Lífið

Brad og Angelinu hótað af al-Kaída

Á eftir stjörnunum
Bin Laden og al-Kaída hafa hótað að drepa Brad og Angelinu.
Á eftir stjörnunum Bin Laden og al-Kaída hafa hótað að drepa Brad og Angelinu.

Brad Pitt og unnusta hans Angelina hafa fengið líflátshótanir frá hryðjuverkasamtökunum al-Kaída. Parið margumtalaða er þessa dagana á Indlandi við tökur á næstu kvikmynd. Sú mynd er byggð á ævi blaðamannsins Daniels Pearl, sem myrtur var af liðsmönnum al-Kaída í Pakistan árið 2002.

Að því er fram kemur í Financial Times voru breskir öryggissérfræðingar sendir til Pune á Indlandi fyrr í vikunni. Yfirvöld í Pakistan höfðu bent breskum stjórnvöldum á að Pitt og Jolie gætu verið talin heppileg skotmörk af hryðjuverkamönnunum sökum þess hve pólitísk kvikmynd þeirra er. Hræðslan við hryðjuverk var framleiðendum kvikmyndarinnar líka ofarlega í huga þegar þeir völdu tökustaði. Pune varð fyrir valinu í stað Pakistans, þar sem umræddir atburðir áttu sér stað.

Stjórnvöld á Indlandi hafa ráðfært sig við leyniþjónustur víða um heim og hafa í kjölfarið skipulagt víðtæka öryggisgæslu fyrir þau Brad og Angelinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.