Fleiri fréttir

Innrásinni að ljúka

Sýningu listahópsins Invasionistas í Kling og Bang-galleríi á Laugavegi lýkur um helgina. Invasionistas er fjölþjóðlegur hópur listamanna sem starfar í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sýningu saman. Undanfarin tíu ár hafa þau starfað saman í pörum og smærri hópum að gjörningum, innsetningum og myndbandagerð.

Þurfti að kasta upp í beinni útsendingu

"Það sveif svona líka rosalega á mig í beinni og ég varð að bregða mér frá til að kasta upp," segir Guðni Bergsson. Áhorfendur Sýnar hrukku margir hverjir í kút á miðvikudagskvöldið þegar knattspyrnukappinn fyrrverandi hvarf skyndilega úr myndveri sjónvarpsstöðvarinnar.

Hótar blaðamönnum

Breska leikkonan Kate Winslet hefur hótað bresku slúðurblöðum því, ef þeir segja hana vera lélega móður aftur, að taka fram hnífinn eins og hún orðar það.

Blóðugur skæruhernaður á íslenskum tímaritamarkaði

"Blaðið er uppselt þrátt fyrir skæruliðasveitir Fróða," segir Reynir Traustason, ritstjóri nýja tímaritsins Ísafold, og hlær við. "Þeir keyra milli verslanna og henda blaðinu okkar til hliðar en við tökum þessu sem hverju öðru hundsbiti og lögum jafnóðum til eftir þá."

Ásgeir ætlaði ekki að særa neinn

"Auðvitað er leiðinlegt ef fólk misskilur það sem maður segir og jafnvel sárnar," segir Ásgeir Kolbeinsson fjölmiðlamaður en viðtal við hann í þættinum Innlit/útlit, sem sýndur var á Skjá einum á þriðjudag, hefur valdið fjaðrafoki.

Gnægtarborð Unglistar

Eins víst og lóan kemur á vorin þá hefur Unglist – Listahátíð ungs fólks, fest sig í sessi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992 og stendur hún í rúma viku í hvert sinn.

Forskot á flóðið árlega

Nú er annatími hjá útgefendum sem þeysast milli bæjarhluta með handrit og útprent. Orðin og sögurnar dælast úr prentvélum yfir í plastvélar og rata loks í hillur verslana þar sem lesendur bíða spenntir eftir jólabókunum.

Enn hávaði og kraftur

Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún staðreynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar.

Danstrúðar spinna

Gættu mín eða Watch My Back er nýr dansleikhúshópur sem samanstendur af þremur karlmönnum og listamönnum LR og Íd. Tríóið skipa þeir Peter Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari. Þeir kalla iðju sína dansleikhússport og segja það nýja tegund afþreyingarlistar.

Börn hlutskörpust

Kvikmyndin Börn hlaut alls átta tilnefningar til Eddu-verðlaunanna, sem verða afhent við hátíðlega athöfn þann 19. nóvember á Hótel Nordica. Var hún m.a. tilnefnd sem besta myndin og fyrir frammistöðu þeirra Gísla Arnar Garðarssonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og Ólafs Darra Ólafssonar í aðalhlutverkum. Einnig var Ragnar Bragason tilnefndur sem besti leikstjórinn.

Ástarsól Óskars

Komin er út þriðja sólóplata Óskars Péturssonar, Ástarsól, en fyrri plötur Óskars hafa báðar náð metsölu. Á plötunni flytur Óskar lög Gunnars Þórðarsonar sem ávallt hefur verið í miklum metum hjá Óskari og hann hefur borið mikla virðingu fyrir sem lagahöfundi. Óskar syngur fjórtán lög Gunnars og þar af níu ný lög. Meðal eldri laga á plötunni eru: Ástarsæla, Vetrarsól, Bláu augun þín, Hafið og Reykjavík.

Tónleikar í þrívídd

Næsta sumar eða haust kemur á hvíta tjaldið tónleikamynd með hljómsveitinni U2 í þrívídd. Verið er að vinna úr rúmlega 700 klukkutímum af efni sem var tekið upp á Vertigo-tónleikaferð sveitarinnar um Suður-Ameríku í febrúar og mars síðastliðnum.

Hætti við 24

Grínistinn Eddie Izzard hefur hætt við að taka þátt í næstu þáttaröð af bandaríska spennuþættinum 24. Izzard gekk út af tökustað eftir aðeins einn dag en ekki er vitað hvað varð til þess. Í stað hans hefur verið ráðinn breski leikarinn David Hunt. Mun hann taka við hlutverki illmennisins McCarthy.

