Fleiri fréttir

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Mortensen í næstu mynd Cronenbergs

Viggo Mortensen, sem lék Aragorn í Hringadróttinssögu, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni A History of Violence í leikstjórn Davids Cronenberg.

Madonna í söngvamynd

Söngkonan Madonna hefur landað hlutverki í söngvamyndinni Hello Sucker! sem verður framleidd af hinum virta leikstjóra Martin Scorsese.

Rice syngur gegn stríði

Íslandsvinurinn Damien Rice hefur hljóðritað nýtt smáskífulag með landa sínum frá Írlandi, Christy Moore. Um er að ræða áróðurslag gegn stríðinu í Írak og kallast það Lonely Soldier.

Tvær plötur á sama deginum

Bandaríkjamaðurinn Nelly ætlar að verða fyrsti rapparinn til að gefa út tvær plötur á sama deginum. Um er að ræða plöturnar Sweat og Suit sem koma út þann 14. september.

Sjálfstæðisyfirlýsing The Flavors

Léttirinn fyrir Sigurjón Brink, söngvara og lagasmið The Flavors, hlýtur að vera mikill. Hann hefur gengið með plötu í maganum frá því að sveitin In Bloom hætti. Þar trommaði Sjonni en í honum blundaði lagahöfundur.

Kennir Íslendingum rokkið

Gítarleikarar og aðdáendur rokksveitarinnar Deep Purple fá óvæntan glaðning með komu sveitarinnar hingað til lands. Steve Morse, gítarleikari sveitarinnar, ætlar nefnilega að halda sýnikennslu í húsakynnum FÍH þann 24. júní.

Love ákærð fyrir líkamsárás

Rokkekkjan Courtney Love á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa ráðist á konu með flösku og vasaljósi í teiti í Los Angeles þann 25. apríl.

Plata og barnabók frá Carey

Söngkonan Mariah Carey er að vinna að nýrri plötu. Verður það önnur platan sem hún gefur út hjá fyrirtækinu Island Def Jam. Fyrsta plata, Charmbracelet, hefur selst í 1,1 milljón eintaka í Bandaríkjunum og vonast söngkonan til að gera enn betur með þeirri næstu.

Dansinn dunar á leiksviðinu

"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu.

Vorblót í Vesturbænum

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót.

Zeta er milljón dollara kona

Breska leikkonan Catherine Zeta Jones segist tvímælalaust vera milljón dollara kona. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að segja að milljón dollarar, um sjötíu milljónir króna, sé ekki mikið fyrir stjörnur eins og hana.

Draugur í Morgunblaðshúsinu

Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu.

Kennsla í trúðslátum

Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra".

Stíla inn á húmor í þáttunum

"Þetta er svolítið öðruvísi sumarvinna en að liggja í beði og reyta arfa," segir Karl Sigurðsson en hann er einn af fjórum fræknum krökkum sem sjá um útvarpsþáttinn Ungmennafélagið á Rás 2.

Aðeins kristnir menn borða mýs

Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum.

Hluti af þjóðarsálinni

Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið.

Skór sem vekja athygli

Uppáhaldsskórnir mínir þessa dagana eru eldrauðir og kafloðnir skór frá X18," segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri um uppáhaldsskóna sína.

Heimabrúðkaup

Sumarið er tíminn til að gifta sig. Sólin sest aldrei, allir eru glaðir og léttir í lund. Júní, júlí og ágúst eru vinsælustu mánuðir ársins til giftinga svo nú er mikil blómatíð framundan fyrir alla þá sem koma nálægt undirbúningi og framkvæmd fallegs brúðkaups.

Gólflampinn Arco

Ítalski gólflampinn Arco sem var hannaður árið 1962 er orðinn klassík í hönnunarsögunni. Hönnunin og útfærslan hefur staðist tímans tönn og í dag þykir lampinn hið mesta stofustáss.

Hef verið latur að sýna á Íslandi

"Þetta er eins konar yfirlit yfir það sem ég hef veirð að fást við í myndlist frá upphafi, svona alveg frá því ég var ellefu ára gamall," segir Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, um stóra sýningu sem hann opnar í Hafnarhúsinu í kvöld.

