Fleiri fréttir Sökuð um dópneyslu á meðgöngu Fjölmiðlastormurinn í kringum Önnu Nicole Smith hefur geisað linnulaust í tvo mánuði, eða frá því að sonur hennar, Daniel Smith lést á grunsamlegan hátt aðeins þremur dögum eftir að Önnu fæddist dóttirin Dannie Lynn. Þeir Howard K. Stern, núverandi kærasti Önnu, og Larry Birkhead, fyrrverandi kærasti hennar, segjast báðir vera feður stúlkunnar. 6.11.2006 10:00 Vill Coxon aftur í Blur Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina. Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum. 6.11.2006 09:00 Svo miklu meira en París Í sendiráðinu við Túngötu starfar ötull hópur að skipulagningu franskrar menningarhátíðar á Íslandi. Sendiherrann Nicole Michelangeli segir metnaðarmál að kynna Íslendingum fleiri hliðar á Frakklandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum viðlíka hátíð hér á landi, og hún verður mjög viðamikil og mjög fjölbreytt," segir Nicole. 6.11.2006 08:00 Sleppur með skrekkinn Wesley Snipes hefur komist að samkomulagi við bandarísk skattayfirvöld eftir að hafa verið ákærður fyrir skattsvik. 5.11.2006 17:00 Sálumessur í Hallgrímskirkju Allra heilagramessa er í dag og að því tilefni gengst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir sálumessutónleikum. 5.11.2006 16:00 Metnaðarfullir unglingar á Stíl 2006 Hönnunarkeppnin Stíll, sem haldin er á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, fer fram í sjötta skiptið þann 18. nóvember, en þar keppa unglingar í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun. 5.11.2006 15:00 Klassík við kertaljós í Hafnarborg Hinir árlegu kertaljósatónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift þeirra er „Klassík við kertaljós“ en jafnan skapast einstök stemmning á þessum tónleikum þar sem fögur tónlist er leikin við flöktandi kertaljós. Efniskráin miðast við að veita bæði birtu og yl inn í vitund áheyrenda. 5.11.2006 14:00 Kate Moss fyrirsæta ársins Kate Moss var í gær kosin fyrirsæta ársins af breska tískuiðnaðinum á British Fashion Awards. Titillinn er veittur þeirri fyrirsætu sem þykir hafa lagt mest af mörkum á tískusenunni undanfarið ár. Tíðindin bárust á svipuðum tíma og varaforseti Kólumbíu, Francisco Santos, sagði hegðun fyrirsætunnar bera vitni um viðhorf Evrópubúa við eiturlyfjum og að henni hefði verið fyrirgefinn eiturlyfjaskandallinn of fljótt. Nú er álitamál hvort orð Santos hafi sannast. 5.11.2006 13:00 Heitt og erótískt en ekki klám Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. 5.11.2006 12:00 Enginn Osbourne Félagar Ozzy Osbourne úr hljómsveitinni Black Sabbath ætla í tónleikaferð snemma á næsta ári án Ozzys, undir nafninu Heaven and Hell. 5.11.2006 11:30 Einvalalið í Áramótaskaupinu í ár „Þetta gengur bara eins og í sögu. algjör draumur í dós,“ segir Reynir Lyngdal, sem stendur í ströngu þessa dagana við upptökur á Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins. 5.11.2006 11:00 Dansaði fyrir milljónir Breta "Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. 5.11.2006 10:00 Breyttir tímar á bókasafni Blindrabókasafn Íslands þjónustar alla þá lesendur sem glíma við lestrarerfiðleika en þar geta gestir fengið lánað afþreyingar, náms- og fræðsluefni sér að kostnaðarlausu. 5.11.2006 09:00 Á hlut í níu Eddu-tilnefningum Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. 4.11.2006 18:30 Björk í efsta sæti Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. 4.11.2006 18:00 Brad og Angelinu hótað af al-Kaída Brad Pitt og unnusta hans Angelina hafa fengið líflátshótanir frá hryðjuverkasamtökunum al-Kaída. Parið margumtalaða er þessa dagana á Indlandi við tökur á næstu kvikmynd. Sú mynd er byggð á ævi blaðamannsins Daniels Pearl, sem myrtur var af liðsmönnum al-Kaída í Pakistan árið 2002. 