Fleiri fréttir

Fyrsta platan í 33 ár

Hljómsveitin fornfræga, The Stooges, ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í 33 ár, þann 20. mars á næsta ári. Mun hún fylgja henni eftir með tónleikaferð um heiminn.

Fondú fyrir byrjendur

Fondú er skemmtileg tilbreyting í matarboðum, en það eru kannski ekki allir sem treysta sér í fondúgerð. Dómhildur Sigfúsdóttir hjá Osta- og smjörsölunni lumar á góðum ráðum.

Flugeldasýning frá Guðbergi

Árið 2006 ætlar að verða bókmenntaárið mikla. Það er sé til þess litið að útdeilendur Gullmiðans gátu fundið fimm ný skáldverk sem þeir vilja meina að sé betri en 1 ½ bók – Hryllileg saga eftir Guðberg Bergsson. Því hér er um flugeldasýningu að ræða. Guðbergur verður bara betri með árunum.

Fleiri í Vísindakirkjuna

Það furðuðu sig margir að því að sjá bæði Jennifer Lopez og Jim Carrey í brúðkaupi skjötuhjúanna Tom Cruise og Katie Holmes. Fáir vissu til að einhver tengsl væru á milli Lopez, Carreys og hjónanna, en er því nú haldið fram að Lopez og Carrey hafi tekið upp trú Vísindakirkjunnar.

Fjalakötturinn endurreistur

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn rís úr öskustónni fljótlega eftir áramót ef allt gengur að óskum. Kvikmyndaunnendur þurfa því ekki lengur að bíða langeygir eftir næstu kvikmyndahátíð til að berja augum þær myndir sem liggja utan ráðandi strauma.

Eragon berst gegn hinu illa á drekabaki

Ævintýramyndin Eragon verður frumsýnd á heimsvísu á föstudaginn og þar með lýkur langri bið aðdáenda bóka Christopher Paolini eftir því að sjá hetjuna Eragon og drekann Saphiru lifna við á hvíta tjaldinu.

DiCaprio með tvennu

Leonardo DiCaprio fékk tvær tilnefningar til Critics Choice-verðlaunanna í Bandaríkjunum sem verða afhent 12. janúar.

Vill gera framhald

Gamanleikarinn Ben Stiller undirbýr nú framhald myndarinnar Zoolander ásamt góðvini sínum, Owen Wilson. Fyrri myndin, sem þeir félagar léku saman í, naut mikilla vinsælda. Fjallaði hún um karlfyrirsætur og ævintýri þeirra. Meðal leikara voru Will Ferrell, Milla Jovovich, Christine Taylor og Jerry Stiller.

Chanel í Monte Carlo

Karl Lagerfeld ákvað að halda innreið sína til ríka og fræga fólksins í Monte Carlo á dögunum þar sem hann sýndi það nýjasta fyrir vorið og sumarið 2007. Lagerfeld hannar fyrir hátískumerkið Chanel og er það í miklum metum hjá heimafólki í Monte Carlo.

Kraftur í doktornum

Hljómsveitin Dr. Spock verður ekki sökuð um að hafa slegið slöku við á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn á föstudag. Krafturinn sem býr í bandinu flæddi óbeislaður út úr hátölurunum og dundi á eyrum tónleikagesta.

Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd

„Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni.

Algjörlega byggður á myndasögunum

Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt.

„Bíóræningi“ í fangelsi

Ungur Bandaríkjamaður, Johnny Ray Gasca, sem einnig hefur verið kallaður sjóræningjaprinsinn hefur verið dæmdur í 7 ára fangelsi í kjölfarið á því að hann var gripinn glóðvolgur með upptökubúnað í kvikmyndahúsi.

Öllu lokið hjá McCartney og Mills

Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra.

Unnið gegn jólastressinu

Það verður rólegheitastemning í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld en þar verður boðið upp á ókeypis tónleika í jólaamstrinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasöngvar“ en skipuleggjandi þeirra, Antonía Hevesi, hefur staðið að sambærilegum jólatónleikum fyrir jólin síðan hún hóf störf sem organisti við kirkjuna. Antonía hættir sem organisti um áramótin og eru þetta því síðustu „Jólasöngvar“ hennar að sinni.

Trúin á spurningarmerkið

Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni.

Umkringd stórstjörnum

Birgitta Sigursteinsdóttir gerði Vísi að upphafssíðu sinni og datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún var dregin út og vann ferð til London á frumsýningu Eragon.

Tónlistarmenn sækja fram

Forystusveit íslenskra tónlistarmanna kallar eftir hugmyndum um heiti á hátíðisdegi sem helgaður verði íslenskri tónlist. Þeir vilja hefja til vegs íslenskt tónlistarsumar og nýta þessi tímamörk til frekari sóknar íslenskra tónlistarmanna heima og erlendis.

Tónleikaferð lokið

Hljómsveitin U2 lauk nýverið Vertigo-tónleikaferðalagi sínu um heiminn með vel heppnuðum tónleikum á Hawaii. Sérstakir gestir sveitarinnar voru Billy Joe Armstrong úr Green Day og rokksveitin Pearl Jam.

Söngvar Ragnheiðar og Hauks

Ragnheiður Gröndal er raddfögur kona. Hún hefur á síðustu misserum átt nokkra merkilega ópusa á diskum, raunar báða eftir Megas. Nú hefur hún sent frá sér metnaðarfullt verk sem kenna ætti við þau systkinin, hana og Hauk, sem syngur ekki síður í þessu safni þjóðlaga en hún, á klarinett og bassetthorn. 12 tónar gefa safnið nýja út. Þar útsetja systkinin með Huga Guðmundssyni tónskáldi þekkt íslensk lög.

