Fleiri fréttir

Wyclef vill bjarga heimalandinu

Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean er í mikilli herferð um þessar mundir til að bjarga heimalandi sínu, Haítí, undan fátækt og hungursneyð. Vill hann laða erlenda fjárfesta að landinu og fá þá til að stofna þar fyrirtæki.

Lét hafið vinna fyrir sig

Marisa Navarro Arason ljósmyndari hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Eilíft sólskin

Þórarinn Þórarinsson fjallar um kvikmyndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind

Gollum breytist í King Kong

Breski leikarinn Andy Serkis, sem lék Gollum í The Lord of the Rings, ætlar næst að bregða sér í hlutverk górillunnar King Kong í endurgerð myndarinnar sem kemur út í lok næsta árs.

Gibson höfðar mál

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur höfðað mál gegn bandaríska dreifingaraðilanum Regal Entertainment Group fyrir að borga framleiðslufyrirtæki sínu, Icon, ekki aðsóknartekjur af myndinni The Passion of the Christ.

Rock star í undirbúningi

Mark Burnett, höfundur raunveruleikaþáttanna vinsælu Survivor og The Apprentice, er að undirbúa nýjan þátt sem kallast Rock Star.

Popplög í vasann

Báðir heitir nýstofnað fyrirtæki sem gaf út á dögunum sex söngbækur sem rúmast fyrir í vasanum. Hver bók er tileinkuð einni hljómsveit eða flytjanda og í henni má finna 15 texta með viðeigandi gítargripum og merkjum um hvar eigi að skipta. Fyrir þá sem ekki kunna gripin, er mynd af þeim á opnunni.

Litlir púkar í skóginum

Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn.

Cortney Cox eignast dóttur

Vinkonan Courtney Cox, eða Monica í sjónvarpsþáttunum um Vini, varð léttari í dag og eignaðist dóttur sem gefið hefur verið nafnið Coco. Cox og eiginmaður hennar, leikarinn David Arquette, eru sögð himinlifandi enda hafa þau lengi reynt að eignast erfingja en Cox hefur margoft misst fóstur.

Heldur flugum úti

Frábær lausn til að halda flugum og öðrum óværum úr húsinu er komin á markaðinn. Um er að ræða sérsaumuð þunn net sem límd eru í glugga með frönskum rennilás. Netin eru þægileg í notkun og aðeins þarf að líma 13 mm kant umhverfis gluggann til að festa netið.

Hlægilegt að verða rithöfundur

Steinunn Sigurðardóttir var aðeins nítján ára þegar fyrsta bók hennar, Sífellur, kom út. Heildarsafn með ljóðum Steinunnar kemur út á vegum Eddu útgáfu í dag.</font /></b />

Lóa og saxófónninn

Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen

Ulrich rokkaði yfir sig

Lars Ulrich, trommari væntanlegra Íslandsvina í Metallicu, er sestur aftur á bak við settið eftir veikindi og spilaði meðal annars á tónleikum sveitarinnar í Þýskalandi síðastliðinn þriðjudag.

Svört sveifla í hádeginu

"Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði.

Coxon líkar einveran vel

Graham Coxon, fyrrverandi gítarleikari Blur, segist ákaflega ánægður með að vera einn síns liðs. Damon Albarn og fyrrverandi félagar hans í Blur hafa undanfarið unnið að nýrri plötu og nýlega lýsti Albarn því yfir að Coxon yrði ávallt gítarleikari hljómsveitarinnar.

Ég er alheimsborgari

Mike Pollock, fyrrverandi Utangarðsmaður, gaf út tvær breiðskífur á dögunum. Sólóplötuna World Citizen og svo Apocalypse Revue ásamt hljómsveit sinni The Viking Hillbilly. Plötunum er einnig dreift í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna og báðar plötur fengu á dögunum glimrandi góða dóma í dagblaðinu The Courier sem gaf sólóplötu Mikes fjórar stjörnur en plötu sveitarinnar þrjár og hálfa.

Hamlet kaupir tómata

Bergur Þór Ingólfsson hleypti nýju lífi í Hamlet Shakespeares í dansleikhúskeppni í Borgarleikhúsinu. Verkið hlaut bæði fyrstu verðlaun keppninnar og var valið besta sýningin að mati áhorfenda. </font /></b />

Cusack leikur geimveru

Bandaríski leikarinn John Cusack hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni The Martian Child sem Nick Cassavetes mun leikstýra, en hann stýrði síðast myndinni John Q. Handritið er byggð á smásögu eftir David Gerrold og hefur því verið lýst sem blöndu af ET og Parenthood. Segir það frá skáldi (Cusack) sem missir unnustu sína og ættleiðir í framhaldinu sex ára barn.