Minnisleysi og mömmustrákar

Kvikmyndahúsin frumsýna í dag þrjár myndir sem eiga það sameiginlegt að vera allar gjörsamlega ólíkar hver annarri hvað efnisinnihald varðar. Allar snerta þær þó á samböndum kynjanna að einhverju leyti.

Nágranna Joeys skipt út

Breytingar hafa verið gerðar á gamanþáttunum Joey sem frumsýndir verða í Bandaríkjunum í haust. Matt LeBlanc, sem lék Joey í Friends, fer með aðalhlutverkið í þáttunum.

Peaches til Íslands

Bandaríska elektróclashdrottningin Peaches mun halda tónleika í listastöð Klink&Bank við Þverholtið, þriðjudagskvöldið 29. júní næstkomandi.

Uppistand og vídeósketsar

"Við Sindri Páll Kjartansson erum búnir að fara út um allt land með skemmtun þar sem við fléttum saman vídeósketsum og uppistandi," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson.

Stuðmenn skála við Hreðavatn

Hinir lífseigu Stuðmenn bregða undir sig betri fótunum um helgina. Fjörið byrjar í dag þegar nýtt lag, Skál!, verður frumflutt á íslenskum útvarpsstöðvum og í framhaldinu skellir hljómsveitin sér í Borgarfjörðinn og treður upp í Hreðavatnsskála annað kvöld.

Refsarinn er kominn aftur

Myndasögupersónan The Punisher birtist fyrst með hauskúpuna framan á bolnum sínum í Spiderman-blaði árið 1974. Hann sló í gegn en hvarf af sjónarsviðinu á níunda áratugnum. Hann er nú kominn aftur bæði í bókum og bíómynd og hefur aldrei verið öflugri.

Útvarpstækið ómissandi

Aino Freyju Järvelä leikkonu finnst útvarpstækið besti hluturinn í bílnum sínum. Hún segist yfir höfuð ekki hlusta mikið á útvarp en nýti tímann í það þegar hún sé að keyra.

Gengur í augun á stelpunum

Blæjubílar eru æ algengari sjón á götum borgarinnar. Hörður Már Harðarson bílasali er eigandi blæjubíls af gerðinni Camaro SS Xenon árgerð 2001. Bílinn keypti hann í fyrrasumar og fékk hann á góðu verði.

Pústið segir sögu

Gufurnar sem koma úr púströrinu á bílnum geta sagt mikið til um ástand mótorsins. Til dæmis þegar bíll tekur upp á því að gefa frá sér blágráan reyk þegar honum er startað á morgnana, þá er það merki um að það hafi komist olía inn í sprengihólf (cylinder) vélarinnar á meðan bíllinn stóð ónotaður alla nóttina.

Mikilvægt að prufukeyra

Þegar bíll er keyptur, hvort sem hann er notaður eða nýr, er mjög mikilvægt að prufukeyra hann. Áður en farið er í aksturinn er gott að spyrja bílasalann í þaula um bílinn, kosti hans og galla.

Einfaldari og lægri gjaldskrá

Nú hefur Tryggingamiðstöðin kynnt breytingar á bílatryggingum. Markmið Tryggingamiðstöðvarinnar er að gera bílatryggingar eins einfaldar og gegnsæjar og hægt er.

Dodge Wiper RT 10

Tryllitækið í þessari viku er Dodge Wiper RT 10 í eigu Árna Kópssonar.

Silfurlitaðir vinsælastir í USA

Silfurlitaðir bílar voru mest keyptu bílarnir í Norður Ameríku á síðasta ári samkvæmt DuPont-skýrslunni sem unnin var í Bandaríkjunum.

Áhrifavaldurinn í lífi Freuds

Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar.

Ástarbréf Bronte komin heim

Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rithöfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaranum Constantin Heger.

Ólgandi menning í Hafnarfirði

"Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar.

Torfbæir og stemningsmyndir

"Við höfum verið í tvö ár að undirbúa þessa opnun," segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður.

Málsatriðum haldið frá fjölmiðlum

Dómarinn í máli Michael Jackson neitar að afhenda fjölmiðlum skjölin sem lýsa ákæruatriðum saksóknara á hendur popparans. Þar eru nákvæmar lýsingar á þeim kynferðisbrotum sem Jackson er sakaður um að hafa framkvæmt á 13 ára krabbameinssjúkum dreng.

Sjá næstu 50 fréttir