Refsarinn er kominn aftur 14. júní 2004 00:01 Teiknimyndasöguhetjan Frank Castle, sem er bestur þekktur sem The Punisher, fékk sig fullsaddan af dugleysi yfirvalda og þeim vettlingatökum sem dómkerfið tekur á glæpamönnum þegar fjölskylda hans féll fyrir hendi mafíósa. Þá gaf sig eitthvað í höfði þessa fyrrum landgönguliða í Bandaríkjaher, hann klæddi sig í svartan galla með risastórri hauskúpu á maganum, dustaði rykið af stærstu byssunum í vopnabúrinu sínu og hélt út í nóttina til þess að leita hefnda að hætti kappa Íslendingasagnanna. Hann var ekki lengi að koma banamönnum konu sinnar og barna í hel en hélt samt áfram að drepa misindismenn og er enn að. Drápin byrjuðu 1974Refsarinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í Spiderman-blaðinu The Amazing Spiderman #129 í febrúar 1974. Þar lýsti J. Jonah Jameson, ritstjóri The Daily Bugle, honum sem "...fréttnæmasta fyrirbærinu sem skotið hefur upp kollinum í New York síðan Boss Tweed var og hét". Jameson er eins og flestir vita yfirmaður ljósmyndarans Peter Parker, sem breytir sér í Köngulóarmanninn utan vinnutíma. Lói og Refsarinn lenda að sjálfsögðu upp á kant enda er Köngulóarmaðurinn góður gæi sem kemur skúrkunum bara í hendur lögreglunnar á meðan The Punisher drepur þá. Þegar Refsarinn mætti til leiks í Spiderman #129 var ekkert vitað um hann annað en það að hann var leigumorðingi sem drap aðeins glæpamenn. Hann væri handbendi annars skúrks, Sjakalans, sem taldi honum trú um að Köngulóarmaðurinn væri morðingi sem ætti skilið að deyja. "Ég drep aðeins þá sem eiga skilið að deyja og Spiderman er einn af þeim." Þegar þessir andstæðingar hittast augliti til auglitis gerir The Punisher frekari grein fyrir starfi sínu: "Þetta er ekkert sem ég nýt þess að gera heldur er þetta bara einfaldlega eitthvað sem verður að gera. Og ég hef engu að tapa þó ég hætti því sem eftir er af lífi mínu til þess að útrýma meindýrum á borð við þig". Misskilningurinn var þó leiðréttur og síðan þá hafa Spiderman og The Punisher stundum neyðst til að snúa bökum saman í baráttunni gegn glæpum þó þeim sé það báðum þvert um geð enda engir kærleikar á milli þeirra. Þess á milli reynir Spiderman svo að koma lögum yfir Refsarann þar sem hann er vissulega lögbrjótur þó hann hljóti að vera aðalstjarnan í blautum draumum öfgahægrimanna út um allan heim. Dýrið gengur laust Það var myndasöguhöfundurinn Gerry Conway sem skóp The Punisher og ætlaði honum ekki stórt hlutverk í upphafi. "Hann var peð í hönum annars illmennis, The Jackal, átti bara að vera skúrkur í þessu eina blaði og vera sigraður í lokin." Þetta gekk þó ekki eftir þar sem höfundurinn féll fyrir sköpunarverki sínu. "Rödd hans varð sterkari en ég átti von á svo ég gerði meira úr honum." Lesendur deildu tilfinningum Conway og The Punisher sló strax í gegn og þau fantabrögð sem hann bætti glæpalýðinn féllu í kramið hjá myndasögunördum. Hann var vinsælasta gestastjarnan hjá Marvel og skaut upp kollinum í sögum um Spiderman, Daredevil og Captain America sem allir reyndu að binda endi á morðæði Refsarans. Vinsælir Refsarans héldu áfram að vaxa en þrátt fyrir það treysti Marvel sér ekki til að sleppa honum lausum í eigin blaði vegna þess hversu ofbeldisfullur hann var. Þetta breyttist árið 1986 þegar tíðni glæpa í Bandaríkjunum hafði snaraukist og fólk óttaðist stöðugt um öryggi sitt á förnum vegi. Þá greip Marvel tækifærið og sleppti The Punisher lausum og fólki virtist líka það býsna vel að vita af morðóðum brjálæðingi sem kálaði glæpamönnum í kippum á götum New York borgar. Refsarinn gekk þó of langt og missti til að mynda vitið algerlega um tíma og fór að skjóta fólk sem henti rusli á förnum vegi og gekk yfir