Brjálæðislega fyndinn Borat

Sjónvarpsmaðurinn Borat Sagdiyev frá Kazakstan er hugarfóstur breska leikarans Sacha Baron Cohen sem er einna þekktastur sem fyrirbærið Ali G. Borat átti góða spretti í sjónvarpsþáttum Ali G þar sem hann kom að grandvaralausum viðmælendum sínum úr óvæntum áttum og setti þá út af laginu með kjánalegum spurningum sem hann bar fram af barnslegri einlægni útlendings í framandi landi.

Þarf að hemja og temja börn?

Í mannlega þættinum í dag fjöllum við um spennandi hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms undir yfirskriftinni tengslauppeldi, eða barnmiðað uppeldi. Uppá engilsaxnesku er talað um "Attatchment Parenting" sem er þá vísun í tengslakenningar sem runnar eru undan rifjum sálfræðingsins fræga Johns Bowlbys.

Byrjaði fjögurra ára

Rokkarinn Courtney Love hefur lýst því yfir að hún hafi fyrst smakkað eiturlyf aðeins fjögurra ára gömul. Þetta segir hún í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone og kemur þar meðal annars fram að það hafi verið vegna tilstilli föður hennar sem var að hennar sögn „að fikta við að búa til eiturlyf“.

Erlendir upptökustjórar bjóða fram krafta sína

Frumburður hljómsveitarinnar Shadow Parade, Dubious Intentions, er kominn út. Freyr Bjarnason spjallaði við söngvarann Begga Dan um plötuna og þann langa tíma sem hún tók í vinnslu.

Friðgeir keppir í Bocuse d‘Or

Friðgeir Ingi Eiríksson keppir fyrir Íslands hönd í matreiðslukeppninni virtu Bocuse d’Or í Lyon í janúar á næsta ári. Faðir hans er Eiríkur Ingi Friðgeirsson, fyrrverandi yfirkokkur Hótel Holts, og er Friðgeir því nánast fæddur inn í eldhúsið. Hann býr í Frakklandi og vinnur fyrir meistarakokkinn Philippe Girardon, sem er með honum í för á Íslandi til að kynna matseðil hans í keppninni.

Fyrsta plata Bríetar

Fyrsta sólóplata Idol-stjörnunnar Bríetar Sunnu Valdemarsdóttur er komin út. Lagið „Bara ef þú kemur með“ hefur verið eitt vinsælasta lag sumarsins og er það að sjálfsögðu að finna á plötunni.

Gagnrýnd af varaforseta

Nú hefur varaforseti Kólumbíu, Francisco Santos, gagnrýnt fyrirsætuna Kate Moss. Santos segir að það sé hneyksli að fyrirsætunni gangi allt í haginn eftir að hafa verið gripin glóðvolg við misnotkun á eiturlyfjum. Hann vísar þá í forsíður breskra dagblaða sem náðu mynd af Moss vera að neyta kókaíns.

Gagnrýni á mannfórnir

Hvað hefur Mel Gibson verið að gera undanfarin tvö ár? Leikarinn vingjarnlegi birtist allt í einu á forsíðum blaðanna, draugfullur, öskrandi ókvæðisorðum að gyðingum. Nýjasta mynd hans, Apocylpto, á því vafalítið eftir að vekja töluverða athygli enda hefur Gibson lýst því yfir að hún sé gagnrýni á þær mannfórnir sem vestræn samfélög eru tilbúin að færa fyrir siðmenningu sína.

Gerðu heimildarmynd um aktívisma

Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi.

Grínistar í tímavél

Útvarpsleikritið Tímaflakk með þá Bjarna „töframann“ Baldvinsson, Eyvind Karlsson og Þórhall Þórhallsson í aðalhlutverkum hefur göngu sína á Rás 2 í dag.

Hryllingur fyrir hrædda þjóð

Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar.

Húsfyllir í Háskólabíói

Færri komast að en vilja á tónleika píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á tónleikana í kvöld og engar ósóttar pantanir í boði en þess má geta að húsfyllir varð einnig á nýafstöðnum afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra fyrr í vikunni.

Í tísku að vera grannur

Ekki er langt síðan því var lýst yfir að magrar fyrirsætur væru ekki lengur eftirsóttar. Þetta virðist ekki eiga við í Hollywood þar sem fremstu leikkonurnar verða grennri með hverri mynd sem þær leika í.