4.11.2006 17:30 Forvitnileg yfirlitssýning Í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla 36 í Reykjavík er nú sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar málara en í ár eru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Sigurður var fæddur árið 1916. 4.11.2006 17:15 Gerir mynd um ólympíuleika Leikstjórinn Oliver Stone, sem síðast gerði World Trade Center, ætlar að leikstýra fimm mínútna mynd sem er ætlað að kynna ólympíuleikana í Peking árið 2008. 4.11.2006 17:00 Hrauntákn Sýning myndlistarmannsins Halldórs Ásgeirssonar „Hrauntákn“ í sýningarýminu Gallerí Dvergi hefur verið framlengd. Sýningin var opnuð hinn 20. október í tengslum við grasrótarsýninguna Sequences. Halldór mun fremja gjörning í sýningarrýminu í dag kl. 18. og annan laugardag. Sýningarýmið Gallerí Dvergur er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Dvergur hefur verið starfræktur í nokkra mánuði á ári síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls 18 einkasýningar innlendra sem og erlendra listamanna, svo og tónleikar og vídeósýningar. Ókeypis er inn og allir eru velkomnir. 4.11.2006 16:45 Hurley í hnapphelduna Elizabeth Hurley ætlar að giftast kærastanum sínum í mars á næsta ári. Áætlað er að brúðkaup verði haldin bæði í Englandi og á Indlandi. Kærasti Hurley er viðskiptamógúllinn Arun Nayar og hafa þau beðið vini og ættingja að taka ákveðinn dag frá í mars-mánuði. 4.11.2006 16:00 Höll ævintýranna Möguleikhúsið frumsýnir splunkunýtt barnaleikrit á morgun. Verkið Höll ævintýranna eftir Bjarna Ingvarsson fjallar um líflegan sagnaþul sem hefur fjölda sagna og ævintýra í farteski sínu sem hann færir í leikrænan búning á einfaldan hátt. Geiturnar þrjár trítla yfir brúna þar sem risinn ógurlegi liggur í leyni, undurfögur höll býr yfir ótal ævintýrum og haltur hani svífur um loftin blá á vængjum ímyndunaraflsins. 4.11.2006 15:30 Kammersveit á tónleikaferð Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. 4.11.2006 15:00 50 Cent leikur löggu Robert De Niro og bófarapparinn 50 Cent eru í lokaviðræðum um að taka að sér hlutverk í myndinni New Orleans. Um er að ræða pólitíska spennumynd sem gerist í kringum fellibylinn Katrina. 4.11.2006 14:45 Kúlan fyrir yngsta aldurshópinn Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. 4.11.2006 14:30 Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. 4.11.2006 14:00 Eyrarrós í hnappagat Nýlega var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2007, viðurkenningu til framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni og rennur umsóknarfrestur út 13. nóvember. Verðlaun verða afhent verður í þriðja sinn í janúar 2007. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem afhent voru árið 2005 og Eyrarrósina 2006 hlaut LungA, listahátíð ungs fólks, Austurlandi. 4.11.2006 13:45 Leikið á langspil og saltara Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. 4.11.2006 13:30 Lét hjartað ráða förinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. 4.11.2006 13:00 Ljósmyndasýning frá Grænlandi Í tengslum við skákmaraþon sem nú stendur yfir í Kringlunni er efnt til ljósmyndasýningar þar sem gefur að líta myndir frá Grænlandi. 4.11.2006 12:45 Menn dansa líka í Noregi Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. 4.11.2006 12:30 Ógjörningur Myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen sýnir nektarverk sitt „Án titils“ í galleríi Boxi á Akureyri. Verkið er aðeins flutt nú um helgina. 