Orlando Bloom kynþokkafyllstur

Orlando Bloom hefur verið kjörinn kynþokkafyllsti leikari Bretlands í könnun sem sjónvarpsstöðin Sky Movies stóð fyrir. Í öðru sæti lenti Sean Bean, í þriðja Hugh Grant og í því fjórða lenti Ewan McGregor.

Nýtt lag frá Pixies

Áður óútgefið lag með Íslandsvinunum í Pixies, Bam Thwok, er nú til sölu á Netinu á slóðinni apple.com/iTunes. Talið er að lagið sé nýtt af nálinni.

Fyndnasti dávaldur heims

Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun.

Álfabikarinn

Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Engin tré eru felld til að afla hráefnisins heldur er gúmmíinu tappað af sömu trjám ár eftir ár. Enginn úrgangur fellur til við notkun hans.

Keyrði yfir Ermarsund

Breski auðjöfurinn Richard Branson setti nýtt hraðamet þegar hann var ekki nema eina og hálfa klukkustund að sigla yfir Ermarsund.

Nýi BMW Z4 dummy

Það er geggjaður bíll en þetta er samt ekki besti bíll í heimi

Skemmtilegt að spara

Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára.

Síungur en geðstirður andarsteggur

Það er sjálfsagt ekki á neitt fiðurfé hallað þó fullyrt sé að Andrés Önd sé frægasta önd allra tíma en þetta magnaða hugarfóstur Walt Disney fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Andrés, eða Donald Duck eins og hann heitir á frummálinu, kom fyrst fram á sjónarsviðið þann 9. júní 1934 í teiknimyndinni The Wise Little Hen, eða Skynsama hænan.

Parker fékk tískuverðlaun

Leikkonunni Sarah Jessica Parker hefur verið veitt tískuverðlaunin Facion Icon frá samtökum bandarískra tískuhönnuða. Parker, sem hefur vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn, m.a. í þáttunum Sex and the City, var hæstánægð með útnefninguna.

Ulrich enn á sjúkrahúsi

Lars Ulrich, trommari væntanlegra Íslandsvina í Metallica, er enn á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að hafa veikst skyndilega á leið frá Portúgal til Englands þar sem rokksveitin átti að halda tónleika.

Velkominn aftur

Eftir sjö ára þögn snýr Morrissey aftur. Eldri, þroskaðri eftir áralanga útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var án plötusamnings og gott ef hann er ekki orðinn örlítið grárri í vöngum. Svona miðað við hvernig var búið að spila kappann í bresku pressunni síðustu ár átti ég jafnvel von á bitrustu breiðskífu kappans til þessa, en svo er sem betur fer ekki.

The Shins á Airwaves

Erlendu sveitirnar The Shins, Radio 4, Keane, The Stills, Kid Koala og Magnet hafa allar tilkynnt þátttöku sína á Iceland Airwaves-tónleikahátíðinni sem haldin verður í sjötta sinn dagana 20.-24. október. Búist er við því að um tvær til fjórar erlendar sveitir bætist við. Ekki er óhugsandi að um stór nöfn verði þar að ræða.

Liggur í loftinu í fjármálum

<strong>100 ár</strong> eru nú liðin frá því að Íslandsbanki eldri opnaði. Í tilefni af því opnaði sögusýning í öllum útibúum Íslandsbanka í gær. Á sögusýningu minnast starfsmenn Íslandsbanka ásamt þjóðinni allri fjármálasögu bankans.

Sportveiðar á sel við Ísland

<font size="2"> </font>Auðugir bandarískir skotveiðimenn hafa áhuga á að koma hingað til lands og fá að stunda sportveiðar á sel gegn góðum greiðslum, en hingaðtil hefur hið opinbera greitt mönnum fyrir að skjóta sel. Vitað er um tvo eða þrjá Bandaríkjamen sem komið hafa hingað í þessum tilgangi og sækjast þeir helst eftir stórum útsels-brimlum.

Ray Charles allur

Faðir soul-tónlistarinnar er allur. Ray Charles lést í gær, sjötíu og þriggja ára að aldri. Ray Charles var fyrsti tónlistarmaðurinn sem blandaði saman rhythm and blues við gospel-tónlist og skapaði þannig í raun soul-tónlistina. Hann er því réttnefndur faðir soul og er talinn með áhrifamestu tónlistarmönnum síðustu aldar.

Gömul sjúkrahúsnærföt endurnýjuð

Ragna Fróðadóttir er fatahönnuður og rekur saumastofu í Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Ragna er þekkt fyrir fallega og óvenjulega hönnun og frumlegar hugmyndir og margir hafa gert góð kaup í fötum eftir hana. En hver skyldu nú vera bestu kaupin sem hún hefur gert?

Ber virðingu fyrir fæðu og peningum

Mér finnst mikilvægt að bera bæði virðingu fyrir fæðunni og fyrir peningunum," segir Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, aðspurður hvernig hann nái að drýgja tekjurnar og spara sem mest.

Sjá næstu 50 fréttir