.

Hlakkar til að hitta gestina

Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. "Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum.

Breyttist í litla konu

„Ég átti mjög skemmtilegan dag,“ segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening.“

Siggi Pálmi

Þriðja gráðan Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er framkvæmdastjóri From Nowhere Records, plötuútgáfufyrirtækis sem hann setti á fót ásamt tónlistarmanninum Barða Jóhannssyni. Sigurður Pálmi hefur viðskiptavitið í blóðinu enda barnabarn Pálma í Hagkaupum. Fré

Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís

Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti.

Góð tilfinning að þjóna

Ég lít á starf mitt sem listrænt uppeldisstarf,“ segir Þorgerður. „Kennararstarf þar sem maður tekur á móti ómótuðum unglingum. Það að ná góðum árangri í tónlistinni er auðvitað takmarkið og oft tekst með prýði að ná listrænum hæðum í starfinu.

Spartanskir magavöðvar

Skotinn Gerard Butler er kannski ekki öllum kunnur eins og er. En eftir að heimurinn sér hann sem Leonidas konung höggva mann og annan í leðurbrók með rauða skikkju í myndinni 300 á hann eflaust eftir að grafa sig í minni manna. Þá sérstaklega kvenþjóðinni og samkynhneigðum.

Cowell: Ég er meiri stjarna en Springsteen

Ljúfmennið lítilláta Simon Cowell lýsti því yfir í sjónvarpsþættinum 60 mínútur að hann væri fimm sinnum meiri stjarna en Bruce Springsteen. Í spjallinu kom það til tals að Springsteen hefði gert nýjan samning við Sony, sem færði honum 100 milljónir dollara. Cowell sagði þá að hann hefði selt miklu fleiri albúm en Springsteen undanfarin ár. Hann ætti því skilið að fá 500 milljónir dollara.

Jimmy Somerville á Hinsegin dögum

Tónlistarmaðurinn Jimmy Somerville kemur fram á Hinsegin dögum 11. og 12. ágúst næstkomandi. Jimmi er líklega þekktastur fyrir lögin Smalltown Boy og Don´t Leave Me This Way. Hann náði hátindi frægðar sinnar á níunda áratugnum með hljómsveitunum Bronski Beat og The Communards. Síðan hefur Jimmy átt farsælan sólóferil.

Módel á rassinum

Það þykir spaugilegt þegar fyrirsætur detta í miðri tískusýningu. Það var einmitt það sem kom fyrir á tískusýningu MAX Factor á miðvikudagskvöld. Strandvarðaskvísan Carmen Electra var ein af fyrirsætunum. Gekk henni vel, allt þar til hún var að ljúka við að ganga eftir rananum, en þá rann hún til og datt á rassinn.

Lykillinn að hjónabandinu er að tala saman

Leikkonan Jada Pinkett Smith segir að lykillinn að góðu hjónabandi sé að eiga í góðum samskiptum við maka sinn. Hún tali ekki við neinn um vandamál sín nema eiginmann sinn, leikarann Will Smith.

Sonur Angelinu grét við fyrstu kynni

Leikkonan Angelina Jolie hefur ættleitt lítinn dreng frá Víetnam. Fyrstu kynni leikkonunnar við nýjan son sinn gengu ekki áfallalaust fyrir sig en hún sótti hann á munaðarleysingahæli í borginni Ho Chi Minh í gær. Drengurinn litli, sem er aðeins þriggja ára gamall, byrjaði að gráta hástöfum þegar Angelina beygði sig niður til að spjalla við hann.

Ampop á iTunes

Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop.

Berry aftur með REM

Bill Berry, fyrrverandi trommari REM, spilaði með sínum gömlu félögum er þeir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins í New York. Berry, sem hætti í hljómsveitinni árið 1997, spilaði með þeim Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck gömul REM-lög.

Bílnúmerið hjá Eika Hauks var notað í leyfisleysi

„Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið," segir Kristinn Gísli Guðmundsson. En á mánudagskvöldinu fékk hann símhringingu frá góðum félögum sem vinsamlegast bentu honum á að horfa á myndbandið við framlag Íslendinga í Eurovision, Valentines Lost.

Bubbi sleginn úr hringnum

Fyrstu óvæntu úrslitin eru fyrirliggjandi í Meistaranum. Kempan Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður – gjarnan kallaður Bubbi – var sleginn úr keppni af Birni Guðbrandi Jónssyni líffræðingi: 26 gegn 20 stigum Bubba. Ekki að Björn Guðbrandur sé einhver kettlingur þegar spurningar og svör eru annars vegar.

Bítlarnir á netinu

Netfyrirtækið Wippit býður nú dyggum aðdáendum Bítlanna að hlaða niður sjaldséðum myndum af hljómsveitinni og einstökum hljóðupptökum með viðtölum við hljómsveitarmeðlimina fjóra.

Cliff Richards á leiðinni

Nú styttist óðum í tónleika Sir Cliffs Richards í Laugardalshöll 28. mars næstkomandi. „Hann verður hérna í tvo til þrjá daga. Þetta eru síðustu tónleikarnir hjá honum í tónleikaferðinni,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari.

Jolie ættleiðir í Víetnam

Ættleiðing leikkonunnar Angelinu Jolie á þriggja ára dreng frá Víetnam er gengin í gegn. Jolie sótti drenginn á munaðarleysingjahælið þar sem hann bjó og fylgdust fjölmiðlar með hverju fótmáli hennar. Með henni í för var fimm ára sonur hennar Maddox.

Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur

Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn.

Fjölgun hjá Motion Boys

Viddi, hljómborðsleikari Trabant, Bjössi, trommuleikari Mínus, og Tobbi úr Jeff Who? hafa gengið til liðs við hljómsveitina Motion Boys. Sveitin gaf nýverið út stuttskífu með lögunum Hold Me Closer to Your Heart og Waiting to Happen og hyggur á útgáfu sinnar fyrstu plötu síðar á árinu.

Fimm sveitir hita upp

Hljómsveitirnar Mínus og Changer hita upp á fyrri tónleikum bandarísku þungarokkssveitarinnar Cannibal Corpse á Nasa hinn 30. júní. Forgarður Helvítis, Momentum og Severed Crotch hita upp á síðari tónleikunum, sem verða kvöldið eftir.

Framdi sjálfvíg

Úrskurðað hefur verið að Brad Delp, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Boston, hafi framið sjálfsvíg. Delp, sem var 55 ára, eitraði fyrir sjálfum sér á heimili sínu í bænum Atkinson í New Hampshire. „Það er gott að vita að hann geti loksins farið í friði,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldu hans.

Mynd um Tinna

Kvikmyndaframleiðandinn Dreamworks, sem er m.a. í eigu Stevens Spielberg, ætlar að gera að minnsta kosti eina kvikmynd um belgísku teiknimyndahetjuna Tinna. Er fyrsta myndin væntanleg í kvikmyndahús eftir um það bil tvö ár.

Hví ekki Afríka?

Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu á morgun. Annars vegar er sýning á verkum Katrínar Elvarsdóttur sem hún kallar „Sporlaust“ og hins vegar sýning á ljósmyndum eftir frönsku listakonuna Dominique Darbois og á afrískum skúlptúrum. Sýningin ber yfirskriftina „Hví ekki Afríka?“

Kúbíski Kjarvalinn í danska forvörslu fyrir heimkomu

Kjarvalsverkið, sem slegið var fyrir metupphæð á uppboði í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði, er ekki komið til landsins. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen listaverkasala fara danskir forverðir um það höndum og verið er að velja ramma við hæfi. Nafn hins raunverulega kaupanda verður gefið upp í fyllingu tímans.

Guðfeður diskópönksenunnar

Hljómsveitin !!! sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson heyrði í hluta af sveitinni af því tilefni. Hljómsveitin !!! (oftast borið fram chk chk chk en táknar í raun hvaða samhljóða sem er.

Ánægð með nýja stílinn

Leikkonan Reese Witherspoon er ánægð með að vera skilgreind sem tískutákn eftir skilnað sinn við Ryan Phillippe á síðasta ári. Reese vakti mikla athygli í gulum kjól og með nýja hárgreiðslu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar. „Mér finnst ég líta allt öðruvísi út en ég hef áður gert. Og er ánægð með það,“ segir Reese sem á nýtt útlit sitt hönnuðinum Olivier Theyskens hjá Ninu Ricci að þakka. „Ég hef áður verið með stílista en þessa dagana geri ég allt sem Olivier vill.“

Njóta stuðningsins

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Vesturland fór fram á Akranesi um síðustu helgi. Svo skemmtilega vildi til að stúlkurnar sem lentu í þremur efstu sætunum eru bestu vinkonur til margra ára. Agla Harðardóttir hreppti titilinn, Helena Rúnarsdóttir lenti í öðru sæti og það þriðja hlaut Fríða Ásgeirsdóttir.

Brotinn Vignir Snær en ekki beygður

„Ég datt í hálkunni fyrir utan upptökuverið mitt í morgun [gær] og braut bein í vinstri upphandlegg,“ segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikarinn góðkunni og tónlistarstjóri sjónvarpsþáttarins X-Factor. Vignir tók enga áhættu og hringdi á sjúkrabíl sem flutti hann á slysavarðstofuna þar sem gert var að brotinu.

Venus - fjórar stjörnur

Maurice og Ian eru leikarar sem mega muna fífil sinn fegurri. Áður fylktu áhorfendur liði í leikhúsið til að berja þá augum en nú er liðið á ævikvöldið og hlutverkin ekki upp á marga fiska; Maurice fær stöku sinnum að geispa golunni í kvikmyndum en Ian hefur enn vott af sjálfsvirðingu og tekur ekki í mál að leika lík. Fyrir utan hvorn annan eiga þeir félagsskap í fáum og lifa nánast sem hjón, graðga í sig pillum saman á morgnana, klippa táneglurnar hvor á öðrum og lesa minningargreinar um fallna kollega.

Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Emmy verðlauna í ár fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna.

Britney búin að eignast ,,vin”

Partíprinsessan Britney Spears dvelur nú sem kunnugt er á meðferðarheimili eftir að hún náði botninum þegar hún rakaði af sér hárið og fékk sér tattoo. Britney ku vera búin að eignast góðan vin í meðferðinni, hann Jason Filyaw, gítarleikara hljómsveitarinnar RIVA.

Carmen Eelctra tekur heimilið fram yfir tjúttið

Kynbomban Carmen Electra, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt í Strandvörðum, er nýskilin við Rockstardómarann Dave Navarro. Carmen segir að eftir að skilnaðinn hafi hún ekki haft gaman af því að fara á skemmtistaði. Henni finnist miklu skemmtilegra að vera heima í góðra vina hópi. Lífið snúist ekki lengur um að fara út á lífið.

Sjá næstu 50 fréttir