4.11.2006 12:15 Pete sendur á spítala Rokkarinn og eiturlyfjaneytandinn Pete Doherty þurfti að fara á sjúkrahús á dögunum. Ástæðan var sú að hann hafði fest einn af hringum Kate Moss á fingri sínum. Að sögn breska blaðsins The Sun hló Kate Moss allan tímann sem þau voru á sjúkrahúsinu, en það tók hjúkrunarkonur tvær klukkustundir að ná hringnum af fingri Pete. 4.11.2006 12:00 Richard í tónleikaferð Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena. Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka. 4.11.2006 11:45 Sakamálin á svið Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. 4.11.2006 11:30 Shakira með fernu Kólumbíska poppstjarnan Shakira fékk fern Latin-Grammyverðlaun við hátíðlega athöfn í New York. Verðlaun hlaut hún m.a. fyrir bestu plötuna og fyrir bestu plötu kvenkyns tónlistarmanns. Sagði hún í þakkarræðu sinni að bæta þyrfti líf innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum og bíða eftir því að hljóta ríkisborgararétt. 4.11.2006 11:00 Mikill afsláttur fyrir innslag í lífsstílsþáttum Eitt athyglisverðasta mál vikunnar er framganga Ásgeirs Kolbeinssonar og Arnars Gauta Sverrissonar í Innlit/útlit. Í allri umræðunni hefur komið í ljós að viðmælendur í lífsstilsþáttum sem þessum stórgræða oft á því að mæta í viðtalið. 4.11.2006 10:45 Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. 4.11.2006 10:30 Sænskur yfirhönnuður hjá Chloe Fatamerkið Chloe ættu flestir tískuspekúlantar að kannast við. Vinsældirnar náðu hæstum hæðum þegar hin heimfræga Stella McCartney hannaði fyrir fyrirtækið og náði þaðþannig að stimpla sig ærlega inn í tískuheiminn. 4.11.2006 10:00 Tvenna hjá Timberlake Justin Timberlake var valinn besti popparinn og besti karlkyns tónlistarmaðurinn á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem var haldin með pomp og prakt í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. 4.11.2006 09:30 Þriðju Kristalstónleikarnir Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar. 4.11.2006 09:00 Cruise fær annað tækifæri hjá United Leikarinn Tom Cruise er orðinn einn af framleiðendum hjá kvikmyndaverinu United Artists. Gerði hann samning við eiganda þess, MGM. 4.11.2006 08:45 List til að taka með Myndlistarkonan Alice Olivia Clarke sýnir mósaíkverk sín á efri hæð skemmtistaðarins Café Oliver á Laugavegi. Myndirnar eru unnar í tengslum við innsetningu hennar sem þegar prýðir staðinn en listamaðurinn kennir sýninguna við „Take away“ því líkt og gestir geta tekið með sér mat af veitingahúsum geta þeir einnig notið andrúmsloftsins á staðnum og síðan tekið listina með sér heim. 4.11.2006 08:00 Vill fá spólurnar Mál Heather Mills og Sir Paul McCartney heldur áfram að komast á forsíður slúðurblaðanna en eins og flestum ætti að vera kunnugt um er í uppsiglingu einhver bitrasti hjónaskilnaður síðari ára. Nú eru það upptökur Lindu heitinnar McCartneys sem eru mál málanna en á þeim er hún sögð ljóstra upp leyndarmálum hjónabandsins sem enginn vissi af. 3.11.2006 18:00 Plata Nylon á leið í búðir Nýjasta plata Nylon verður seld í verslunum Hagkaupa í 5.000 eintökum fyrir jólin. Mun hún væntanlega koma í verslanir 16. nóvember. „Við getum ekki hugsað okkur plötujól án þess að hafa Nylon í hillunum. Þess vegna sóttum við fast eftir því að fá þessa plötu til landsins,“ sagði Einar Ólafur Speight hjá Hagkaupum. 3.11.2006 17:45 Óskarsbölvun hjónabandsins Ekki er tekið út með sældinni að halda fjölskyldulífinu gangandi í kvikmyndaborginni Hollywood. Enn erfiðara virðist vera fyrir leikkonur að halda hjónabandinu réttum megin við línuna eftir að þeim hefur hlotnast æðstu verðlaun kvikmyndaakademíunnar, Óskarinn. 3.11.2006 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Sökuð um dópneyslu á meðgöngu Fjölmiðlastormurinn í kringum Önnu Nicole Smith hefur geisað linnulaust í tvo mánuði, eða frá því að sonur hennar, Daniel Smith lést á grunsamlegan hátt aðeins þremur dögum eftir að Önnu fæddist dóttirin Dannie Lynn. Þeir Howard K. Stern, núverandi kærasti Önnu, og Larry Birkhead, fyrrverandi kærasti hennar, segjast báðir vera feður stúlkunnar. 6.11.2006 10:00