Keppt um bestu „ábreiðuna“

Í tilefni af 20 ára afmæli „Ammælis“ Sykurmolanna og stórtónleikum þeirra í Laugardalshöll 17. nóvember ætlar Rás 2 að efna til samkeppni um bestu Sykurmola-„ábreiðuna“.

Leið yfir þrjá á Saw

Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bretlandi þurfti að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sömu nóttina eftir að það leið yfir nokkra sem voru að horfa á hryllingsmyndina Saw III.

Lísa í Sundralandi á leiksvið

Nýlega var fyrsti samlestur á desemberverki Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Það er eftir Bretann Anthony Neilson og kallast í þýðingu Þórarins Eldjárns Ó, fagra veröld en á frummálinu Wonderful world of dissosia. Þetta er nútíma ævintýri um Lísu í „Sundralandi“ eins og Þórarinn snýr út úr.

Músíkalskur málaliði

Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson gaf á dögunum út sína fjórðu plötu með eigin tónsmíðum. Hann kveðst vera starfandi málaliði í tónlistarbransanum en nýjasta platan er sannkallaður suðupottur.

Brjálæðingurinn Borat

Kvikmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan verður frumsýnd á morgun en þessi fréttamaður frá Kasakstan hefur gert allt brjálað með súrum húmor sem virðist eiga uppá pallborðið víða.

Mick Jagger þarf hvíld

Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, hefur verið ráðlagt að taka sér fjögurra daga hvíld á milli tónleika til að hvíla rödd sína.

Ný mynd um Che

Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að gera tvær myndir um argentíska byltingaleiðtogann Che Guevara. Reiknað er með að Benico del Toro leiki Che en aðrir leikarar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Javier Bardem, Frank Potente og Benjamin Bratt.

Næsta Who-plata

Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna.

Cruz vill fá Kidman

Svo gæti farið að Nicole Kidman og Penelope Cruz, fyrrverandi konur Toms Cruise, leiki saman í næstu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodovar.

Vandlátir valda ólgu

„Við vissum að það yrðu viðbrögð við þessu en okkur datt ekki í hug að þau yrðu svona sterk,“ segir Þórunn Högnadóttir, einn umsjónarmanna lífstílsþáttarins Innlit/útlit sem sýndur er á Skjá einum.

Píanó Lennons sýnt

Popparinn George Michael ætlar að lána píanó sitt sem var í eigu Johns Lennons á sýningu gegn stríði sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum. Skipuleggjandi hennar er félagi Michaels, Kenny Goss.

Ritstjóri Kerrang! hrósar Airwaves

Ritstjóri tímaritsins Kerrang!, Paul Brannigan, er hæstánægður með nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð. „Það skemmtilegasta við hátíðina var að sjá heimasveitirnar sem maður hefur aldrei heyrt um fara á kostum á litlum stöðum fyrir framan vini sína,“ sagði Brannigan. „Tónlistin er einlæg og raunveruleg, sem er nokkuð sem þú finnur ekki í borgum eins og London, New York eða Los Angeles.“

Ryan hélt framhjá Reese í Texas

Nú hafa nýjar upplýsingar borist varðandi skilnað leikaranna Ryans Phillippe og Reese Witherspoon sem var gerður opinber í vikunni. Phillippe á að hafa haldið framhjá Witherspoon með samleikkonu sinni, Abby Cornish.

Segist vera í Spice Girls

Fótboltafrúin og fyrrverandi kryddstúlkan Victoria Beckham segist hafa sagt sonum sínum að hún væri ennþá í stúlknasveitinni Spice Girls. Victoria segir að synirnir þrír hafi ekki haft hugmynd um hvað mamma gerði áður en hún átti þá svo hún ákvað að sýna þeim kvikmyndina Spice Girls: The movie.

Baggalútur með rautt nef

Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina.

Stendur undir væntingum

Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara.

Touch spilar á Akureyri

Hljómsveitin Touch, sem gefur á næstunni út glænýja plötu, spilar í Oddvitahúsinu á Akureyri föstudags- og laugardagskvöld. Sveitin hitaði upp fyrir Bloodhound Gang í Höllinni í september og ætlar sér að vera dugleg við spilamennsku á næstunni. Nýjasta lag Touch, Fucking hypocrites, er nýkomið út og hefur fengið góðar viðtökur. Þeir sem vilja nálgast fleiri upplýsingar um sveitina geta kíkt á myspace.com/touchtheband.

Um álfuna ríkir óvissa ein

Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða.

Sjá næstu 50 fréttir