Skammtur af Degi

Hljómdiskurinn Dauðaskammtur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar hefur nú verið endurútgefinn hjá forlaginu Smekkleysu. Dauðaskammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma.

Seinustu á árinu

Hljómsveitin Ghost-igital, sem var nýverið tilefnd til þrennra íslenskra tónlistarverðlauna, heldur tónleika á Sirkus á miðvikudag.

Rokkplata ársins?

Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier.

Raggi Bjarna á jólaplötu Brooklyn Fæv

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Brooklyn Fæv, Góð jól, er komin út. Á plötunni eru þekktir jólasmellir sem Brooklyn Fæv gera að sínum með rödduðum söng án undirleiks. Íslenskir textar hafa verið gerðir við nokkur af eldri lögunum og á Bragi Valdimar Skúlason heiðurinn af þeim.

Plata Dylans valin best

Fyrsta plata Bob Dylan í fimm ár, Modern Times, er besta plata ársins að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone.

Papparassar lentu í slag

Deilur kryddpíunnar fyrrverandi Mel B og leikarans Eddies Murphy eru það sjóðheitar í Hollywood um þessar mundir að aðrar deilur hafa kviknað í kjölfarið. Mel B var stödd á veitingastað síðastliðinn föstudag, en þar svifu á hana tveir papparassa-ljósmyndarar, sem á endanum fóru að deila um hvor þeirra ætti rétt á umræddu svæði.

Miðasalan hafin

Miðasala á tónleika bandarísku rokksveitarinnar Incubus í Laugardalshöll 3. mars er hafin. Incub-us heldur á næsta ári í tónleikaferð um Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu til að fylgja eftir plötunni Light Grenades.

Megas í meðförum

Söngkonan Magga Stína og hennar liðtæka hljómsveit halda tvenna tónleika á næstunni, annað kvöld verða listir leiknar á kaffihúsinu Græna hattinum á Akureyri og á föstudagskvöld troða hljómlistarmennirnir upp á Domo bar við Þingholtsstræti í Reykjavík.

Lét lagfæra brjóstin

Adrianne Curry, fyrsti vinningshafinn úr þáttaröðinni America’s Next Top Model, er íðilfögur en greinilega ekki alveg fullkomin. Fyrirsætan greindi nýlega frá því að hún hafi farið í brjóstastækkunaraðgerð.

Jói og Gugga í heilagt hjónaband

„Þetta var mjög fallegt allt saman. Brúðkaupið var fallegt og veislan á eftir ekki síðri,“ segir sjónvarpsmaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í Kompási. Á laugardaginn síðasta gengu þau Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga, unnusta hans, í heilagt hjónaband.

Hudson slær í gegn

Jennifer Hudson heitir nýjasta stjarna Hollywood, en hún fer með eitt aðal­hlutverkanna í kvikmyndinni Dreamgirls sem hefur gert það afar gott í Bandaríkjunum á haustmánuðum.

Þakka fyrir að vera á lífi

Tökur eru nú hafnar á Duggholufólkinu fyrir vestan. Ari Kristinsson er leikstjóri myndarinnar sem hann segir vera jólamynd í ítrasta skilningi. „Þetta er barna- og fjölskyldumynd sem við ætlum okkur að frumsýna um næstu jól.“

Heimsþekktir gestir úr austri

Kammerkór Tretjakov-listasafnsins í Moskvu heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag og flytur þar rússneska kirkju- og jólatónlist.

Günter Grass rétt sáttarhönd

Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slésíska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi.

Gibson á toppinn

Kvikmyndin Apocalypto í leikstjórn Mel Gibson fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum eftir fyrstu frumsýningarhelgina. Myndin fjallar um Maya-indíána í Mið-Ameríku og er töluð á mállýsku þeirra.

Geri loksins hamingjusöm

Geri Halliwell segist ekkert þurfa á karlmanni í sitt líf, hún eigi yndislegt barn og frábæra vini. Söngkonan upplýsir þetta í viðtali við glanstímaritið OK.

Gefur 70 milljónir

Leikkonan Jada Pinkett Smith hefur gefið eina milljón dollara, eða tæpar sjötíu milljónir króna, til listaskóla í Baltimore þar sem hún stundaði nám á sínum yngri árum.

Finnst gaman að leika sér

Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir hafa í nógu að snúast um þessar mundir. Það er þó ekki hefbundið jólastress sem herjar á hjúin, því þau ferðast um borgina endilanga til að halda tónleika – bæði með hljómsveitinni Vinabandinu og sem dúettinn Hjónabandið.

Elton og Duran Duran heiðra Díönu

Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári.

Einar Ágúst aftur á svið á næstunni

Umboðsmaðurinn Páll Eyjólfsson, Palli Papi, hefur safnað saman athyglisverðri samsuðu tónlistarmanna úr öllum áttum, í hljómsveit sem kallast Phönix og mun leika á nýja staðnum Domo 22. desember.

Dýrðin á tónleikum

Hljómsveitin Dýrðin heldur útgáfutónleika á Barnum á föstudag í tilefni af útkomu fyrstu plötu sinnar sem er samnefnd sveitinni.

Borat vann málið

Tveimur háskólanemum tókst ekki að koma í veg fyrir að gamanmyndin Borat verður gefin út DVD-mynddiski á næstunni.

Beth Ditto sigrar heiminn

Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip.

Sjá næstu 50 fréttir