Vill Coxon aftur í Blur Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina. Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum. 6.11.2006 09:00
Svo miklu meira en París Í sendiráðinu við Túngötu starfar ötull hópur að skipulagningu franskrar menningarhátíðar á Íslandi. Sendiherrann Nicole Michelangeli segir metnaðarmál að kynna Íslendingum fleiri hliðar á Frakklandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum viðlíka hátíð hér á landi, og hún verður mjög viðamikil og mjög fjölbreytt," segir Nicole. 6.11.2006 08:00
Sleppur með skrekkinn Wesley Snipes hefur komist að samkomulagi við bandarísk skattayfirvöld eftir að hafa verið ákærður fyrir skattsvik. 5.11.2006 17:00
Sálumessur í Hallgrímskirkju Allra heilagramessa er í dag og að því tilefni gengst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir sálumessutónleikum. 5.11.2006 16:00
Metnaðarfullir unglingar á Stíl 2006 Hönnunarkeppnin Stíll, sem haldin er á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, fer fram í sjötta skiptið þann 18. nóvember, en þar keppa unglingar í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun. 5.11.2006 15:00
Klassík við kertaljós í Hafnarborg Hinir árlegu kertaljósatónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift þeirra er „Klassík við kertaljós“ en jafnan skapast einstök stemmning á þessum tónleikum þar sem fögur tónlist er leikin við flöktandi kertaljós. Efniskráin miðast við að veita bæði birtu og yl inn í vitund áheyrenda. 5.11.2006 14:00
Kate Moss fyrirsæta ársins Kate Moss var í gær kosin fyrirsæta ársins af breska tískuiðnaðinum á British Fashion Awards. Titillinn er veittur þeirri fyrirsætu sem þykir hafa lagt mest af mörkum á tískusenunni undanfarið ár. Tíðindin bárust á svipuðum tíma og varaforseti Kólumbíu, Francisco Santos, sagði hegðun fyrirsætunnar bera vitni um viðhorf Evrópubúa við eiturlyfjum og að henni hefði verið fyrirgefinn eiturlyfjaskandallinn of fljótt. Nú er álitamál hvort orð Santos hafi sannast. 5.11.2006 13:00
Heitt og erótískt en ekki klám Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. 5.11.2006 12:00
Enginn Osbourne Félagar Ozzy Osbourne úr hljómsveitinni Black Sabbath ætla í tónleikaferð snemma á næsta ári án Ozzys, undir nafninu Heaven and Hell. 5.11.2006 11:30
Einvalalið í Áramótaskaupinu í ár „Þetta gengur bara eins og í sögu. algjör draumur í dós,“ segir Reynir Lyngdal, sem stendur í ströngu þessa dagana við upptökur á Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins. 5.11.2006 11:00
Dansaði fyrir milljónir Breta "Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. 5.11.2006 10:00
Breyttir tímar á bókasafni Blindrabókasafn Íslands þjónustar alla þá lesendur sem glíma við lestrarerfiðleika en þar geta gestir fengið lánað afþreyingar, náms- og fræðsluefni sér að kostnaðarlausu. 5.11.2006 09:00
Á hlut í níu Eddu-tilnefningum Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. 4.11.2006 18:30
Björk í efsta sæti Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. 4.11.2006 18:00
Brad og Angelinu hótað af al-Kaída Brad Pitt og unnusta hans Angelina hafa fengið líflátshótanir frá hryðjuverkasamtökunum al-Kaída. Parið margumtalaða er þessa dagana á Indlandi við tökur á næstu kvikmynd. Sú mynd er byggð á ævi blaðamannsins Daniels Pearl, sem myrtur var af liðsmönnum al-Kaída í Pakistan árið 2002. 4.11.2006 17:30