götur á rauðu ljósi. Þessi magnaða persóna varð skyndilega of stór biti fyrir fólk að kyngja og árið 1996 var framleiðslu á öllum Punisher-bókum hætt. Síðasti naglinn í líkkistu Refsarans var svo bíómynd um hann með sænska vöðvatröllinu í hlutverki Castles. Myndin var vonlaus og fékk dóma og viðtökur eftir því. Tími Refsarans var greinilega liðinn. Velkominn aftur, Frank Það segir því líklega mest um kraftinn í The Punisher að hann hefur aftur endurheimt fyrri vinsældir sínar og gott betur og er mættur til leiks í nýrri stórmynd sem verður frumsýnd á Íslandi að viku liðinni. Það er töffarinn Tom Jane sem hefur tekið að sér að hressa upp á ímynd Refsarans sem Lundgren gekk algerlega frá á sínum tíma. Jane virðist hafa tekist þetta ætlunarverk en hann þykir standa sig með mikilli prýði í þessari öflugu mynd sem hefur það fyrst og fremst umfram aðrar teiknimyndasöuhetjumyndir að hún er miklu ruddalegri sem er í fullkomnu samræmi við eðli aðalpersónunnar. Nýja myndin byggir að hluta til á bókinni Welcome Back Frank eftir Garth Ennis, höfund The Preacher, en hann hóf Punisher til virðingar á pappírnum á ný. Ennis gengur út frá því að Frank sé geðbilaður fjöldamorðingi og morðið á fjölskyldu hans hafi ekki ráðið úrslitum. Í sögunni Born fylgir hann Frank eftir í Víetnam og þar birtist hann sem snarbrjálaður morðingi. Hann kemur heim blóðugur upp að öxlum og gerist ábyrgur fjölskyldufaðir en það er deginum ljósara að innra með honum blundar óður morðingi sem býður eftir tilefni til að brjótast út. "Ennis gerði stóra breytingu á persónunni og hann er orðinn rosalega vinsæll aftur," segir Pétur Yamagata, umsjónarmaður myndasögudeildar Nexus. "Á níunda áratugnum varð hann venjuleg andhetja, svolítið líkur Batman og fleirum. Þetta varð þurrt og leiðinlegt efni sem hætti að seljast." Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Teiknimyndasöguhetjan Frank Castle, sem er bestur þekktur sem The Punisher, fékk sig fullsaddan af dugleysi yfirvalda og þeim vettlingatökum sem dómkerfið tekur á glæpamönnum þegar fjölskylda hans féll fyrir hendi mafíósa. Þá gaf sig eitthvað í höfði þessa fyrrum landgönguliða í Bandaríkjaher, hann klæddi sig í svartan galla með risastórri hauskúpu á maganum, dustaði rykið af stærstu byssunum í vopnabúrinu sínu og hélt út í nóttina til þess að leita hefnda að hætti kappa Íslendingasagnanna. Hann var ekki lengi að koma banamönnum konu sinnar og barna í hel en hélt samt áfram að drepa misindismenn og er enn að. Drápin byrjuðu 1974Refsarinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í Spiderman-blaðinu The Amazing Spiderman #129 í febrúar 1974. Þar lýsti J. Jonah Jameson, ritstjóri The Daily Bugle, honum sem "...fréttnæmasta fyrirbærinu sem skotið hefur upp kollinum í New York síðan Boss Tweed var og hét". Jameson er eins og flestir vita yfirmaður ljósmyndarans Peter Parker, sem breytir sér í Köngulóarmanninn utan vinnutíma. Lói og Refsarinn lenda að sjálfsögðu upp á kant enda er Köngulóarmaðurinn góður gæi sem kemur skúrkunum bara í hendur lögreglunnar á meðan The Punisher drepur þá. Þegar Refsarinn mætti til leiks í Spiderman #129 var ekkert vitað um hann annað en það að hann var leigumorðingi sem drap aðeins glæpamenn. Hann væri handbendi annars skúrks, Sjakalans, sem taldi honum trú um að Köngulóarmaðurinn væri morðingi sem ætti skilið að deyja. "Ég drep aðeins þá sem eiga skilið að deyja og Spiderman er einn af þeim." Þegar þessir andstæðingar hittast augliti til auglitis gerir The Punisher frekari grein fyrir starfi sínu: "Þetta er ekkert sem ég nýt þess að gera heldur er þetta bara einfaldlega eitthvað sem verður að gera. Og ég hef engu að tapa þó ég hætti því sem eftir