Fleiri fréttir

Royal Never Give Up sigraði MSI

Royal Never Give Up, eða RNG, stóð uppi sem sigurvegari á MSI mótinu í League of Legends í dag eftir sigur í oddaleik gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA. Þetta var í annað skipti sem RNG vinnur MSI.

Heimsmeistararnir þurftu oddaleik til að tryggja sig í úrslit MSI

DWG KIA og MAD Lions tókust á í seinni undanúrslitaviðuregninni á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. Heimsmeistararnir í DWG KIA lentu óvænt 2-1 undir en tveir afgerandi sigrar í röð tryggðu sætið í úrslitunum sem fara fram á morgun.

RNG í úrslit MSI eftir sigur gegn PSG Talon

RNG tryggði sig í dag í úrslitaeinvígi MSI mótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. RNG þótti sigurstranglegra liðið í einvíginu gegn PSG Talon og niðurstaðan 3-1 sigur kínverska liðsins.

Undanúrslit MSI hefjast á morgun

Undanúrslit MSI mótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll hefjast á morgun. Liðin fjögur sem eftir eru, ásamt þjálfurum þeirra, sátu fyrir svörum blaðamanna í dag.

MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI

Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins.

Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI

Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram.

RNG enn ósigraðir á MSI

Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum.

XY með 15 lotur í röð og KR lagði loks Dusty

Sýnt var frá þremur leikjum í 14. og síðustu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Þór sendi Fylki í umspilssæti, XY lagði hafið með rosalegri endurkomu og Dusty tapaði sínum fyrsta og síðasta leik tímabilsins gegn feiknarsterkum KR-ingum.

RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti

Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti.

Dusty tryggir sér sigurinn í Vodafonedeildinni

Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust.

Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI

Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9.

Í beinni frá Laugardalshöllinni

Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið.

MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið

MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims.

Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar.

XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR

Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.