Forvitnileg yfirlitssýning Í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla 36 í Reykjavík er nú sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar málara en í ár eru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Sigurður var fæddur árið 1916. 4.11.2006 17:15
Gerir mynd um ólympíuleika Leikstjórinn Oliver Stone, sem síðast gerði World Trade Center, ætlar að leikstýra fimm mínútna mynd sem er ætlað að kynna ólympíuleikana í Peking árið 2008. 4.11.2006 17:00
Hrauntákn Sýning myndlistarmannsins Halldórs Ásgeirssonar „Hrauntákn“ í sýningarýminu Gallerí Dvergi hefur verið framlengd. Sýningin var opnuð hinn 20. október í tengslum við grasrótarsýninguna Sequences. Halldór mun fremja gjörning í sýningarrýminu í dag kl. 18. og annan laugardag. Sýningarýmið Gallerí Dvergur er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Dvergur hefur verið starfræktur í nokkra mánuði á ári síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls 18 einkasýningar innlendra sem og erlendra listamanna, svo og tónleikar og vídeósýningar. Ókeypis er inn og allir eru velkomnir. 4.11.2006 16:45
Hurley í hnapphelduna Elizabeth Hurley ætlar að giftast kærastanum sínum í mars á næsta ári. Áætlað er að brúðkaup verði haldin bæði í Englandi og á Indlandi. Kærasti Hurley er viðskiptamógúllinn Arun Nayar og hafa þau beðið vini og ættingja að taka ákveðinn dag frá í mars-mánuði. 4.11.2006 16:00
Höll ævintýranna Möguleikhúsið frumsýnir splunkunýtt barnaleikrit á morgun. Verkið Höll ævintýranna eftir Bjarna Ingvarsson fjallar um líflegan sagnaþul sem hefur fjölda sagna og ævintýra í farteski sínu sem hann færir í leikrænan búning á einfaldan hátt. Geiturnar þrjár trítla yfir brúna þar sem risinn ógurlegi liggur í leyni, undurfögur höll býr yfir ótal ævintýrum og haltur hani svífur um loftin blá á vængjum ímyndunaraflsins. 4.11.2006 15:30
Kammersveit á tónleikaferð Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. 4.11.2006 15:00
50 Cent leikur löggu Robert De Niro og bófarapparinn 50 Cent eru í lokaviðræðum um að taka að sér hlutverk í myndinni New Orleans. Um er að ræða pólitíska spennumynd sem gerist í kringum fellibylinn Katrina. 4.11.2006 14:45
Kúlan fyrir yngsta aldurshópinn Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. 4.11.2006 14:30
Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. 4.11.2006 14:00
Eyrarrós í hnappagat Nýlega var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2007, viðurkenningu til framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni og rennur umsóknarfrestur út 13. nóvember. Verðlaun verða afhent verður í þriðja sinn í janúar 2007. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem afhent voru árið 2005 og Eyrarrósina 2006 hlaut LungA, listahátíð ungs fólks, Austurlandi. 4.11.2006 13:45
Leikið á langspil og saltara Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. 4.11.2006 13:30
Lét hjartað ráða förinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. 4.11.2006 13:00
Ljósmyndasýning frá Grænlandi Í tengslum við skákmaraþon sem nú stendur yfir í Kringlunni er efnt til ljósmyndasýningar þar sem gefur að líta myndir frá Grænlandi. 4.11.2006 12:45
Menn dansa líka í Noregi Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. 4.11.2006 12:30
Ógjörningur Myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen sýnir nektarverk sitt „Án titils“ í galleríi Boxi á Akureyri. Verkið er aðeins flutt nú um helgina. 4.11.2006 12:15
Pete sendur á spítala Rokkarinn og eiturlyfjaneytandinn Pete Doherty þurfti að fara á sjúkrahús á dögunum. Ástæðan var sú að hann hafði fest einn af hringum Kate Moss á fingri sínum. Að sögn breska blaðsins The Sun hló Kate Moss allan tímann sem þau voru á sjúkrahúsinu, en það tók hjúkrunarkonur tvær klukkustundir að ná hringnum af fingri Pete. 4.11.2006 12:00
Richard í tónleikaferð Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena. Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka. 4.11.2006 11:45
Sakamálin á svið Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. 4.11.2006 11:30
Shakira með fernu Kólumbíska poppstjarnan Shakira fékk fern Latin-Grammyverðlaun við hátíðlega athöfn í New York. Verðlaun hlaut hún m.a. fyrir bestu plötuna og fyrir bestu plötu kvenkyns tónlistarmanns. Sagði hún í þakkarræðu sinni að bæta þyrfti líf innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum og bíða eftir því að hljóta ríkisborgararétt. 4.11.2006 11:00
Mikill afsláttur fyrir innslag í lífsstílsþáttum Eitt athyglisverðasta mál vikunnar er framganga Ásgeirs Kolbeinssonar og Arnars Gauta Sverrissonar í Innlit/útlit. Í allri umræðunni hefur komið í ljós að viðmælendur í lífsstilsþáttum sem þessum stórgræða oft á því að mæta í viðtalið. 4.11.2006 10:45
Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. 4.11.2006 10:30
Sænskur yfirhönnuður hjá Chloe Fatamerkið Chloe ættu flestir tískuspekúlantar að kannast við. Vinsældirnar náðu hæstum hæðum þegar hin heimfræga Stella McCartney hannaði fyrir fyrirtækið og náði þaðþannig að stimpla sig ærlega inn í tískuheiminn. 4.11.2006 10:00
Tvenna hjá Timberlake Justin Timberlake var valinn besti popparinn og besti karlkyns tónlistarmaðurinn á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem var haldin með pomp og prakt í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. 4.11.2006 09:30
Þriðju Kristalstónleikarnir Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar. 4.11.2006 09:00
Cruise fær annað tækifæri hjá United Leikarinn Tom Cruise er orðinn einn af framleiðendum hjá kvikmyndaverinu United Artists. Gerði hann samning við eiganda þess, MGM. 4.11.2006 08:45
List til að taka með Myndlistarkonan Alice Olivia Clarke sýnir mósaíkverk sín á efri hæð skemmtistaðarins Café Oliver á Laugavegi. Myndirnar eru unnar í tengslum við innsetningu hennar sem þegar prýðir staðinn en listamaðurinn kennir sýninguna við „Take away“ því líkt og gestir geta tekið með sér mat af veitingahúsum geta þeir einnig notið andrúmsloftsins á staðnum og síðan tekið listina með sér heim. 4.11.2006 08:00
Vill fá spólurnar Mál Heather Mills og Sir Paul McCartney heldur áfram að komast á forsíður slúðurblaðanna en eins og flestum ætti að vera kunnugt um er í uppsiglingu einhver bitrasti hjónaskilnaður síðari ára. Nú eru það upptökur Lindu heitinnar McCartneys sem eru mál málanna en á þeim er hún sögð ljóstra upp leyndarmálum hjónabandsins sem enginn vissi af. 3.11.2006 18:00
Plata Nylon á leið í búðir Nýjasta plata Nylon verður seld í verslunum Hagkaupa í 5.000 eintökum fyrir jólin. Mun hún væntanlega koma í verslanir 16. nóvember. „Við getum ekki hugsað okkur plötujól án þess að hafa Nylon í hillunum. Þess vegna sóttum við fast eftir því að fá þessa plötu til landsins,“ sagði Einar Ólafur Speight hjá Hagkaupum. 3.11.2006 17:45
Óskarsbölvun hjónabandsins Ekki er tekið út með sældinni að halda fjölskyldulífinu gangandi í kvikmyndaborginni Hollywood. Enn erfiðara virðist vera fyrir leikkonur að halda hjónabandinu réttum megin við línuna eftir að þeim hefur hlotnast æðstu verðlaun kvikmyndaakademíunnar, Óskarinn. 3.11.2006 17:00