er af lífi mínu til þess að útrýma meindýrum á borð við þig". Misskilningurinn var þó leiðréttur og síðan þá hafa Spiderman og The Punisher stundum neyðst til að snúa bökum saman í baráttunni gegn glæpum þó þeim sé það báðum þvert um geð enda engir kærleikar á milli þeirra. Þess á milli reynir Spiderman svo að koma lögum yfir Refsarann þar sem hann er vissulega lögbrjótur þó hann hljóti að vera aðalstjarnan í blautum draumum öfgahægrimanna út um allan heim. Dýrið gengur laust Það var myndasöguhöfundurinn Gerry Conway sem skóp The Punisher og ætlaði honum ekki stórt hlutverk í upphafi. "Hann var peð í hönum annars illmennis, The Jackal, átti bara að vera skúrkur í þessu eina blaði og vera sigraður í lokin." Þetta gekk þó ekki eftir þar sem höfundurinn féll fyrir sköpunarverki sínu. "Rödd hans varð sterkari en ég átti von á svo ég gerði meira úr honum." Lesendur deildu tilfinningum Conway og The Punisher sló strax í gegn og þau fantabrögð sem hann bætti glæpalýðinn féllu í kramið hjá myndasögunördum. Hann var vinsælasta gestastjarnan hjá Marvel og skaut upp kollinum í sögum um Spiderman, Daredevil og Captain America sem allir reyndu að binda endi á morðæði Refsarans. Vinsælir Refsarans héldu áfram að vaxa en þrátt fyrir það treysti Marvel sér ekki til að sleppa honum lausum í eigin blaði vegna þess hversu ofbeldisfullur hann var. Þetta breyttist árið 1986 þegar tíðni glæpa í Bandaríkjunum hafði snaraukist og fólk óttaðist stöðugt um öryggi sitt á förnum vegi. Þá greip Marvel tækifærið og sleppti The Punisher lausum og fólki virtist líka það býsna vel að vita af morðóðum brjálæðingi sem kálaði glæpamönnum í kippum á götum New York borgar. Refsarinn gekk þó of langt og missti til að mynda vitið algerlega um tíma og fór að skjóta fólk sem henti rusli á förnum vegi og gekk yfir götur á rauðu ljósi. Þessi magnaða persóna varð skyndilega of stór biti fyrir fólk að kyngja og árið 1996 var framleiðslu á öllum Punisher-bókum hætt. Síðasti naglinn í líkkistu Refsarans var svo bíómynd um hann með sænska vöðvatröllinu í hlutverki Castles. Myndin var vonlaus og fékk dóma og viðtökur eftir því. Tími Refsarans var greinilega liðinn. Velkominn aftur, Frank Það segir því líklega mest um kraftinn í The Punisher að hann hefur aftur endurheimt fyrri vinsældir sínar og gott betur og er mættur til leiks í nýrri stórmynd sem verður frumsýnd á Íslandi að viku liðinni. Það er töffarinn Tom Jane sem hefur tekið að sér að hressa upp á ímynd Refsarans sem Lundgren gekk algerlega frá á sínum tíma. Jane virðist hafa tekist þetta ætlunarverk en hann þykir standa sig með mikilli prýði í þessari öflugu mynd sem hefur það fyrst og fremst umfram aðrar teiknimyndasöuhetjumyndir að hún er miklu ruddalegri sem er í fullkomnu samræmi við eðli aðalpersónunnar. Nýja myndin byggir að hluta til á bókinni Welcome Back Frank eftir Garth Ennis, höfund The Preacher, en hann hóf Punisher til virðingar á pappírnum á ný. Ennis gengur út frá því að Frank sé geðbilaður fjöldamorðingi og morðið á fjölskyldu hans hafi ekki ráðið úrslitum. Í sögunni Born fylgir hann Frank eftir í Víetnam og þar birtist hann sem snarbrjálaður morðingi. Hann kemur heim blóðugur upp að öxlum og gerist ábyrgur fjölskyldufaðir en það er deginum ljósara að innra með honum blundar óður morðingi sem býður eftir tilefni til að brjótast út. "Ennis gerði stóra breytingu á persónunni og hann er orðinn rosalega vinsæll aftur," segir Pétur Yamagata, umsjónarmaður myndasögudeildar Nexus. "Á níunda áratugnum varð hann venjuleg andhetja, svolítið líkur Batman og fleirum. Þetta varð þurrt og leiðinlegt efni sem hætti að seljast."
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira